Morgunblaðið - 16.08.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.08.1970, Blaðsíða 3
MORGUN'BLAfHÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1970 Ys og þys síld- aráranna er úti - þá gekk allt áfellulaust fyrir sig — rætt viö Sigurjón Scheving lögreglumann á Reyðarfirði — HÉR voru einu slnni yfir 100 síldarbátar í höfn í einu, sagffi Sigurjón Scheving lög- reglumaður á ReyðarfirSi, þeg ar við spjölluðum við hann íyrir skömmu. Þá komu síld- veiðimenn hingað til fundar- halda, og allt fór einstaklega vel fram — ef til vill vegna hess að þá var ófært niður á Seyðisfjörð vegna snjóa og því engar veigar að fá. Annars er ekki hægt að segja annað, þeg ar maður lítur til baka yfir ys og þys síldaráranna, en að allt hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Menn fengu sér að visu stundum í staupinu þegar þeir voru í landi, en það voru afar sjaldan nein vanjjræði. Sigurjón Scheving er eini lögreglumaðurinn á Reyðar- firði og er búinn að vera í þvi starfi frá 1962. Hann er ahnars Reykvíkingur að upp- runa, nam bifvélavirkjun hjá Agli Vilhjálmssyni hf., og starfaði þar um skeið. Síðan tók hann sér sumarfrí og fór á síldarbát, en frúin fór á með ain í sínar heimabyggðir á Reyðarfirði. Síldveiðin gekk ekki sem bezt það sumarið því báturinn sem Sigurjón var á fékk aðeins 48 mál. Sigurjón fór síðan til Reyðarfjarðar og ílengdist þar, setti upp bif- vélaverkstæði og rak það um árabii. — Svo kom að því að ég var orðinn hálf leiður á bilaviðgerðum, sagði hann, og þegar kom til tals að ráða lög reglumann hér á Reyðarfirði var mér boðin staðan og varð úr að ég fór í þetta. Fyrst fór ég suður til Reykjavíkur og var þar á lögreglunámskeiði í nokkurn tíma. — Til að byrja með var lög reglustarfið hér á Reyðarfirði hið þægilegasta sagði Sigur- jón, og skýnslumar sem ég g'erði fyrstu árin voru ekki margar. En svo komu síldar árin og þá var stundum ekki friður nætur og daga. En ejns og ég sagði áðan gekk þetta þó allt áfellulaust fyrir sig. -— Við spyrjum Sigurjón hvort hann kunni ekki að segja frá einhverju skemmti- legu sem gerðist á síldarárun- um, en hann lætur lítið yfir því. — Jú, segir hann svo. Einu sinni sem oftar var hald inn dansleikur hér og voru þar auðvitað margir hraustir kappar viðstaddir. Þegar dans leiknum lauk og fólkið fór út stóð ég við dyrnar og þá var það að einhver ætlaði að vera dálítið „kumpánlegur“ við mig og sló á öxlina á mér. En svo var höggið hraustlegt að óg viðbeinsbrotnaði. í annað sinn var einnig hald inn hér dansleikur og fór þar allt fnam af friði og spekt og var ég kominn heim til mín um nóttina og var að fá mér kaffisopa er ég heyrði mikinn hávaða úti á götunni. Ég fór að aðgæta þetta og sá að nokk uð frá húsinu voru um 10 menn sem áttu greinilega í úti Stöðum hver við annan. Mér var um og ó að fara að skipta mér af þessu, en lét mig þó hafa það. Reyndust þá menn- irnir vera skipsfélagar sem höfðu orðið ósáttir. Bað ég þá að hafa nokkru lægra, og ef þeir þyrftu að gera einhver mál upp sín á milli þá væri ágætt að þeir færðu sig dálít- ið neðar í götuna, þar sem fólk væri farið að sofa. Vék einn þeirra félaga sér þá að mér og var sá stór og mikill rumur. Lýsti sá því yfir, að það mundi auðvelt að berja mig. Ég sagði honum að það væri sennilega ekkert gaman að slá mig, því sennilega lægi ég strax. Honum fannst þetta nú ekki sem verst röksemd og fór um við að ræða málið í bróð- erni. Endaði þetta með því að við gengum allir niður á bryggjuna og þá sagði sá er hafði áhuga á að berja mig, að sennilega væri ég ágæt lögga og ég skyldi bara kalla á sig, ef ég þyrfti á aðstoð