Morgunblaðið - 23.06.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.06.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUMBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1970 Ný námskeið í keromib eru að hefjast fyrir unglinga og fullorðna. Upplýsingar í sima 66194 frá klukkan 1—2 næstu daga. STEINUNN MARTEINSDÓTTIR. Mörður Val- garðsson enn Spónuplötur — timbur Til sölu eru spónaplötur og timbur í ýmsum staerðum og gerðum, sem notað var í sambandi við sýninguna „Heimilið — Veröld innan veggja". Efnið er til sýnis kl. 5—7 í dag í Laugardalshöllínni, en tilboð óskast gert í efnið. Upplýsingar í síma Kaupstefnunnar 24397. Sumarblómaplöntur Höfum mikið úrval af sumarblómaplöntum. Stjúpur í hreinum litum og blandaðar, fjólur í þremur litum, morgunfrú, nemesía, chrisanthimum. levkoj, Ijónsmunna, belles, skrautnál og margar fleiri tegundir. Einnig dahlíur, fjölaerar plöntur kál og rófuplöntur. GRÖÐRASTÖÐIN GRÆNAHLlÐ, við Bústaðaveg, s'mi 34122. N auðungaruppbod sem auglýst var í 16., 19. og 22. tbl. Lögbirtingablaðs 1970 á hluta í Skaftahlíð 9, þingl. eígn Hallgrims Hanssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar og Iðnaðarbanka fslands h.f. á eigninni sjálfri, föstudag 26. júní n.k. klukkan 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Boð var látið út ganga í vetur frá Þjóðleikhúai voru að í til- efni af 20 ára afmæli sínu myndi það taka Mörð Valgarðsson, síð- asta leikrit Jóhanns Sigurjóns- sonar til meðferðar. Hugðu marg ir gott til þess, því Jóhann á sterk ítök í hugum okkar íslend inga. Svo kom að því, að frumsýn- ing á Merði var haldin á afmæl- ishátíðinni, og þeir sem ekki voru á þeirri sýningu, biðu dóm- anna um frammistöðu leikhúss ins með talsverðri eftirvæntingu. Dómarnir voru flestir á einn veg: Að meðferð leikhússins á þessu leikriti hefði illa tekizt. Gat þetta verið rétt? fsiendingar ættu þó að ráða manna bezt við slíkt leikhúsverk eftir íslenzk- an höfund, um þjóðina og land- ið. Landið sjálft er þar ekkert aukaatriði, Vegna þess hve ís- lendingasögur eru fast tengdar landinu okkar, hafa þær lifað í nær þúsund ár, og þetta vissu fáir betur en Jóhann Sigurjóns- son. Vegna þess gefur Jóhann ströng fyrirmæli um fyrirkomu- lag allt á leiksviðinu viðvíkj- andi landslagi og mörgum smá- atriðum. Þetta er þegar áberandi í upphafi leiksins, sem er bók- menntalegt meistaraverk, þar sem Valgarðúr grái ræðir við son sinn Mörð við blótsteininn. Enda þótt þetta síðasta leikrit Jóhanns fengi ómiida dóma í biöð unum, vildi ég ekki láta hjá líða að lita það eigin augum og bjóst jafnvel við, að dómarnir væru of harðir og ósanngjarnir, og eftirvænting mín var talsvert mikil, þegar tjaldið var dregið Sumarnámskeið skólans í Kerlingarfjðllum Almenn námskeið — gjald 6400 kr. 30. • r r jum — 6. júlí 6. júlí — 12. júlí 12. júlí — 18. júlí 18. júlí — 24. júlí 24. júlí — 30. júlí 30. júlí — 5. ágúst (Síðasta almenna námskeiðið er einkum ætlað fólki með börn). Unglinganámskeið (15-18 ára) — gjald 4500 kr. 5. ágiist — 10. ágúst 10. ágúst — 15. ágúst Unglinganámskeið (14 ára og yngri) — gjald 3800 kr. 15. ágúst 20. ágúst 25. ágúst 20. ágúst 25. ágúst 30. ágúst Upplýsingar og miðasala hjá