Morgunblaðið - 07.08.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.08.1970, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST H9T0 15 Finnst ég vera orðinn hálfgerður íslendingur Kristina og Sven- Axel Bengtson. — segir Sven-Axel Bengtson, náttúrufræðingur Rannsakar lífsskilyrði andategunda við Mývatn SVEN-Axel Bengtson er sænsk ur dýrafræðingur, 26 ára að aldri, og hefir verið háskóla- kennari (licenciat) við háskól- ann í Lundi sl. 2 ár. Sérgrein hans er eeologia, en þeirri fræði grein innan náttúrufræðinnar hefir ekki verið gefið neitt gott íslenzkt heiti enn. Þó má e.t.v. notast við heitin „hverfafræði" eða „sambýlisfræði“. í stuttu máli fæst þessi grein við athug anir á sambandi dýra- og plöntu lífs á ákveðnum, afmörkuðum svæðum, lífsskilyrðum lífvera og búskap náttúrunnar þar. — Sven-Axel Bengtson hefir Iengi athugað lífsskilyrði andateg- unda við Mývatn, og mun dokt orsritgerð hans um það efni koma út næsta vetur. Hann v-erður einhver yngsti maður- inn, sem tekið hefir doktors- gráðu í Svíþjóð, og jafnframt einn hinn síðasti, því að fyrir dyrum stendur að leggja niður doktorsgráðu í gamla forminu þar í landi, en taka upp doktors próf í staðinn. — Með Bengtson — eða Sven, eins og Mývetn- ingar kalla hann, — er kona hans, Kristina, sem er lífeðlis- fræðingur og háskólakennari í Lundi eins og maður hennar. Mbl. hitti Sven-Axel Bengt- son að máli fyrir skömmu og fékk að heyra sitthvað um rann sóknir hans. — Ég kom hjngað fyrst sum arið 1960, og síðan hefi ég verið Ihér á hverju sumri nema sumar ið 1967. Einu sinni var ég hér xnánaðartíma um hávetur, og þá varð Mývatnssveit algerlega einangruð frá umfheiminum röskan hálfan mánuð vegna snjóa. Það var býsna Skemmti- leg lífsreynsla. Ég hefi komið til íslands 14 sinnum alls. Þetta er þriðja sumarið, sem kona mín, Kristina, er Ihér við Mý- vatn, og hún hjálpar mér við rannsóknastörf mín. *— Rannsóknir mínar snúast aðallega uim endurnar hér við Mývatn. Ég athuga lífshætti þeirra, val á hreiðurstæðum, fæðuval, umhverfi þeirra og lífsákilyrði, gróður, smódýralíf, hita. úrkomu og yfirleitt allt það, sem áhrif getur haft á „af komu“ þeirra, fjölgun eða fækk un og búskapinn í nóttúrunni yfirleitt. í stuttu máli mó segja að athuganir mínar beinist að tveimur höfuðverkefnum. Hið fyrra er straumöndin og um- hverfi hennar, og hið gfðara er að leita skýringa á því einkenni lega fyrirbrigði, að 14 eða 15 andategundir með að því er virð ist svipaðar lífsþarfir s'kuli geta þrifizt og lifað í sátt og sam- lyndi á svo afmörkuðu svæði, aem Mývatn er, og í jafn ríkum mæli. — Straumöndin er afar sér- kennilegur fugl í mörgum efn um og sérhæfður. Hún er vestr æn, verpir í Norður-Ameríku, á Grænlandi, íslandi og í Síber íu, en kemur ekki fyrir í Skand iinavíu. Hún er eina andategund in á norðurhveli jarðar, sem verpir eingöngu við straum- vötn. Ti'l eru aðrar tegundir, aem verpa ýmist við ár eða stöðuvötn, en straumöndin verp ir aldrei við stöðuvötn. Hún verpir helzt í eyjum og hólm um í ánum, sem vei'ta vörn gegn óvinum, svo sem ref. Hún verð ur líka að taka alla fæðu sína úr ánum á sumrin, — á vetrum er hún við ströndina og helzt fyrir opnu hafi, þar sem sjór er ókyrr, — og lifir eingöngu á dýrafæðu. Buslendur eins og t.d. stokkönd og rauðhöfðaönd hfa mest á jurtafæðu, en geta þó tekið til sín dýrafæðu að nokkru. Kafendur eða kafarar eins og straumöndin éta aðeins fæðu úr dýraríkinu og hafa meltingarfæri í samræmi við það. Þó geta ungir ungar einn ig melt jurtafæðu. — Eftirlætisréttur straum- andarininar er lirfur mývargs (bitmýs), sem hún finnur á og undir steinum á árbotninum. Straumönd kemur fyrir um nærri allt Íslands, en aðeins við ár, þar sem varguriinn verp ir. Þau haldast alltaf í hendur, straumöndin og mývargurinn. Lirfur hans eru mikilvægasta fæðutegund heninar, en hann verpir eingöngu í straumvatni og aldrei í stöðuvatni, eins og rykmýið. Laxá, sem fellur úr Mývatni, og Svartá í Bárðardal veita straumöndinini bezt