Morgunblaðið - 16.08.1970, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.08.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUH 16. ÁGÚST 1970 21 Nýr forseti alheims- sambands lútherskra FVRIB skömmu birtust í Morg- unblaðinu fróðlegar greinar um fimmta alheimsþing lúthersku kirkjunnar eftir séra Pétur Sig- urgeirsson, vígslubiskup. Kom þar fram m.a. að samþykkt hafi verið að benda á rómversk- katólska biskupinn i Brasilíu sem veröugan til að hljóta frið- arverðlaun Nobels. Einnig kom það fram, að kjörinn var nýr forseti albeimssambandsins, dr. Mikko Einar Juva, prófessor í kirkjusögu við báskólann í Hels inki. Juva kom til íslands fyrir 5 árum og prédikaði í einni af Reykjavikurkirkjunum. Mikko Juva er 51 árs gamall, og fékk 148 atkvæði, en keppi- nautur hans Fridtjov Birkeli, norski biskupinn, fékk 59 at- kvæði. Þar með var Mikko Juva valinn forseti 53 milljóna lút- herstrúarmanna í heiminum. Upphaflega átti að halda heims- þingið í Porto Alegre í Brasiliu, en hætt var við það af ýms- um ástæðum, og það síðan hald- ið í borginni Evian í Frakklandi. í greinum séra Péturs var álykt aná heimsþingsins getið, en í blaðinu NB, segir þetta m.a. i kafla, sem nefndur er „Vanda- mál“. — Hinir 214 fulltrúar hafa nú haldið til síns heima og eftir er Mikko Juva og hinir 23 með- I)r. -Mikko Juva, forseti A1 lieimssambands lúthersku kirkj- unnar. limir framkvæmdanefndarinnar, sem eiga að framkvæma álykt- anirnar. En hvernig? Áheyrend- ur heimsþingsins eiga erfitt með að skilja, hvernig Juva á að takast að halda uppi póli- tísku hlutleysi lúthersku kirkj- unnar, sér i lagi, þegar beinar ásakanir á hendur einstökum nafngreindum rikjum komu fram á heimsþinginu, um að hjá þeim væri traðkað á almennum mannréttindum. Allt bendir til að Juva verði að velja á milli þess, að hundsa ályktanirnar og fá þar með ungu fulltrúanna og þá hina vinstri sinnuðu upp á móti sér, eða framkvæma álykt- anirnar og þar með þvinga Heimssambandið að taka póli- tiska afstöðu i einstökum mál- um, einnig til deilu austurs og vesturs og milli þróunarlanda og velferðarríkja. Hin háa atkvæðatala, sem Mikko Juva fékk, bendii til, að þingfulltrúarnir í Evian, hafi reiknað með því, að hann gæti á einn eða annan hátt leyst þetta verkefni, sem sýnist nánast ó- leysanlegt. Aðrir efast um þetta. Hæfileiki Juva að hljóta stór embætti hefur ekki alltaf verið í réttu hlutfalli við hæfileika hans til að gegna þeim. Þegar hann var formaður finnska frjálslynda flokksins og fulltrúi hans í finnska þinginu, tapaði flokkurinn smám saman helm- ingi þingmanna sinna. |S>mnRGFnLDnR I mnRKDfl VDDR Vegna jarðariarar INGIBJARGAR CLAESSEN ÞORLÁKSSON veroa verzlanir okkar, skrifstofur og vöru- geymslur lokaöar mánudaginn 17. þ. m. frá klukkan 12 á hádegi. J. Þorláksson & Norðmann h.f. Útboð Við undirritaðir óskum hér með eftir tilboðum ! flutn- inga á lifandi sláturfé að sláturhúsum Sölufélags Austur- Húnvetninga, á Blönduósi og Skagaströnd, haustið 1970. Tilboð óskast miðuð við flutninga á sláturfé úr öllum deildum félagsins. Aðeins skal vera einn taxti fyrir hverja deild. Fjárfiutningabifreiðar þurfa að vera vel útbúnar, eða svipað og verið hefur undanfarin ár. Reiknað er með að slátrun hefjist um 10. september. Tilboðum þarf að skila á skrifstofu S.A H. á Blönduósi, í síðasta lagi 28. ágúst næstkomandi. Skilyrði er að viðkomandi bifreiðastjórar annist einnig flutninga á stórgripum að sláturhúsum félagsins næst- komandi haust, samkvæmt sérstökum samningi. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Staddir á Blönduósi, 12. ágúst 1970, Sigurjón Lárusson, Björn Jónsson Tindum, Ytra-Hóli. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í skóverzlun. Uppiýsingar um aldur, menntun og fyrri störf. sendist afgr. Mbl. fyrir 19. ágúst merkt: „Skóverzlun — 5437". Er hárið að grána ? Ekki lita — Heldur reynal Reynið COLOURBAC meðferðina Samkomusalur á góðum stað í borginni fyrir um 130 manns, með húsgögnum og eldhúsaðstöðu, er til leigu. Tilboðum sé skilað í lokuðu umslagi á afgr. blaðsins fyrir 24. ágúst n.k. merkt: ,,Veit- ingastaður — 2965“. JÆJA! Svo er „C0L0URBAC" fyrir að þakka, að þér GETIÐ LITIÐ UNGLEGAR ÚT, notið lífs- ins í ríkara mæli auk þess hugarléttis, sem unglegra hár hefur í för með sér — svipuð tilfinning og að vera fallega sólbrúnn — en bara miklu notalegri. Ihugið þessi kostakjör andartak; vinir yðar munu sjá yður ! nýju Ijósi. Það eru fyrst og fremst gráu hárin, sem gefa fólki ellilegt útlit og þess vegna yngist fólk upp þegar háraliturinn verður aftur sá upphaflégi. Bæði konur og karlar á öllum aldri hafa sannreynt kosti „COLOURBAC". Það er sama hver upp- haflegi háraliturinn var — hann næst alltaf aftur, jafnvel þó hárið sé grátt eða hvítt — það verður eins og áður, jarpt, svart eða Ijóst. Skriistofuhúsnæði óskast Ráðuneytin óska að taka á leigu stórt skrif- stofuhúsnæði. Þarf að vera í góðu standi og laust fljótlega. Tilboð sendist heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu fyrir 20. ágúst næstkomandi. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið, 13. ágúst 1970. Gagnfræðaskóli Borgarness auglýsir Getum bætt við nokkrum nemendum í alla bekki skólans næsta vetur. Heimavistaraðstaða. Upplýsingar í síma 7207. Umsóknir sendist skólastjóra fvrir 30. ágúst næstkomandi. Skólanefnd. Kennarar Kennara vantar að Barnaskóla Borgarness. Umsóknarfrestur til 30. ágúst næstkomandi. Skólanefnd. COLOURBAC-UMBOÐIÐ, Box 612 — Rvík. HRINGSTIGAR Útvegum með stuttum fyrirvara hringstiga frá Sviþjóð. Hagsfœtt verð — Leitið tilboða EINKAUMBOÐ WriAJVö •V SOAfFA AB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.