Morgunblaðið - 03.07.1970, Page 16

Morgunblaðið - 03.07.1970, Page 16
f 16 MORGUNBtLAÐIÐ, FOSTUÐAGUR 3. JÚLÍ 1970 i. Ferðamál á Suðurlandi Gullfoss. ÞVÍ er ekki að leyna, að mér fannst dagskrá Ferðamálaráð- stefnunnar að Laugarvatni nokk uð ábótavant, að hún hefði mátt sýna meiri hugkvæmni. Ráð- stefnan var nú haldin á Suður- landi, mikilvægasta og fjölsótt- asta ferðamannasvæði landsins, en samt var enginn liður dag- skrárinnar helgaður því. Ekki bætti það úr skák, að ráðstefnan næstum einkenndist af fjarveru framámanna héraðsins í þessum málum, hverju svo sem þar var um að kenna. Það vita allir lands menn, að á Suðurlandi eru sum- ir merkustu sögustaðir landsins og stórfengleg náttúrufyrirbæri, sem yfirgnæfandi meirihluti út- lendra ferðamanna heimsækir og við heimamenn einnig. Færri vita það, eða átta sig á því, hvernig ástandið er á flestum þessara fjölsóttu staða og hve þörfin er brýn á skjótum og rót- tækum umfoótum. Ég gat ekki á mér setið að vekja máls á þessu á ráðstefn- unni, sem varð tilefni til tölu- verðra umræðna, nefndarstarfa og einróma samþykktar ráð- stefnunnar. Nú ætla ég að fara með lesendur í ferð um þetta svæði og gera þeim grein fyrir ástandinu, eins og það er frá bæjardyrum þeirra, er gangast fyrir ferðum um það eða standa í þeim. Ég vel efri leiðina, með fjöllum, sem nú er orðin fær að sumarlagi og skapar tækifæri til hringferða, mismunandi langra. ÞINGVALLAVEGUR OG ÞINGVELLIR Það mun láta nærri, að um 90% af öllum erlendum ferða- mönnnjm heiimsæki Þingvelli og auk þess tugþúsundir heima- manna árlega. A leiðinni þangað kynnast þessir vegfarendur öll- um leiðinlegustu einkennum ís- lenzkrar vegagerðar, hættuleg- um brúm (Kaldakvísl, Leir- vogsá, Bugða), lélegri fram- ræslu og samfara henni viðsjár verðum vegköntum og árviss- um forarvilpum. Á að bíða eftir því, að þessar brýr hrynji und- an umferðinni eða orsaki fleiri slys. Á hverju einasta vori er eytt stórfé í sömu slörkin, væri ekki nær að eyða einhverju af því í að ræsa þau fram, og þá einnig skurðina, sem nú standa víða barmafullir af vatni báðum megin vegar. Þetta má teljast einkennandi fyrir flesta eldri vegi um láglendi Suðurlands og ég ætla ekki að eyða fleiri orð- um um það. Austur á Þingvöllum bíður manns hin lokaða Almannagjá og flestir útlendingar standa agndofa yfir þessu furðulega uppátæki, sem hefur tekið allan „glansinn“ af heimsókninni þangað og leitt af sér ótrúlega erfiðleika, jafnvel raunir. Þarna var ég með hóp af vestur-ís- lenzkum pílagrímum í fyrrasum- ar. Þrír þeirra treystu sér ekki í gönguna á Lögberg og sátu foarmþrungnir 1 bílunum, sviptir ánægjunni yfir að hafa staðið á þeim merka stað. Einn sagði, að sér stæði á sama þó að þetta yrði sín síðasta ganga og á tíma- bili hélt ég að sú yrði raunin á. Þennan dag var fagurt veður, en í rysjóttu veðri kárnar gamanið enn meir. Hótel Valhöll hefur líklegast sjaldan verið í betra ástandi en nú, enda hafa eigendur þess var- ið stórfé til endurbóta og við- gerða. En byggingarnar eru gamlar, naumast vandaðar í upp hafi, óhentugar að flestu leyti og því dýrar í rekstri. Lítið fer fyrir endurbótum á Þingvalla- svæðinu. Trén, sem stungið hef- ur verið niður skipulagslítið út um allar trissur, dafna vel og sumarbústaðagarðar blómstra. UM REYÐARBARM