Morgunblaðið - 16.08.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.08.1970, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1970 23 - Ingibjörg Framhald af bls. 11 mi'kla ræktaraemi, og það hefir varla verið af tilviljun að hún kaua að stofna til minningar um hann sjóð við Háskóla íslands til styrktar verkfræðinemum, því að henni var alla tíð umlrugað um að ungmenni ættu kost á þeirri menntun, að þau fengju notið hæfileika sinna. Ég vissi hve mjög það gladdi hana er rektor Háskólans sagði henni að styrk veitingar úr sjóðnum hefðu oft komið sér vel. Anniar ríkur þátt ur í skapgerð hennar var samúð og vafalaust oft hjálp til þeirra sem ratað höfðu í erfíðleika. Hún var lengi í stjórn Kvenfélagsins Hringsins, og formaður þar, en flestum er kunnugt um afskipti þeirra Hringkvenna að líknarmál um og árangur þess starfs. Þau hjón eignuðust ekki börn, en ættleiddu tvær dætur, Önnu Margréti gifta Hirti Hjartarsyni í Reykjavík, og Elínu Kristínu Ilmonen, búsetta í Bandaríkjun- um, og gifta finnskættuðum manni, Ilmonen. Börn og barna- börn þeirra fóstursystria eru nú ellefu að tölu. Frændgarður frú Ingibjargar var stór, og frændræknd hennar viðbrugðið. Hún umgekkst mik ið frændur og yini, eldri sem yngri, allt til hins síðasta. Þeim mun öllum minnisstæð frábær gestrisni hennar og höfðingslund við hvern sem í hlut átti, og reisn sinni og virðingu hélt hún iw VI yfir þyrmdi. Þrátt fyrir háan aidur og mik- ið dagsverk er rú narmur kveð inn að ástvinum hennar, og marg ir verða til Að senda þeim samúð arkveðíur á þessum tímamótum, þar j meðal ég og fjölskylda mín. ’Sg vildi óska þess að okkar fá- menna þjóð eignaðist marga henn ar líka, og ég er þess fullviss að oft á ég eftir að minnast herunar ef ég heyri göfugrar konu getið, þó að mikið þurfi til að jafna. Óskar Norðmann. KVEÐJA FRÁ KVENFÉLAGINU HRINGNUM Mig langar fyrir hönd Hrings ins að flytja frú Inigibjörgu Claes sen Þorláksson nokkur orð í þakk lætis- og virðingarskyni fyrir hennar margvislegu störf í þágu félagsins. — Frú Ingibjörg var ein af stofnendm- Hringsins, en hann var stofnaður 26. janúar 1904, og allt frá byrjun var hún einn af beztu starfskröftum fé- lagsins. Árið 1943 varð hún for- maður þegar frú Kristin V. Jac obsen andaðist, og því starfi gegradi hún allt til ársins 1957, er hún lét af störfum samkvæmt eig in ósk. Tók þá við því atarfi frú Soffíia Haraldsdóttir, en hún lézt langt fyrir aldur fram eins og flestum er kunnugt. — Öll þau ár sem frú Iragibjörg var formað ur, leysti hún það starf af hendi með meðfæddri háttvísi og elsku legheitum. Mér er óhætt að full- yrða að hún var sannkallað sam einingartákn fyrir Hringinn^ og var það reyndar alla tíð. Árið 1957 var hún gerð að heiðursfé- laga. í sjórnartíð frú Ingibjargar var tekin sú ákvörðun _að koma upp fullkomnum Bamaspítala. Það verkefni átti hug henraar all an, og allt það starf sem hún vann í sambandi við það verður seint fullþakkað. Barnaspítali Hringsins var svo formlega tek- inn í notkun 26. nóvember 1965. Það var mikil gleðistynd fyrir frú Þorláksson, eins og reyndar allar Hrirags-konur, þegar þessu langþráða takmarki var náð. — Ég persóraulega á mikið frú Ingi- björgu að þakka, hún var mér sér staklega góð alla tíð, og studdi mig með ráðum og dáð í mínu starfi, og ég tel að það hafii verið mikil gæfa fyrir mig að kynnast slíkri ágætiskonu, og fyrir það er ég innilega þakklát. Ég vil svo að lokum