Morgunblaðið - 26.06.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.06.1970, Blaðsíða 10
10 MOR/GUNB'LAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1870 S j ómannasí ðan í umsjá Ásgeirs Jakobssonar Páll Aðalsteinsson Úti fyrir skrifstofudyrum Boston Deep-Sea í Murrey stræti stóð hópur manna að þinga um eitt eða annað, þegar mig bar þar að. Ég sá á auga- bragði, að þama var Páll Aðal- steinsison í hópnum, þó að ég hefði aldrei séð hamm áður. Heimabæjarsvipurinm er svo sterkur. Páll er sonur Aðalsteins Páls- sonar, skipstjóra frá Búð í Hnífs dal, sem allir íslendingar kann- ast við. Páll, faðir Aðalsteins, var Halldórsson frá Gili í Bol- ungarvík. Móðir Páls Aðalsteinssonar og fyrri kona Aðalsteins var Sig- ríður Pálsdóttir frá Heimabæ í Hnífsdal og var Páll faðirhenn ar einnig Halldórsson, en hann var frá Ósi í Bolungarvík og móð urbróðir Páls Halldórssonar í Búð föður Aðalsteins og þannig voru þau hjón því skyld að þriðja og fjórða lið. Forfaðir þeirra, Halldór, var Arndælingur og því er þetta Arnardalsætt. Páll Aðalsteinsson fæddist í Reykjavík 1916 og átti bernsku ár sín hér við Vesturgötuna. Um fermingaraldur fór hann til Eng lands og hefur verið þar síðan. Mér var sagt af kunnugum, að Páll hefði farið utan til náms, því að hann var efnilegur náms- maður, en ekki unað á skóla- bekk. Þegar ég spurði Pál sjálf- an um þetta svaraði hann: — Mér fannst ekkert uppúr svoleiðis fokki að hafa. Þrótt fyrir þetta svar, fiinnst mér einhvern veginn að orsökin muni jafnframt hafa verið sú, að Páll vildi sem fyrst verða sinn eigin herra. Hann er af þeirri manngerðinni. Páll var fyrstu árin skjól- stæðingur Einars Olgieinssonar skipstjóra og var með honum til sjós, en í landi bjó hann meðan hann var ókvæntur hjá Bjarna Ebenezarsyni, sem var stýrimað- ur og bátsmaður á enskum tog- urum fjölda ára. Bjarni var Ön- firðingur og fór snemma út, lík- ast til uppúr aldamótunum, en á fyrstu árunum eftir aldamótin fóru margir Önfirðingar á enska togara, eitt árið tuttugu ungir menn. — Bjarni er þó hér heima 1908 og þá sýrimaður á Frey með Ásgeiri Torfasyni. Strax og Páll Aðalsteinsson hafði aldur til tók hann enskan sjómannaskóla og varð stýrimað ur. Hann var stýrimaður hjá Ágústi Ebenezarsyni, þegar þýzka flugvélin réðst á skip þeirra við Færeyjar og kúlan stoppaði á skallanum á Páli eft- ir að hafa farið í gegnum þykka eikarhurðina á brúnni, en Páll lá flatur á brúargólfinu og vissi höfuðið að hurðinni. Fyrsta skipið, sem Páll varð skipstjóri á, var Empire Fisher, lítill togari í eigu Renovíafé- lagsins og á því skipi vann Páll frægt björgunarafrek og hlaut mikinn heiður fyrir, þar á meðal Páll togarann Belgaum í eigu Boston Deep-Sea og það var síðasta skipið, sem hann var með, því að hann fór í land 1962. Hann er þeirrar skoðunar, að menn standist varla samkeppni í togaraskipstjórn, allra sízt á breytingatímum, lengur en fram að fimmtugu eða svo. Páll var alla tíð afberandi aflamaður. Hann hafði líka feng ar. Jón er hinn ágætasti dreng- ur og segir af honum síðar, þeg- ar ég fæ af honum mýndina. Ég efast um, að Páll Aðal- steinsson kæri sig um, að ég sé að rekja hér allt það, sem hann er að vasast í og hefur umleikis, enda er mér fátt eitt af því kunnugt. Það sagði mér maður, að Páll myndi eiga nokkrar verzl anir og vera stærsti kjötkaup- maðurinn í Grímsbæ. Ég spurði Pól sjálfan að þessu: — Hvern fjandann heldurðu, að ég fari að tíunda fyrir þér eignir mínar? — Páll er lítið fyrir það að aug- lýsa sig, og það var alltaf nokk- ur uggur í honum um að ég laun aði gestrisni með því að skrifa um hann. Konia Páls er Svana Valdknars dóttir frá Bíldudal, indæl kona og eiga þau hjón tvö böm, Aðal stein, sem er 14 ára og Sigríði um tvítugt. Þau eru