TIL LAUGARVATNS Fyrir nokkrum árum var gerð- ur akfær sumarvegur frá Þing- völlum um Gjábakkahraun, Reyðarbarm og Laugarvatns- velli til Laugarvatns. Það var óvenju mikill fengur að þessum vegi, því að leiðin er bæði fögur og tilbreytingarrík, enda afar fjölfarin. Auk þess styttir hann vegalengdina á milli staðanna um eina 40 km. En skelfing hef- ur hún verið skorin við nögl fjárveitingin til framkvæmd- anna og sama virðist vera með viðhaldsfé. Einkennilegt, að tug þúsundir innlendra og erlendra ferðamanna skuli ekki vera meira metnar. Að Laugarvatni kom ég í fyrsta sinni fyrir 30 árum. Þá var þar risinn héraðisskóli og þeg ar orðinn vinsælt gistihús á sumrum, er rúmaði um 60-70 gesti. í skólanum var lítil sund- laug og niður við vatnið var frumstætt gufubað og hvort tveggja naut mikilla vinsælda hjá gestum. Þeir gátu grafið sig niður í volgan sand á ströndinni, buslað í vatninu, skógurinn ilmaði í hlíðum og fjöllin löðuðu til gönguferða. Þessum stað hafði náttúran gefið ríkulegan skammt af tærri fegurð, og hún er þar enn. Nú eru að Laugar- vatni 5 s>kólar og í þremur verða rekin gistihús í sumar, í Mennta skólanum,' Héraðsskólanum og í hinum nýja Húsmæðraskóla, sem að mínum dómi stendur í engu að baki beztu gistihúsum höfuðborgarinnar. Hinir skólarn ir eru einnig fyllilega frambæri- legir gististaðir og vert er að geta þes>s, að nú er hin hvim- leiða hveralykt horfin úr húsa- kynnum Héraðssikólans vegna breyttrar hitunartækni. Saman- legt geta þessir staðir hýst um 450 næturgesti, sem vissulega er myndarlegur hópur. En hvað hefur verið fram- kvæmt utanhúss, til að veita þessum mikla gestafjölda ein- hverja aðstöðu til að eyða tím- anum á þægilegan og heilbrigð- an hátt. Svarið er einfaldlega, ekki neitt. Sundlaugin er hin sama og gufubaðið einnig (að vísu nýr kofi). Meðfram etrönd- inni er sandurinn með sömu um merkjum og úti í því hnýtur mað ur um sömu steinana. Þó tel ég, að óviða sé jafn auðvelt að skapa góða aðstöðu til útibaðstaðar og þarna, með hóflegum tilkostnaði. Nú er kominn íþróttavöllur að Laugarvatni með hlaupabraut- um og knattspyrnuvelli, sem hvort tveggja er til lítils gagns fyrir gesti. Aftur á móti væri fengur að badmintonvelli, krikketflöt og mini-golfbraut. Ekki bætir það úr skák, að vegna stöðugra byggingafram- kvæmda eru þarna stór svæði með skotgrafasvip. Forráðamenn á Laugarvatni verða að gera sér það ljóst, að úr þessu verður að bæta ef staðurinn á að halda þeim vinsældum, sem hann hef- ur haft og á skilið. Ekki má gleyma því, að Laug- arvatn hefur verið, og er enn, af ar vinsæll tjaldvistarstaður, þrátt fyrir frumbýlingslegar að- stæður fram að þessu. Þar hefur nú verið tekið myndarlega á hlut unum. Búið er að byggja vandað hús fyrir snyrtingar og í þvi verð ur einnig sölubúð og íbúðarher- bergi fyrir gæzlufólk. Verið er að skipuleggja tjaldsvæðið og ræsa það fram. í þvi sambandi vildi ég varpa fram þeirri spurn ingu, hvort eigi muni tiltækilegt að leggja afrennslisrör í skurð- ina svo að hægt verði að fylla þá upp aftur. Þessir djúpu skurðir eru ljótir, skapa nokkra slysa- hættu og eru bagalegir fyrir um ferð um s,væðið. En þökk og heið ur sé þeim, er standa fyyrir þess um þörfu endurbótum. UM LAUGARDAL OG TUNGUR AÐ GEYSI Á þessari fallegu leið, með fjöllum foið