Morgunblaðið - 16.08.1970, Page 11

Morgunblaðið - 16.08.1970, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1»70 11 INGIBJÖRG CLAESSEN ÞOR- LÁKSSON - MINNING Fædd 13. desember 1878 Dáin 7. ágúst 1970. EIN ai mi'kilhæfum ikonum þessa lands er gengin til feðra sinna. Ingibjörg Cl. Þorláksson var hún vön að skrifa sig. Hún varðveitti sín barndómstengsl. Jean Val- garð Claessen, faðir hennar, var kauptmaður á Sauðárkróki og síðar landsféhirðir í Reykjavik. Móðir hennar Kristín Eggerts- dóttir Briem, sýslumanns í Sikaga firði. Seinni kona Valgarðs var Anna Blöndal. Jean Valgarð Claessen var einn af þeim mönnum er flutti á þeim tíma með sér menn'ingar- strauma af danskri grund, sem þá var fúslega veitt viðtaika, enda Danir þá famir að gefa eftir í S j álf stæðismálinu. Fyrstu kynni mín af Ingibjörgu Cl. Þorláksson voru þau, að móð- ir mín og hún dvöldust með dætur sina í Konungslhúsinu á Þingvöllum, sem þá stóð fyrir neðan Öxarárfoás. Þar sem þeir fað:'r minn, Magn- úg Guðmundsson, og Jón Þorláks- son, eiginmaður hennar, voru þá í rí'kisstjóm, höfðu þaer afnot af húsi þessu saman. Móðir mín þurfti að storeppa til Reykjavílkur með systur mína, en ég var þar um kyrrt á með- an með frú Þorláksson, eins og ég venjulega kallaði hana. Þá kynntist ég henni fyrst, telpa inn an við fenmingu. Síðar sem full- tíða kona, eir ég giftist systur- syni hennar og tengdist stórri fjölskyldu. Þar kynntist ég stór- brotnum systkinum, sem lær- dómsríkt var að kynnast. Sá hlýhugur og vinarþel, sem hún gaf mér ungri, hélzt æ síð- an. Nú þegair hún er horfin sjón- um, rifjast upp margar hugljúf- ar endurminningar. Hún var svo minmug á menn og málefni og andlega skýr fram á háan aldur, að hún gerði dkbur, sér yngra fóliki, oft skömm til. Hún var einstaklega frændrsekin og lét sér mjög annt um hagi okkar, sem vorum henni tengd. Ing:hjörg Cl. Þorláksson var virt hvair sem hún fór, sakiir eðliskosta, sem komu frá heitu hjarta. Betri húsmóður heim að sækja hef ég efcki þek'kt. 'Hún naut þess að hafa vini og venzla- fólk í fcring um sig. Það vissu þeir bezt, sem nutu gestrisni hennar og höfðimgslundar. Henni var re'sn í blóð borin. Þá fannst méir hún njóta sín bezt — í vina- og gestahópi — veitandi á báða bóga. Þessir eiginleikar hennar komu sér einkar vel, er hún varð forsætisráðherrafrú. Hún kunni að gleðjast með gíöðum, en kunni einnig að hryggjast með hiryggum, IÞað vissum við, sem höfðum þekfct hana svo langan dag. Ingiibjörg Cl. Þorláksson lét s'g mannúðarmál mifclu skipta. Hún var forstöðukona Kvenfélagsins Hringsins á árunum 1943— 1957. Þar var hún afhaldin og virt að verðleikum. Hún bar alla tíð vel- fenð og framgang Barnaspítalans mjög fyrir brjósti, og hlynnti þar að eftir mætti. Þegar hún baðst undan endurkosningu, á háum aldri, tók við þvi starfi önnur ágætisikona, frú Soffía Haralds- dóttir Níelssonair, prófessors. — Vann hún Hringnum og málefn- um ihans af mikilli fórnarlund, meðan henni entist líf og heilsa. Minningu þessarra ágætiskvenna beggja geymum við þakklátum huga. Eftir lát eig’nmanns síns dvaldist Ingilbjörg oft langdvöl- um í Kaupmannahöfn, sem var henni hjartfólgin. Þar sem ann- ars staðar tókst henni að ná sam an vinum og vandamönnuim til sámfagnaðair. Öft dvöldust þaer vin- og frændfconur frú Gunnlaug Briem, sem nú er nýlátin, sam- an úti í Höfn og glöddust við vinafundi, en frú Gunnlaug háfði tengzt henni vináttuhönd- úm á unga aldri. Veitti hún Ingi- björgu oft á tíðum mikilsverða aðstoð við Hringsstörfin, er