Morgunblaðið - 21.06.1970, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.06.1970, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUH 21. JÚNl 1970 Kristinn P. Briem fyrrum kaupmaður HINN 18. dag þessa mánaðar lézt á Landspítalanum Kristinn P. Briem, fyrrum kaupmaður á Sauðárkróiki, á 83ja aldursári. Kristmn var svo gagnmerkur mannikostamaður, að ég má ekki án þess vera að senda honum nokkur kveðjuorð yfir landa- mærin. Hann fæddist í Reykjavík 8. október 1887, sonur Páls Briems, siðar airctmanns, og fyrri konu hans Kristínar, dóttur Guðmund- ar, óðalsbónda og útgerðarmanns á Auðnum á Vatnsleysuströnd. Ekki rek ég hér ættir þeirra hjóna. Páll Briem var þjóðkunn- ur maður, sornur Eggerts Briem, sýslumanns Skagfirðinga, en Kristín kona Páls var að miklu leyti komin af gilduim bændum og útgerðarmönnum á Vatns- leysuströnd. Kristín dó 24. október 1887. Var Kristinn skírður við líkkistu hennar og látinn heita eftir henni. Var hann síðan tekinn í fóstur af móðurforeldrum sínum á Auðn- um. Ólst hann þar upp til 6 ára aldurs. Síðar var hann ýmist með föður sínum eða á Auðnum. Sagðist hann hafa mjög sótzt eftir að vera á Auðnurn, þar sem hann naut sérstakrar hlýju og góðvildar. Árið 1895 fluttist Kristinn með föður sínum og seinni konu hans, Álfheiði Briem, til Akureyri, en þar tók Páll Briem við amt- mannsstarfi. Var í ráði, að Kristinn gengi í Lærða skólann. Er það auðsætt af því, að faðir hanis byrjaði að kenna honum latínu, áður en drengurinn var fermdur. Tók hann að því búnu inntökupróf í Lærða skólann, en vegna vanheilsu hans var horfið frá því námi. Ungur að árum gelkk Kristinn í Gagnfræðaskóla Akureyrar 1902. Lauk hann það- an prófi á tilsettum tíma 1904 og reyndist í fremstu röð náms- manna. Þetta suimar fluttist Kristinn með föður sínum til Reykjavík- ur, því að þá varð Páll Briem bankastjóri íslandsbaruka. Enn t Sigurður Jónsson, fyrrum bóndi á Torfastöðum í Grafningi, andaðist í Lamdiafeotsspítala 19. þ.m. Börn, tengdaböm og baniaböm. t Útför sohar mínB, Amar Ingólfssonar, fulltrúa, Bergstaðastræti 68, fer fram frá Fossvogsfeirkju þriðjudaginn 23. júná kí 1.39. Vigdís Amadóttir. hélt Kristinn áfram námi í Reykjavík (aðallega í ensku og dönisku). Hafði hann þá ákveðið í samráði við föður sinn að snúa sér að verzlunarstörfum. Vann hann við verzlunina Edinborg í Reykjavík þrjú ár, að síðustu á skrifstofu. Árið 1908 fór hann til Edinborgar í Skotlandi og var þar þrjú ár á skrifstofu hjá eig- endum Edinborgarverzlana á ís- landi, firmans Copland & Berrie. Vann hann þar aðallega að því að þýða á ensku íslenzk bréf, sem komu frá verzlunum firm- ans á íslandi. Einnig vann hann hjá gjald'keranum við reikninga. Þegar á milli var frá skyldu- störfunum, stundaði hann tungu- málanám. Að þessum tírna liðnum kom Kristinn heim til íslands. Árið 1911 kvæntist hann Kristínu, dóttur Bjöms óðalsbónda Péturs- sonar á Hofstöðuim í Skagafirði. Var hún gagnmerk sæmdarkona, fríð sýnum og skörungur í gerð. Má fullyrða, að þau góðu hjón voru hvort öðru samboðin. Er hún látim fyrir nokkrum árum. Börn þeirra hjóna, sem upp komust, eru fjögur að tölu: 1. Páll Jakob Briem, deildar- stjóri í Búnaðarbaníkanum, kvæntur Jónínu Jóhanmsdóttur. 