Morgunblaðið - 16.08.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.08.1970, Blaðsíða 17
MORGUISrBLAÖIÐ, SUNTSrUDAGUR 16. ÁGÚST 1970 17 Geitaskarð í Langadal. Reykjavíkurbréf Laugardagur 15. ágúst Taugagas í sjóinn Áform Bandaríkjahers um að sökkva miklu magni af tauga- gasi í Atlantshafið, hafa að von- um vakið mikinn ugg viða um heim, og ekki er sizt ástæða til þess, að við íslendingar séum andvígir slíkum aðgerðum, því að við eigum allt undir hafinu og ef svo færi, að um eitrun yrði að ræða, mundi Golfstraum urinn bera hana norður í höf. Að vísu halda kunnáttumenn því fram, að ekki sé hætta á ferð um, en ógnarlega lætur það illa í eyrum leikmanna, sem erfitt gengur að skilja, að nauðsyn skuli vera talin til að framleiða vopn, sem engin leið er að eyði- leggja, án þess að mikil hætta sé á ferðum. Meðal lýðræðisþjóða berast fregnir af því, sem verið er að gera og þess vegna er alheim- inum kunnugt um þessar fyrir- ætlanir Bandaríkjahers. En hvað getur ekki átt sér stað í einræðisríkjunum þar sem allt fer með leynd? Er ekki hugsan- legt, að þar séu gerðar ráðstaf- anir, sem í framtiðinni kunni að hafa í för með sér mikla ógn fyrir mannkynið og allt líf á jörðinni? En úr þvi að farið er að minn- ast á einræðisríkin, er ekki úr vegi að vekja athygli á þeim mikla áhuga, sem Rússar virðast hafa á íslandi. Á því leikur enginn vafi, að hér stunda þeir víðtækar njósnir, ella hefði hinn mikli fjöldi svonefndra sendi- ráðsstarfsmanna þeirra ekkert verkefni. Og vissulega eru lika grunsamlegar aðferðir þeirravið leit að flugvél þeirri, sem talið er að hafi farizt, og trúir því víst varla nokkur maður, að þar sé ekki einnig um njósnir að ræða. Umræður um haustkosningar Manna á meðal hafa að und- anförnu verið miklar umræður um kosningar í haust. Eftir sveitastjórnarkosningarnar í vor höfðu ýmsir af forystumönnum Alþýðuflokksins orð á þvi, að rétt gæti verið að rjúfa þing og efna til kosninga. Ekki var þó á því stigi málsins talið líklegt, að Alþýðuflokkurinn myndi bera fram slíka ósk, en málum er þannig háttað eins og kunnugt er, að báðir stjórnarflokkarnir þurfa að vera sammála um þing- rof. En eftir þá örlagaríku at- burði, sem gerzt hafa, virðist sú skoðun orðin útbreidd meðal al- mennings, að eðlilegt sé, að kjós endur fái að dæma um menn og málefni í almennum kosningum, og þess vegna sitja stjórnar- flokkarnir nú á rökstólum um það, hvort þing skuli rofið og efnt til kosninga i október eða nóvember mánuði. Á það er að vísu bent, að lítil ástæða sé til þingrofs, þegar Ijóst sé að ríkisstjórninni hefur tekizt að stjórna málefnum þjóð arinnar svo vel, að hún er nú komin út úr efnahagserfiðlelk- um. Mikil atvinna er í landinu, lífskjör góð og staðan gagnvart útlöndum batnar jafnt og þétt. En í stjórnmálunum er hins veg- ar stöðug barátta. Einn vandi tekur við af öðrum. Erlendur stjórnmálamaður hefur nefnt þetta kreppur án kreppu, og á hann þá við, að i lýðræðisþjóð- félögum sé stöðug viðureign við minniháttar kreppur, en svo vel hafi þó tekizt til, að glíman við þær hafi nægt til þess að forða þjóðunum frá alvarlegri kreppu eins og þekktist fyrir heims- styrjöldina. Og á þvl er enginn vafi, að efnahagsvandamál blasa við okkur Islendingum í vetur, vegna hinna miklu víxlhækkana kaupgjalds og verðlags, sem framundan eru. Að takast á við vandann Sumir segja, að sú ríkisstjórn, sem nú situr, hafi sýnt það með störfum sínum, að hún sé þeim vanda vaxin að takast á við erf- iðleika, hvenær sem þá ber að höndum, og þess vegna eigi hún að sitja til vorsins og gera hverj ar þær ráðstafanir, sem nauð- synlegt kann að þykja til að tryggja örugga atvinnu og góða lífsafkomu. Aðrir benda á það, að síðasta þing fyrir kosningar sé venjulega mjög erfitt. Þá eiga sér stað atkvæðaveiðar og hentistefna og sérstaklega sé ólíklegt, að forustumenn laun- þegasamtaka séu viðmælanlegir um skynsamlegar aðgerðir, þeg- ar skammt sé til kosninga. Reynslan frá í vor staðfest- ir