Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 11
MQHGUNBLAÐTÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1970 11 85 ára i dag; Afmæliskveðjur til Sig- urbjörns Þorkelssonar Sigurbjom Þorkelsson framan við sína gömlu verzlun, Vísi. Mynd- ina tók Ól. K. M. í rigningunni í gær. Frá þeim árum, er ég hafði lokið námi og hóf strax starf- semi hjá Sjálfstæðisflokknum, er mér einn maður öðrum fremur minnisstæður. Hann var lágur vexti og léttur á sér, snöggur í hreyfingum og sýnilega einbeitt ur, en milt bros var á hraðbergi, samfara augnaráði áhuga og fjörs. En eitt var þó enn, sem mér fannst fyrst einkennilegt í fari þessa manns: Hann virtist alls staðar nálægur ef eitthvað var um að vera á þeim pólitíska vettvangi, að ég ekki tali um stórfundi eða kosningar. Þetta var afmælisbarnið í dag, — ég heyrði hann jafnan nefndan Sig urbjörn í Vísi, en síðar á ævinni föðumafninu Þorkelsson skotið inn á milli. Mér fannst ég vera fljótur að kynnast þessum sérstæða manni, en síðar hefi ég séð hvað ég þá hafði í raun og veru kynnzt hon um lítið, likt og aðeins einum kvisti á stórum meiði, — ævi og störf Sigurbjörns Þorkelssonar í Vísi, spanna yfir svo vítt svið þjóðlífs og borgarlífs Reykjavík ur, persónukynna og félagsmála æðri sem lægri. Nú síðustu árin höfum við Sjálfstæðismenn jafnan séð lág- vaxinn, „ljóshærðan“ mann með- al okkar, hvort heldur sem var í sorg eða gleði eða í pólitískum átökum. Á fundum yngri manna hefi ég stundum heyrt spurt upp á síðkastið: „Hver er hann þessi þarna með hvíta hárið?“ „Þekk irðu ekki Sigurbjörn i Vísi?“ hefi ég undrandi svarað, en þeg- ar meira en hálf öld er á milli manna, má vissulega engan undra, þótt slíkar spurning- ar læðist stundum fram. Þessi litla afmælisgrein er að- eins sprottin af hvöt til þess að rétta góðum manni, sem ég met mikils, höndina í þakklætisskyni samfara heillaóskum á 85 ára af- mælinu. Um ævi hans væri ekki á mínu færi að fjalla, en þar hefir hann sjálfur leyst vand- ann með þvi að gefa okkur stór merka sjálfsævisögu, sem nú er komin út í þrem bindum og von á meiru. Þessi sjálfsævisaga er furðuleg. Fletti maður bókunum er ekki ósvipað þvi að verið sé að blaða i riti eins og „Öldin okkar" eða einhvers konar sögu riti. Myndir manna, kynslóða, at burða þéirra og umhverfis, svífa fyrir sjónum. Við lestur speglast gleði frásagnar, hreinskilni og mannkosta, — þvílíkt stálminni, að við, sem erum af kynslóð hrað ans, sem svo er stundum nefnd, fáum ekki skilið! „Himneskt er að lifa,“ hljóm- ar höfuðtitill ævisögu Sigur- bjöms í Vísi. Það er trúin á sólina, birtuna, á Guð, sem lífs- skoðun Sigurbjörns grundvall ast á, og hefir hann þó sann- arlega mátt reyna sitt af hverju. Undirtitill annars bindis er: „Ekki svíkur Bjössi.“ Nei, — í öndverðu skyldi ekki svikið. „Áfram liggja sporin" í þriðja bindi, á þessum hyrningarstein- um. Nú mætti spyrja: „Hvarend ar Bjössi?" Við bíðum og biðjum þess að eiga samfylgd hans sem lengst. Mig langar í lokin til þess að minnast á eitt málefni, sem við höfum unnið að saman síðustu árin. Það er að efla kristindóms- fræðslu í skólum landsins. Mis- skiljið mig ekki, ég er ekki að minna á mig að öðru leyti en því að Sigurbjörn er sífellt að píska mig áfram að styðja þetta hjartans áhugamál hans sjálfs. Honum hefir ekki fundizt kirkj umálaráðherrann stórhögg- ur á þessu sviði, en ég veit að hann fyrirgefur af sinni mildi og huggar sig við að nokkuð hafi áunnizt og þolinmóður hugs ar hann að mjór er mikils vísir. Þetta mikla áhugamál Sigur- bjöms Þorkelssohar í Visi á að styðja betur en ég hefi enn get- að gert. Margir góðir menn eru að verki. Fleiri munu fylkja sér undir merkið. Að síðustu hlýt ég að senda afmælisbarninu „póli- tiska“ kveðju. Fyrir hönd Sjálfstæðismanna þakka ég öll þau óteljandi spor, sem hann hefir ótrauður erfiðað fyrir hugsjónir þeirra, á nótt sem degi um langa tíð. Lif heill í landi sólar og trúar! Jóhann Hafstein. Mér þykir vænt um að eiga þess kost að fá að rita afmælis- grein um þann ágæta mann og félaga Sigurbjörn Þorkelsson fyrrv. forstjóra, eða