skil- yrði hér á landi, enda er hún þar í stærstum hópum. Af öðr um straumandarbyggðum er helzt að nefna Laxá á Ásum í Húnavatnssýslu og umhverfi Laugarvatns í Árnessýslu. — Fleira er sérkennilegt um straumöndinia. Hún verpir t.d. ekki nema 4—5 eggjum í einu, þar sem aðrar tegundir verpa miklu fleirum til jafnaðar. Dán artalan er líka miklu minni vegna betri varnar í umhverfi. Þess vegna helzt jafnvægi í við komunni. — Sundhæfni er ó- venjumikil og meiri en hjá öðr um tegundum. Þær geta kafað í sterkum straúmi og komið upp aftur á oákvæmlega sama stað. Þetta á einnig við um ung ana. — Engar rannsóknir hafa far ið fram áður á straumöndinni, svo að ég viti. Þó hefir Náttúru gripasafnið í R,eykjavík athug að fæðuinnihald nokkurra ein- staklinga, um leið og tekið var iinnan úr þeim, áður en þeir voru stoppaðir upp, en engin Skipulögð rannsókn fór fram í sambandi við það. Ég hefi rann sakað árbotninn og lífið þar og yfirleitt smá og stór atriði í umhverfi straumandarinnar. — Tveir menn á mínum vegum hafa að undanförnu verið við þess konar athugandr á Mel- rakkasléttu og við ísafjarðar- djúp. — Svo eru það endurnar hér við Mývatn almennt. Ég hefi reynt að gera mér grein fyrir fjölgun þeirra eða fækkun og orsökum þeirrar þróunar á báða vegu. Ég héfi athugað við komuna með því að telja anda- hjón, sem verpa, hve mörgum eggjum hver kolla verpir, hvern ig eggjunum reiðir af, hver af- föll verða vegna ungadauða og hve margir ungar komast upp að hausti, sem er hin eiginlega viðkoma. Greinilegt er, að önd- um við Mývatn hefir fækkað stórlega hin síðari ár. Bændur hér telja minlkinn vera aðalor- sökiina, en hann einn getur ekki valdið fækkuninni. Margt ann- að grípur hér inn í. Helzt er að nefna sveiflur á ætiskilyrðum. I ár er t.a.m. mjög lélegt ár. Lítið er um lirfur bæði bitmýs og rykmýs, enda verptu óvenju fáar kollur í vor. Á milli þess- ara atriða er greinilegt sam- band. Hret og illviðrakaflar geta einnig haft áhrif, en ekki úrslitaáhrif. Vaxandi bílaum- ferð við vatnið er afar truflandi fyrir endumar um varptímann og styggir þær. Hún getur bæði komið í veg fyrir hreiðurgerð og valdið því, að egg klekjast síður út, kollurnar afræki. — Einnig er afdrifaríkt, ef gróður vex um of við vatnið, svo að andahjónin komast ekki að hreiðurstæðunum, t.d. undir víðirunnum og birkikjarri. — Þetta er mjög greinilegt í Slút- nesi. Fyrir allmörgum árum var fé flutt út í Slútnes, og þá óx andastofninn þar, Nú hefir Slút nes verið friðað í nokkur ár, og það hefir haft þau áhrif, að öndunum þar hefir fækkað. Beitin má að vísu ekki verða of mikil, það verður að ríkja jafnvægi, en maðurinn og bú- smalinn geta verið til nytja, það er greinilegt. — Þá getur gróður í vatninu sjálfu haft ill áhrif, ef hann verður of mikill og þéttur, t.d. mari. Þá kemst sólarljósið ekki nógu vel niður í vatnið, og það dregur úr lífs skilyrðum þeirra lífvera, sem í vatninu lifa og endurnar nær- ast á. — Annars er ég þeirrar skofi- unar, að hið lélega varp and- anna nú eigi einkum rót að rekja til þess, hve lítið er um mývarg og rykmý í ár og þar með lirfurnar, sem eru megin uppistaðan í fæðu andanna, bæði buslanda og kafanda. Um orsakir þess, hve lítið er um mý, er hins vegar erfiðara að fullyrða, en svo mikið er víst, að það stafar ekki af kuldunum í sumar, því að mýflugur verpa á haustin. — Yfirleitt er lélegt fuglalíf í ár. Sem dæmi má nefna, að enginn smyrill sést nú við Mývatn, en var áður al- gengur, og aðeins er kunnugt um eitt fálkahreiður, í Belgjar fjalli. Enginn fálki verpir í Dimmuborgum, eims og áður var árvisst, en því er ekki að leyna, að það kann að vera af mannavöldum. Það hafa fundizt tóm skothylki undir hreiður- stæðum þeirra þar. Svei mér þá, ef skothylkjunum tómu hér í kringum vatnið hefir ekki fjölgað, eftir að Kísilvegurinn var lagður. Ungir menn og ó- gætnir eiga það til að koma hingað á bílum og fýra út um gluggana. — Eitt helzta viðfangsefni mitt er að leita skýringa á því, hvernig 14—15 