efra, hafa verið gerð ar töluverðar endurbætur frá því að nýja brúin kom á Brúará. Framræslu er þó víða áfátt, enda vatnsagi mikill undan fjöllunum og forblautir flóar. Þarna á ég eina óskaleið, að gerður verði akfær sumarvegur inn að Brúar árskörðum, einum fegursta stað landsins. Sannarlega virðist einn ig kominn tími til að hemja Hell isgilið frá Bjamarfelli svo að það hætti sínum árlegu vegarskemmd um. Að Geysi hefur ríkt kyrrstaða um árabil, en kyrrstöðu fylgir ætíð hrörnun. í hálfa öld hafa þau heiðurshjón, Sigurður Greipsson og Sigrún Bjarnadótt- ir, setið staðinn með reisn og nú eiga þau að fara að unna sér hvíldar. Eftir áratuga snurðu- laus samskipti þykir mér vænt um þau bæði og einnig staðinn þeirra. Því tekur mig sárt að sjá hann nú sniðgenginn og það verður að ráða bót á því. Á hverasvæðinu heldur StrOkkur uppi reisn staðarims með tíðum og töluvert myndarlegum gos- um en gamli Geysir virðist hvíld inni feginn. Mér finnst heldur óviðkunnanlegt, að skál hans skuli ætíð standa barmafull af vatni, því að þá er afrennslið frá henni þvert á leið manns, að og frá sliðinu. Viðlkunnanlegra væri að hafa frárennslisrörið op ið, þá sæjist einnig opið á hinni Síðari hluti miklu gospípu og gestir gætu gert sér nokíkra grein fyrir stór fengleik gosanna úr henni. Nauð syn er á fleiri hættumerkjum á neðanverðu hverasvseðinu og á- letrunin á hliðinu þar þyrfti að vera á a.m.k. einu erlendu tungu máli. UM NÝJAN VEG AÐ GULLFOSSI Loksins, loksins er búið að reka smiðshöggið á nýja veginn frá Geysi að Gullfossi, vega- lengdin orðin 10 km í staðinn fyrir tæpir 30. Við það má bæta, að af hæðarbungunni hjá Kjóa stöðum er mjög fallegt útsýni, bæði inn til jökla og niður um Tungur. Við Gullfoss kemur manni fátt á óvart, nema þá helzt að gamli sikálinn skuli ennþá hanga uppi og hún Sigríður end ast öll þessi ár til að starfa við slíkar aðstæður. Óþarfi að eyða fleiri orðum að því. Ekki veit ég hvaða ríkisstofnun hefur með staðinn að gera, en hann er henni til lítils sóma. Slysavarnafélag Islands mætti einnig taka stað- inn til atfougunar, því að í um hverfi fossins er veruleg slysa- hætta, ekki þarf að kvíða ör- kumlun ef manni skrikar fótur, aðeins dauða. Gangstígurinn inn að fossinum er með ummerkjum frá því fyrir 30 árum, stakstein- óttur og ógreiðfær. Hættulegast ur er hann þó í krikanum inn við fossinn, þar er mikil hætta á steinkasti þegar óvarkárt fólk er að krönglast í snarbrattri grjót urð fyrir ofan. Sjálfur hefi ég orðið áhorfandi að slíku slysi. Við verðum að vera þess minn- ug, að tugþúsundir eru þarna á ferð á hverju ári, meirihlutinn útlendingar, fákænir á okkar frumstæðu aðstæður. Frá Gullfössi er nú um tvær leiðir að velja, annaðhvort niður Tungur og Grímsnes, með við- komu í Skálholti eða yfir Hvítá á Brúarhlöðum og austur um Hrunamannahrepp. Við skulum athuga þá fyrrnefndu fyrst. BISKUPSTUNGUR, SKÁL- HOLT, GRÍMSNES Garnli þjóðvegurinn um Tung ur hefur verið látinn að mestu í friði undanfarin ár og þvi er foann nú all víða til lítillar fyrir myndar. Gera má ráð fyrir, að hin hrörlega Tungufljótsbrú fái að standa í nokkur ár enn, en á leiðinni þaðan að Brúará eru forblautir vegarkaflar og þröng ar brýr, sem gera þennan veg ótrúlega seinfarinn. Nokíkurt þétt býli hefur skapazt í kringum