Morgunblaðið - 24.06.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.06.1970, Blaðsíða 12
12 MORiGUWB'LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1970 TVeir dagar að Laugarvatni Ferðamálaráðstefnan 1970 FERÐAMÁLARÁÐSTEFNAN 1970, hin 6. í röðinni, var hald- in að Laugarvatni dagana 5. og 6. júní. í þetta sinn sýndu fjölmiðlar landsinis, blöð og Út- varp, henni .meiri athygli en áður og hafa getið starfa henn ar og saimlþykfcta all ítarlega. í Þessu spjalli mínu mun ég því leiða suimt af því að mestu hjá mér, en fjalla meira um þau mál, sem að mínu áliti votu veigame-st og skipta mestu máli fyrir framtíð ferðamála á ís- landi. Ráðstefnan var vel sótt, meira að segja af mönnum úr fjarlægum héruðum, svo sem Seyðisfirði, Akureyri og ísa- firði. Á þessu var þó sú leiða undanteknin g, að framámenn Suðurlands, fjölsóttasta ferða- mannahéraðs landsins, létu naumast sjá sig, sem sannar- lega var mjög míður farið og í miklu ósamræmi við áhuga heiimamanna á tveimur undan- förnum ráðstefnum, á Höfn í Kornafirði og Reykjahlíð. Svona áhugaleysi er heldur raunarlegt, ekki sízt vegna þess, að óvíða mun þörf á meiri end urbótum og framkvæmdum en einmitt á þessu svæði og mun það nánar reifað síðar. Ingólfur Jónsson samgöngu- málaráðherra setti ráðstefnuna með stuttri ræðu, rakti almenna þróun ferðamála á undanförn- um árum og margvíslegar fram kvæmdir í þeirra þágu. Hann benti réttilega á, að vegna tak- markaðrar fjárhagsgetu væri oft erfitt að vega og meta hvað ætti að framikvæma hverju sinni, en aðalatriðið væri það, að ætíð þokaðist í rétta átt, að menn gæfust ekki upp við róð- urinn. Það er óumdeilanlegt, að sem ráðherra hefur Ingólfur sýnt þessum málum velvild og oft drengilegan stuðning. Væri óiSkandi, að fjárveitingavaldið tæki sömu afstöðu til þeirra á komandi árum. Forimaður og framkvæmda- stjóri Ferðamálaráðs, Lúðvíg Hjálmtýason, flutti skýrslu yfir störí þess á liðnu starfsári, langt mál og ítarlegt. Þessari skýrslu var síðan dreift prent- aðri til fundarmannia og er í faenni mikinn fróðleik að finna um ferðamálin almennt. Ferða- smannastraumurinn til landsins eykst jafnit og þétt, þeir urðu samtals 54.189 á sl. ári og er það 12% aukning frá fyrra ári. Áætlaðar tekjur af þessum hóp voru taldar vera um 670 millj. kr., eða um 7,2% af heildar- gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Það er mjög greinilegt, að hlut ur Loftleiða í þessari aukningu er mjög mikill, enda hafa þeir eytt óhemju fé til landikynning ar á undanförnum árum, sem nú er farið að skila vöxtum. Enn sem fyrr er hið fjárhags lega umlkomuleysi Ferðamála- ráðs ein ömurlegasta staðreynd in í ferðamálum okkar. Á þessu flæðiskeri hefur það nú starfað í 6 ár og á því skeri hafa brotn- að öldur gagnrýni. Þetta ástand er gjörsamlega óviðunandi og fleirum en mér mun finnast þau hafa verið illa rekin trypp in, að á sex árum skuli ráðinu ekíki hafa tekizt að fá neina verulega lagfæringu á þessu vandræða ástandi. Mér dettur í hug hið hressilega orðtak Ingólfs ráðherra: „Annað eins hefur nú verið gert“. í mótsetn ingu við þetta umkomuleysi Ferðamálaráðs var forstjóri Ferðaskrifstofu rikisins mættur á ráðstefnunni, en hún skilaði 12 millj. kr. hagnaði á