Morgunblaðið - 16.08.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.08.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUN'BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. ÁGÚST 1970 Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Vertu einstaklega varkár við kunningja eða maka. Það er samvinnu vUji í kringum þig. Notfærðu l>ér hann út i æsar. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þér gengur vel að bæta ráð þitt. lui skalt gjarnan færa út kvíarnar. Forðastu allt gaspur i sambandi við rómantikina. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Gerðu ekki ráð fyrir neinu í þínum hjartans málum, eða viðskipt- um. Gakktu vel frá verkinu í vikulok þvi að ekki er víst, að þú getir tekið upp þráðinn á ný í slælega unnu málefni. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Annað fólk er greiðugt á einkamál þín. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þú mátt ekki láta uppiskátt neitt um skoðanir þínar eða tilfinning ar. Reyndu að vera eins vinsamlegur og þú mátt. Reyndu að koma verkum þínum fijótt frá. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þú færð tæknilegar upplýsingar í vissu máli, án þess að minnast á neitt ... Gríptu tækifærið, þótt þú sjáir engan tilgang í því. Vogin, 23. september — 22. október. Óvæntar kringumstæður kunna að vera þér í hag, þótt það sé ekki kcnnilegt. Þú færð ágætt tækifæri til að miðla málum. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Láttu ekki uppi, en eitthvað kemur í veg fyrir, að þú getir unnið verk þitt i áföngum. Kvöldið boðar eitthvað í sambandi við tilfinninga málln. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Gerðu meira, en þú þarft að gera. Leitaðu lengra, en þú átt vanda til. Reyndu að forðast heimtufrekju gagnvart ættingjum þínum. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Viðskiptamálin ganga prýðisvel, með því, að þú leggir þig allan fram. Það er dálítið annað en einkamálin. Þau eru öll í óvissu, og mik ið veltur á skapferli annarra. Þolinmæðin dregur langt. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Reyndu að vera ekki alltaf í sviðsljósinu Þú getur betur athugað þinn gang í ró og næði. Fiskamir, 19. febrúar — 20 marz. Einkamálin eru f dálítilli súpu í dag. 42 bankinn hans, og sá banki, sem hann skiptir við hér, hefur mik- ið álit á hr. Wood, að eigin sögn. — Að öllu samanlögðu, sagði Virgil og dró andann djúpt, — þá er þessi kæra Delores Purdy á hr. Wood, að mínu áliti ekkert annað en haugalygi. — Gætuð þér fengið hana til að játa það? spurði Endicott. Það suðaði í símanum. Gillespie tók símann. — Purdy og dóttir hans eru komiri og vilja tala við yður, var sagt. Gillespie athugaði vandlega andlitin á öllum gestum sín- um. — Komið þér með þau inn og tvo stóla, sagði hann. Það varð dauðaþögn í skrif- stofunni, meðan fótatak þeirra feðgina heyrðist úti í ganginum. Allir horfðu til dyranna. Dolores kom fyrst inn. Hún gekk hægt og var smástíg. And litið á föður hennar var jafn hörkulegt og endranær, og hrukkurnar við munninn virtust orðnar enn dýpri. Arnold, sem kom á eftir þeim, bar tvo stóla, sem hann setti á gólfið. Enginn sagði neitt fyrr en hann var far- inn út. — Setjizt þið niður, sagði Gill espie. Purdy leit á Tibbs. — Látið hann fara út, skipaði hann. Gillespie sýndist hækka i stólnum. — Hann verður hér kyrr, sagði hann og benti þeim tilsætis. Þau settust. — Ég tala ekkert með negra hér inni, sagði Delores. Gillespie lét sem hann heyrði þetta ekki. — Það er hérna ýmis legt, sem við þurfum að athuga I sambandi við ykkur, sagði hann feðginunum. — Læknis- fræðilegi hlutinn af því getur tekið nokkum tíma. Vilduð þið nokkuð segja, áður en hafizt verður handa við hann. Delores kveinkaði sér í sætinu og sléttaði úr pils- inu sínu. — Ég held kannski, að mér hafi skjátlazt, sagði hún. -— Það sagðirðu okkur seinast, sagði Gillespie. — Nei, ég á við, að ég er ekki viss um, að það hafi verið hann. — Áttu við hr. Wood? Purdy ræskti sig og tók til máls. — Þið skiljið, að hún Del- ores á stundum bágt með svefn. Hún sá lögreglubílinn koma og vissi, hver í honum var. Svo þeg ar hún sofnaði, þá dreymdi hana þetta, og þannig datt henni það í hug. — Þér eigið við, sagði lög- reglustjórinn, — að dóttir yðar hafi séð hr. Wood í