Hermonni Jónssyni, úrsmið Lœkjargatu 2 Sími 19056 Innifalið í gjaldi — ferðir frá og til Revkjavíkur — fæði, nesti á báðum leiðum — dvöl í þægilegum skíðaskálum — skíðakennsla fyrir byrjendur og Icngra komna — skíðalyfta — leiðsögn í gönguferðum — kvöldvökur með leikjum, söng og dansi. Skíði, stafir og skíðaskór eru til leigu gegn vægu gjaldi. frá. f upphafi leiks blasti við á- horfendum einhver stuðlabergs- ómynd í bakgrunni og vinkil- mynduð trappa með 8—9 þrep- um, eins og hún væri eftir tré- smíðameistara nútímans, en fyr- ir framan hana ferkantaður af- langur kassi á hvolfi, sem tákna skyldi blótstein hins heiðna gráa höfðingja. Krossinn, sem Val- garður ætlaði að brenna, leit út fyrir að vera úr einhverri vél- smiðju. Allt í einu kemur Mörð- ur svo hlaupandi upp tröppurn- ar, staðnæmist á efsta palli og deilir þaðan á föður sinn. „Mörð ur kemur gangandi niður stig- inn“, segir höfundur leikritsins um þetta atriði. Þannig er þessu snúið þveröfugu við vilja höf- undar, og er því ekki von að vel fari. Fyrirmæli höfundar um sviðsetningu hvergi virt. Jóhann Sigurjónsson lagði á sig ferð austur í Rangárþing, til að vita sem gleggst um sögusvið Njálu og kom að Vorsabæ Höskulds og Hildigunnar, — þar sem hann lætur 2. þátt leikrits- ins gerast í nágrenni bæjarins. Hann lýsir þar blómlegri byggð með Vestmannaeyjum í baksýn. En í Þjóðleikhúsinu var sama stuðlabergið bak við allt. Skyldu þeir leikstjóri og leiktjaldamál- ari aldrei hafa komið í Rangár- þing, spurði ég sjálfan mig, og skyldu þeir hafa lesið Njálu? Mér fannst leikstjórnin og leik tjöidin gera út af við leikrit Jó- hanns, því þarna máttu ekki ný- tízkulegar aðferðdr koma nærri meistaraverkinu, og mér varð hugsað til þess, er ég sá þetta verk ieikið á Konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn fyrir mörgum árum, þar sem leikstjóri fór samvizkusamiega eftir fyrir- sögn leiksviðsins. Það er þungur dómur, að Danir gerðu þetta miklu betur þá heldur en fslend ingar gera það nú. Mér fannst þessi meðferð Þjóðleikhússins á Merði Valgarðssyni vera því ti] hneisu, enda féll leikritið í með- ferð þess. En á hverjum hvílir ábyrgðin? Leikstjóra og leik- tjaldamálara? — Eða að síðustu á þjóðleikhússtjóra, sem átti að hafa vit fyrir sínu starfsfólki? Um leikará ræði ég ekki, þó margt væri vel um marga þeirra, og sumt stórvel, þá gat það ekki bjargað þessari sýningu, og marg ar fallegar og viturlegar setn- ingar leikritsins náðu tæplega eyrum áhorfenda. Hin háværa „músík“ kom oft í veg fyrir það. Gerð búninga, einkum kvenþjóð arinnar fannst mér mjög vafa- söm, og mjög gat ég vorkennt góðum leikendum að sýna list sina innan um kassaruslið á svið inu. 3. júní, birtist leikdóm- ur um Mörð Valgarðsson, eftir Freymóð Jóhannesson í Morgun blaðinu, harður og á traustum rökum byggður. Þeim dómi svar ar Benedikt Árnason með fáein- um setningum í sama blaði og spyr Freymóð: „Haldið þér, að Njála hafi lifað öll sín ár vegna landslagsins á Suðurlandi?" Með öðrum orðum sagt virðist leik- stjóranum ekki ljóst, að lands- lagið á Suðurlandi hafi nein tengsl við eða neina þýðingu fyrir leikrit Jóhanns. Og því fór sem fór með þessa hátíðarsýn- ingu Þjóðleikhússins: Fólkið