raunar þessa skoðun, þvi að þá létu forustumenn launþega- samtakanna leiðast út í pólitísk verkföll í fullri andstöðu við hagsmuni launþega. Að afloknum kosningum má hins vegar búast við því, að meiri ró komist á og líkur séu til þess að ábyrg öfl í þjóðfélag- inu leitist við að sameinast um að tryggja þá lífskjarabót, sem fólkið nú hefur fengið, og forða ökkur frá því að lenda á ný inn í hrlngiðu verðbólgu, sem mundi gera að engu þann mikla ár- angur, sem náðst hefur. Það er af þessum sökum öll- um og reyndar fleirum, sem fólkið í landinu veltir þvi nú fyrir sér, hvort ekki sé heppi- legt að efna til kosninga í haust. Fólkið ræður Oft er það svo, að umtal manna á meðal um kosningar, þingrof, stjórnarsamvinnu eða stjórnarslit verður til þess, að hreyfing kemst á. Það er umtal- ið, vilji fólksins, sem orkar á ákvarðanir ráðamanna, og þann ig hefst atburðarásin í samræmi við þennan vilja almennings. Rétt er að vísu að undirstrika, að nú er ekki um það rætt, að til neinna stjórnarslita komi. Ákvörðun um þingrof og kosn- ingar verður þvi einungis tek- in, að báðir stjórnarflokkarnir séu því sammála. Þar með er þó ekki sagt, að fyrirfram sé ákveð ið, að samvinna haldist milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins að kosningum aflokn- um, ef þeir halda meiri hluta á Alþingi. Líklegra er hitt, að eng- in ákvörðun verði um slíkt tek- in, hvorki innan Alþýðuflokks- ins né Sjálfstæðisflokksins, heldur verði kosningarnar látn- ar úr því skera, hvernig valda- hlutföll á Alþingi verði, og þá verði stjórnmálaleiðtogar að taka til sinna ráða að kosning- um afstöðnum. Getur því enginn neinu um það spáð, á þessu stigi málsins, hvernig háttað verði stjórn landsins næstu ár, en ljóst er þó, að Sjálfstæðisflokkurinn er og verður það sterka afl í þjóðfé- laginu, sem lýðræðislegir stjórn arhættir og nauðsynleg festa mun hvíla á. Prófkjör Undanfarin ár hafa raddir verið háværar um nauðsyn þess, að auka afskipti landsmanna af stjórnmálunum, gera stjórmnála- baráttuna opnari og tengsl stjórnmálamannanna við almenn ing nánari. Sjálfstæðisflokkur- inn og þau málgögn, sem hann styðja, hafa haft forustu um það, að gera þessa kröfu að veru- leika. Þess vegna hefur fulltrúa- ráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik ákveðið að efna til víðtæks prófkjörs i höfuðborg- inni um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins, hvort sem kosningar verða i haust eða að vori. Reynslan af prófkjörinu við borgarstjórnarkosningarnar var með ágætum, og vonandi er að almenningur taki því prófkjöri, sem framundan er, með sömu ábyrgðartilfinningu og fólkið gerði fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar, þannig að úr því fáist skorið í eitt skipti fyrir öll, að unnt sé að treysta á prófkjörin til úrlausnar þeim vanda, hverj- ir skipa eigi framboðslista, hvort heldur er við sveitastjórnar- eða alþingiskosningar. Að vísu hljóta ætíð nokkur átök að eiga sér stað við próf- kjör, en við því er ekkert að segja, ef drengilega er barizt eins og háttur er innan Sjálf- stæðisflokksins, og hver og einn lætur það sjónarmið eitt ráða að fá sem sterkastan og beztan lista, en ekki að einungis eigi að vinna fyrir einhvern einn eða fáa tiltekna menn. Ef prófkjör til undirbúnings framboðs verða föst venja í Sjálfstæðisflokknum eru líkur til, að aðrir flokkar verði að taka þetta fyrirkomulag upp líka, því að fólkið, sem þá skip- ar, mun krefjast þess. Þá hefur vissulega miðað mjög áfram í þá átt, sem menn hafa að undan- förnu krafizt, ekki sízt unga fólkið. Landsfundur eða flokksráðsfundur Samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins tekur mið- stjórn ákvörðun um það, hvenær landsfundir skulu haldnir, en gert er ráð fyrir, að þeir séu jafnaðarlega haldnir annað hvert ár, en hitt árið sé hald- inn fundur flokksráðs, sem skip- að er nokkuð á annað hundrað fulltrúum. