Morgunblaðið - 25.06.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.06.1970, Blaðsíða 20
20 MORGUNB'LAÐIÐ, FIMMTUDAGUS 25. JÚNÍ 1370 Ólafur Sigurðsson: Vandamál kvikmynda- húsanna Hinum alvarlegu vandamál- um kvikmyndahúsanna hefur loks verið veitt nokkur athygli og var tími til korninn. Hefur nú verið lagt frarr. frumvarp á alþingi um breytingar á Skatta- kjörum þeirra, sem virðist þó til of iítilla bóta. Vandamál þeirra eru tvíþætt. Annars vegar hækkandi verð á myndum úti, en ofan á það bætt ust tvær gengislækkanir, sem hækkuðu verðið um hundrað prósent á einu ári. Þá hefur annar kostnaður hér á landi aukizt. Hin hliðin er sú, að að- sókn hefur minnkað um þrjátíu prósent á síðustu árum, við til- komu sjónvarpsins. LÉLEG LISTGREIN En við skulum athuga rætur þessa máls. í útvarpsumræðum um þetta fyrir fáum dögum, benti Ragnar Aðalsteinsson, lögfræð ingur, formaður Kvikmynda- klúbbsins, á það, að valdhafar hefðu ákvarðað að kvikmyndalist væri sú ómerkilegast, sem til væri þar sem hún væri hátt skött uð, meira að segja langt fram yf ir öll viðskipti í landinu. Þetta er gert á sama tíma, sem milljóna- tugir fara í að borga taprekstur á Þjóðleikihúsinu og Sinifónáu- hljómsveitinni. Það er að vísu ekki allt list, sem sýnt er í kvik- myndahúsum, en það er ekki heldur allt list, sem sýnt er í Þj óðleikhúsinu. Það er ekki annað að sjá en að hið opinbera, ríki og bær ætli sér að ganga að kvikmynda húsunum dauðum. Við rekumst hér á siðferðilega spurningu. Er það réttlætanlegt, að ríkið geri heilan atvinnuveg óhag- kvæman, án þess að nokkuð korni á móti. Það er einmitt þetta sem gerist, þegair ríkið setur upp sjónvarp á sinn kostnað og borgaranna, sem gerir rekstur kvikmyndahúsa ómögulegan við núverandi aðstæður. Ef ríkið leggur veg, sem liggur fjarri verzlun, sem áður var í þjóð- braut, er það talið skaðabóta- ekylt. Því þá ekki að veita kvik- myndahúsunum ívilnanir. Þau hafa ekki farið fram á skaðabæt- ur, heldur aðeins það að vera skattlögð eins og önnur atvinnu fyrirtæki í landinu. OKURSKÖTTUN Við erum komin að annarri spurningu. Hvers vegna eru kvikmyndaihús skattlögð meira en annar atvinnurekstur? Mað- ur neyðist til að álíta að þau séu annaðhvort álitin skaðtteg og beri að vinna gegn starfsemi þeirra, eða að þau séu sett í flokk með nautnavörum, eins og áfengi og tóbaki. Bæði eru sjón- armiðin fáránleg, því að það er alkunna að í hverju samfélagi verður að vera visst magn af ekemmtunum til að borgararnir þoli við. Verður þetta því meira áríðandi sem samfélagið verður að stærri hluta í borgum. Hverfi kvikmyndahúsin að miklu eða öllu, neyðast yfirvöld til að taka nýjum vandamálum, sem af því leiða. Við Skulum líta á hvaða skatt ar það eru, sem kvikmyndahúsin greiða. Við skulum taka miða, sem kostar 75 krónur. Verðhans skiptist þannig. Menn ingarsj óðsgj ald kr. 1.00 Skemmtanaskattur kr. 20.36 Sætagjald (Til bæjarins) kr. 3.81 Söluskattur kr. 7.43 Stefgjald kr. 0.74 Verð hússins kr. 41.66 En ekki er allt upp talið. Að undanskildum söluskatti eru þetta allt sérskattar og þá er eftir að borga aðstöðugjald, vatnssikatt, fasteignagjöld., kirkju garðsgjald, tekjuskatt og tekju- útsvar. Ekki er þó ríkið búið að fá allt sitt. Enn er eftir að borga toll af myndinni, kr. 50.00 á kíló og það ekki einu sinni, heldur tvisvar. Fyrst þegar myndin kem ur hingað í þýðángu og aftur þeg ar hún kemur að utan, eftir að texti hefur verið settur á hana. EINKENNILEG SKATTHEIMTA í frumvarpi því, sem Alþingi hefur samþykkt, um lækkun skemmtanaskatts, kemur ýmis- legt fleira í ljós. Skemmtanaskatt ur lækkar úr 27.5 prósent niður í 15 prósent. Af þessum 15 prós- entum fara 90% til