sl. ári. Sú var tíðin, að á þessurn manni stóðu ótal spjót á þess- um ráðstefnum, en nú sat hann brosleitur á friðarstóli, ef und an er skilið smá nart út af Eddu hótelunum. Það kom fram í skýrslu ráðsins, að á sl. ári hafi hérlendur umboðsmaður einnar stærstu ferðaskrifstofu í heimi farið fram á milljón kr. styrk fyrir hana til að auglýsa ísland, sem vitanlega var að fara í geitahús að leita ullar. Máske Þorleifur gleytmi nú gömlum væringum og gaufci þessu að þeim. Eitt athyglisverðasta atriðið í skýrslu ráðsins var það, að á sl. ári voru gerðar tvær áætlan ir, um væntanlega aukningu á aðstreymi erlendra ferðamanna til íslands á þessum áratug og nauðsynilegar framkvæmdii vegna hennar. Önnur var gerð af íslenzlkum manni, Þorvarði Elíassyni viðskiptafræðingi, L vegum samgöngumálaráðuneyt isins, en hin af erlendum sér- fræðingi, prófessor Alfcjær, á vegum Sameinuðu þjóðanna og kostuð af þeim. Sfcýrsla hans liggur nú fyrir og er hin at- hyglisverðasta á margan hátt. Fyrst og fremst má fagna því, að þessi kunni sérfræðingur kemst að jákvæðri niðurstöðu, um að hægt sé að gera ísland að ferðamannalandi og að það sé æskilegt frá þjóðhagslegu sjónanmiði, því að með því auk ist fjölbreytnin í búskap þjóð- arinnar. Hann bendir á nofckra annmarka, svo sem óviðunandi verðsveiflur innanlands er leiði af sér tíðar gengisbreytingar, en stöðugt verðlag er ein höfuð nauðsyn í ferðamálum. Hann telur einnig nauðsynlegt að ein opinber stofnun hafi þessi mál með höndum í framtíðinni, en eklká tvær eins og nú er, og að hún fái til umráða mun ríflegri fjárframlög. Að lokum leggur hann til að S.Þ. veiti íslandi 12 millj. kr. styrfc til að láta fara fram rannsóknir og athug- un á möguleikum fyrir „túr- isma“ hér á landi og síðan á þeim grundvelli heildaráætlun um skipulagingu og fram- kvæmdir á næstu 10 árum. Til að úr þessu geti orðið þurfa íslenzk stjórnvöld að leggja til sinn skerf, sem vonandi verður gert. Að lokinni skýnslu Ferða- málaráðs flutti Gunnar Thor- oddsen, hæstaréttardómari, er- indi, þar sem hann rafcti sögu löggjafar um ferðamiál á íslandi en hann átti miikinn þátt í gerð og setningu núgildandi laga um ferðamál. Hann kom enda víð ar við í ræðu sinni, sem bar vitni nánum kunnugleika á þessuim málum og um leið óvil hallri dómgreind þess, er eigi tekur lengur virkan þátt í þeim. Flestum mun hafa þótt þetta erindi bitastæðasta „inn- leggið" á ráðstefnunni og gjarn an viljað fá meira af slífcu að heyra. ÓLÁN í LÁNI Ólafur S. Valdemarsson, full trúi í samgöngumálaráðuneyt- inu, flutti þvínæst skýrslu um starfsemi Ferðaimálasjóðs og einnig um störf nefndar, sem ráðherra skipaði til að gera til .lögur um viðreisn hans og veru lega fjármögnun til öflugra framtíðarstarfs. Flestir ráð- stefnugestir vissu fyrirfram, að Ólafur hefði lítil gleðitíðindi að færa um þennan sjóð, sem eitt sinn voru bundnar svo mikl ar vonir við en nú stendur uppi fjárvana með um helming lána í vanskilum. Það kom líka á daginn, að af 73 veittum lánum eru 35 í vanskiluim og vanskila skuldin er í heild 6,4 millj. kr. Nú má enginn lesandi skilja orð mín svo, að lánþegar sjóðs ins séu einhverjir vanskilageml ingar, síður en svo. Höfuðor- sökin fyrir þessu hörmulega ástandi er