í landinu kærði sig ekki um að sjá hana, þrátt fyrir mikinn i- burð og tilkostnað. En minning Jóhanns Sigurjónssonar er svo bjargföst, að hún mun lifa þetta af. Báðir telja þeir Freymóður og Benedikt sig vera frændur Jó- hanns og mun það vafalaust rétt. Ég get ekki hælt mér af því. En ég sá Jóhann Sigurjónsson á æskuárum mínum í Kaupmanna- höfn og man enn hinn töfrandi persónuleika hans. Hann breytti umhverfi sínu hvar sem hann kom. Ég man enn, þegar hann talaði fyrir minni ættjarðarinnar á íslendingafundi. Þar fór sam- an fríðleiki mannsins og fegurð þess, er hann sagði: Ég var einu sinni staddur á heimili Jóhannes ar Kjarvals í Höfn, þegar Jó- hann kom þar gestur og gat hlýtt á tal þeirra lengi. Það var árið áður en hann dó. Eina sögu heyrði ég ytra um Jóhann, sem ég hygg, að fáir hafi heyrt hér. Hún má gjarnan geymast hér, enda þótt hún komi efni þessar- ar greinar ekkert við og er þann ig: Á fyrstu árum sínum í Höfn stundaði Jóhann nám við dýra- læknadeild landbúnaðarháskól- ans þar. Við deildina var skurð- stofa, þar sem nemendur skáru í liffæri dýra, sér til lærdóms- auka. Þar skyldi ríkja algjör þögn og gat varðað brottrekstri, ef út af var brugðið. Yfirmaður þessarar stofu var gamall pró- fessor, Boas að nafni, mikill vís- indamaður og þekktur sem strangasti kennari skólans. Nú hafði Boas fengið Jóhanni lungu til meðferðar, en þá datt Jó- hanni norðlenzkur draugur í hug, sem átti það til, ef hann mætti manni, að taka ofan höf- uðið í kvoðjuskyni og veifa bæði því og lungunum yfir búknum. Fór Jóhann að segja félögum sínum söguna og veifaði lungun um eins og draugsi hafði gert. Varð nokkur þys af, því nem- endur skemmtu sér prýðílega. En allt í einu varð dauðaþögn. Dyrnar að stofu prófessorsins höfðu opnazt og Boas stóð þar þegjandi með hörkusvip. Bjugg- ust menn nú við því versta í garð Jóhanns. Loks rauf Boas þögnina og sagði: „Heyrið þér, Sigurjónsson, viljið þér ekki gjöra svo vel að segja þessa sögu aftur, því ég heyrði ekki byrj- unina“. Hannes heitinn Jónsson, dýralæknir sagði mér frá þessu, og eru því allar likur fyrir, að sagan sé sönn. Jóhann lauk fyrri hluta dýralæknaprófs, en sneri sér siðan að skáldskapn- um. Að endingu þetta: Það er leitt að svona illa skyldi takast með þessa afmælishátiðarsýningu Þjóðleikhússiinis. En þó að iang- ur tími kunni að líða, mun þetta leikrit verða tekið til sýningar á ný. Væri óskandi að leikstjóri og leiktjaldamálari gengju með auðmýkt að starfi sínu í anda höfundarins, svo það megi verða honum og leikhúsinu til sóma. Ragnar Ásgeirssnn. N auðungaruppboð sem auglýst var i 79. tb'l. Lögbirtingablaðs 1969 og 1. og 3. tbl. þess 1970 á hluta í Bragagötu 28. þingl. eign Ólafs Thor- arensen, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka Islands á eigninni sjálfri föstudag 26. júni n.k. klukkan 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. N auðungaruppboð sem auglýst var i 50., 52. og 54. tbl. Lögbirtingablaðs 1969 á hluta í Meðalholti 14, talin eign Magneu Sigurðardóttur, fer fram eftir krötu Landsbanka íslands á eigninni sjálfri, föstudag 26. júní n.k. klukkan 10.30 Borgarfógetaembættið i Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.