Morgunblaðið - 03.07.1970, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.07.1970, Qupperneq 12
12 MOBOUlSroLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 3, JÚL.Í 1970 Líff ræðingurin n, sem týndist... — þegar mótmæii höfðu áhrif á Kreml EI'TIR BRIAN CROZIER Það vakti mikla athygli íyrir skömmu, þegar sovézk yfirvöld létu undan kröfum vísindamanna og slepptu hin um fræga líffræðingi, dr. Jaures Medvedev, af geð- veikrahæli. í þessari grein frá Forum World Features f jallar Brian Crozier um þetta mál, en Crozier hefur rit- að mikið um stjórnmál og mun á næstunni ljúka við bók um kommúnismann. FWF London — í síðasta mán uði gerðist atburður í Sovét- ríkjunum, sem, á sér ekkert for dæmi, að því er ég bezt veit. Yfirvöldin tóku tillit til mót- mæla gegn nauðungarflutningi manns á geðveikrahæli, og mað urinn er nú frjáls ferða sin-na. Forsaga þessa máls er á marg an hátt sérstæð. Hinn hand- tekni var enginn venjulegur Sovétborgari, og þeir, sem mót mæltu handtöku hans, voru heldur engir venjulegir Sovét- borgarar. Maðurinn nefnist Jaures Med vedev og er heimskunnur erfða Jaures Medvedev, liffræðingurinn, sem týndist. fræðingur. Þeir, sem mótmæltu aðför leynilögreglunnar KGB að honum, voru samstarfsmenn hans, er sóttu almennan fund sovézku akademíunnar þann 11. júní. Það leið ekki vika frá þeim fundi, þar til Medvedev var látinn laus. Innan fárra daga höfðu fréttir af fundinum breiðzt út með leyniblöðum, og þær síuðust síðan út úr land- inu. Slíkar fréttir sigla ekki hraðbyri í Rússlandi. Vert er að hafa það í huga, að Medvedev er hvorki skáld, rithöfundur né listmálari, held ur vísindamaður. Þeir, sem risu upp honum til varnar eru ekki meniningarfrömuðir úr röð- um listamanna, heldur teljast þeir til hóps „menntamanna" á sviði vísinda og tækni. Það er nauðsynlegt að gera þennan greinarmun. Því að þörf sovézku stjórnarinnar fyrir vís indamenn er allt önnur en þörf hennar fyrir skáld og rithöf- unda. Stórveldisdraumar Sovét ríkjanna raskast ekki, þótt skáld og rithöfundar séu sendir í þrælkunarvinnu eða lokaðir inni í geðveikrahælum. En rísi vísindamennirnir gegn kerfinu, getur framtíð þe3s verið í voða. Hvað hafði Medvedev gert af sér, sem leiddi til þess, að hann var fluttur af heimili sínu í Obninsk skammt fra Moskvu þann 29. maí s.l.? Það er erfitt að segja til um það, þar sem engar sakir voru á hann born- ar. Vinir hans sögðu, að hann hefði verið fluttur úr félags- skap heilbrigðra manna, af því að hann sætti sig ekki við opin berar takmarkanir á ferða- frelsi, sem valda því, að sovézk um vísindamönnum er ókleift að eiga eðlileg samskipti við starfsbræður sína erlendis. SAGÐUR GEÐVEIKUR Sömu örlög biðu Medvedevs og Grigorenkos, hershöfðingja, og Varlerys Tarsis, rithöfund- ar, auk margra annarra, hann var talinn geðveikur. Hann var tekinn og fluttur á stofnun sem yfirleitt hýsir slíka póli- tíska geðsjúklinga, Kaluga-hæl ið rétt sunnan við Moskvu. Andrei D. Sakharov, kjarn- eðlisfræðingur, ritaði Leonid Brezhnev, flokksleiðtoga, hóg- vært en