Morgunblaðið - 16.08.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.08.1970, Blaðsíða 19
MORGUN’BLiAÐIÐ, SÖNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1970 19 SKÚLI SIGFÚS- SON Fæddur 1. október 1870 Dáinn 27. nóvember 1969. SKÚLI Sigfússon frá Lundar, fyrrverandi fylkisþingmaður, dó á Tache Hospital, St. Boniface á fimmtudaginn 27. nóvember 1969 99 ára að aldri. Kveðjuathöfnin fór fram frá Bardal’ts Funeral Home kl. 11 f.h. þriðjuöaginn 2. desember og kl. 2,30 samdægurs frá Lundar Community Hall en greftrun var í Seamo grafreit austur af Clarkleigh en þar hvíla foreldrar Skúla, Jón bróðir hans og ön.nur ættmenni. Séra Jóhann J. Fredrickson, jarðsöng en hann var í eina tíð prestur Lundarsafn aðar. Mikið fjölmenni fylgdi hin um Látna merkismanna ti'l grafar. Skúla lifa ekkja hanis, Guð- rún, fimm synir, tvær dætur, 33 barnabörn og 4 barnabarna- börn. Börnin eru Arthur og Sig- urður John frá Lundar, Sveinn, Skúli Albert oig Thomias frá Winnipeg, María kona Björns Halldórssonar _ lögfræðings frá Akureyri og Olöf kona Gerald McMahon frá Brandon. Má af þessu sjá að mikill ættbálkur er frá Skúla kominn. Sem fyrr segir er Skúli fæddur 1. nóvember, 1870 á Nesi í Norð- firði í Suður-Múlasýslu, sonur Sigfúsar Sveinssonar og Ólafar Sveinsdóttur frá Viðfirði, konu hans. Skúli og foreldrar hans fluttust vestur um haf árið 1887 og gerðu heimili sitt í Lundar- byggð isama ár. Þau urðu því í hópi fyrstu landnema þar á slóð- um en byggðin var stofnuð þetta ár. Snemma fór að bera á forystu- hæfileikum Skúla og má segja að harnn bafi frá byrjun verið driffjöður í öllum samtökum sveitunga sinna, sem til framfara horfðu. Árið 1915 var hann kjör inn þinigmaður St. George kjör- dæmiis sem fylgjandi Litoeral- stjórninni sem kennd er við Norr is. Sat hann á þingi þar til 1945 að undamskildum árunum 1920— 23 og 1936—40. Má því segja að Skúli hafi gegnt þingmennsku í hartnær 30 ár. Hér er hvorki stund né staður til þess að rekja stjórnmálaferil Skúla, en ðhætt er að segja að han.n hafi unnið kjördæmi sínu meira gagn á þingi en nokkur annar maður. Umdæmi hans var á úthjara og erfitt að fá stjórn- völdin til að leggja mikið fé til framkvaemda. En Skúli v-ar seig- ur og fylginn sér og kom ýmsu þörfu til leiðar. Skurðir voru ,grafnir víðsvegar til þess að þurrka fen og mýrar en þetta Stórbætti ræktunarmöguleika sveitarinnar. Þá kom hann því til leiðar að fiskiklak hófst við Swan Creek suðvestur af Lund- ar, sem enn er starfrækt. Úr vegamálum rættist fyrst af al- vöru 1936 þegar dágóður malbor inn vegur var lagður frá Winni peg til Aahern. Ungur að aldxl var Skúli orð- Framhald a bls. 20 TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44 - 46 SiMI 42600 KÓPAVOGI Til afgreiðslu nú þegar: SKODA 100 KR. 204.000.00 SKODA 100 L KR. 216.000.00 SKODA 110 L KR. 223.000.00 VIÐGERÐAÞJÓNUSTA — VARAHLUTAÞJÓNUSTA og 5 ÁRA RYÐKASKÓ — eru aðeins nokkrir af kostunum við að eiga SKODA. Nýi Skodinn er fullur af nýjungum, öruggur og hagkvæmur. 30 þotuferðír á viku til Evrópu og Ameríku STYTTUR TÍMI — AUKIN ÞÆGINDI. Tilkoma Douglas DC-8 þotu Loftleiða eykur enn einum kafla í merka flug- sögu íslendinga. Loftleiðir hafa langa og góða reynslu af Douglas flugvélum, s.s. Dakota, Skymaster og Cloud- master, sem lengi voru stolt íslenzka flugflotans. Þessar vélar voru fyrirrenn- arar hinna nýju og glæstu DC-8 þota, sem þjóta á 3 klst. til Luxemborgar og 5 klst. til New York. DC-8 er talin meðal þægilegustu þota, sem smíðað- ar hafa verið. FLUGFERÐ STRAX-— FAR GREiTT SÍÐAR. DFTLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.