Morgunblaðið - 20.06.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1970, Blaðsíða 12
12 MORG(JNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1970 Listsýningar um alla borgina Átta opna síðdegis í dag KL. 5 I DAG opna á vegum Listahátíðar 6 merkilegar mynd listarsýningar í Reykjavík, en sú sjöunda, enska grafiksýningin, bætist við strax og myndirnar nást úr skipi í Reykjavíkurhöfn. Þetta eru: Hin mikla sýning í Iðnskólahúsinu á grafikmyndum Edvards Munch, sem Óslóhorg hef ur lánað, og svo sýningar á ís- lenzkri list, allt frá 18. öld og fram á okkar daga, eftir 70 lista menn og hvergi þeir sömu á tveimur sýningum. Þrjár sýning ar taka hver við af annarri í tíma, þ.e. íslenzk myndlist fyrri alda á vegum Þjóðminjasafns í Bogasalnum, yfirlitssýning á eldri íslenzkri myndlist í Lista- safni íslands og yfirlitssýning yf- ir íslenzka nútímalist í nýja Myndlistarhúsinu á Miklatúni, fyrsta sýningin þar. Þá er högg- myndasýning á Skólavörðuholti og sýning á íslenzka torfbæn- um á vegum Arkitektafélags fs- iands í anddyri Háskólabíós. í gær var verið að undirbúa allar þessar sýningar. Og einn- ig var verið að koma upp högg mynd úr jámi og plasti og með rafmagni eftir Jón Gunnar Ámason, sem hlaut 1. verðlaun í samkeppni Listahátíðar, en hún er reist fyrir utan Háskólabíó. Og síðar verður komið fyrir stóru málverki eftir Þorvald Skúlason í Laugardalshöll. Þá opnar á morgun kl. 5 bóka- og handritasýning á vegum Landshókasafns fslands í Arna- garði. Og auk þess eru opnar sýningar í sambandi við hátíð- ina í Ásgrímssafni. Og Heimilisiðnaðarfélagið hef ur komið upp sýningu í húsa- kynnum sínum. en hætt var við sýningu, sem vera átti á Hall- veigarstöðum, á íslenzkum vefn- aði og leirmunum. Mun vera óhætt að segja að aldrei hafi gefizt kostur á svo stórum og fjölbreyttum listsýn- ingum í Reykjavik. Opna sýn- ingarnar kl. 5 í dag, án form- legrar móttöku og eru allir vel- komnir. Síðan verða þær opnar kl. 2—10 daglega meðan á Lista- hátíðinni stendur. MÁLARAR 18. OG 19. ALDAR f BOGASAL Með því að sækja sýningarnar þrjár með íslenzkri myndlist og útisýninguna á höggmyndum, má fá gott yfirlit yfir myndlist á fslandi frá því eftir siðaskipti. Elztu myndirnar er að finna í Bogasal Þjóðminjasafnsins, þar sem er íslenzk myndlist fyrri alda, þ.e. á 18. og 19. öld, allt myndir úr eigu Þjóðminjasafns- ins. Sýnir þessi sýning tilraunir fslendinga áður fyrr til að til- einka sér listastefnur, eins og Þór Magnússon, þjóðminjavörður orð aði það við fréttamenn. En tekn- ir eru fyrir allir nafnkenndir málarar frá því eftir siðaskipti og fram undir aldamót, þegar lærðu listamennirnir fara að koma heim. Þarna eru tveir 17. aldar mál- arar, Guðmundur Guðmundsson smiður, sem á altaristöflu frá 1682, er ekki hefur fyrr verið til sýnis og Hjalti Þorsteinsson í Vatnsfirði. Síðan taka þeir við hver af öðrum, málararnir. Margir eiga altaristöflu. Þetta voru oft smiðir, sem fyrst smíð- uðu sínar kirkjur, en svo þeg- ar vantaði altaristöflu, þá mál- uðu þeir hana líka. Og þeir kunnu mismikið að mála, sumir reglu- legir primitivistar. Nýjustu myndirnar eru eftir Arngrím Gíslason úr Þingeyjarsýslu, sem dó 1890, og Sveinunga Sveinunga son, sem dó 1915. 