skorinort bréf, sem tal ið er hafa haft töluverð áhrif. Sakharov sjálfur átti í útistöð um við yfirvöldin fyrir tveim- ur árum, þegar bæklingur hans um friðsamlega sambúð og menningarlegt frelsi hafði birzt á Vesturlöndum. En í þessu riti hvatti hann til þess, að hætt yrði að stjórna með „fangabúð um fyrir pólitíska fanga“ og ný-stalínisminn hyrfi algjör- lega úr opinberu lífi. En fundur vísindamannanna réð líklega úrslitum í máli Med vedevs. Undir forsæti Dr. Msti- slavs Keldysh, forseta vísinda- akademíunnar, gerðu starfs- bræður týnda Mffræðingsins og aðrir vísindamenn harða hríð að Boris Petrovsky, heilbrigðis málaráðherra. Sálfræðingurinn, sem hafði rannsakað Medve- dev, dr. Vikbor Morozov, lýsti því yfir, að hann þjáðist af „sjúklegri geðveilu." En vis- indamennirnir sættu sig ekki við þessa skýringu, og þeir vildu fá að vita, hvernig unnt væri að skýra síðustu vísinda- afrek Medvedevs, ef hann væri nú þannig á sig kominn. Úr röðum sovézkra lista- manna barst Medvedev einnig hjálp. Hinn frægi og umdeildi rithöfundur Alexander Solzhen itsyn, sem rekinn var úr so- vézku rithöfundasamtökunum í nóvember s.l., skrifaði bréf eins og Sakharov. En bréf rithöf- Andrei Voznesensky, hann er sakaður um „pop- stjörnu vinsældir. undarins var skrifað af meiri tilfinningahita en bréf vísinda- mannins. Þar sagði Solzenit- syn: „Fjórir lögreglumenn og tveir læknar koma til heimilis heil- brigðs manns án nokkurrar handtökuheimildar eða heil- brigðisástæðu. Læknarnir lýsa því yfir, að hann sé vitlaus, og lögreglumennirnir hrópa að honum „Valdið er í okkar hönd um! Stattu upp!“ Þeir snúa upp á handleggina á honum og fara með hann á geðveikrahæli. Þetta gæti komið fyrir hvern okkar sem er á morgun.“ ERFIÐIR TÍMAR FYRIR MENNTAMENN En það er mjög ólíklegt, að mótmæli Solzhenitsyns eins hefðu tryggt frelsun líffræð- ingsins. Það eru nú erfiðir tím- ar fyrir menntamenn í Rúss- landi. Þan.n 21. maá, fáeinum dögum áður en KGB handtók Medvedev, var Andrei Amalrik handtekinn, en hann er einn hvassyrtasti ungi rithöfundur- inn í Rússlandi. Raunar er furðulegt, að hann hafi fengið að ganga svo lengi frjáls (árið 1965 var Amalrik sendur til Síberíu, en hann losnaði þó síð ar úr útlegðinni). En Amalrik er höfundur ritgerðarinnar: Halda Sovétríkin velli fram til ársins 1984? Nafnið eitt nægir til að vekja grunsemdir KGB. Ritgerðin kom út á Vesturlönd um á síðasta ári, áður hafði fá- mennur hópur manna í Sovét- ríkjunum kynnzt henni í gegn- um Sam-Izdat-útgáfurnar, sem ganga á milli manna þar. Þess- ar útgáfur berast einnig til Vesturlanda og úr þeim eru fengnar þær upplýsingar, sem koma fram í þessari grein. Alexander Tvardovsky nefn Innritun í Háskóla íslands hafin: Nokkur óvissa ríkir um tilhögun náms i félagsfræðum - rætt við próf. Guðlaug Þorvaldsson þjóð- Innritun stúdenta í Háskóla íslands hófst miðvikudaginn 1. júlí og stendur fram til 15. júlí. Talið er líklegt, að talsvert yfir 500 stúdentar muni láta innrita sig að þessu sinni, en stúdent- amir, sem útskrifuðust úr