Ingi- björg mat að verðleikum. Mann sinn, Jón Þorláksson, fyrrv. forsætisráðhema, missti Ingiibjörg árið 1935, þá aðeins 59 ára gamlah. Var þessi mifcilhæfi og trausti stjórnmálaforingi þá enn í fullu starfi og stóð í fylk- ingairbrjósti stjórrumálanna. Þá fann ég Ingibjörgu fyrst brugðið. Var hún lengi að ná sér eftir menntaveginn. En þegar heimilis kennarar komu, til þess að kenna bræðrunum Eggert og Gunnlaugi undir skóla, fylgdust systurnar með kennslunni og nutu góðs af. Þegar Ingibjörg var um tvítugt, fór hún til Dan merkur og lærði vefnað, til þess að verða kennari í þeirri grein. En litlu síðar giftist hún og varð ekki úr því að hún gerðist vefnaðarkennari. Ingibjörg las jafnan mikið, fylgdist vel með atburðum innanlands og utan. Hún lagði stund á ensku og þýzku, var meðal annars um hríð í þýzkutímum hjá Þorsteini skáldi Erlingssyni. Hún unni mjög sögulegum fróðleik, ekki sízt öllu þvi, er snerti átthagana, Skagafjörð. Þegar hún var kom in undir nírætt, las hún af mikl um áhuga skagfirzkar æviskrár, og var ekki komið að kofunum tómum, þegar um þau mál var við hana rætt. Hún var stálminn ug og hafsjór af fróðleik um menn og málefni. Einstök ættrækni einkenndi Ingibjörgu og náði hún jafnt til ættingja eiginmanns hennar sem til vandamanna hennar sjálfrar. Hún hafði yndi af því að safna ættfólkinu í kringum sig á hinu fagra og smekklega heimili, og þann missi. Hún lifði mann sinn í 35 ár og hélt mirmingu hans jafnan í heiðri, meðan dagur entist. Tvær fósturdætur tóku þau hjón, Önnu, seim gift er Hirti Hjartarsyni, forstjóra, og Elinu seim gift er William Ilmonen, en þau eru búsett í Bandaríkjum Norður-Aimerílku. Fósturdætrum sínum reyndist Ingibjörg jafnan seim bin bezta móðir og voru mikbr kærleikar með þeim. Atvikin haga þvi svo til, að við hjónin erum á förum utan og getum því eigi verið við út- för hennar. Ég bið henni velfarnaðar til ljóssins landa. Björg Thoroddsen. Þar, sem „skín við sólu Skagafjörður, skrauti búinn, fagurgjörður," fæddist Ingibjörg Claessen fyrir nærfellt 92 árum, 13. deseinber 1878. 1 örmum þessa undurfagra héraðs óx hún upp, þessi tígu- lega, gáfaða stúlka, yndi og eftir læti stórrar fjölskyldu, hugljúfi hvers manns. Faðir Ingibjargar, Valgard Claessen, fluttist 17 ára gamall frá Danmörku til Islands og varð verzlunarmaður í Hofsósi. 1 25 ár var hann verzlunarstjóri og kaupmaður á Sauðárkróki, en árið 1904 varð hann landsféhirð ir og fluttist þá búferlum til Reykjavíkur. Móðir hennar var Kristín Briem, ein af 19 bömum Valgerðar og Eggerts Briems, sýslumanns í Skagafirði. Kristín Briem Claessen lézt aðeins 32 ára gömul, viku eftir að hún hafði fætt fjórða barn þeirra hjóna, og var Ingibjörg þá á þriðja ári. Fjórum árum síðar kvæntist Val gard Claessen öðru sinni og gekk að eiga Önnu Möller, ekkju Jó- sefs Blöndals. Frú Anna átti 3 börn af fyrra hjónabandi. Sam- an eignuðust þau Anna og Val- gard Claessen 2 börn, er upp komust. Allur þessi stóri barna hópur, alsystkin, hálfsystkin og stjúpsystkin, ólst upp í þeirri eindrægni og samhug, að orð var á gert. Öllu var þar stýrt af hinni styrku hönd heimilisföður- ins, og hið stðra hjarta og hin létta lund frú Önnu Claessen færði fjölskyldunni óvenjulegan andblæ einingar, umhyggju og glaðværðar. Ingibjörg var námfús og þyrsti í fróðleik og menntun. Á þeirri tíð var þess enginn kost- ur fyrir ungar stúlkur að ganga þótt ættmeiðurinn væri mikill orðinn, fylgdist hún með hverj- um nýjum blómknapp á þeim baðmi. Öllum, er einhver kynni höfðu