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins var haldinn í fyrra, og samkvæmt því ætti nú að halda flokksráðsfund, en ekki lands- fund. Vegna þess mikla vanda, sem Sjálfstæðismönnum er á höndum vegna fráfalls mikilhæfs leið- toga, hafa þeir sín á meðal mjög rætt um það, hvort ekki væri eðlilegt að efna til landsfundar, þótt ekki sé skylt að halda hann á þessu ári. Eins og áður getur, tekur mið- stjórn flokksins ákvörðun í þessu efni, og mun verða kunn- gert næstu daga, hvað ofan á verður, en ákvörðun um haust- kosningar hefur eðlilega áhrif á það, hvort nauðsynlegt verð- ur talið að halda landsfund. Sjálf stæðismenn ráða því hins veg- ar ekki einir, hvort þing verður rofið, heldur verður það mál að ræðast við Alþýðuflokkinn. Ef kosningar verða háðar í haust er tími skammur til stefnu, og erfitt er að koma landsfundi á, meðan yfir standa göngur og réttir, en engu að sið- ur mun það eitt gert í þessu máli, sem Sjálfstæðisflokknum og þar með islenzku þjóðinni er tal- ið fyrir beztu. Og menn munu verða kvaddir til fundahalds, þótt á erfiðum tíma sé, ef nauð- synlegt verður talið. En úr því fæst sem sagt skorið næstu daga. Hlakkar í andstæðingunum 1 samræmi við þá stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn tekur upp í æ ríkara mæli að hafa stjórnmálaumræður sem mest fyrir opnum tjöldum, hefur ekki verið farið dult með það, hvað mönnum fer á milli i sambandi við forystu og framtíðarskipan mála í Sjálfstæðisflokknum eft- ir það áfall, sem flokkurinn hef- ur orðið fyrir. Er enginn efi á því, að fólk kann vel að meta það að komið sé til dyranna eins og menn eru klæddir og ekki reynt að draga dul á eitt eða neitt. Sjálfstæðis menn játa það, að þeir eru í mikl um vanda staddir og reyna ekk- ert að fela í þeim efnum. Ekki hefur farið fram hjá mönnum, að andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins eru kampakátir yfir vandamálum Sjálfstæðis- manna. En Sjálfstæðismenn munu halda þannig á málum sín- um, að full eindrægni og sam- heldni mun rikja, er ákvarðan- ir hafa verið teknar, en hitt væri barnaskapur að ímynda sér, að engir erfiðleikar séu því samfara að ráða málum flokks- ins til lykta eftir fráfall jafn mikilhæfs foringja og Bjarna Benediktssonar. Sannleikurinn er sá, að valda stöður í Sjálfstæðisflokknum eru svo mikilvægar, að enginn getur ætlazt til þess, að einn maður sé reiðubúinn til þess að hafa á hendi allt í senn, for- mennsku flokksins, formennsku þingflokksins og forsætisráð- herrastörf, eins og Bjarni Bene- diktsson gerði. Mönnum yfirsést raunar stundum, hve þýðingarmikil staða formanns þingflokksins er, þvi að út í frá ber ekki mikið á því embætti. En sannleikurinn er sá, að í þeirri stöðu þarf oft á að halda meiri þekkingu á mönn um og málefnum en í nokkru embætti öðru og lagni til að koma málum fram, því að for- maður þingflokks verður að standa í stöðugum viðræðum, bæði við flokksmenn sína og andstæðinga á þingi til að mjaka góðum málum áleiðis og samræma sjónarmið, sem auðvit- að eru misjöfn þar sem frjálsir einstaklingar eiga í hlut, og hver og einn fylgir sinni sann- færingu. Mikill l; baráttuhugur Innan Sjálfstæðisflokksins rikir mikill baráttuhugur. Kom það glöggt I ljós á hinum fjöl- menna fulltrúaráðsfundi, sem haldinn var í Reykjavík til að taka ákvörðun um prófkjör. Og utan af landi berast sömu frétt- ir. Sjálfstæðismenn eru stað- ákveðnir í því að snúa bökum saman og heyja öfluga baráttu. Þeir gera sér að vísu Ijóst, að vígstaða þeirra er erfið, vegna þeirra áfalla, sem þeir hafa orð- ið fyrir, en þeir ætla sér að sigra, þegar kosningar verða háðar, hvort sem það verður í haust eða vor. Á því leikur heldur enginn vafi, að íslenzka þjóðin gerir sér glögga grein fyrir því, og kannski gleggri nú en nokkru sinni áður, að lýðræði og traust stjórnarfar er undir því komið, að samheldni haldist í Sjálfstæð- isflokknum, og hann verði hið mikla afl, sem úrslitum ræður á örlagastundum i sögu þjóðar- innar. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.