Sigurbjörn í Visi eins og margir nefna hann helzt. Hann á það margfaldlega skilið, að ég riti um hann, fyrst tækifæri gefst. Eftir að hafa kynnzt ummælum Matthíasar Johannessens, ritstjóra, og reyndar annars af andans mönn um þjóðarinnar, að minningar- greinar um látna segðu meira um þá, sem rituðu þær, en þann, sem ritað væri um, hafði ég tek- ið þá hljóðu ákvörðun að rita aldrei framar minningargrein um látinn mann. Mér óaði við þeirri hugsun, að bruna þannig fram í sviðsljósíð og skyggja ósjálfrátt á þann, sem þakka skyldi að lokinni samfylgd. Þess vegna þykir mér vænt um að mega ritá um Sigurbjörn bráðlifandi og hressan og sleppa við minningar grein um hann látinn. Ég ann honum þess, að lifa mig, ef til kemur. Það hefur sagt mér talsvert um Sigurbjörn, að hann rámaði ekki agnar ögn í okkar fyrstu kynni, er ég sagði honum frá þeim. Þá var ég 9 ára, er þau urðu. Faðir minn hafði látizt og það svarf að fátæku verka- mannsheimili á þeim árum, skömmu eftir 1920. Rétt fyrir jól kom föðurbróðir minn, tók í hönd mér, leiddi mig niður í verzl. Vísi. Yfir borðið hvísl- aðist hann eitthvað á við kaup- manninn, lágvaxinn en með broshýran svip og glaðleg augu. Ég vissi ekki, hvað þeim fór á milli, en þegar í stað tók þessi ókunni maður að týna fram á borðið vörur, sem mátti ekki vanta til jólahalds: Hveiti, rúsin ur, kerti, ávexti og sitt hvað fieira. Hlaðinn varð ekki litill, en skömmu siðar lá hann á eld- húsborði móður minnar. Eftir þetta þekkti ég manninn, þótt hann þekkti mig ekki, næst er ég mætti honum á götu. Siðan hefi ég þekkt þessa hlið á hon- um, að hann er maður með hjart að á réttum stað -— og ég hefi einnig — aðstöðu minnar vegna — ekki komizt hjá að vita, að margoft hefur hann laumað yfir borð og undir ýmsu til stuðnings einstaklingum og málefni, þegar þörf var. Og það var gert, án þess að á bæri eða hann minnt- ist þess, næst er hitzt var. Síðar átti ég eftir að kynnast því, að Sigurbirni var ekki að- eins eðlilegt að gefa gjafir. Þar var óvenjulega fómfús mað ur, sem gat af alhug gefið sjálf- an sig í þjónustuna fyrir menn og málefni. Fyrst og fremst hafði honum veitzt sú náð á æskuár- um að gefast Drottni. Það varð grundvallaratriði lífs hans. Og þar kom einnig fram annar þátt ur eðlis hans: trúfestan. Hann er vinafastur svo af ber. Enginn er svikinn, sem á hann fyrir vin. Ýmsum mundi við fyrstu kynni koma í hug, að hér væri ör augnabliksmaður á ferð. En svo er ekki. Hann er traustur og óhagganlegur. K.F.U.M. hefur fengið að njóta þess. Hann telst í hópi stofnenda félags vors og hefur í þau rúmleg 71 ár sem siðan eru liðin verið einn af máttarstólpum þess og atorku- ('imu.stu félagsmönnum. Hann átti sæti í stjórn félagsins í 54 ár, lengur en nokkur annar mað ur. Ráðhollur hefur hann reynzt og ólatur að taka á sig af- greiðslu mála, sem aðrir víluðu við að taka að sér vegna óþæg- inda, sem því gætu fylgt. Hann hefur séð, að þetta þurfti að gera. Heildin krafðist þess — og þá varð að sinna því. Hann er góður félagi. Er ekki gripið til þess að segja, að ein- hver sé hrókur alls fagnaðar í vinahópi? Það á við um Sigur- bjöm. Hann getur stráð svo um sig sögnum, sögum og hnittiyrð- um, að fágætt er. Ég hefi oft undrazt og fundizt, að þar væri um hreint bruðl að ræða, svo óspar, sem hann hefur verið í þeim efnum. Þar tekur hann samt af óþrjótandi fjársjóði sín- uro- Og hann er alls ekki hrók- ur fagnaðar af því einu, að hann segi hlutina. Hann kann að njóta alls þess, sem umhverfið veitir á glaðri stund — og skyldu margir geta hlegið jafn dátt og hátt og hjartanlega og Sigur- bjöm að annarra gamanyrðum? Sigurbjöm er ekki aðeins haf Framhald á bls. 25 ákoda VIÐGERÐAÞJÓNUSTA — VARAHLUTAÞJÓNUSTA og 5 ÁRA RYÐKASKÓ — eru aðeins nokkrir af kostunum við að eiga SKODA. Nýi Skodinn er fullur af nýjungum, öruggur og hagkvæmur. TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44 - 46 SiMI 42600 KÓPAVOGI Til afgreiðslu nú þegar: SKODA 100 KR. 204.000.00 SKODA 100 L KR. 216.000.00 SKODA 110 L KR. 223.000.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.