Morgunblaðið - 23.06.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.06.1970, Blaðsíða 17
MORGUNIBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1*970 17 Halldór Laxness: Kjarni hlutanna er listsköpunin sjálf Ræða við setningu Listahátíðar í Reykjavík Halldór Laxness. Mynd Kr. Ben. Framlkvæmdanefnd fyrstu al þjöðlegu listahátíðarinmar á ís landi hefur sýnt mér þann heið ur að bjóða mér að taka til máls við þessa setningarathöfn 'hátíðarinnar. í þessum örfáum orðum, sem ég tel mér sfcylt að segja í þakklætisskyni fyrir þetta boð, tala ég vitaskuld um fram alt í nafni mín sjálfs. Ég vona þó að ég tali einnig í nafni margra listunnenda þegar ég segi að því færri orð sem höfð séu uim listirnar á kostn- að listanna sjálfra, og því færri tölur sem settar eru á til þess að útskýra þær ellegar lofa þær, þeim mun betra. Mestöll útskýring á list orkar á list- blinda menn eins og útskýring- ar á guðfræði orka á trúlausa cmenn, en listrænir menn aftur- ámóti vilja sjá list og heyra list, en ekki hlusta á orðaleing- ingar um list. Vert er að gefa því gaum að það sem við erum vanir að kalla menninigarþróun, hvað sem það þýðir nú, og er þá þarí innifaliin aukin visindaleg þefcking, hagvöxtur svonefnd- ur, almenn auðsæld og ódýr neysluvara að minstakosti í þessurn parti heimsins, þá hafa þessar framfarir yfirleitt ek'ki, svo vitað sé, orðið til þess að efla sköpunarmátt í listum. Meira að segja list úr fornöld, frá þjóðflobkum sem við mund um telja að verið hefðu fá- fróðir og snauðir, þeirra list stendur í meginatriðum, sturid- um einnig í smáatriðum, ekki lægra-en heimslistin núna jafn vel hjá þeirn þjóðum sem hafa sett sér það markmið að sigra aðrar þjóðir í framförum og menninigarþróun. Til sönnunar þessu eru listaverk sem fundist hafa jafnvel frá fornuim tímabil um jarðsögunnar, að ég ekíki nefni þau ókynstur af stórfeingi legri list sem til er frá for- sögulegum tíma, það er að segja tíma áður en mannkynið verður til í sagnfræðilegum skilningi. í öllum heimsálfum er til ágæt list frá timum áður en sögur hefjast. Ég skal aðeins minna á list þá úr fornesfcju sem okkur evrópumönnum er skyldust, bæði málverk og höggmyndir frá ísöld álfunnar, og verður fundin á svæð- um nær Miðjarðarhafi, sem illágu suirunam við ísaldairjöklaina mifclu. í>essa myndlist sáu menn ekki né tólku mark á 'henni fyren á ofc’kar tímuim, og tiltölulega nýar mega ’kallast þær rannsóknir sem leitt hafa í ljós aldur þessarar listar frá fruimtíð mannfcyns, það er að segja frá eldri steinöld, fyrir tuguim árþúsunda, þegar í mið- jarðar'hafslöndum bjuggu veiði menn í helluim. Það er 'mín skoið un, að vísu súbjektíf og ég ræð öðrum imönnuim til að taka hana með fyrirvara, að eingin myndgerð á vorri menningar- öld hafi náð ofurmensku í snildarbragði viðlíkri þeirri sem auðfcennir myndlist ísald- arevrópu á því sviði sem hún markaði sér fyrir tugþúsundum ára í jarðhellum. Milkið af myndgerð þessari virðist vera helgilist sprottin upp hjá mönn um sem trúðu á dýr, enda er helgimyndalist Evrópu frá blómaskeiði kristindóimisins á miðöldum og framimí renisans sú myndlist sem að mikilleik og upphafningu er lífcjanda við ísaldarlistina í hellunum í Alta mira og Lescaux. Manni kem- ur sistínska kapellan lika óhjá- kvæmilega í hug við sfcoðun þessara fornmynda, — þó er það út í ihött að bera saman nokkur tvö verk þar sem birtist algsrt fullveldi mannsins yfir miðli sínuim. A dögunum bar mér fyrir augu grein í listtímariti þar sem skandinaviskur listamað- ur í leirkerasmíð segir af ferð um sínuirn í Norðurafrífcu. — Hann hitti þar fyrir sér hálf- bera menn í eyðimerkurþorp- um, sitjandi í forsælu, önn- uim kafnir að búa til hálistræn leirker