fyrir hönd allra Hrings-kverana votta frú Ingibjörgu Cl. Þorláksson okkar dýpstu virðingu og þakklæti og vonandi ber Kvenfélagið Hring urinn gæfu til að starfa áfram í hennar anda. — Við sendum ætt iragjum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigrún Guðjónsdóttir. Frú Þorláksson eiras og hún var alltaf nefnd af starfsfólki fyr irtækis þess, er hún var meðeig- andi að, lézt að morgni 7. þ.m. á 92. aldursári. Þó að dauðinn sé hið eina, sem við vitum, að bíður okkar allra, tekur það alltaf dálítinn tíma að átta sig, þegar einhver samferða- mannanna um langt árabil, hverf ur af þessu jarðneska sviði. Hugs anirraar beiraast allt í einu inn á brautir, sem dagsins önn sjaldan gefur tilefni til. Okkur, sem vinnum hjá J. Þor- láksson & Norðmann hf., mun verða þessi höfðinglega kona minnisstæð. Hún lét sér annt um sitt fólk og við liturn á hana sem einn af máttarstólpum fyrirtækis ins. Hennar mun því saknað. Frú Þorláksson þakka ég góð kynni og samgleðst henni að lok inni þessari jarðvist, að hitta nú aftur löngu látinn eiginmann sinn, sem hún alltaf minntist með svo mikilli ást og virðingu. Dætrum hennar og fjölskyld- um þeirra sendi ég hlýjar kveðj- ur. I. J. Kvikmvndatökuvél Hef til sölu tökuvélina, s um, Canon 1,8 — 7,5 aðdrátt) Upp götu 63, Sínr 34349. beztu kvikmynda- em er á ma rka ðn - 218 Auto Zoom F: — 90 m.m. (12 x I í SóVfeHii hf., Skúla w 17966 og í síma Hýbýlafræðingur — Húsgagnahönnuður óskast til starfa í arkitektastofu hálfan eða allan daginn. Tilboð með upplýsingum um aldur, menntun, fyrri störf og kaupkröfu sendist blaðinu merkt: „4723". Útsala — Útsala Aðeins í þrjá daga. ELÍZUBÚÐIN, Laugavegi 83, sími 26250. Umsóknarírestui um sturf sveitustjóru í Stykkishólmi hefur verið framlengdur til 1. september nk. Upplýsingar veitir oddviti Stykkishólmshrepps í síma 8259 og skulu umsóknir berast til hans í pósthólf 23, Stykkishólmi. Tilraunastöð Hásknlans í meinafræði Keldum, óskar eftir að ráða meinatækni með þjálfun í vefja- fræðivinnu. Skriflegar umsóknir skulu sendar forstöðumanni fyrir 1. sept- ember 1970. Kjöt- og mutvöruverzlun tíl söln Matarbúðin Austurgötu 47, Hafnarfirði, er til sölu. Verzluninni fylgir góð kjötvinnsla og aðstaða til framleiðslu á veizlumat. Tilboð er greini aðstöðu viðkomandi sendist afgreiðslu Morg- unblaðsins fyrir 20. þ. m. merkt: „Framtíð — 8356". Einbýlishús til leigu Til leigu nú þegar fallegt einbýlishús á góðum stað í Smáíbúða- hverfinu. Húsið verður leigt með teppum á öllum gólfum, svo og gluggatjöldum. Fagur blómagarður umhverfis húsið. Tilboð merkt: „Reglusemi — 5436” sendist Morgunblaðinu fyrir 22. þessa mánaðar. Fyrsti vélstjóri óskast strax á 300 lesta fiskiskip frá Vest- fjörðum. Góð íbúð fyrir hendi. Uppl. í síma 94-2521 eða í síma 94-2518. Ytri-NjarBvík Morgunblaðið óskar eftir umboðsmanni til að sjá um dreifingu og innheimtu á Morg- unblaðinu í Ytri-Njarðvík. Hjúkrunurkonur óskust Hjúkrunarkonur vantar í Vífilsstaðahælið strax. Allar nánari upplýsingar veitir for- stöðukonan á staðnum í síma 42800. Skrifstofa ríkisspítalanna. Reykjavík, 14. ágúst 1970. OKKAR LANDSFRÆGA agúst ÚTSALA HEFST MÁNUDAGINN 17. ÁGÚST ^mUQAVEQI 89 Terelyn-bútar. Urvals buxnaefni í tízkulitum. Ullarteppi, föt, skyrtur, peysur, buxur og margt fleira. NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ OG SAUMIÐ Á UNGA FÓLKIÐ. ’VTSAIíA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.