félagsheimil- anna, þeirra alræmdu menning- arstofnana. Ég t/eldi réttmæt- ara að skattleggja þau til ágóða fyrir kvikmyndahúsin, ef skatt- lagning færi eftir menningarlegu og siðferðilegu mati. 10 af þessum 15 fara til Sin- fóníuhljómsveitarinnar. Alltaf skal treysta Alþimgi til að gera einfaldan hlut flókinn. Aður voru þrjú kvikmyndahús í Reykjavík undanþegin Skemmt- anaskatti. Nú borga öll skemmt anaskatt, en þessi þrjú fá endur greiddan þann hluta, sem annars fer til félagsheimflanna, en efcki þau 10 sem fara til Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Þá gerist sá merkilegi hlutur, að við erum lát im borga skemmtanaskatt af sölu skatti og menningarsjóðljigjaldi, sem eru í rauninni ekki annað en skattainnheimta fyrir rikið. Við borgum skatta af sköttum. Er ekki hægt að spara eitiihvað, með þvi að gera þetta allt ein- faldara. Það hljómar kannski vel að lækka skatta á kvikmyndahús- um og vera má að þetta bæti nógu mikið þeirra hag, þó að ég efist um það. En það breytir ekki því, að ég get ekki fallizt á að borga ríkissjóði fyrir að fá að horfa á kvikmynd, sem hann hefur ekkert gert ti)l að fá til landsins. Þetta er enn ein af þessum fáránlegu skattheimtum ríkisins, eins og það, að þurfa að borga ríkinu sérstakt gjald, um leið og maður henigir upp frakkann sinn á skemmtistað. Eða er eitthvert vit í því að rík- ið innheimti skatt af fólki, sem er að fara að gifta sig, með því að láta það kaupa leyfisbréf, sem hafa enga þýðingu nema sem kvittun. Til eru ótal fleiri dæmi. Er þao réttmætt að ríkið skipti sér alveg svona mikið af okkur. Og svo er það Reykjavíkur- borg. Hún lækkar sinn hlut úr 9 prósent í 6 prósent. Gallinn er aðeins sá, að áður var prósent an reiknuð áður en söluskattur var iagður á verðið, en núna eftir að hann hefður verð lagð- ur á. Útkoman verður sú, aðmið inn læikkar um heila áttatíu aura. Það er svo sér spurning hvers vegna Reykjavíkurborg þarf að skattleggja sérstaklega þá, sem fara í bíó, þegar Kópa- vogur, Hafnarfjörður, Akureyri og flestir aðrir staðir á landinu, þurfa þess ekki með. RITSKOÐUN En það er fleira einkennilegt, sem snýr að kvikmyndum. í Lög reglusaimþykkt Reykjavíkur, sem gefin er út af Lögreglustjóran- •um í Reykjavík 1968, stendur þessi dæmalausa setning, í 83. grein: „Lögreglustjóri getur og fyrir skipað skoðun á kvikmynd- um og bannað sýningu á myndum, sem hann telur skaðlegar eða siðspillandi". Það vékur athygli, að hvergi er á það minnzt í Lögreglusara- þykktinni, að lögreglustjóri megi banna bækur né hefta málfrelsi manna. Er þar þó um algerlega hliðstæðan 'hlut að ræða, enda getur hann líka slitið listsýning um og leiksýninguim, ef honum býður svo við að horfa, saim- kvæmt sömu málsgrein. Hér er um dæmafátt leyfi til hindrunar tjáningarfrelsis að ræða, sem vafalaust á engan sinn líka, nema í Portúgal, Grikklandi, kommún istaríkjunum og öðrum lögreglu ríkjum. Mannréttindi Reykvík- inga eru minni en flestir þeirra hafa hugmynd um. Fleiri takmarkandi afskipti get ur hið opinber haft af kvikmynd um. f lögum um vernd barna og unglinga, nr. 53/1966 er svo mælt fyrir að skoða skuli alT.ar kvik- myndir, á kostnað kvikmynda- húsanna, áður en þær eru sýndar almenningi, til að ákvarða hvort þær skuli bannaðar börnum und ir ákveðnum aldri, hæst 16 ára Þetta kerfi verkar einkennilega, t.d. var fyrir nokkru ein af barnamyndum Walt Disneys bönnuð börnum innan tólf ára. Ég held að þeir hefðu orðið illi lega undrandi hjá Disney, ef þeir hefðu frétt af því. Þá hefur það komið fyrir, að mynd hefur ver ið sýnd í íslenzka sjónvarpinu, athugasemdarlaust, sem bönnuð var innan sextán ára, þegar hún var sýnd í