Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 16
16 MORGUNRLAÐIÐ, ÞRIÐJU0AGUR 25. ÁGÚST 1970 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Rtt&tjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Askriftargjald 165,00 kr. á mánuði innaniands. I lausasölu 10,00 kr. eintakið. FYRIR OPNUM TJÖLDUM k \ vettvangi stjórnmálanna þarf að taka margar þýð- ingarmiklar ákvarðanir í næstunni vegna þeirrar breytingar, sem orðið hefur í forystu Sjálfstæðisflokksins og í ríkisstjóminni. Augljóst er, að forystumenn Sjálfstæð- isflokksins eru staðráðnir ~ að láta þessar breytingar fara fram fyrir opnum tjöldum, eins og berlega kemur í ljós í samtali Morgunblaðsins við Jóhann Hafstein, forsæt- isráðherra, sl. laugardag. í viðtali þessu ræðir for sætisráðherra m.a. um breyt- ingar á ríkisstjóminni og segir: „Á dánardægri Bjarna Benediktssonar, forsætisráð- herra, þótti nauðsyn til bera að skipa máium þannig, að mér var falin meðferð for- sætisráðuneytisins auk fyrri ráðuneyta. Áður en þing kem ur saman, er talið eðlilegt, að fyrir liggi venjuleg skipun forsætisráðherra, auk þess sem Sjálfstæðisflokkurinn fái nýjan ráðherra í ríkisstjórn' iná. Um þetta mun þingflokk ~ ur Sjálfstæðisflokksins fjalia og taka ákvörðun innan tíð- ar. Ég hef óskað eftir því, að leynileg kosning fari fram meðal þingmanna Sjálfstæð isflokksins um það, hver mynda skuli nýtt ráðuneyti og stendur sú kosning yfir, en nokkrir þingmenn voru ekki á þingflokksfundinum í gær vegna eðlilegra forfalla. Þegar þau úrslit liggja fyrir, verður tekin ákvörðun um fjórða ráðherra Sjálfstæðis- flokksins. Að því búnu tel ég, að viðræður hefjist milli stjórnarflokkanna um fram- “gang mála á næsta þingi og lausn annarra viðfangsefna. Að þessu brýna verkefni verða flokkamir að ganga með oddi og egg.“ Þá er í þesisu viðtali rætt um málefni Sjálfstæðisflokks ins og forsætisráðherra spurð ur að því, hvort boðað verði til landsfundar Sjálfstæðis- flokksins í haust. Svar hans var á þessa leið: „Á fundin- um í gær (þ. e. fundi mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins sl. föstudag) var ákveðið að . boða ekki til landsfundar á næstunni. Ég mun eðli máls- ins samkvæmt, gegna for- mennsku í flokknum fram að næsta landsfundi, sem þá kýs að venju bæði forman-n, vara formann og miðstjórn. Frá 1961 hafa bæði formaður og varaformaður verið kosnir almennri, óbundinni kosn- ing’i' á landsfundi og þeirri Ireglu verður að sjálfsögðu ihaldið. Ég treysti á aðstoð og samstarf samherja minna við stjóm flokksins. Ég geri mér ljóst, að margir Sjálfstæðis- menn óskuðu eindregið eftir þingkosningum í haust og miðstjómin hafði ákveðið, að landsfundur yrði haldinn fyrri hluta september, ef svo færi, en ég treysti því, að góður skilningur sé fyrir hendi á þeim nýju viðhorf- um, sem við blasa.“ Jóhann Hafstein var einnig spurður að því, hvað hann vildi segja um fullyrðingar þess efnis, að „harðvítug valdabarátta“ færi nú fram innan Sjálfstæðisflokksins og hann sagði: „Það væri fásinna að gera sér ekki grein fyrir því, að það er ekki vandalaust verk að skipa forystu Sjálfstæðis- flokksins eftir hið skyndilega og sviplega fráfall jafn mik- ilhæfs foringja og Bjami Benediktsson var. Sumir telja eðlilegt að dreifa byrðinni eða jafna haua meira á for- ystuna en verið hefur. Ég felli mig vel við þá hugsun, en slíkt verður að íhuga vel og ákvarða með eðlilegum hætti. í Sjálfstæðisflokknum