2. Björn GuSmundur Briem, er stundar fjölritun. 3. Una Kristín Briem, er lézt á barnsaldri. 4. Gunnlaugur Eggert Briem, sakadómari, kvæntur Hjördísi Ágústsdóttur Kvaran. 5. Elín Rannveig Briem, gift Sigurði Sveinissyni, lögfræðingi. Öll eru þau systíkin sem upp komust vel mennt og manmvæn. Auk eigin bama ólu þau hjón upp þrjú fósturbörn: Sverri Briem, trésmið. Ásthildi Sigiurrós Ólafsdóttuir, ba'nka.ritaj'a, og dóttur heon/air. Kristínu Margrétu Inehcombe, sem er búsett erlendis. Vorið 1912 fluttust þau Briem- hjón til Sauðárkróks, þar sem hann stofnaði verzlun, sem hann rak tæp fiimmtíu ár. Á Sauðárkróki naut Kristinn Briem vibðingar og vinisælda. Þótt hann vildi jafnan komast hjá opinberuim störfum, þá tókst honum það ekki. Hann naut al- menna trausts sakir góðra gáfna og gjörhygli, hollvilja og fram- sýni. Hann átti sæti í hreppsnefnd Sauðár'kró'ks og naut þar mikils álits. Þó neitaði hann að taka þar við endurkjöri. Hann var í yfir- kjörstjóm fyrir Skagafjarðar- sýslukjördæmi um skeið og kos- inn af Alþingi í yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis vestra. Einnig var hann kosimn af sýslu- nefnd í stjórn Sparisjóðs Sauð- árkróks. Átti hann þar sæti um 25 ára skeið. Þess verður og að geta, þótt í fáum orðum verði, að hann var sá fyrsti, er setti stofn rafveitu til aknenningsnota á Sauðár- kró'ki, sem raflýsti allan kaup- staðinn. Kristitnn Briem vakti fyrstur manna athygli opinberra aðila á, að jarðlhiti væri í Áshildarholts- vatni (örstutt frá Sauðár- króki) og hugsanlegur mögu- leiki á, að þar fengist hitaveita fyrir Sauðárkrók. Árangur af t Jarðarför föður og tengdaföður okkar, SIGFINNS JÓNSSONAR frá Bræðraborg, Seyðisfirði, fer fram frá kapellu St. Josepsspítala, Hafnarfirði, þriðjudag- inn 23. júní. kl. 2 e. h.. — Blóm afbeðin, en þeím, er vilja mmnast hans er bent á Kristskirkju, Landakoti, samkvæmt ósk hins látna. Ásta Sigfinnsdóttir. Guðrún S. Arndal — Þorsteinn Amdal, Laufey Sigfinnsdóttir — Kristján Guðmundsson, Svavar Sigfinnsson — Sigurbjörg Magnúsdóttir. þeirri glöggskyggnd hans var hitaveita Sauðárkróks, sem komist í framkvæmd árið 1953. Kristinn P. Briem mdssti konu sína 8. dag aprílmánaðar 1961. Kaus hann þá að hætta störfum á Sauðárkróki og hverfa burtu þaðan. Seint á árinu 1961 fluttist hann til Reykjavíkur og keypti ibúð að Meðallholti 5 og settist þar að. Bauð hann þá fósturdætr um sínum, Ásthildi og Kristínu, dóttur hennar, að koma til sín í íbúðina og búa þar hjá sér. Tóku þær því boði með þökkum. Er frú Asthildur, svo og Kristín, dóttir, hennar, sérstakliega þakk- lát fósturföður sínum, sem hún segir, að hafi jafnan reynzt þeim sem bezti faðir. Kristinn P. Briem var meðal- maður vexti, dökkfliærður sem frændur han® margir, brúneygð- ur og fríður sýnum. Hreyfingar hanis voru léttar og kvikar fram til efstu ára. Undraðist ég jafn- an, er við hittuimst nú hin síð- ustu