kvikmyndaíhúsi hér. Bkki hafa kvikmyndaeftirlits- mennimir heimild til sð banna eða láta klippa úr kvikmyndum, eins og mairgir halda. Fyrir nokkru var fundin upp ný leið til að banna kvikmyndir. Var það þegar ómerkileg mynd um ástir Rómeó og Júlíu kom til landsins. Kallaði kvikmyndaeftir litið til yfirsaksóknara, lögreglu stjóra og annað stórmenni, til að sjá myndina. Varð útkoman sú, að þeir lýstu þeim ásetningi sín um að höfða mál, væri myndin sýnd. Þetta er ágæt leið til að banna kvikmynd, þar sem næsta erfitt hefði orðið fyrir kvik- myndahúsið að standa í þeim erli og kostnaði, sem slíkum málaferl um hefðu fylgt og það fyrir mynd, sem ekki var sérlega lík- leg til að fá aðsókn. Engin hliðstæð sikoðun er fram kvæmd á myndum sjónvarpsins, sem koma beint inn á heimili fólks, né á leikritum leilkhús- anna. KVIKMVNDAVAL Mikið er talað um kvikmynda val og forstjórum kvikmyndahús anna legið á hálsi fyrir að það sé lélegt. Það gleymist að fs- land er svo lítill markaður, sá næst minnsti í heimi á eftir Möltu, að stóru kvifcmyndafélög in nenna ekki að gera sér mikla rellu yfir hvað hér gerist. Það verð, sem hér fæst fyrir kvikmyndir, er svo lágt, að það er lægra en raunverulegt verð sjálfrar filmunnar, fyrir utan all an framleiðslukostnað myndar- innar. Það er því ekki svo að kvik myndafyrirtækin séu neitt að flýta sér að senda hingað mynd- ir. Bæði Gils Guðmundsson á Al- þingi og Ragnar Aðalsteinsson í fyrrnefndum útvarpsþætti vilja setja löggjöf um kvikmyndir, til að tryggja betri gæði. Vitna þeir í Danmörku sem fyrirmynd, þar sem bannað er að flytja inn og sýna nema góðar myndir. Ein- hver göt hljóta að vera á þeiim lögum, eða þeir, sem framfylgja þeim hafa annarlegar hugmyndir um góðar kvikmyndir. En til bvers er þalð að sietjia löggjöf uim að banna lélegar kvikmyndir? Það yrði aldrei annað en ein leið in enn til ritskoðunar. HJÁRÓMA RADDIR Það heyrast fleiri raddir og ein sú skrítnasta kemur frá kviík myndagagnrýnanda Vísis. Nýlega segir hann: „Öll átta kvikmyndahúsin munu ugglauist halda áfram að sýna myndir eins og þessa svo lengi sem þau loka ekki fyrir fullt og allt, sem óneitamlega væri æskilegast, a.m.k. mætti helmingur þeirra loka án þess að nofckur eftirsjá væri að. Það væri fróðlegt að vita hvernig rík isvaldið ætlar að réttl'æta það að halda líftórunni í þessum fyr irbærum — sem virðast hafa sett það sem sitt eina og æðsta mark mið að æla amerískri sorafram- leiðslu yfir þjóðina í tíma og ó- tíma — með því að lækka skemmtanaiskattinn á rneðan ís- lenzk kvikmyndagerð berst í bökkum og nýtur ekki styrfcja í nokkurri mynd“. Svona mikið var manninum niðri fyrir, eftir að hafa séð sjó ræningjamynd í Laugarásbíó. — Það þarf meira en lítinn skort á þekkingu til að láta eðli myndar innar koma sér svo mjög á óvart. Það þarf lika andúð á kvikmynd um sem „medium", til að vilja fæfcka kvikmyndahúsunum. Er ekki hér einu sinni enn á ferðinni ritskoðunartilhneigingin? Aðeins má sýna það sem hann hefur vel þóknun á. Þetta er kunnugleg rödd í öllu menningarlífi. Allistað ar eru menn, sem vilja takmarka tjáningu annarra við sinn smekk. Það er misráðið, því að fjölbreytn in Skapar líf. Það er efcki til svo léliagt leilknilt, að efcki sé ásltiæðia til að vernda rétt fólksins til að sjá og meðtaka það. Það er áríð andi, því annars verður of auð velt að þagga niður það, sem hefur að flytja óþægilegan, en nauðsynlegan boðskap. Auk þess eiga menn að hafa rétt til að hafa sinn smekk, jafnvel lélegan smökk. Erfiðleikar kvikmyndahúsanna eru nægir, þó að þau verði ekki fyrir beinum árásum frá kvik- myndagagnrýnendum. — Flestir þeirra segja kost og löst á kvik myndum, en jafnframt