vitanlega sú, að öll lán úr þessurn sjóði eru ýmist gengis- eða vísitölutryggð og að lánþegar hans sitja ekki við sama borð og þeir, sem á und anförmum áratugum hafa getað greitt lánaskuldir sínar með stöðugt rýrnandi krónu. Til glöggvunar vil ég nefna eitt dæmii: Fyrir 20 árum fékk ég lífeyriissjóðslán til 15 ára. Fyrir fyrstu útborguninni þurfti ég að vinna í 3 mánuði, en fyrir þeirri síðustu, sem var jafnhá í krónutölu, í aðeins 3 vikur. Ég hefði átt erfitt með útborgun- ina, ef hún hefði hæfclkað í hlut falli við kaupið mitt. Þetta dærni sýnir, að það er í raun- inni óraunhæft hjal, að vera að tala um ísland sem framtíðar ferðamannaland á meðan þar er stunduð ábyrgðarlítil verð- þenslupólitík, enda varaði próf. Alkjær við þessu. I áliti nefndarinnar voru reif aðar ýmsar tillögur um leiðir til að auka fjánmagn ferðamála sjóðs og þá fyrst og fremst eig- ið ráðstöfunarfé án erlendra lárla, en hún taldi að fjárþörf hans myndi verða um 25 millj. kr. á ári. Ekki taldi nefndin fært að skattleggja gisti- og veitingaihúsaeigendur í þessu skyni, a.m.k. ekki eins og stend ur, þeir hefðu nóg á sinni könnu fyrir því. Tvær af tillög um þeirra fundust mér einna álitlegastar. Önnur var sú, að sjóðurinn fengi ákveðinn hundr aðshluta af gjaldeyrisviðsikipt- um banlkanna (kaupum og sölu) við erlenda og innlenda ferða- menn, en hin sú, að til sjóðsins rynni ákveðinn hundraðshluti af þeim söluskatti, sem rekja mætti til viðsfcipta við erlenda ferðamenn. Það rífcti mikill ein hugur um þetta mál á ráðstefn unni og að þessi ört vaxandi atvinnuvegur ætti skilið meiri stuðning frá ríkiskassanum, sem fram að þessu hefði verið þiggjandinn en skammtað naumt. ÚTLENDINGA- YANDAMALIÐ Það er kiomið upp alveig spá- nýtt útlienidimigaivaindiamál á ís- iaindi. Nú er það ektoi lengiur olfckar fallega tovenfiólik, sem út- leindinigar sækja miest í, heldur lax og silunigur í íslenz’kum ám og vötnium, endia er þar miangar sprettharðar hryignur að finnia. Það muin nú almenint viður- kennt, að stainigavedíði í ám og vötnum íslands er, og á að vera í frairntíðdnini, eitt siterkiasta að- dráttaraflið fyrir útlenda ferðamiemn. Þó eru ekíki nama liðiega 10 ár liðin frá þvi, að eiinn af „stórlöxum" íslenzkra veiðimianua sagði við mig: „Út- lendir vedðimieinin eiga ekkert erindd til veiða í ámiar okkar, við hieima/menin eigum að fá að sdtja að þeim í friðli". Hann var síður en svo e imn um þessa sfcoð'un. Þetta var þá hiin ríkj- amdi stefma íislenzikra laxveiði- manina, sem þedr framfylgdu martavisist. Útlendir laxveiði- menm voru lítið betur séðir en mimfcurinn og það geikik betur að útrýma þeim. Á tímabili voru þeir að mestu horfnir, ís- lenzfcu garparmir stóðu eftir sigri hrósiandi með mia'ðkinn í hönduinium. Þó miuinu sumir þeirra hafa verið tilleiðainlegir að „láinia" dag og diaig á dögum raingrar gengisskrániinigar. En Adiaim var ekki lengi í paradís. Á veltiárumuim fjölgaði óðfluga í fylkingiu stamgveiði- miainna en ánum fjiölgaði ekki og silungsvötn vonu fæstum þedrra samboðim. Þá hófst kapp hiaiup um him eftirsóttari veiði- svæði, það vair boðið í þau eiras og flágætar bætour hjá Silgiurði Ben., til stóraukins hagnaðar fyrdr eigendiur veiðiróttar, enda voru þeir