af frú Ingibjörgu, mun einkan- lega minnisstæð hin fágaða fram koma, hið göfugmannlega yfir- bragð og sú innri hlýja, sem geislaði frá þessari tiginmann- legu konu. Árið 1904 giftist Ingibjörg Jóni Þorlákssyni, sem þá hafði nýlokið verkfræðiprófi frá Hafn arháskóla, orðlögðum gáfu- og atorkumanni. Hann gerðist einn ötulasti og framsýnasti frum- kvöðull verklegrar menningar og framkvæmda. Jón Þorláksson varð landsverkfræðingur, fjár- málaráðherra, forsætisráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur. Hann var einhver svipmesti stjórnmálamaður síns tíma á ís- landi. Hann var formaður Sjálf- stæðisflokksins fyrstu fimm ár hans. 1 ábyrgðarstörfum Jóns, önnum hans og erli var Ingi- björg stoð hans og stytta, ráð- holl, hlý og jafnlynd, og í hjóna bandi þeirra ríkti einstakt ást- riki og tillitssemi. Jón féll frá 1935, og hafði Ingibjörg verið ekkja í 35 ár, þegar hennar kall kom. Dætur Ingibjargar og Jóns Þorlákssonar eru Anna, gift Hirti Hjartarsyni forstjóra, og Elín, gift William Ilmonen, og búa þau í Bandaríkjunum. Anna hefur lengst af verið samvistum við móður sína og hlúð að henni af mikilli alúð, og Hjörturreynd ist henni sem bezti sonur. Við nánir ættingjar Ingibjarg- ar Cl. Þorláksson þökkum elsku- legri frænku sívakandi ástúð og umhyggju og biðjum drottinn allsherjar að blessa hina björtu minningu mikillar konu. Gunnar Thoroddsen. MEÐ frú Ingibjörgu Claessen Þörláksson er fallin frá einhver merkasta kona, sem ég hefi kynnzt eða heyrt getið: Hún var á miðjum aldri þegar ég kynnt- j ist henni, og þeim hjónum. Ald- ur henruar varð hár, 91 ár, en þó má fullyrða að hún bar hann vel. Síðustu árin hafði henni förl azt nokkuð heyrn og var stundum ; heilsutæp en áberandi var hversu hún fylgdist vel með öllu og mundi vel, sérstaklega eldri tíma og atburði, og var oft gaman að heyra hana segja frá ýmsu frá liðmuim dögum, er kynslóð henn ar var ung. Hún var sem kunnugt er gift Jóni Þorlákssyni, verkfræðingi, fj ármiálaráðherra og forsætisráð herra eftir andlát Jónis Magnús- soniar, og síðar borgarstjóra í Reykjavík. Öll framkoma hennar var fáguð svo af bar; það má segja að Jón hafi borið hana á höndum sér, og var það henni mikið áfall þegar hann lézt árið 1935, því að mjög var ástúðlegt með þeim hjónum. Hún sýndi minnimgu manns síns ávallt Framhald á bls. 23 ? Hefur eiginkonan rœtt um nauðsyn þess að heimilið eignizt frystikistu? Og þér haldið uppi harðri vörn, þar sem frystikistur eru tiltölu- lega dýrar og útborgun yfirleitt há? Þá höfúm við góða frétt að færa: Framvegis seljum við frystikistur með 7 til 12 þús. kr. útborgun og afgangurinn greiðist á 9 mánuðum. Höfum á lager fimm gerðir af ITT-frystikistum: 180 1 á kr. 26.975 — 270 1 á kr. 29.325 — 340 1 á kr. 31.735 — 410 1 á kr. 35.525 og 530 1 á kr. 41.215. Ástæðulaust er að fjölyrða um gæði vörunnar, ITT er heimsþekkt merki, þar sem orðið G Æ Ð I er skrifað með stórum stöfum. Höfum einnig allar gerðir af HELKAMA-frysti- og kæliskápum í öllum regnboganslitum og einum lit betur (hvítt). Verð frá kr. 15.975. í CANDY-þvottavélum er ætíð sama salan, og virðist ekkert minna duga en heill flugvélafarmur, þar sem við önnum ekki eftirspurn eftir venjulegum flutningaleiðum. Þær konur sem keypt hafa nýju PFAFF-saumavélina (1222) eiga von á bæklingi á íslenzku í pósti og jafnframt sýnishorni í litum af 42 mismunandi mynstrum, sem PFAFF-saumavélin nýja getur gert. Með kveðju SKÓLAVÖRÐUSTÍG 1—3, SÍMI 13725.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.