bæði í skól- um og tala bæði íslenzku, þó að þau hafi ekki dvalið á ís- landi nema stuttan tíma sem gest Svana og Páll Aðalsteinsson í glöðum hópi. Páll hefur þekkt aðra ævina. Hér þyrfti að fylgja önnur mynd af honum við veiðar í norðaustan garra á Halanum að vetrarlagi. silfurskjöld mikinn og fagran frá kónginum. Togari hafði verið að sökkva í aftakaveðri undan Eng landsströnd. Mörg skip vom nærstödd og reyndu björgun en án árangurs, og þá var það sem Pál bar þarna að á Empire Fish er og renndi umsvifalaust skipi sínu upp að sökkvandi togaran- um og bjargaði allri áhöfninni. Þetta þótti eindæma snöfurlega gert í þeim sjógangi og veðri sem á var, og hlaut Páll sem áður segir mikla frægð af þessu verki. Næst var Páll með King Sol, og þá Renovía en þekktastur er hann hérlendis fyrir skipstjórn sína á Andanesinu, sem hann var með fram að 1960. öll þessi skip höfðu verið í eigu Renovía- félagsins og fékk Páll jafnan beztu skip þess félags, en þegar það félag hætti útgerðinni, tók T œknifrœðingar Opinbert fyrirtæki óskar eftir að ráða rafmagnstæknifræðing til starfa við skemmtileg og nýstárleg verkefni. Umsóknir sendist blaðinu með upplýsingum um menntun og fyrri störf merktar: „Opinbert fyrirtæki — 4720". ið góðan skóla og beztu upplýs ingar, sem hægt var að fá um íslenzkar fiskislóðir af kynnum sínum af Þórarni Olgeirssyni, föð ur sínum, Aðalsteini og Ágústi Ebenezarsyni, en þetta eru þeir menn, sem að öðrum ólöstuðum hafa sennilega verið allra manna kunnugastir bæði djúpt og grunnt á íslandsmiðum. Páll var alla tíð mjög tækni- lega sinnaður og fyrstur manna til að láta setja radar í borð í togara sinn og hann fullyrðir nú, að ungu skipstjórarnir okk- ar, sem hafi tileinkað sér bezt notkun fiskileitartækja, séu okk ar framtíðarvon. — Það er notkun tækjanna, sem gildir nú, segir Páll. Nú er Páll einn af framkvæmd arstjórum Boston Deep-Sea, stærsta togaraútgerðarfélags í einkaeign í heiminum. Hann hef- ur yfirumsjón með fisksölu Bost on togaranna í Grimsby og aðra tilsjón með togurunum í höfn og á höfum úti. Páll hefur skrifstofu sína uppi á lofti í skrifstofubyggingu Bost- on Deep-Sea við Murreystræti og þar hjá honum er annar fs- lendingur, Jón Olgeirsson, son- ur Nönu og Þórarins Olgeirsson ir. Heimili þeirra Svönu og Páls er við Humberstone Avenue, og er hús þeirra stórt og mikið og glæsilegt og fylgir því landar eiigln. Er þetta því eins konar herragarður. Eins og Páll Aðalsteinsson á kyn til, er hann mikill höfðingi heim að sækja, og þó að hann hafi dvalið erlendis frá barns- aldri, er hann rammíslenzkur í háttum sínum og sækist eftir ís- lenzkum mat. Páll bragðarsjald an vín. Hann var kominn undir fertugt, þegar hann fyrst bragð- aði það, en hann veitir vel og þegar menn koma ofan af ís- landi gagngert til að hitta hann, bregður hann venju sinni og skálar við þá og syngur þá gjaman íslenzka söngva. fslend- ingur er í raun og veru heima hjá þeim hjónum, þó að annað þeirra hafi verið erlendis í 40 ár en hitt í 38 ár. Það virðist langur vegur ef iflæma ætti af mismuninum á húsa kynmum milli litla saimkioimuhúss ins í Hnífsdal, sem feður og frændur Páls skemmtu sér í og næturklúbbs eins, skammt fyrir utan Grímsby, sem Páll tók mig með sér í að kvöldlagi, en þegar ég gekk með Páli út undir vegg og bamm lagði höndina yfir axlir Verzlunarhúsnæði — Hafnarfjorður Til sölu 40—50 fermetra verzlunarhúsnæði við Arnarhraun, hentugt fyrir fiskbúð, efnalaug o. fl. 100 ferm. húsnæði í kjallara gæti fylgt. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. SKIP OG FASTEIGNIR Skúlagötu 63, sími 21735, eftir lokun 36329. Auglýsing Ráðuneytið vekur athygli þeirra aðila sem hlut eiga að máli, að frestur til að skila umsóknum um tollendurgreiðslur á hrá- efnum, iðnaðarvélum og timbri sbr. 50. tl. 3. gr. laga nr. 1/1970 um tollskrá o. fl., rennur út 1. júlí n.k, Hafi umsóknin ekki borizt ráðuneytinu fyrir þann tíma fellur endurgreiðsluréttur niður. Fjármálaráðuneytið, 23. júní 1970. mér og tók að raula í Birkilaut hvxldi ég — þá fannst mér veg urinn ekki svo langur. Þannig held ég að sýslumenn eigi að vera, trúir eðli sínu og uppruna, hvert sem leið þeirra liggur og hvort sem þeim vegnar vel eða illa. Þó að enginn Englendingur geti með nokkru móti sagt „Aðal steinsson," hefur Páli aldrei komið til hugar að hnika til stafi í föðumafninu og allur er hann íslenzkur eftir því, og verð ur alltaf hreinræktaður Hnífs- dælingur, hvernig sem lífið hoss ar honum. Kannski vegnar hon- um vel, af því að hann hefur aldrei afneitað sjálfum sér og uppruna sínum. Eins og að líkum lætur rædd- um við Páll mikið um útgerð. Hann er í þannig aðstöðu, að honum er ekki aðeins tiltæk sín eigin lainiga reynisla bæði til sjós og lands, heldur hefur hann að- gang að upplýsingum hvaðanæva að. Ekki verða allar þær upplýs- ingar, sem Páll lét mér í té, rakt ar í þessari grein, en sem dæmi um, hvað Páll hugsar enn mikið um útgerð heimalands síns vil ég nefna skoðun hans á mikils- verðu atriði í togaraútgerð okk ar. Hann sagðist ekki vera í vafa um að skuttogarar myndu leysa síðutogarana af hólmi, þeir væru í allan máta meiri skip, en hann bætti við: __ Það held ég sé mikill mis- skilningur, sem mér finnst ég oft verða var við heima, að síðu skipin séu orðin svo úrelt, að það borgi sig ekki að halda þeim við eins lengi og kostur er. Stóru síðutogararnir eru alls ekki úrelt skip, þó að ný skut- sikip séu meiri skip. Einis og fersk fiskmarkaði er hóttað nú og horf urnar eru, þá er sennilega ekki betra að reka nokkurt skip en góðan síðutogara, sem búinn er að borga sig niður. Það þarf mik inn mun á veiði til að standa undir margföldum verðmun skip- anna, hins vegar kemur ekki til greina að byggja nýja síðutog- ara. Mér finnst þið hafa gert verulega skyssu, að halda tog- urum ykkar ekki almennt betur við en þið hafið gert. Þeir eru til dæmis flestir ef ekki allir búnir svo gömlum fiskileitartækj um, að ég skil ekki, hverniig mennirnir fara að því að fiska og annað eftir því. Það er máski orðið of seint að „klassa upp“ elztu togarana svo illa sem sum ir þeirra eru farnir, en nýrri síðutogara megið þið ekki láta fara sömu leið. Það er mikið eft ir í þessum skipum og haldist ferskfiskmarkaðurinn er gott að reka þau, ef rétt er á kortunum haldið. Hér hjá Boston Deep- Sea spörum við ekkert til að halda síðutogurum okkar í topp- lagi, og reynum að láta þá end- ast sem lengst, þó að við byggj- um ekki fleiri slíka. fslendingar eiga góða hauka í horni, ekki aðeins í Grimsby heldur í Englandi yfirleitt, þar sem þeir eru Páll Aðalsteinsson og Jón Olgeirsson. Þeir eru vel í sveit settir, og aðstaða þeirra mjög góð, þar sem þeir starfa hjá landsþekktu fyrirtæki, sem ekki þarf annað en nefna til að allar dyr opnist, og eru boðnir og búnir til að gera löndum sín- um allan þann greiða , sem þeir megna og spara hvorki tíma né fyrirhöfn. Löndunarmál okkar í Eng- landi eru þess eðlis að fæst orð hafa sem minnsta ábyrgð, en ég held mér sé óhætt að fullyrða, að Páll Aðalsteinsson hafi ekki sparað sig til að viið héldum hlut okkar í því efni. Eins og aðrir þeir, sem starfa að sjávarútvegi, hefur Páll Aðalsteinsson aldrei verið í sviðsljósinu hér heima. Það er nú einhvern veginn svo, að framámenn þessa atvinnuveg ar, sem við þó lifum helzt á, eru yfirleitt lítið þekktir með þjóð- inni, og veldur því vitaskuld af- staða fjölmiðlunartækjanna, sem finnst annarra stétta menn lip- urra auglýsingaefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.