andategundir geta lifað hér við Mývatn, án þess að eiga í .lífelldri baráttu um fæðu og lífsrými. í fljótu bragði virðast lífsþarfir þess- ara tegunda vera hinar sömu eða afar líkar, en ég hefi kann að mörg atriði, sem sum þykja ef til vill smáatriði, en eru þó úrslitaatriði fyrir sambýli teg undanna og eru ólík hjá ein- stökum tegundum. Þarna gétur verið um að ræða fæðuval, hvenær á sólarhringnum hver tegund leitar helzt ætis, val hreiðurstæða og margt fleira. — Ég tek með mér heim til Svíþjóðar á haustin allar end- ‘Ur, sem drukkna í silumigamet- um, og raninsaka fæðuna í melt ingarfærum þeirra. Bændur hér í sveitinni eru mér ákaflega hjálplegir við söfnun þessara slysadauðu anda, hringja til mín, þegar þeir finna þær í net umum eða færa mér þær hing að í Reynihlíð. Ég til dæmis var að fá eina frá Kálfaströnd rétt áðan. Hún hafði verið merkt í Liverpool, en laUk ævi sinni hér í Mývatni í nótt. Þessi sam vinna við fólkið í Mývatns- sveit er ákaflega mikilvæg fyr ir mig, og fyrir hana ér ég líka mjög þakklátur. Án þessarar hjálpar væri starf mitt miklu erfiðara og næstum ógerning- ur. — Það kann að hafa einhver neikvæð áhrif á andastofninn, þó varla veruleg, hve margar kollur farast í silunganetunum, hlutfallslega miklu fleiri en steggirnir. Flestar buslendur eru farfuglar, og kollurnar eru mjög átthagatryggar, verpa á sama stað ár eftir ár. Steggirn- ir eru hins vegar lausir í rás- inni, skipta um maka árlega og fylgja honum hvert á land sem er. Steggi, sem var hér í fyrra, getur í ár verið kominn til Síb eríu í fylgd með annarri kollu og öfugt. Þeir fara héðan sumir fyrir mitt sumár eða þeir halda sig í hópum á ákveðnum svæð- um á vatninu og yfirleitt langt frá helztu silungamiðunum. — Kollurnar verða svo að sjá um uppeldi og umönnun unganna. Silungur og endur sækja gjarna á sömu staði í fæðuleit. Þessar eru helztu orsakir þess, hve miklu fleiri kollur en steggir lenda í silunganetunum. Þetta er tilfinnanlegt af tveimur á- stæðum: Hver dauð kolla er tjón fyrir áframhaldandi varp í andabyggðinni, og ungarnir undan þessum slysakollum kom ast á vonarvöl og misfarast fremur en aðrir. Ég vil þó taka það fram, að veiðibændur hér gera það, sem þeir geta, til þess að forðast tjón á andastofninum af völdum neta og eru yfirhöf- uð mjög áhugasamir urn vernd un náttúrunnar og fuglalífsins. — Nú eru hér 10 menn undir minni stjórn við þessar rann- sóknir allar, flestir starfsmenn háskólans í Lundi eða náms- menn, sem eru að undirbúa sig undir próf eða frekara nám. Hér eru og hafa verið nokkrir sérfræðingar, eins og t.d. Ulf- strand dósent, sem er sérfróð- ur um dýralíf á botni strauni- vatna, sérfræðingur í töku botn sýna, vatnasvifi, mýflugum og fleiru. — Þetta sumar verður hið síðasta, sem ég verð hér á landi að nokkru ráði, en niðurstöður rannsóknanna munu koma út í Svíþjóð á næsta vetri. Það verð ur doktorsritgerð mín, en ég verð líklega síðasti maðurinn, sem tekur doktorsgráðu í Sví- þjóð eftir gamla kerfinu. Rit- gerðin kemur út í heftum, það er ódýrara en gefa út eina þykka bók. — Rannsóknirnar eru orðnar fjarska dýrar, starfið aðeins nú í sumar kostar um 300 þús. ísl. kr. Það er rannsóknasjóður sænska ríkisins, sem greiðir kostnaðinn, og þess má geta, að þetta er eina vísindalega við fangsefnið, sem unnið er utan Svíþjóðar, sem sá sjóður stend ur straum af. Það stafar af því, að Mývatn er bezti og hentug asti staðurinn í Evrópu til rann sókna af þessu tagi. Síðan má nota niðurstöðurnar annans staðar, m.a. í Svíþjóð, við svip- aðar athuganir. — Mér finnst ég vera orðinn hálfgerður íslendingur eftir að hafa dvalizt hér öll þessi ár, nærri því á hverju sumri, síðan ég var 16 ára. Á síðustu þrem- ur árum er ég búinn að vera hér í 12 mánuði eða sem svarar heilu ári. Ég þekki orðið allt heimafólk hér í sveitinni, og all ir þekkja mig. Allir Mývetning ar eru fyrir löngu orðnir per- sónulegir vinir mínir og munu verða það. — Sv. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.