Reykholtshver og þar er félags- heimilið Aratunga, alloft við- komustaður útlendra ferðahópa. Það er með þetta svæði eins og flest önnur slík á landi voru, það er alltaf verið að byggja en ytri frágangur og snyrting fær að sitja á hakanum. Skálfoolt er nú að rísa úr ösfc unni eins og fuglinn Fönix, ný dómkirkja risin af hinum forna kirkjugrunni og búið að snyrta umhverfi hennar. En það hvílir einhver tómleiki yfir staðnum, því að enn skortir þar mannlíf. Kyrrlátari fegurð mun naumast nokíkiuir staður tíiga af þeim toga sem verður að fara um nærfærn um höndum. Því miður hefur það nú ekki verið gert, þar hafa verið unnin hroðaleg landspjöll, sem ráðamenn staðarins mega bera kinnroða fyrir. Hið fagra graslendi framan við staðinn, niður að Hvítá, er allt sundurskor ið af djúpum skurðum og svört um uppmokstri, þessu óhugnan lega fangamarki flestra ís- lenZkra byggða í dag. Þurrkun lands til nýræktar er vitanlega nauðsynleg, en að ganga svona skefjalaust fram í því er annað mál. Þetta landssvæði var mikill dýrðarreitur fuglalífs og hin margraddaða hljómfcviða þeirra var hluti af helgi staðarins. Nú fer hún að hljóðna og eftir 10 ára eða svo horfir maður þarna af kirkjutröppunum yfir mis-vel ræktaða túnbletti með kalsár- uim. Ýmlislegt þamf ernn að laigia í Skálholti, t.d. bilastæðið norð an við kirfcjuna. Þar þyrfti einn ig að reisa snotra byggingu fyr ir snyrtingar og litla sölubúð. Grímsnesið góða á furðulega margt til síns ágætis, en því mið ur er því ekki veitt næg eftir- tekt af vegfarendum. Þar eru flóalönd, mólendi, kjarrivaxin hraun, gígar, ár og stöðuvötn, að maður ekki tali um, einhverjir ágætustu útsýnisstaðir á Suður- landi. Sá bezti, Hestfjall, er að vísu töluvert úrleiðis, en austari Seyðishóllinn er við veginn og öllum fær. Mikil landsspjöll hafa verið unnin á gígum og hraulú og Náttúruverndarráð ætti að gera sér ferð austur að Keri, mér er ekki grunlaust um að þar sé eitthvað óþarft að ske. Þarna í hrauninu á Vegagerðin einnig hlykkjagötuna frægu, friðlýstan fornigrip. HREPPAR Hrunamanna.hreppur tekur á móti akkur við Brúarhlöð, einni af þessum tæru perlum íslenzkr ar náttúru, sem fæstir gaumgæfa nægjanlega. Mér er ennþá minn isstætt eitt síðdegi, sem ég eyddi þar fyrir mörgum árum. En veg urinn frá þessum stað er svo aft ur annað mál, hann liggur í stór um krófc norður fyrir langan hæðarhrygg, sem nefnis.t Sfcersl, og oftast nær er hann hörmuleg ur yfirferðar. Það þarf að leggja hann aftur hina upprunalegu leið, suður Skerslin að vestan og nokkuð hátt í brek-kunum svo að útsýnið haldist. Þetta myndl stytta leiðina eina 4—5 km. Leið inda hvörf eru oft í flóunum suð ur með ásunum að Kirkjusfcarði. Hæðin norðan við skarðið er frá bær útsýnisstaður og tilvalinn fyrir hringsjá. Frá sjónarhóli ferðamannsins eru Hrepparnir nú einna bezt á vegi staddir af sveitum Suður- lands. Það eiga þeir að þakka vegaframkvæmdum í Gnúpverja hreppi vegna Búrfellsvirkjunar og tveimur myndarlegum félags heimilum, að Flúðum og ÁrnesL Fyrir mörgum árum spáði ég því, að Flúðir yrðu með tímanum mikil ferðamiðstöð og nú er sú spá að rætast. Þetta er óvenju að laðandi staður og vel í sveit sett ur, og sem vegna hins mifcla Gísli Guðmundsson: F erðas] pj al [] [

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.