Morgunblaðið - 26.06.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.06.1970, Blaðsíða 23
MORGUNIB'LAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26, JÚNt ÍOT 23 Sveinn Kristinsson; Kvikmyndir myndahúsuim hér. í>ví er ekki að neita, að sú ástundun hefur ekki ávallt borið æskiiegan árangur, en hitt er skylt að játa, að þar hafa oft birzt ágætis gaman- myndir. Nægir þar að minna á myndir eins og „Irma La Douce“, „Rússamir eru að koma“, „Vit- skert veröld“ o. fl. o. fl. „Miðið ekki á lögreglustjórann“ verður ekki nefnd stórmynd, í venjulegum skilningi, gerir ekki kröfur tii slíkrar nafngiftar. Hún er ekki ádeiluslungin gaman- mynd, eins og Irma La Douce, t.d. En hún er gerð af næmu skop skyni „dettur hvergi niður“, er skemmtileg allt í gegn. — Má því hiklaust mæla með henni fyr ir þá, sem slíkum kostum unna. S. K. TÓNABÍÓ Miðið ekki á lögreglustjórann Amerisk kvikmynd Leikstjóri: Burt Kennedy ATHYGLISVERT er, hversu vel Iheppnast oft að gera gamanmynd ir úr kúrekaefniviði. Kannski er skýringin sú, að þrótt fyrir morð og dráp 1 kúrekamynduim, þá er gjarnan, öðrum þræði léttur blær yfir þeim, hreyfing og snerpa, rosafengnir ytri atburð ir byggja út djúpum, tragisikum huganhrærinigum. — Það er svo sjálfsagt mál í slíkum myndum, að skjóta andstæðing sinn, ef svo vill verlkast, að ekki tekur því að hryggjast yfir slí'ku, enda andstæðingurinn oftast reiðu- búinn til sams konar verfcnaðar, Ihefði hann fengið sitt færi sek úndu áður eða svo. Og svo má bæta því við, að venjulega er það hinn betri mál staður, sem er fljótari að styðja á gikkinn, þegar meiri háttar ör lög ráðast í kúrekamynduim. — Astæðan því enn minni til að gráta. Svo mikið er víst, að nolkkuð er nú orðið um það, að gatman- samar „villta vesturs“ kvikmynd ir slæðist á markaðinn, og gefa þær þá oft alls ekkert eftir gam anmyndum byggðum upp af öðr uim efniviði. — Hvort hér er um þá þróun að tefla, að byssan byggi út „rjómakökunni" úr gamanmyndum til frambúðar, skal ósagt látið. ' - Ofangreirid kvikmynd er með betri gamanmyndum, sem ég hefi séð nokkuð lengi, og verö ég þá að játa, að ég hefi ekki séð margar af því tagi upp á síð kastið. Og hún byggir einmiltt sína gamansemi á byssubófaefni viði í kúrekastíl. — Myndin er gerð af hagleik, orð og athafnir falla sérstaiklega vel saman til framköllunar þeim grófu við- brögðum, er við nefnurn hlátur. — í lauslega röktum efnis- þræði, fjallar myndin um valda menn í bæ nokkrum þar vestra. Vegna slæms bófafaraldurs, er meðalaldur lögreglustjóra þar í lægra lagi, og gengur svo, unz yfirvöldin hreppa af tilviljun náunga nolkkurn (James Garn- er), sem virðist nánast skapaður lögreglustjóri, sökum hugdirfsku og skotfimi. 1500 dollarar skulu vera árslaun hans, og auk þess fær hann aðstoðarmann, sem reyndar er ekki kjarkmaður mik ill, en slysast þó stundum á að kama Skemmtilega á óvart. — Manni þessum verður Garner líka að greiða helminginn af eig in launum sínum. Er ekki að orðlengja það, að nýja lögreglustjóranum tekst að fullfriða þennan áður óróasama bæ og setja alla bófa undir lás og loku. Og sem launauppbót hrepp ir hann ást sjálfrar borgarstjóra dótturinnar. (Hún er leikin af Joan Hackett, þeirri sem fór með mikilvægt hlutverk í „Klík- unni á sínum tíma.) — Tónabíó hefur undanfarin ár einkuim lagt stund á að afla sér gamanmynda af vandaðra tagi en almennast er í kvik- SKRIFSTOFA LAIMDSVIRJUNNAR Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, verður lokuð í dag, föstudaginn 26. júní, vegna ferðalags starfsfólks. Reykjavik, 26. júní 1970 LANDSVIRKJUN. japanski fiölskyldu- bíllinn með óvinnandi keppniseiginleika — leitar umboðsmanns á Islandi DATSUN hefur vakið mikla athygli í alþjóðlega bílaheiminum. I bílnum sem eru ekki að neinu leyti frá- brugðnir fjölskyldubílnum og allir geta keypt hjá bílasölum sigra öku- menn DATSUN bílanna í hverri alþjóða kappaksturskeppninni á eftir annarri. Síðasti sigur DATSUN var sig- urinn í Safari kappaksturskeppn- inni 1970, einni erfiðustu kapp- aksturskeppni heims. Fjölskyldu- bíllnn DATSUN 1600 SSS varð þar nr. 1, 2 og 4. Fjölskyldubíll sem svo glæsilega sigrar bæði veður, loftslag og keppinauta, getur ekki verið neinn venjulegur fjölskyldu- bíll. Það er hann heldur ekki! DATSUN er gerður af bílaverk- smiðjum í Japan með það fyrir augum að smíða bíl, sem sameinar þægindi og glæsileika fjölskyldu- bílsins og vélakost kappaksturs- bílsins. Kappaksturskeppnirnar sýna það! Hið mikla DATSUN úrval af einkabíium, sendiferðabílum og vörubílum er eins og framleitt fyrir íslenzkar aðstæður. Nú er tækifærið fyrir duglegan bílasala að kynna DATSUN á islandi. Eruð það þér? Vínsamlegast skrifið þá um aðstæður yðar og mög uleika til: DATSUN DANMARK AjS 3490 Kristgaard Danmark BRIPGESTONE BRIDGESTONE FÓLKSBÍLiVDEKK SENDUM CECN PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT — GtíMMlVINNUSTOFAN SKIPHOLTI 35 — Sími 31055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.