Morgunblaðið - 07.08.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.08.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1970 John Bell 34 — Því miður getur hún ekki fengið þetta, sagði Gillespie. — Hver var þetta? spurði Duena. — Gillespie lögreglustjórd. Duena varð aftur hörkuleg á svipinn. — Lofið mér þá að tala við hr. Gillespie. Ef hann vill ekki veita mér viðtal, hringi ég í borgarstjórann. Pete gekk á undan henni til skrifstofu Gillespies. Sam Wood var kominn á það stig, að hugur hans hafði gefizt upp og af eintómri þreytu þrá- azt við að halda uppi reiðinni, vonleysinu og vonbrigðunum, sem höfðu kvalið hann þessa klukkutíma, sem hann hafði set- ið þama einangraður. Nú var honum orðið sama um allt. Hann leyfði sjálfum sér aldrei að taka það í mál, að hann yrði sekur fundinn, en lögregluferli hans væri hér með lokið og hann kæmist aldrei í embætti aftur. Rétt fyrir hádegisverð, þegar Gillespie var ekki við, hafði Arniold komið til hans og skýrt honum frá gangi mála, og nú vissi Sam, að hann var sakaður um nauðgun auk morðsins. Það viirtist svo sem bikarinn væri orðinn barmafullur. Sam sat með olnbogana á hnjánum og hengdi höfuðið. Þessi stelling stafaði ekki af blygðun eða uppgjöf, heldurvar hann bara dauðþreyttur. Hann var orðinn uppgefinn af því að hugsa og reyna að hafa stjórn á hvötum þeim — hverri á fæt- ur annarri — sem reyndu að ná valdi yfir sálu hans og líkama. Pete kom og staðnæmdist við grindurnar. — Það er kominn gestur til þin, sagði hann. — Lögfræðingurinn minn ? — Hann er nú utanbæjar og ekki búizt við honum fyrr en í kvöld. Þetta er öðruvísi gestur. Pete sneri lyklinum og opnaði dyrnar í hálfa gátt. Sam horfði á hann, dálítið forvitinn, en þá hoppaði hjartað í honum. Du- ena Mantoli gekk inn um dyrn- ar og inn í skuggalega óvist- lega klefann. Sam varð vand- ræðalegur á svipinn, er hann stóð upp. Hann hafði ekki rak- að sig um morguninn og skyrtu- kraginn var flakandi. Og hann var með ekkert bindi. Á þess- ari stundu hafði hann meiri áhyggjur af þessu en ákærunni, sem hékk yfir höfði hans. — Góðan daginn, hr. Wood. Setjizt þér bara niður, sagði Du ena rólega. Sam vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en settist niður á harða plankann, sem átti að vera þarna rúm, þótt þæginda- lítið væri. Duena settist, róleg og með yndisþokka, svo sem fjögur fet frá honum. Sam sagði ekkert — hann gat hvorki treyst huga sínum né tungu. — Hr. Wood, sagði Duena, skýrt og án allrar tilfinninga- semi. — Ég hef frétt, að þér sé- uð ákærður fyrir að hafa myrt föður minn. Sem snöggvast skalf efri vörin á henni ofurlítið, en svo náði hún aftur stjórn á sjálfri sér og röddin mýktist dá- lítið og var ekki lengur jafn settleg. — Ég kom hingað með hr. Tibbs. Hann sagði mér, að þéir væruð ekki maðurinn, sem gerði það. Sam greip um brúnina á bekknum með öllum þeim kröft um, sem til voru í fingrum hans. Hugur hans gerði enn uppreisn gegn öllum aga og sagði honum að snúa sér við, grípa stúlkuna og þrýsta henni að sér. En hann hélt takinu fast og velti því fyr ir sér, hvort til þess myndi ætl- azt, að hann segði eitthvað. — Nei, ég gerði það ekki, sagði hann og starði niður í múr gólfið. — Viljið þér ekki segja mér frá nóttinni þegar þér . . . fund- uð hann föður minn, sagði Du- ena. Hún leit fast á múrvegginn fyrir framan sig. — Ég vil vita allt, sem gerðist. — Ég fann . . . Orðin stóðu í Sam. . . — ég fann hann bara. Ég hafði verið á eftirlitsferð alla nóttina. Ég kom við í næt- urkránni eins og ég geri alltaf ca Hofið þér lesið þoð sem ollur bærinn tolor um? Viðtalið við Sigurlaugu Rósinkranz og grein Jónasar Bjarnasonar lœknis um kynferðisfrœðslu unglinga e>4i TftT'RR.RR i þjex vofu a’j {l-fk og ók síðan eftir aðalveginum. Og þar fann ég hann. Duena