Morgunblaðið - 25.07.1970, Side 24

Morgunblaðið - 25.07.1970, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1970 Ef þú dettur framaf pabbi, hvaða strætó fer ég með heim? 24 — Já, ég get ekið alveg ná- kvaemlega sömu leið og þegar ég skrifa skýrsluna mina, skal það ekki skakka fimm mínútum á tím amum. — Það gæti verið ágætt. En viltu, að ég sitji bara og stein- þegi? — Nei, þú getur kjaftað alveg eins og þig langar til, svaraði Sam. — Það ruglar ekkert fyrir mér. Þeir óku nú samt steinþegj- andi um stund. Sam var grip- inn. ' embættislegri hreykni að geta ekið alveg nákvsemlega í gömlu förin sín. Hann leit á úr- ið sitt. — Verðurðu nokkurs vís ari? spurði hann. — Ég er að prófa, hve heitt getur orðið hér að nseturlagi, svaraði Tibbs. — Það hélt ég nú, að þú viss- ir. — Touché! svaraði Tibbs. — Hvað þýðir það orð eigin- lega? spurði Sam. — Það er skylmingamáil. Þeg- ar andstæðinigurinn kemur á þig lagi þá viðurkennir þú það með því að segja „touché“. Bókstaf- lega tekið þýðir það „snertur". — Á hvaða málii? — Frönsbu. — Það er naumast þú ert menntaður, Virgil, það máttu eiga. Sam beygði fyrir horn og leit á úrið sitt. — Ég get nú samt ekki ekið eiiras vel og þú, sagði Tibbs. — Ég hef aldrei hitt mann, sem ek- ur betur. Sam varð hrifinn af þessu, þrátt fyrir allt og allt. Hann vissi, að þó haran kannski kynni ekki neitt annað, þá kunni hann að aika bíl á við hvern annan. Og hann var feginn að ein- hver annar skyldi taka eftir því. Þrátt fyrir uppeldi sitt, var hann farinn að kunna vel við Tibbs sem persónu. — Kannski þú vitir svarið við einu, Virgil. Ég las einu sirani sögu um mann, sem varð ofsahræddur. Hann var á gangi um nótt og var að búast við, að einhver réðist á sig og hon- um fannst hann geta þefað ótt- ann í loftinu, ef þú skilur það. Höfundurinn notaði eitthvert orð yfir þetta — ég man það ekki lengur, en það byrjaði á 1. Ég man eftir, að ég sló því uppþá. — Lofðu mér að hugsa mig um. Gæti það verið loftsmitun? sagði Tibbs. — Einmitt, sagði Sam. — Þetta hefur alltaf verið að brjótast í mér. Þetta er sjaldgæft orð. Hvemig stendur á því, að þú skulir þekkja það? — Ég rakst einmitt á það í sögu, eins og þú. Og oftar en einu sinrai. Þetta er bara tilvilj- un, en það festist í mér. — Ég vildi óska, að ég hefði getað gengið meira í skóla, sagði Sam og varð um leið steinhissa á því, að hann skyldi vera svoraa opinskár. — Ég gekk í gagn- fræðaskóla um tíma, en svo varð ég að fara að vinna á bíla- verkstæði. Og þar vann ég um tíma, þaragað til ég fékk þessa atvinnu. — Fórstu ekki í ríkislögreglu skólann? — Nei, það gerði ég ekki, enda engir möguleikar á því. En heyrðu. Það miranir mig á ann að, sem ég vildi spyrja þig um. Tibbs beið ofurlítið, en sagði svo: — Já, spurðu bara. — Það kemur nú kannski ekki mér neitt við, en ég heyrði, að þú sagðir eitthvað við Gillespie í dag, sem mér fannst koma illa við hann. Mig langar að vita, hvað það var. Virgil Tibbs starði út um gluggann og athugaði gangstétt ina, sern þeir voru að aka fram- hjá. — Ég sagði honum, að Man- toli hefði ekki verið myrtur á staðnum þar sem hann fararast, heldur hefði líkið verið flutt þangað og skilið eftir. Það var þess vegna, sem Gottschalk, eld flaugafræðingurinra, er bersýni- lega saklaus. Líkið hefur áreið- anlega ekki verið þama þegar hann ók þar um, heldur hlýtur það að hafa verið flutt þangað og svo liðu ekki meira en fimm mínútur áður en þú fannst það. — Hvernig í dauðanum veiztu þetta allt, Virgil? — Þú mundir líka vita það, Sam, ef þú hefðir fengið að rannsaka líkið. Sam kipptist við, er hann var þararaig þúaður — einmitt þegar hann var að byrja að kuraraa vel við svertingjann, sem sat hjá honum. Það þýddi, að hann taldi sig jafninga hans og það kunni Sam ekki við. En hann ákvað að láta það gott heita í bili. f stað þess kom hann með spum- ingu, sem ekki var nema eitt orð: — Hvernig? — Ég sá það á lófum líksins. — Byrjaðu heldur ofan frá, sagði Sam, sem var enn móðgað- ur. Hann reyndi að láta þetta vera skipun, en þegar orðin komu út voru þau samt miklu mýkri en svo. — Gott og vel, Sam, við skul- um þá byrja á því, þegar Man- toli var sleginn í höfuðið. Við vitum, að það var banahögg, en hitt vitum við ekki, hvort mað- urinn dó samstundis, eða hvort hanin var með eirahverri