10 MÁLARAR Á 20. ÖLD í LISTASAFNI Uppi í Listasafni íslands hefur verið komið fyrir í öllum mið- sölunum sýningu á list 10 málara á 20. öld. Fyrst bera fyrir augu myndir Þórarins B. Þorláksson- ar, m.a. Áning, sem hefur verið prentuð á frímerki, útgefið í til- efni Listsýningar. Það málverk gerði Þórarinn 1910 og er það fyrsta málverkið, sem Listasafni fslands var gefið, árið 1911. Síðan koma málararnir hver af öðrum: Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval, Jón Þorleifsson, Gunnlaugur Blönd al, Snorri Arinbjarnar, Jón Eng- ilberts, Gunnlaugur Scheving, Þór Magnússon, þjóffminjavörður, á sýningu elztu listaverkanna, 18. og 19. aldar málaraj Bogasalnum. Jón Engilberts, einnig tvær Ás- grímsmyndir o.fl. sem fólk hefur ekki fyrr átt kost á að sjá. í hliðarsölum hanga uppi myndir safnsins, sem ekki til- heyra þessari sýningu, en þær eru smekklega tengdar henni með Kjarvalsmyndum, en tals- vert hefur verið lagfært og parkettgólfinu, eins og fyrirhug- að var. „En þetta verður eitt glæsilegasta myndlistarhús, sem sögur fara af, meira að segja betra en Louisiana safnið bæði hvað sýningarmöguleika snertir og lýsingu,“ eins og Valtýr orðaði það. Og virðast listamennirnir því ánægðir með nýja sýning- Nína Tryggvadóttir. Aðeins tveir eru enn á lífi. Það vekur kannski mesta at- hygli, að í miðsalnum eru 12 ný málverk eftir Gunnlaug Scheving, sem hann hefur mál- að 1968—1970 og ekki hafa fyrr verið á sýningu, auk tveggja eldri mynda Gunnlaugs, sem safnið á. En safnið á sjálft allar aðrar myndir, sem þarna eru. Sumar hafa þó ekki lengi sézt þar uppi og aðrar eru nýjar og hafa ekki fyrr komið þar upp. Þarna er t.d. ný Kjarvalsmynd frá Þingvöllum, önnur ný eftir breytt í safninu og málað. Þessa sýningu völdu málararnir í safn- ráði, þeir Jóhannes Jóhannesson og Steinþór Sigurðsson, ásamt dr. Selmu Jónsdóttur, svo og Gunnlaugur Scheving, sem á þarna nýju myndirnar. Sýning- in verður opin kl. 1.30—22 með- an á Listahátíð stendur og síð- ain á veinrjuleigum safntím.a. ISLENZK NÚTÍMAMYNDLIST Á MIKLATÚNI í nýja Myndlistarhúsinu á Miklatúni er íslenzk nútímamynd list og með nútímalist er átt við allt það sem er að gerast í mynd list í dag, sagði Valtýr Péturs- son, sem sýndi fréttamönnum sýnimiguna í gær. Þama er 101 málverk eftir 36 höfumda, val- in úr um 400 verkum 61 mál- ara. Elzti málarinn er Finnur Jónsson, sem fæddur er 1892 og sá yngsti Helgi Gíslason, fædd- ur 1947. En fjórir listamannanna sýna þarna í fyrsta sinn. Þarna má líka sjá alla stíla, sem not- aðir eru í myndlist á íslandi, að því er sýningamefnd full- yrti. Þefita er fyrsta sýniinigin, í hiin/u nýja Myndlistarhúsii, sem Reykj avíkurborg er að láta reisa á Miklatúni. Er hún í minni sýningarsalnum í húsinu, sem ekki er fullbúinn ogstyttra kominn en áætlað var vegna í nýja Myndlistarhúsinu við Miklatún eru málarar aff koma fyrir verkfallanna, og hefði hann ó- nútímamyndum. neitanlega verið glæsilegri með arstaðinn, sem mikill munur er að eða giaimla Lisitamianiniaskálan- um. En