í höndunum án þess að hafa nokkurntima heyrt talað um li'Staskóla, því síður lista- hásikóla; höfðu reyndar ekki heldur orðið fyrir þeirri hremmingu þar í eyðimörfc- inni að vera látnir læra lestur og skrift. Tvær listakonur sem ég þékti fóru til Norðurameriku í stríðinu að læra þessa sömu göfugu list keramik, sem verið hefur ein höfuðgrein formlist- ar frá upphafi mannkynsins. Þær héldu að auðvelt væri að ná inngaungu á háttstæðum list skólum í Ameríku til að nema þessa fögru list. Þeim var sagt að ef þær vildu fást við leir- •kerasmíð skyldu þær fá sér vinnu í verksmiðju þar sem búinn er til borðbúnaður. í slíkum vertosmiðjum er ekki borgað hátt kaup. Þær fundu ebki listamenn í leirkerasmíð í Norðurameríku fyren í Arisona og Mexílkó, þar einsog í Afríku sátu ólæsir ölmusumenn á gang stéttunum, indíánar, og voru að handsmíða og selja fyrir fá- eina aura listfögur leirker, svo fásén að þessum listakonum virtist vonlaust að leika þá list eftir nema stunda nám á listhá- skólum árum saman. I ýmsurn háþróuðum menn- ingarlöndum er svo mart skrif- að og skrafað um listir, oft á lærðri en nokkuð marklítilli gO'lfrönsfcu, að maður er hrædd astur um að það gleymist að búa til listina sjálfa fyrir lát- unum í skriffinnunum. Ég veit ekki hvort listamenn sjálf ir lesa þetta mifcla skrafelsi um HÁTÍÐA'RFORL.EIKUR hefur hljómað. Á þann hátt er listahá- tíð sett. En til hvers er listahátíð? Sjálf á hátíðin að sælkja svarið til fólk'sins og hljóta þannig sinn dóm. Yfirvöld sfcapa hvorki list né hátíð. Hvort um sig og hvort list eða gera sér það ómak að reyna að ráða sjargon um list; óskandi að þeir gerðu það ekki, þeir gætu farið að halda að það væri nóg að skrifa um list og þyrfti ekki að vera að búa hana til. Það vill við brenna að í löndum þar sem menn eru sérstaklega fiimir í lista- heimspeki, þar vilji listin sjálf verða dálítið af sama tagi og hið lærða orðagjálfur. Við þurfum sem betur fer ekki að kvarta yfir því að á íslandi drukni list irnar í lærðri ónytjumælgi eða verði samdauna henni; olkkar vandamál eru önnur. Margur mun fagna því að á þessari fyrstu alþjóðlegu lista- hátíd íslands eiguim við ekki sjálfir að tala, né heyra aðra menn tala um list, heldur verð- ur hér geingið beint að kjarna hlutanna sem er listsköpunin sjálf. Hér hafa þeir menn ein- ir verið til kvaddir sem munu þyrma okkur við ofmiklu tali. Það er hamingja ofckar núna að hafa feingið hingað til okkar nöklkra þá meistara heimslistar innar, sem -hvert listrænt hjarta fer að slá örar af því einu að heyra nöfn þeirra nefnd. Listin er sköpun sem gerir orð mark- laus. Ég vona að hér fái list- in að tala beint við sálina. Blóim er svo sterkt að það rís upp frá dauðum og svo veikt að barn getur plobkað það í sundur. Það er ekki þörf að segja fleira um blóm í einu; þó mætti bæta því við að blóm er umfram alt raunverulegt. Afturámóti hættir blómið að vera til um leið og á að fara að útsfcýra það. Sama imáli er að gegna um myndlistina, sem er partur af sfcöpun náttúrunnar, það fæst ekki við hana sam- band neima gegnuim augað. Orð hafa þar aungva stoð. Kvak fugla er tónlist að sínu tveggja saman kemur innan frá. En list verður ekki að hátíð, fær ekki útréis og verður ekki al- menningseign, nema andrúms- loft og viðhorf meðal alimennings séu vakandi og vinsamleg, en þó gagnrýnin um leið; um list verð ur að leifca ferskur andblær og jafnvel stormur. leyti. Þrír eða fjórir tónar í stefi fugls, ein trilla, eða bara einn hrapandi tónn, glissandó, einsog ég hlusta á núna á hverj um degi í hneggi hrossagauks- ins, það ér sama hvort maður á að dæma um það frá sjónar- miði lags, ásláttarleikni, guð- móðs af því tagi sem átt er við með inspírasjón, þetta