fljótir að átta siig á því hvoru miegiin braiuðið var smurt. Samskipiti iþeirra við veiðimemn höfðu einmig leitt í lj'ós, að ekki er allt giull sam glóir, að hjiá moktouð mörgum þeirra stóð „sp©rtmienmiskian“ í réttu hlutfalli við vaiðina. í laxveiðiám báðu megin At- lamtshafls hafði laweiði hrakað stórlega og útlemidir auðimenn, sem stuðlað höfðu að þeirri hndgniun, sneru sér aftur að ís- lenzfcum veiiðiám, enda hreindr smámiuinir fyrir þá að leiigja eima slílfca. Svo komu immlemdir braskarar fram á sjónarsviðið, en þeirra þáttur í þesisium mál- um er faeldur ógeðfelldur oig eklki séð fyrir endann á þeim glæfrum. Hér er ekki lemgur um smáuppfaæðir að ræða, ieigugijöldiin talin verta 25—30 millj. tor. á ári. Hversu mdkið af því er í erlendum gjaldeyri veit eniginn, ein bantoarmir kvarta undam lélegum faeimt- uim, telja að það hljóti að vera kiommir útilegiuimenn á fjöll. Á undanförnum 5 árum hef- ur þesisi viðureign flavið sí harðniaindii og ýmsum fundizt drengstoapur þar lítt áþerandi. Hagsmunasiamtök bafla klofnað í hatrammiri baráttu. Sjálfum- glaðir málrófsmiein.n hafla ausið úr göiróftium sfcálum rieiiði sintn- ar oig fordæmit allt og alla, sem efcfci viljia fylgjia þeirra for- Skriift. Milfcið hieflur borið á lönig uim bla'ðlagreiniuim, stundum með svo 'SÓðialegu orðfanaigði, að vegatn/diinin heflur borið meiri sklömim, ein sá siem vegið var að. Mál er að linini my'ndu flestir segja. Á þremur síðustu Ferðamála ráðstefnum hafa þessi mál ver ið til umræðu, tekin skipulega fyrir frá sjónarmiðum mismun andi aðila. Árið 1968 hafði Þór Guðjónisson, veiðimálastjóri, orðið, og um erindi hans við- hafði ég þessi umimæli (Mbl. 16. 6. ’68): „Erindi hans (Þ.Í&.) um nytjafis'ka í ám og vötnum með skuggamynduim til skýrirrg ar var hið fróðiegasta og góður rómur gerður að“ og ennfrem- ur „í sínu starfi hefur hann orð ið fyrir svæsnuim árásuim, en umborið þær með virðingar- verðri stillingu og sýnt meiri prúðmennsku í málflutningi en árásarmenn hans“. Á ráðstefn- unni í fyrra flutti Sigurður Sig urðsson, formaður samta%a veiðiréttareigenda, erindi og um það fór ég þessuim orðum (Mbl. 17. 6. ’69): „ stuittu og greinargóðu erindi, sem var laust við úlfúð eða áreitni í annarra garð, gerði hann grein fyrir sjónarmiðum sinna sam- taka. Þessi hófstilling Sigurðar einlkenndi svo fjörugar og al- mennar umræður um málið“. Nú flutti Axel Aspelund, for- maður Stangaveiðifélags Rvílk- ur, framsöguerndi og túlkaði sjónarimið stangaveiðknanna. Það var auðheyrt, að honum var mikið niðri fyrir, en þó sti'llti hann máli sínu í virðing- arvert hóf. í erindi hans kom greinilega fram hvílík óheilla- þróun hefur átt sér stað í þess- um málum á allra síðustu árum oig hvernig skamimsýn gróða- sjónarmið, brask og glæfra- menns'ka geta stefnt þeim í bráðan voða, landinu í heild til Skaða og vanvirðu, ef ekki er gripið til öflugra gagnráðstaf- ana. Ölluim þessum aðilum ætti nú að vera orðið það ljóst, að þær ráðstafanir verða að grund vallast á traustu og heilbrigðu samstarfi þeirra sjálfra, þar sem óhappamennirnir eru Skild ir eftir áhrifalausir utangarða. Framhald á bls. 13 Gísli Guðmundsson: Ferðaspjall

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.