ár, hve vel hann hélt hlut sínum fyrir kerlingu vElli“, sem setur þó merki sitt á fleeta þá, sem háuim aldri ná. Hann var ágætur heimúisfað- ir. Hófsemi og prúðmennska einkenndu jafnan framkomu hanis. Þótt segja megi, að hann væri ekki allra vinur, þá var hann trölltiyggur þeim, sem hann batt vináttu við. Má segja svo um marga frændur hans í Brimies-ætt, að trygglyndi sé þeim geðgróinn eiginleiki og vöggugjöf. Segja mátti um Kristinn P. Briem, að betri væru „heitin hanis en handsöl annarra manna“. Og einmitt eru það traustu mannkostamennirnár, sem flest- um verða hugþekkastir og hug- stæðastir í minningunni. Að lokum þakka ég hinum látna sæimdarman.ni góð og göm- ul kynni og sendi jafnframt börnum h-ams og fósturbörnum huglheilar samúðarfcveðjur. Kolbeinn Kristinsson. Sigurjón Vigfússon — Vinarminning Fæddur 19. júní 1930. Dáinn 3. febrúar 1969. „Gleymdu aldrei gömlum vin þótt gefist aðrir nýir, þeir eru ein-s og skúraskin skyndilegir, Mýir.“ Dimmrauð rós, — smekklega fest á hvítt blað, ásamt með- fylgjandi stöku, hlýleg vinar- kveðja á afmælisdegi. Svo tákn- ræn fyrir hugulsemi þessa látna vinar og starfsfélaiga míns. Hve fegin vildi ég eklki getað endur- goldið með rósavönd, er hann í dag hefði minnzt fertugsafmælis sín-s. Þær hefðu orðið æði margar kveðjurnar, er honum bærust, væri hann meðal okkar í dag, á heimilinu er hann átti með foreldrum, kærri systur og mági, dætrum þeirra. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir um það bil 15 árum síðan, í því starfi er bæði unnum að, framreiðslustörfum. Húsmæður drýgðu gjarnan þá, sem nú tekjur heimilis síns, með kvöld- ag nætiurvinmu, við fram reiðslustörf, og var þá mikils um vert að vel tækist samstarf vinnufélaga og metnaður okkar lá í að allt gengi sem bezt. Prúðari og geðþekkari vinnu- félaga en Donna get ég ekki hugsað mér og býst við að fleiri er með honum unnu hafi sömu sögu að segja. Síðar, lágu leið ir hans til sjós, við sömu störf, en alltaf var hann sami ljúfi vinurinn, er í land kom, gjarn- an færandi smá vinargjafir eða minjagripi frá framandi stöðum, eða með stuttum símtölum að viðhalda gamalli vináttu í gegn um árin. Frá miðjum júní ’68 unnum við saman, en þá var hann orð inn sjúkur, hafði bariz-t þrot- lausri baráttu við veikindi sín, og var að fara til Boston til skurðaðgerðar, er ekki var hægt að framkvæma hér heima. Mátti búast við að þurfa að fara fyrir varalíitiði, faninst hann e-kki geta farið án þes3 að útve-ga starfs- kraft á meðan. Lífsviljinn var ólæknandi og við töluðum „um að vinna, þar til hann kæmi aftur." Og hann kom svo sannarlega aftur, fullur af áhuga tók hann til við nám sitt er hann hafði hafið árinu áður, til að öðlast réttindi við þau störf er hann hafði alltaf stundað, lauk II. hliuta þess um áramót ’68 og hóf III. og síð-asta kennsl-utíma- bil í janúar ’69. Sótt- ist honum námið sérlega vel, enda góðum gáfum gæddur. Janúarmánuður 1969 var snjó þungur og kaldur og einn dag- SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM ÉG notaði eitt sinn upphrópunina, „Drottinn