húsið allt með stærri sýn ingarsalnum og veitingahúsinu á að verða tilbúið haustið 1971. Sýningin verður opin kl. 14— 22 alla daga meðan Listahátíð stendur. Sýningarnefnd mynd- listarmanna sá um uppsetningu á þessari sýningu, og tók einnig að Á sýningu 10 málara á 20. öld í Listasafninu eru m.a. 12 nýjar myndir eftir Gunnlaug Sehev- ing, sem sést hér viff eina þeirra ásamt Selmu Jónsdóttur, forstjóra safnsins. sér Munohsýninigunia og grafiíksýn inguna ensku. f sýningarnefnd eru Einar Hákonarson, formað- ur, Benedikt Gunnarsson, Vil- hjálmur Bergsson, Bragi Ásgeirs son og Kristján Davíðsson. Þarna voru líka Páll Líndal, for- maður framkvæmdastjórnar Listahátíðar og Hannes Kr. Dav- íðsson, formaður Bandalags ís- lenzkra listamanna. GRAFIK MUNCHS í IÐN- SKÓLANUM Á Listahátíð gefst gestum kostur á að sjá það sem hæst ber í grafísikri l'iist í heiminum, á sýninigu á grafikverkum Ed- vards Mumchs í Iðmskólainum og síðar grafisk nútímaverk ensk í Ásmundarsal. Munch-'sýningin, sem Osló- borg hefur sent hingað, er óum- deilanlega það sem hæst ber af öllu á Liista'hátíð, sagði Val- týr Pétursson, er hann sýndi fréttamöirunum grafiiksýndniguina á verkum Edvardis Munchs, stem búið var að korwa fyrir í Iðn- skólanum á Skólavörðuholti. Og ekki margar Listahátíðir í heim inium geta státað af svona sýn- ingu. Þarna eru 96 listaverk eftir Edward Munch, grafis'k verk unnin með margvíslegri tækni. 97. verkið eru plötiur, sem mynd ir voru prentaðar af og eru það tréristur í 3 litum. Margar mynd ir eru prentaðar með sömu plötu oig hafði Muntíh þær oft roeð mismiunandi litum og mál- aði jafnvel ofan í með vatnslit- um, svo hver mynd er sjálfstætt verk. Munch var uppi frá 1863 ti'l 1944 og sá myndlistarmaður nor rænn, sem mest áhrif hefur haft á listir heimsins. Hann var mál kunnugur Va.n Gogh og vinur Toulouisie Lautrectis, og þegar hamm byrjaðd á graifikinni, var engin grafikiis't til í Evrópu, og Laiutrect ekiki byrjaður að fáist við grafi'k. f sambandi við sýning.una hér, hefur verið prenta.ð „plakat," sem dreift hefur verið og verð- ur sel't í litlu upplagi, en á því er mynd af Munch. Sýningin verftu r opin kl. 2-10 daglega meðan á Listahátíð stendur. MYNDVERK Á SKÓLAVÖRÐUHOLTI Á útisýningu ís>lenzkra mynd verka, eins og hún heitir sýning- in á Skólavörðuholti, verða 27 verk eftir nútím,amyndhöggv- ara. Ætluðiu þeir að setja upp sýningu símia í gærkvöldi og nótt og hafa hana tilbúna kl. 5 í dag, þe'gar aðra,r sýningar opna. Sýningin á emskri nútíma.graf ik í Ásimiumdarsial er uim bodö í Fjallfossi, vegna verkfiallsins, en myndlistarmenn hafa a,llt tilbú- ið til að taka við henni og koma henni upp, um leið og kassarn- ir koma í land. Er sýningarskrá prentuð og húsnæði tilbúið, e.i þetta miun vera mjöig merkileg Framhald á bls. 21 fslenzk nútímamyndlist er sýnd í fyrsta sinn í nýja Myndlistar- húsinu. Hér eru arkitekt hússins Hannes Davíðsson, Páll Lindal, formaffur framkvæmdanefndar Listahátíðar, Valtýr Pétursson, sem hefur séð um sýningamar og Einar Hákonarson, formaff- ur sýningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.