hélt áfram að stara á harðan vegginn. — Hr. Wood, ég held, að hr. Tibbs hafi á réttu að standa. Ég trúi því heldur ekki, að þér hafið gert það. Svo sneri hún sér og leit á hann. — Þegar ég hitti yður fyrst, var ég enn ekki búin að jafna mig af þessu áfalli. En strax þá þóttist ég vita, að þér væruð almennilegur maður. Og það held ég enn. Sam leit við og á hana. — Eig ið þér við, að þér haldið raun- verulega, að ég sé saklaus? — Ég hef mína sérstöku að- ferð til að prófa það, sagði Du- ena, — sú aðferð er afskaplega einföld. Viljið þér lofa mér að reyna hana? Það var eins og nýtt líf færð- ist í Sam. Þreyttur hugur hans vaknaði aftur. Og snögglega fann hann, að hann var aftur orðinn karlmaður. Hann sneri sér að stúlkunni. — Segið þér bara til. Hvað sem það kann að vera, skal ég gera það. — Gott og vel. Standið þér upp! Sam reis á fætur og lagaði á sér skyrtuna og óskaði þess heit ast, að hann hefði sett á sig bindi. En nú var hann feiminn og fór hjá sér. En honum til mestu furðu, stóð stúlkan nú upp og tók sér stöðu nokkra þumlunga frá hon um. Hann fann hjartað slá hrað- ar og eitthvað gerði hann hrædd an. — í fyrsta sínn í mörg ár. -— Þér heitið Sam? sagði hún. — Já, svaraði Sam og botnaði ekki neitt í neinu. — Ég vil, að þú kallir mig Duenu. Segðu það. — Duena, sagði Sam og hlýddi strax. — Taktu i mig, Sam, sagði stúilkan. Ég vil að þú haldir mér fast upp að þér. Hugur Sams, sem var búinn að segja svo oft nei, síðasta sól- arhringinn, bannaði honum að hlýðnast þessu. Þegar hann hreyfði sig ekkert, skaut stúlk- an upp höfðinu. Með hægri hendi reif hún af sér hattinn. Svo hristi hún höfuðið snöggt, svo að dökku lokkarnir féllu niður eftir hálsinum á henni. — Þú sagðist skyldu gera það, ögraði hún, — gerðu það þá nú. Um leið og hún sagði þetta, lagði hún hendurnar á axlir honum. Án þess að hugsa eða kæra sig um neitt, lagði Sam armana um stúlkuna, sem stóð fyrir framan hann. Á æðisgengnu augnabliki fann hann, að hún var mjúk viðkomu og fögur. Hann vildi aldrei sleppa henni. Stengurnar fyrir klefanum hurfu og hann fann, að manns- móðurinn fór um hann allan. — Horfðu á mig, sagði Du- ena. Sam horfði. Hann hafði áður haldið utan um stúlkur, en ekk- Hvúturinn, 21. mar/, — 19. apríl. 1 Allt uppbyggilegt, allar góðar bugmyndir eru hafðar í hávegum. Nautið, 20. apríi — 20. maí. i Góðar hugmyndir og tillögur þínar verða kannski misskildar sem nöldur. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Því nánari, scm kynni þín eru af fólki, því meira ber á milli. Vertu smekklegur og kurteis. 4 Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Duttlungar þínir geta orðið mjög kostnaðarsamir. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þetta er óheppilegur tími til að skopast á kostnað náungans. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Allt sem þú aðhefst, er vandlega undir smásjánni. Vogin, 23. september — 22. október. Þú verður að vera slunginn til að hafa þitt fram núna, úr því sem kornið er. Sporðdrekinn, 23. októb-er — 21. nóvember. Óbein aðför kemur þér lengst í áformum þínum. Allir taka orðum þínum sem ögrun. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Þér finnst þú vera að troða þér áfram, en þú ruglar dálítið vini þína, með ógreinilegu orðalagi. Stcingeitin, 22. desember — 19. janúar. Ef þú ætlar ekki að gera upp við vini þína á annan hátt, veldur það þér ðtrúlegum crfiðlcikum í framtíðinni. Gleymdu ekki að halda reikning. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Hlýddu á alia söguna án þess að reyna að kryfja hana til mergjar. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Einbeittu þér að venjulegum málefnum, sem þú ‘hvorki þarft samvinnu með né skilning heimskra samverkamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.