minn“, á kristilegum fundi. Mér var sagt, að með þessu legði ég nafn Guðs við hégóma, og varð mér bylt við, þar sem mér hefur verið innrætt að gera slíkt ekki, og ég hef svo sannarlega enga löngun til þess. Var rangt af mér að nota þetta orðatiltæki? ÞESSI upphrópun virðist vera mjög algeng. Þótt hún virðist oft notuð í hugsunarleysi og án illra hvata, jaðr- ar hún við óvirðingu, og lítill munur er á þessari upp- hrópun og annarri algengri: „Guð minn góður“. Orðgnótt máls okkar er slík, að ekki ætti að vera þörf á að grípa til vafasamra orðatiltækja til að tjá sig. Venjulega er hér um að ræða saklausa málvenju, e-n boðorðið er skýrt: „Þú skalt ekki leggja nafn Drott- ins Guðs þín-s við hégóma.“ Þér se-gið: „Mér hefur verið innrætt að gera slíkt, e-kki og ég hef svo sannarlega enga löngun til þess.“ Þetta sýnir, að tilgangurinn var ekki slæmur. En fyrst við erum dæmd af málfari okkar, e-r bezt fyrir okkur að temja okkur fullkomlega kristile-gt orðaval. Ég hefi heyrt sagt um orðljóta me-nn: „Hann er klúr- yrtur, en hann meiniar ekkert með því.“ En ef tilgang- urinn er góður, skulum við einnig vanda orðaval okk- ar. inn er Donni kom úr skólanum, var hann helkaldur og miður sín af vanlíðan. Það aftraði hon um þó ekki frá að fylgjast með mér í starfi, gefa ráð og leið- beiningar að venju. Það voru síðustu stundirnar er ég sá Donna. Um nóttina ágerðist van- líðian han-s, sneriis-t í neiftarlega lungnabólgu. Hann var fluttur á Borgarspítalann, allt var gert er mannlegur máttur og tækni megnar, en enginn ræður sínum skapadóm. Donni lézt að morgni 3. febrú ar 1969. Yfir okkur hin, sem vanmáttug biðum fregna kom þetta eins og reiðarslag. Það hafði hvarflað að okkur, er hann fór til Bandaríkjanna, að til beggja vona gæti brugð- izt, en vonirnar glæddust á ný er hann kom aftur og virtist hafa fengið h-eilsiuibót. Það hefur svo oft hvarflað að mér síðar, er ég hefi minnzt Donna, að sjálfur hafi hann gert sér grein fyrir að hverju stefndi, en hann var aldrei orðmargur um eigin hagi, og sízt um veik- indi sín. Núna, sem ég sit heima hjá fioreldriuim han-s o-g systur oig fylg i.s-t með hljóðtLátri en treigabland inni gleði þeirra yfir 7 mánaða yngsta fjölskyldumeðliminum, sé ástúð og umhyggju skína úr andlitum þeirra, skynja ég, að ekfeert getur sefað sá-ra sorg og mi-ssi, eins oig nýtt líf, í sitað þess er tapa-s-t, þá verður mér litið é stóra mynd af Donna, er blasir við mér, og allt í einu flýgur mér í hug: Ef til er ann- að líf — á eftir þessu jarðneska — er þá ekki vinur minn enn- þá meðal þessara ástvina sinna — þótt við ekki sjáum hann, með þessum veraldlegu augum okkar, sem oft eru svo þröng- sýn? Ég veit að ég mæli fyrir hönd margra vina hans og starfsfé- lagia, er ég segi að hams sé sárt saknað í vina hóp. Reykjavík 19. júní 1970. Anna Kristins. Mímar bezt-u þakkir flyt ég ölluim þeiim vintuim cng vandia- mönmiuim, seim heiiðiruöiu miig á fiimimtiuigisiaifimæM miíiniu 16. júinií sl. Guðbjörn Guðmundsson, Glaðheimum 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.