lögreglubíln um og svo hafi hana dreymt að hún hafi átt samfarir við hann. Vöðvarnir á kjálkunum á Purdy voru eitthvað ókyrrir, áð ur en hann svaraði. — Já, eitt- hvað i þá átt, sagði hann. Gillespie hallaði sér fram. — Mér finnst það næsta ótrúlegt, að stúlka eins og Delores gæti átt svo lifandi drauma um ann- að eins og þetta, að hún gæti komið og lagt fram kæru. Hefði hún verið nokkrum mánuðum yngri, hefði hún getað stofnað manni í bráða lífshættú. — Nú, hún er nú ekki svo ung, sagði Purdy. — Hún er nógu gömul til þess að geta farið sínu fram. — Þarf þá ekki að rannsaka mig? spurði Delores nú. — Nei, sagði Gillespie. — Ef þið faðir þinn berið það hér fram í votta viðurvist, að kæran sem þið komuð með á hendur hr. Wood sé röng, þá er engin þörf á svona rannsókn. — Það væri nú ekki hægt, hvort sem var, sagði Delores. Duena Mantoli gaf eitthvert hljóð frá sér, en svo varð aftur þögn. Það var Virgil Tibbs, sem rauf þá þögn. — Þú sýndir af þér mikið hugrekki með því að koma hingað í kvöld, sagði hann við Delores. Margar stúlkur hefðu ekki verið fúsar til þess. —■ Pabbi skipaði mér það, sagði Delores, hreinskilnislega. Það er eitt, sem þið getið gert til þess að hjálpa, ef þið vilj ið það, hélt Tibbs áfram. — Og það er mikilvægara en þið hald- ið. Geturðu sagt mér, hvernig það gekk til, að þig dreymdi hann hr. Wood? — Ég var að segja, að hún hefði einu sinni séð hann fara fram hjá, og þá hafi henni dott- ið þetta i hug, sagði Purdy reiðilega. Tibbs lét sem hann heyrði þetta ekki, og horfði fast á Delores. Loksins tók hún eftir því. Hún sléttaði aftur úr pils- niu sínu, og nú sýndi hún í fyrsta sinn af sér nokkur merki feimni. — Ja, hann er bara almenni- legur náungi. Ég hef nú aldrei hitt hann, en ég hef heyrt hann tala. Og hann hefur góða og fasta atvinnu, og bíl, svo að ég fór að hugsa upp á hann. Mér datt í hug, að kannski litist hon um á mig, sérstaklega af því að ég hef heyrt að hann ætti enga stúlku. — Ég er stúlkan hans, sagði Duena. Sam Wood leit á hana eins og hann tryði ekki sínum eigin eyrum. Delores leit lika á Duenu. Svo leit hún hægt á Bill Gillespie. Hún var alveg máttlaus og lík- ust þvi, sem hún myndi velta um koll ef komið væri við hana. — Hann getur ekki fengið hana dóttur mína — hann er of- gamall fyrir hana, sagði Purdy. Nú ákvað Bill Gillespie sig allt í einu. -—■ Úr þvi að þið komuð bæði með framburð, sem hreinsar hr. Wood algjörlega, hvað lögregluna snertir, þá segj um við málinu lokið. En þar fyr- ir getur hr. Wood vel saksótt ykkur fyrir róg — og ég býst eins vel við, að hann geri það. — Ég ætla ekki neinn að kæra, sagði Sam. Purdy sneri sér að dóttur sinni. — Við skulum fara heim, sagði hann og stóð upp. Delores gerði slíkt hið sama. Svo leit hún við og reyndi að brosa til Sams. — Mér þykir þetta mjög leitt, sagði hún. Sam mundi eftir því, að hann var fínn maður, og stóð á fætur. Sama gerði Virgil Tibbs. George Endicott sat kyrr í sæti sínu. Án frekari málalenginga gengu Purdyfeðginin út. Það liðu nokk ur augnablik, eftir að þau fóru, að andrúmsloftið kæmist í samt lag aftur. — Jæja, hvað verður nú? spurði Gillespie. Virgil Tibbs svaraði honum. — Við ljúkum við að hreinsa hr. Wood. Þurfið þér að fá nokk ur fleiri atriði afgerð, áður en þér sleppið honum? — Já, sagði Gillespie, —- ég vil fá að vita hjá honum, hvern- ig hann eignaðist sex hundruð Hinar vinsœlu STOCKLETS sokka- hlífar eru nú aftur fáanlegar STOCKLETS-sokkahlífar eru hverri konu þarfaþing. Þær vernda sokkana og eru einkar hentugar þeim er vilja vera berfættar í skóm. Fáið yður eitt par og reyn- ið sjálfar. )ákfc Sumarfatnaður — sólfatnaður UTANFARAR Sparið yður dýrmætan tíma og peninga erlendis og gerið innkaupin „Hjá Báru", Austurstræti 14, sími 15222. F ramkvœmdarstjóri Kaupmannasamtök islands óska eftir að ráða framkvæmdar- stjóra fyrir samtökin. Æskilegt er, að viðkomandi hafi viðskiptafræðimenntun eða verzlunarskólamenntun og áhuga á viðskipta- og félagsmálum, Umsóknir, er tilgreini menntun, fyrri störf og aðrar nauðsyn- legar upplýsingar, sendist til formanns Kaupmannasamtakanna, Marargötu 2, fyrir 1 september næstkomandi. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Stjóm Kaupmannasamtakanna. KAU PMAN NASAMTÖK ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.