Morgunblaðið - 03.07.1970, Side 24

Morgunblaðið - 03.07.1970, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1970 John Bell í NÆTUR HITANUM JH 6 var ekkert hrifinn af. En verst gat Sam þó þolað harkalega, ónærgætna og heimtufreka fram komu Gillespie. Sam komst að þeirri niðurstöðu, að ekkert væri hann nú hrifinn af negranum, en þætti hins vegar vænt um að sjá Gillespie komast í bobba. En áður en hann kæmist lengra með þessa hugsun sína, leit Gillespie á hann. — Spurðirðu þennan mann nokkuð áður en þú komst með hann hingað, spurði Gillespie. — Nei, herra, svaraði Sam. Þetta „herra“ sat dálítið fast í kverkunum á honum. — Hvers vegna ekki? Gillespie hreytti út úr sér orðunum á móðgandi hátt, fannst Sam. En úr því að negrinn gat stillt sig fannst Sam hann sjálfur ætti ekki að standa honum að baki. Hann hugsaði sig ofurlítið um, en svaraði síðan eins stillilega og hann gat. — Þér skipuðuð mér að at- huga járnbrautarstöðina vand- lega og svipast um eftir einhverj um, sem ferðaðist á puttanum, eða hverjum, sem væri eitthvað athugaverður. Þegar ég fann þennan ne. . . þennan mann á stöðinni, kom ég strax með hann, svo að ég gæti haldið áfram að framkvæma skipanir yðar. Á ég nú að fara? Sam var hreykinn af sjálfum sér. Hann vissi vel, að hann var ekkert vel máli farinn, en þarna hafði hann svarað vel fyrir sig. — Ég vil fyrst láta þennan mann gera grein fyrir sér. Gille- spie leit á Tibhs. — Þú segist ist vera lögreglumaðaxr í Kali- forníu? — Já, það er ég, svaraði Tibbs og stóð kyrr við hliðina áharða stólnum. — Sannaðu það. — Það er spjald í veskinu mínu. Gillespie tók veskið á borð inu oig svipurinn var eins og hann væri að snerta við ein hverjum óþverra. Hann opnaði hólfið og glápti á litla hvíta spjaldið í gegnsæja umslaginu, svo skellti hann aftur veskinu og fleygði því kær-uleysislega að umga manninum. Tibbs greip það og stakk því rólega í vasa sinn. — Hvað hefurðu verið að gara í alla nótt? Nú var röddin í Gillespie orðin fyrtin. Hún var að reyna að koma af stað rifr- ildi og manaði, hvern sem væri að taka á móti. ÁSTRÖLSK ÚRVALS VARA NÍÐUR SOÐNIR ÁVEXTIR JOHWSOM&HAABEBy/ HÓTEL AKRANES Sími 93-2020. Ferðafólk bjóðum yður: Gistingu Cafetríu Grill kertasal fundar- og samkomu- sali. Athugið: Akranes er aðeins klukku- tíma sigling frá Reykjavík og um 12 km frá Norður- og Vesturleiðinni. Á Akra- nesi er ýmislegt að skoða m. a. sérkennilegt byggða- safn o. fl. o. fl. Verið velkomin til Akraness. HÓTEL AKRANES Sími: 93-2020. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Eignaskipti eru möguleg. Stutt ferð verður þér skemmtiieg. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Notaðu daginn til að hressa upp á útlit þitt. Ekki veitir nú af. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júni. Hlustaðu á fólk, scm reynsluna hefur, en vertu hógvær. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. í dag hyrjarðu þriggja vikna betrumhætur á sjálfum þér. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Vertu féiagslyndur og gerðu öðrum lífið skemmtilegt. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Gefðu gaum að eldra fólki. Þú getur dregið athygli góðgerðafólks að því. Vogin, 23. september — 22. október. Vinir þínir vilja gjarna aðstoða þig. Reyndu að vinna stærsta verkið fyrst. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Allt samstarf gengur óvenjulega vel. Spurningar í sambandi við fólk, sem er langt í burtu, eru jákvæðar. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Fólk sýnir þér mikinn áhuga og hjálpsemi í dag. Fjármál, sem þú þarft að sinna með öðrum ganga vel. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Næstu þrjár vikur skaltu einbeita athygli þinni að því, hvernig þú átt að virkja annað fólk. Líttu svo í eigin barm. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Stórhugur er sjálfsagður í dag. Reyndu að ásetja daginn eins mik- ið og þér er mögulegt. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Notaðu þennan ágæta dag til að koma til móts við aðra. Reyndu að vera dálítið þægilegur, ef hægt er. — Eftir að ég kom úr lestinni, fór ég inn á stöðina og beið. Ég fór alls ekíki út fyrir brautar- pallinn. Ekkert sást manninum bregða, og það fór 1 taugarnai á Gilllespie. Hann. skipti snöggt uim tón. — Þú veizt, að ekki' mundum við nota mann eins og þig fyrir lögregluþjón hérna, er það eklki? Hann þeið og dauðaþögn var í herberginu. — Þú hafðir þó vit á að fara ekki inn í biðsal hvítra roanna? Enn lagði Giilespie hendumar fram á borðið og myndaði sig til að standa upp. — Já, svo fróður var ég. Gillespie tók ákvörðun. — Gott og vel, þú bíður hérna fyrst um sinn, meðan ég fæ gerða grein fyrir þér. Gættu hans, Sam. Sam Wood sneri við, án þess að segja orð og elti Virgii Tibbs út úr skrifstofunni. Venjulega hefði hann nú ekki látið negra ganga á undan sér gegmuim dyr, en þessi negri beið ekki eftir því að Sam færi á undan sér, og það var ekki stund eða staður til þess að setja það á oddinn. Þegar þeir tveir voru farnir út reiddi Bill GiMespie upp hnef- ann og skellti hormrn niður á borðið. Svo þreif hann símann og las fyrir skeyti til lögregl- uninar í Pasadena. Sam vísaði Tibbs til sætis á hörðum bekk í biðstofunni. Tibbs þakkaði honum fyrir, dró upp vasabrotsbókina sína, sem hann hafði verið með á járn- brautarstöðinni, og fór aftur að lesa. Sam leit á bókakápuna. Bókin hét „Að skilja vísindin“ eftir Conant. Sam settist niður og óskaði þess heitast, að hann hefði eitthvað að lesa. Þegar himinninn tók að grána úti fyrir, og var alsettur dökk- um rákum á birtandi grunni, vissi Sam, að nú var nætur- akstri hans á eftirlitsbílnum lok ið í bili. Svo var orðið framorð- ið. Hann fór að fá í sig verki af að sitja á harða bekknum. Hann langaði í kaffisopa, þrátt fyrir hitann, og hann langaði að hreyfa sig eitthvað. Hann var að ráða það við sig, hvort hann ætti að standa upp og teygja úr sér, þegar Gillespie birtist allt í einu í dyrunum. Tibbs leit upp og það var þögul spurn í augna- ráðinu. — Þú getur farið ef þú vilt, sagði Gillespie og leit á Tibbs. — Þú hefur misst af lestinni og sú næsta er ekki fyrr en seinni partinn. Ef þú vilt bíða hérna, skal ég sjá um, að þú fáir morg- unmat. — Þakka yður fyrir, sagði Tibbs. Sam fannst þetta geta verið sér bending, og stóð upp. Undir eins og Gillespie var far- inn úr dyrunum, gekk Sam út og eftir ganginum að dyrunum, þar sem á stóð Karlar — hvítir. Næturvörðurinn var þar inni, að þvo sér um hendurnar. Ein- hver kipringur í vörunum á manninum sagði Sam, að hann hyggi yfir einhverju fréttnæmu. — Hefurðu frétt nokkuð, Pete? spurði hann. Pete kinkaði kolli, skvetti vatni framan í sig og gróf síðan andlitið í handklæði. Þegar hann kom • aftur fram, til að anda, svaraði hann: — Stjórinn fékk skeyti fyrir nokkrum mín- útum. Hann þagnaði og skyggndist um, til að sjá, hvort allir kamrarnir væru mannlaus- ir. — Frá Pasadena. Stjórinn hafði sent svohljóðandi skeyti: „Staðfestið, að Virgil Tibbs sé úr lögreglu ykkar. Við höfum al varlegt morðmál hér. Höfum haldið Virgil Tibbs hér, sem grunuðum.“ — Ég lái honum nú ekkert, þó hann vilji vita vissu sína, sagði Sam. — Bíddu þangað til þú heyrir svarið, sem hann fékk. Pete lækkaði röddina, svo að Sam varð að ganga alveg að honum til þess að heyra til hans. „Stað- festum. Virgil Tibbs hefur verið í lögreglunni í tíu ár. Núver- andi embætti: rannsóknarfull- trúi. Sérgrein morð og stórglæp ir. f miklu áliti. Tilkynnið ef þarfnazt er þjónustu hans í yð- ar umdæmi. Samþykkjum, að morð sé alvarlegt." — Ha-ha! sagði Sam lágt. — Einimitt, samþykkti Pete. — Ég skal alveg bölva mér upp á, að Bill Gillespie veit ekkert í sinn haus um morðrannsóknir. Ef hann ekki leysir þetta mál, og það fljótt, fær hann allan bæ- inn á hálsinn. Og nú hefur hann tilboð um grunaðan mann, sem er bæði sérfræðingur og neg. . . Hann þagnaði, er Sam gaf hon- um aðvörunarmerki. Fótatak heyrðist í ganginum en hvarf síðan út í þögnina. — Það sem mig langar nú mest að vita, sagði Sam, — er það, hvernig Gillespie hefur get að fengið þetta embætti sitt, jafnvitlaus og hann er. Hann ku hafa verið óþarflega fljótur á sér með byssuna, þarna í Texas, eða var það ekki? Pete hristi höfuðið. Hann var nú aldrei lögregluþjónn, af því að hann var of stór til þess. Hann var fangavörður, krafta- jötunn sem gat ráðið við fylli- bytturnar. Eftir þrjú ár í því starfi, fór hann eftir auglýs- ingu og fékk þessa stöðu hérna. Hann vonast sjálfsagt eftir því, að það geti komið honum í ein- hverja betri stöðu, eftiir hæfileg an tíma. En ef hann klúðrar þessu, er hann búinn að vera og það veit hann. — Hvernig fréttirðu þetta allt saman? íþróttaunnendur Það er óþægilegt að horfa á fótbolta blautur. Komið í Leikfangaland og kaupið regnhlíf á aðeins kr. 300.— og verið þurr. Stálvaskar DÖNSKU „JUVEL“ vaskarnir nýkomnir. Úrvalsvara á góðu verði. j. ÞORLáKsson & noRDiiinmi simi ii2so BflílKflSTRFET111 5KULflGÖTU30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.