menntaskólunum í vor, voru um 560. í fyrra innrituðust 507 stúdentar, en á síðara misseri háskólans voru nemendur hans 1434. Hnnritun feir fram í háskól anum, innritunarstjóri er Stefán Sörensen. A liðnum vetri skilaði há skólanefnd skýrslu sinni um eflingu háskólans. í samræmi við skýrsluna hefur farið fram endurskoðun á reglugerðum ein stakra háskóladeilda, og er ráð gert, að byrjað verði að kenna eftir nýju reglugerðunum í haust. Morgunblaðið sneri sér í gær til háskólayfirvalda og spurðist fyrir um það, hvernig ástandið í þessum málum væri og hvort unnt væri að innrita sig til náms í almennum þjóð- félagsfræðum að þessu sinni. Magnús Már Lárusson, háskóla rektor, dvelst nú í Þýzkalandi og tekur á móti heiðursverð- launum frá háskólanum í Kiel. Guðlaugur Þorvaldsson, deild- arforseti viðskiptadeildar, er vararektor, og ræddi fréttamað ur Mbl. við hann um þessi mál. — Ný reglugerð hefur verið staðfest fyrir læknadeild, sagði Guðlaugur. Hins vegar hafa reglugerðir fyrir lagadeild, við skiptadeild og verkfræði- og raunvísindadeild ekki verið staðfestar, enda þótt stúdent- amir, sem nú innrita sig, muni vafalítið byrja nám sitt í sam- ræmi við þær í haust. Háskóla- ráð hefur samþykkt þessar reglugerðir, en ráðherra á eftir að staðfesta þær. — Hvað um kennslu í al- mennum þjóðfélagsfræðum, hvernig innrita stúdentar sig í hana? — Þeir, sem ætla í reglulegt nám í almennum þjóðfélagsfræð um, verða til bráðabirgða að innrita sig í viðskiptadeild, og er þeS'Sl tilhögun í samræimi við samþykkt háskólaráðs, sem gerð var s.l. þrðjudag. — Þú áttir sæti í nefnd þeirri, sem vann að undirbún- ingi þessarar nýju námsgrein- ar. Hverjar voru ykkar tillög- ur? — Nefnd þessi starfaði á liðn um vetri og skilaði tillögum sín um til háskólaráðs seint í marz s.l. Formaður nefndarinnar var dr. Björn Björnsson, prófessor, og hlutverk okkar var að gera tillögu um námsefni og skipu- lag námsins. Þetta gerðum við og lögðum til, að almenn þjóð- félagsfræði yrði til bráðabirgða gerð að skor í heimspekideild og yrði síðar að sérstakri deild. Það er Ijóst, að námsefnð stend ur að ýmsu leyti nálægt laga- deild, viðskiptadeild og guð- fræðideild, að því er varðar ein stakar greinar þess, en það er einnig efnislega nátengt náms- efninu í heimspekideild. — En nú hefur hásfcólaráð samþykkt, að viðskiptadeild verði sú deild, sem nemendur í almennum þjóðfélagsfræðum innriti sig í. Verður þetta til frambúðar? — Eftír þessa samþykkt há- Guðlaugur Þorvaldsson, prófessor. s'kólaráðs er í ráði að skipa nefnd ful'ltrúa guðfræðideildar heirji'Spek id eild ar, 1 agad eild ar viðskiptadeildar, ®túdienta ag menntamálaráðuneytisins til að gera tillögur um stöðu al- mennra þjóðfélagsfræða og námsefni með hliðsjón af tillög um þjóðfélagsfræðinefndar. Þessi nefnd á að ljúka störfum fyrir 20. ágúsf n.k. Nefndinni er frjálst að gera tillögu um það, að stofnuð verði sérstök deild almennra þjóðfé- lagsfræða í háskólanum, eða að þetta verði ákveðin skor sem hluti af fleiri en einni deild, eða að almennum þjóðfélags