elsfca flest ir þeirra kvikmyndir og vilja hafa kvikmyndaihúsin áfram, því fleiri því betra. MINNKANDI AÐSÓKN Aðsókn hér hefur nú minnk- að um ca. 30%. Til samanburðar má geta þess að í Bretlandi hef ur hún minnkað um 80%, í Frakfc landi og Þýzkalandi um 60% og á Norðurlöndum um 50%. Vera kann að hér verði til einhverrar bjargar hversu lélegt sjónvarpið er og hversu stuttur útsendingar tími þess er. Þó gæti aðsókn átt eftir að minnka verulega enn. Viðbrögð við þessum sam- drætti hafa verið misjöfn, en alla staðar nokkur. f Bretlandi og Bandaríkjunum hafa kvikmynda hús aldrei verið skattlögð um fram annan atvinnuretostur. — Skattaregluir hér eru gerðar að daSkri fyrirmynd. Nú eru dansk ar reglur þær, að skattur er 15% af miðaverði og fer helmingur í sjóð til styrktar kvikmyndafram leiðslu og hinn helmingurinn í sjóð til að styrkja kvikmynda- hús til endurbóta og endurbygg inga. f Noregi eru flest bíó í eigu sveitarfélaga og greiða leigu sem er 40 til 45% af tékjum eft ir að skattar hafa verið greiddir. Til að aðstoða kvitomyndahúsin og í rauninni minnka prósent- una í leigu, er innheimtur 32% skattur og 18% af honum greidd beint til baka til kvikmyndahús anna. fSI,ENZK KVIKMVNDAGERÐ Víða um lönd eru einu álög- ur kvikmvndahúsanna gjöld, sem renna til sjóða, sem styrkja kvik myndafraimleiðslu. Virðist ekki úr vegi að gera slíkt hið sama hér. Kvikmyndagerð er hér nú nánast engin. Þetta er varasamt, því að kvikmyndin er áhrifa- mesta tjáningarform nútímans, hvort sem hún er sýnd í sjón- varoi eða tovifcmyndaihúsi. Það er ofckur hættulegt sem þjóð, ef við g.etum efcki tekið þátt í slíkri starfsemi og verðum öðrum þjóð um háðir. Það verður að finna leið'ir t.iíl að eigmast þjálfaða menn. Ég hef engar drauimisýnir um kvifcmvndaiðnað, sem lifir góðu lífi á innanlandsmarfcaði. Slíkt er útilokað hiá miklu fjöl mennari þióðum. En ef við eig um þjálfað fólk og eitthvað af o-óðum tæfcjum getum við gert fsland að kvitomyndalandi, engu síður en við getum gert það að ferðamannalandi. Landið hefur upp á margt að bjóða, sem erfitt er að finna annars staðar. Við getum verið með á alþjóðlegum grundvelli, en því aðeins að menn geti fyrst reynt vængina og öðl azit reynslu. UNGA FÓI.KIÐ BORGAR Áður en ég lýk þessu skulum við atíhuga hverjir það eru, sem sæfcia kvikmyndahúsin. Það eru efcki þingmenn eða borgarstjórn armenn. Það er ekki miðaldra fólkið, sem sækir sinfóníuna og Þióðleitóhúsið. Það er unga fólk ið sem sækir bíó. Það er lang flest á aldrinum 25 ára og yngra, einmitt, sem allir stjórnmála- menn bliðmælast við fyrir kosn ingar. Allir vilja vera vinisamleg ir við unga fólkið, þegar það kýs í fyrsta sinn. En í þessu eins og mörgu öðru, eru miðaldra og eldri valdhafar Skilninigslausir á óskir og þarfir unga fólfcsins. Við borguim öll mifcið fé fyrir Þjóðleiklhús og sinfóníu og má vera að því fé sé vel varið. Bæði eru miðaldra og millistéttafyrir bæri. Meira að segja er í kring- um bæði svolítið brosleg, siálf- skiouð yfirstétt, sem er í fína- fólfcs-leik. Unga fóifcið vill hafa bíó og það á rétt á að hafa þau, án þess að vera sfcattfegt sér- staklega fyrir það. Það á að hætta að hólfa unga fólkið frá öðru fólki, eins og víða er gert í hióðfélaginu. Útvarpið er gott dæmi, þar sem tónlist unga fólks ins, pop eða rock, er afgreidd á tveimur eða þremur hálftímum á viku. Þó er þetta eina tónlistin sem ungt fóllk, um hekningur þjóðarinnar, langar að heyra. Við þurfuim að sfcilja eðli kvik myndanna, hluitverk þeirra í þjóð félaiginu, gagnsemi þeirra og gildi og hugsanlegar hættur, seim þeim fcunna að fylgja. Það þarf Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.