er full- komin tónlist, Munurinn á sym- fóníu og stefi fugls er munur á magni en ekki gæðum. Fyrir nú utan það að fuglarnir leika einnig stundum léngar symfón- íur, þó sálarlausir menn heyri aldrei annað en arg og tíst. Af persónulegri reynslu minni um tónlist skal ég nefna tvö dæmi. Það var fuglinn sem kvakaði uppi í tré á Stiklar- Nýjungagirni, afkáramennska og leifcaraskapur vill kenna sig við list og getur raunar orðið það með því að skírast í þeirri ög un, sem allt líf lýtur, sem á sér þroska fyrir hönduim. Lífsþægindakapphlaup er flest um íþrótta fremur almennings- eign, sumum efst í huga og veld ur jafnvel þeim og einnig öðrum nofckru samvizkubiti. Við skul- um hreinskilning'slega játa, að þessi hátíð er engu siður af efna leguim en andlegum álhuga sprott in. Við viljurn efcfci eingöngu njóta þess bezta, sem gerist á sviði lista í ölluim heimi, og sýna það, sem við sjálf og ná- grannar clkkar geta bezt gert, sælkja stefnu í eigin sókn af lær- dóimi þeim, sem aðrir kunna, — heldur viljum við nýta það til að hvetja fólk til að sækja okkur heiim, svo að við höfuim hag af heimsóknum þeirra og tengjumst þeirn vináttuböndum. Og hvers vegna skyldum við fyrirverða ofckur fyrir að tengja list við efnalegan ávinning. Marfc mið ofcikar hlýtur að vera, að list sé sjál'fsagður hluti brauðstrits- ins og daglegs lífs, að listin sjálf gagntaki lífið, geri hversdaginn að hátíð, þegar bezt lætur, veki sjón manna og heyrn, skilningar- vitin, svo að menn njóti þess að vera lifandi, gleðjast og þjást, en staðni aldrei og stirðni í logn mollu og 'kyrrstöðu þeirrar stöðl unar, sem velferðarþjóðfélag stöðum einn bjartan suimardag, ögn golufcaldan, þegar ég kom þar. Hann þagnaði ekfci allan tírnann sem ég stóð við og ég heyrði ehkert annað á Stiklar- stöðum. Sami fuglinn og kvak- aði þar daginn sem Ólafur kop úngur hinn helgi féll; tónlist Noregs; sál Noregs. Ég sat dag- stund í Delfí og var að virða fyrir mér brotnar súlur vésins þar sem goðfréttin hafði búið. Fugl kvakaði óaflátanlega úr háu tré undir hamrinum í mið- degisfcyrrðinni. Tónlist véfrétt- arinnar, sami fuglinn, sama tón listin og þegar véfréttin var. Við skulum vona að það sé náttúran, siköpunin sjálf sem kemur til móts við okkur í list- inni. hneigist til, — og til einræðis og áþjánar getur leitt. Island er öðru vísi en önnur lönd. Sjálf eruim við sumpart ef til vill hálf hrædd við þá stað reynd, en þó þrátt fyrir allt hreykin og byggfum raunar á henni hagsmunavon. En gagn- stætt því, sem við stundum vilj- um halda, þá er ekki víst, að ís lendingar séu öðru vísi en aðrir og í því er engin eftirsókn, nema það gefi okkur sjálfum fullnæg- inigu og öðrum ávöxt af því, sem við afrekum. Alþjóðleg listahá- tíð minnir oikikur á það, að þjóð ernisvitund og alþjóðasamkennd verður að haldast í hendur. Við þötokum öllum erlendum sem innlendum, sem leggja hönd á plóginn, og minnumst þess, að án frumkvæðis tveggja vina obk ar, Ashkenazys og Eskelands, hefði hátið þessi ekki verið hald in með þeirri reisn, sem við ætlum að raun verði á. Reykjavík fagnar listahátíð og væntir þess, að slíkar verði haldnar reglulega i framitíðinni, verði listalífi höfuðborgar og lands lyftistöng og geri Reykja- vilk tengilið milli heimsálfa, landa og manna. Setning var mál mitt skírt í dagsfcrá, setning hljómar sem kyrrstaða, en von mín, er að þessi hátíð tákni hreyfingu. Góðir gestir. Hátíðarforleifcur hefur hljómað. Á þann hátt er listahátíð sett. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. Um list verður að leika fersk- ur andblær og jafnvel stormar Ræða Geirs Hallgrímssonar, bo rgarstjóra við opnun Listahátíðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.