fræðum verði skipaður fastur sess í einhverjum af eldri deild um háskólans. Vonandi fæst við unandi lausn þessara mála þá. — Nú ert þú forseti við skiptadeildar, hvað segir sú deild um að taka þetta hlutverk að sér að þessu sinni? — Viðskiptadeild tók þá af- stöðu á fundi sínum 29. júní s.l., að hún treysti sér ekki til að fallast á, að almenn þjóðfélags- fræði yrðu gerð að skor í deild Alexander Tvardovsky, hann var rekinn frá Novy Mir. ist annar rithöfundur, sem stendur höllum fæti gagnvart yfirvöldunum. Hann var neydd ur til þess að segja af sér rit- stjórn tímaritsins Novy Mir fyrr á þessu ári. Novy Mir — og Tvardovsky — hafði leyft sér að verja nokkra framúr- stefnúhöfunda, eins og Amalrik og birta yfirleitt greinar, sem voru lausar við alla hugmynda fræðilega vellu. Með Tvardovsky voru rekn- ir fjórir aðrir úr ritstjórn tíma- ritsins, sem voru sama sinnis og hann. í sLað þeirra skipuðiu rit- höfunda®amtökin „harðlínu- menn“ úr kommúnistaflokkn- um. Eins og venjulega var so- vézkum lesendum ekki sagt frá vandræðunum á Novy Mir, fyrr Framhald á bls. 17 inni að svo stöddu. Voru ýmis rök færð fyrir því, meðal ann- ars þessi: Deildinni gafst of naumur tími til að undirbúa þetta mál og kanna, þar eð sam þykkt háskólaráðs um að beina spurningunni til deildarinnar hefði verið gerð þann 25. júní. Auk þess væri mikil kennara- ekla í deildinni, en prófessorar hennar eru aðeins fjórir og nem endur á s.l. vetri 190. Og sem þriðja atriði get ég nefnt það, að deildinni þótti stefnt út í mikla óvissu með kennslu í þjóðfélagsfræðum, þar sem eng in endanleg afstaða hefði verið tekin til tillagna þjóðfélags- fræðinefndar um námsefnið. Daigimin eftir fuinidinn í viS- sfciptadeildarráðiniu tóik há- skólaráð mál þetta til endan- legrar afgreiðslu, og þar var samþykkt sú tilhögun, sem nú er fylgt, að viðskiptadeild taki á móti stúdentum í almenn þjóð félagsfræði. Ég tek það fram, að deildin telur sér skylt að hlíta þessari samþykkt háskóla ráðs, enda þótt hún sé ekki í samræmi við vilja hennar. En deildin telur mjög brýnt, að nefnd sú, sem nú er í ráði að skipa hafi veg og vanda að und irbúningi námsins og skipulagn ingu á kennslu. — Hafa nýstúdentar, sem hingað koma til innritunar kvartað yfir þeirri óvissu, er óneitanlega ríkir varðand þær deildir, sem ekki hafa staðfesta reglugerð, svo að ekki sé minnzt á almennu þjóðfélags fræðina? — Ég hef verið hér á skrif- stofu rektors frá því að innrit- un hófst, en til mín hafa ekki margir stúdentar leitað, og ég mun verða hér á hverjum morgni, þangað til innritun lýk ur, tii.1 þess að útsfcýra það fyrir S'túdentuim, hvaða horfur eru í þessum málum. Mér finnst mjög eðlilegt, að stúdentum þyki óþægilegt, að ekki skuli hafa tekizt að koma málunum í heila höfn, áður en innritun hófist. Til hiras ber þá einnig að líta, að engum er mieinað að i-nn rita sig í þá grein, sem hann æskir, því að nú þegar er unnt að skýra frá því í megindrátt- um, hvernig kennslan fer fram í öllum deildum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.