að balda í framtíðinni. Til þess kom nú ekki, en ég býst við þvi að þessi ágæti maður hefði staðið við orð sín. Að lokum spyrjum við Sig urjón hvort breytinigar hafi orðið á skemmtanaháttum unga fólksins frá því að hann byrjaði fyrst í lögreglunni. — Ölvun er ennþá töluvert mikil, og fer sennilega ekki minnkandi. Sennilega er erfitt að stemma stigu við henni. En unga fólkið virðist rólegra núna og ekki er eins mikið um slagsmál og hamagang og áð- ur. Þá var oft lífshættulegt að gegna þessu starfi, en nú er það sem betur fer úr sögunni. Næg atvinna á Reyðarfirði — rætt við Pál Elísson oddvita Sigurjón Scheving BLAÐAMENN MORGUNBLADSINS ’A FERÐ UM LANDIÐ NÝKJÖRINN oddviti á Reyð arfirði er Páll Elísson, sem er vérkstjóri i Áhaldahúsi vega- gerðar ríkisins. Áhaldahúsið á Reyðarfirði sér um allar við- gerðir og þjónustu fyrir tæki Vegagerðarinnar scm staðsett eru á Austurlandi. Við hittum Fál að máli er við vorum staddir á Reyðarfirði fyrir skömmu og spurðum hann um málefni byggðarlagsins, svo og vegaframkvæmdir á Aust urlandi í sumar. — Okkur finnst sem að við séum nokkuð afskiptir hvað vegagerðinni viðkemur, sagði Páll. Fjárveitingar til okkar í ár eru heldur af skornum skammti og því lítið um ný- byggingar vega. Þó standa nú yf ir töluverðar framkvæmdir í Jökuldalnum og verður að þeim mikil bót. í fyrra lauk hjá okkur nokkuð stóru verk efni í vegagerð, þar sem var vegurinn út Vattamesskrið- umar á Suðurfjarðarvegi. — Núrna standa einnig fyrir dyr- um nánari rannsóknir á gerð jarðgangna á Oddsskarði, en auknar vegabætur þar er orð in aðkallandi nauðsyn. — Verkefni áhaldahússins hér á Reyðarfirði er að sjá um viðhald og þj ónustu við vélar og verkfæri Vegagerðarinnar á Svæðinu frá Hólsfjöllum suð ur að Streitishvarfi, sem er sunnan við Breiðdalsvík. Á verkstæðinu starfa að stað- aldri fimm menn allt árið og einn lagermaður. — Hér á Reyðarfirði fiefur verið nægjanleg atvinna í sum ar, en á tímabiii í vetur var Páll Elísson hér nokkuð atvinnuleysi, og reyndar má alltaf búast við því að hér verði dauður tími hluta vetrarins. Með því að síldveiðamar brugðust varð vitanlega mikil breyting hér hjá okkur — þó sennilega minni en á mörgum öðrum stöðum hér eystra. Héðan eru nú gerðir út þrír stórir bátar, um 250 tonn, einn 14 tonna bát ur og auk þess er nýbúið að Framhald á bls. 15 ÚTSÍNARFERB: ÖDÝR EN 1. FLOKKS ÞOTUFLUG ER ÞÆGILEGRA ALLAR UTSTNARFERÐIR MEÐ ÞOTUFLUGI SÓL — FECURÐ — HVÍLD — MENNTUN — SKEMMTUN — ÆVINTÝRI REZTU FERÐAKAUP ARSINS: 15 DAGAR Á SOLARSTRÖND SPÁNAR - ÞOTUFLUG - EIGIN BÍLL FRÁ KR. 12,500 C0STA DEL S0L-BEZTA BAÐSTRÖND EVRÖPU Enginn haðstaður álfunnar gelur nú keppt við COSTA DEL SOL. Miðjarðarhafsströnd Andalúsíu, með bezta loftslag Evrópu, náttúru- fegurð, sem óvíða á sinn líka, beztu hótel Spán- ar, ódýrt og fjölbreytt skemmtanalíf og verzl- anir og fjölda merkisstaða á næsta leiti, s. s. GRANADA, NERJA, SEVILLA CORDOVA, MALAGA og örstutt er yfir sundið til MAR- OKKO f AFRÍKU. IT-ferðir einstaklinga: Allir farseðlar og hótel á lægsta verði. Ferðaþjónustan sem þér getið treyst. I fyrra voru mörkuð tímamót í sumarleyfis- ferðum fslendinga með reglubundnu þotuflugi Útsýnar til Costa del Sol, og vinsældimar voru slíkar, að ekkert sæti var laust allt sumarið, en aðsóknin er miklu meiri í ár. Brottfarar- dagar: 28. ágúst, 11. og 25. september, 9. okt. — 2, 3 eða 4 vikur. Einnig vikulega um London í ágúst og september. Dragið ekki að tryggja yður far. Flestar ferðir nær upp- pantaðar. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17. Sími 20100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.