meðvit- und, að minnsta kosti nokkrar sekúndur eftir að hann var sleg inn. Sam beindi bílraum upp eftir lágri brekku og leit á úrið sitt. Hann var nákvæmlega á áætlun. Og harara hlustaði vandlega. — Ef nú maðurin dó strax og haran var sleginn, eða varð meðvitundarlaus samstundis, hvað mundi þá gerast? — Hanra mundi detta. — Já, en hvernig mundi hann detta? Þú verður að muna, að nú er hann annaðhvort meðvit undarlaus eða dauður: Sam velti þessu fyrir sér sem snöggvast. — Ég held hann mundi detta eins og kartöflu- sekkur. Hann leit til Tibbs, sem sneri sér að honum til hálfs, en hvíldi annan arminn á glugga- umgerðirarai. — Það er einmitt alveg rétt, hnén mundu verða máttlaus, axl irnar síga, höfuðið hníga fram á við og hann mundi hníga niður í hrúgu, er svo mætti segja. Sam rankaði við sér, er hann tók að athuga þetta nánar. — Já en þarna var hann teygður út í allar áttir. Hendurraar voru teygðar upp yfir höfuð. — Einmitt, samþykkti Tibbs. Ég sá myndiimar af því, hvern- ig haran lá þegar hanra fannst. — Bíddu andartak, tók Sam fram í. — Setjum svo, að hann hafi haft meðvitund dálitla stund eftir að hann var sleg- iran. . . — Já, haltu áfram, sagði Tibbs. — Þá mundi hann rétta frá sér hendurnar til þess að verja sig. — Jæja, nú ertu farinn að tala eiras og morðfræðingur, ýtti Tibbs uradir hann. — Og þannig fann ég hann. — Stendur heima. — Svo að kannski hefur hann verið með meðvitund, eftir að hann var sleginn? Saim var svo fullur áhuga á efninu, að baran gleymdi einni beygju. Hann leit snöggt aftur fyrir sig og tók krappa beygju til þess að vinna upp tímann, sem hann hafði tafizt um. — Því býst ég ekki við, sagði Tibbs. Teiknari óskast Óska eftir teíknara helzt vanan innréttingateiknun. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkf „Teiknari — 5463 með upplýsingum um fyrri störf fyrir fimmtudagskvöld. TEIKIMISTOFA ÞORKELS G. GUÐMUNDSSOIMAR. ÁLFASKEIÐ Hin árlega Álfaskeiðsskemmtun verður haldin sunnudaginn 26. júll n.k. og hefst með guðsþjónustu kl. 14.00. Séra Sveinbjörn Sveinbjörnsson prédikar. D A G S K R A : 1. Ræða: Jón R. Hjálmarsson skólastjóri. 2. Söngur: Kristinn Hallsson óperusöngvari. 3. Eftirhermur o. fl. Ómar Ragnarsson. 4. Skólahljómsveit Kópavogs leikur. Stjórnandi Bjöm Guðjónsson. 5. Skemmtiþáttur, leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjamason. 6. Fímleikaflokkur úr Armanni sýnir. Lúðrasveit Selfoss undir stjóm Ásgeirs Sigurðs- sonar leikur milli atriða. MÁNAR leika að Flúðum laugardagskvöld 25. júli. Hljómsveit ÞORSTEINS GUÐMUNDSSONAR sunnudagskvöld 26. júli. Sætaferðir til Reykjavíkur að loknum dansleik að Flúðum sunnudagskvöld. UNGMENNAFÉLAG HRUNAMANNA. & JTMjGARMATINN ' mmmj) SSKUR BVÐUK YÐUR (iIJÓÐARST. GRÍSAKÓTELEITIIR GRILLAÐA KJIJKLINGA ROAST BEEF GLÓÐARSTEIKT IAMB IIAM BORGARA DJÚPSTEIKTAN FISK mðurlamhbmut 14 sími 38650 r Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. I»ér liggur svo mikið á, að þú sleppir fram af þér beizlinu og gerir eintómar vitleysur. Nautið, 20. apríi — 20. maí. Þú verður að velja á milli, ef þú ætlar ekki að gera einhverja skyssu. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Það er einhver streita ríkjandi miili starfs og heimiiis. Krabbinn, 21. júní — 22. júli. Þú finnur margar skoðanir ríkjandi í dag. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þú ert dálítið opinn fyrir ails konar skakkaföllum i dag. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þú ert ekki jafnfætis féiögum þínum um þessar mundir. Vogin, 23. september — 22. október. Ef þú ert ekki sammála, skaltu bíða dálítið með að segja álitt þitt. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þú getur vel beðið um smágreiða, ef þú vilt. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Þú ferð að græða núna, enda tími til korninn. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Vertu smekkvís, en gerðu ekki ráð fyrir neinu frá vimim «g vandamönnum. Tímarnir eru að breytast þér í hag. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Ástandið fer batnandi hjá þér, enda tími til kominn. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Þetta ætti að vera ósköp venjulegur dagur fyrlr utan það, hvað þú ert málugur. Það gæti orðið þér til skaða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.