hefur það t.a.m. áður verið svo, að sami maður gegndi ekki bæði formennsku í þing- flokki og flokknum, þannig var Ólafur Thors um tíma formaður Sjálfstæðisflokks- ins og Bjarni Benediktsson formaður þingflokksins. Ég hygg, að þetta hafi einnig tíðkazt í öðrum stjórnmála- flokkum hér á landi, en þó verið nokkuð breytilegt." Af þessum ummælum Jó- hanns Hafsteins, forsætisráð- herra, má ráða, að vandasam- ar ákvarðanir eru á næsta leiti. Morgunblaðið telur það sérstakt fagnaðarefni, að um- ræðum um þær breytingar, sem framundan eru á næstu mánuðum hefur þegar verið beint inn í þann farveg, að þær skuli fara fram opinber- lega og á hreinskilinn hátt. í áratugi hefur það tíðkazt hérlendis, að með meirihátt- ar málefni stjórnmálaflokk- anna væri pukrast að tjalda- baki og mikil áherzla lögð á, að almenningur fengi sem minnst um þau að vita. Nú stendur Sjálfstæðisflokkur- inn frammi fyrir miklum vanda en það verður flokkn- um tvímælalaust til fram- dráttar, að þau vandamál verði lögð fyrir allan almenn ing, sem þar af leiðandi get- ur tekið þátt í umræðum um 3au mál og átt sinn þátt í að móta þær ákvarðanir, sem að lokum verða teknar. Hraðbrautarfrai A korti þessu má sjá skiptingu áfanganna 11 og hversu fram- kvæmdunutn miðar áfram. SVARTI liturinn táknar þá áfanga, sem búnir eru eða verið er að vinna að. BLAI liturinn táknar þá áfanga, sem boðnir voru út í maí, og tilboð voru opnuð í um sl. mánaðamót. Fram kvæmdir hefjast á næstunni. GRAI liturinn táknar þá áfanga, sem boðnir verða út í desember og framkvæmdir hefjast við í maí á næsta ári. í SUMAR hefur verið unnið af kappi að lagningu hrað- brautanna, þ.e. Suðurlands- vegar og Vesturlandsvegar. Er einmitt þessa dagana ver- ið að taka ákvörðun um, hvaða verktakar skuli hljóta áfangana tvo, sem boðnir voru út í maí sl. og tilboð voru opnuð í fyrir fáeinum vikum. Munu framkvæmdir við þá því hefjast nú alveg á næstunni. í desember n.k. verða svo boðnir út fjórir áfangar til viðbótar, og er ráð gert að framkvæmdir við þá hefjist í maímánuði næsta ár. Áformað er að þessari fyrstu áætlun hraðbrautarfram- kvæmdanna verði lokið árið 1972, og greiður vegur verði þá frá Miklubraut upp að Mógilsá í Kollafirði eftir Vest urlandsvegi og frá Bæjar- hálsi austur að Selfossi eftir Suðurlandsvegi. Áður en lengra er haldið er e.t.v. rétt að gera aðeins grein fyrir því, hvað átt er við með „hraðbraut“. Sam- kvæmt skilgreiningu verk- fræðinga Vegagerðarinnar eru hraðbrautirnar tvenns koniar. Hraðbraut A er vegur þar sem búast má við yfir 10 þúsund bílum á dag yfir sumarmánuðina. Hraðbraut B er vegur, þar sem búast má við milli eitt og tíu þúsund bílum á dag. Samkvæmt síð- ustu vegaáætlun frá 1. janúar 1969 eru hraðbrautir í landinu alls 334,4 km og er það ná- lægt því að vera um 3.8% af þjóðvegakerfinu, en á þeim eru þó að öllum líkindum um 40—50% af allri umferð á landinu. í dag eru 50 km með slitlagi, þar af 43 með varan- legt slitlag en 7% með hálf varanlegt. Hraðbrautaframkvæmdum þeim, sem nú eru á dagskrá, hefur verið skipt niður í 11 áfanga. Fjórir þeirra eru á Vesturlandsvegi en 7 á Suð- urlandsvegi. Um þessar mundir er verið að vinna að og ljúka við fjóra af áföng- unum. Alls eru sjö af áföng- unum boðnir út á alþjóðleg- um verktakamarkaði. Áfang- Kristján Albertsson: Ómerkileg herstöð? ÞRÁTT fyrir sína lofsverðu, skorinorðu og afd-ráttarlausu yfirlýsingu um steindauða landsambands „herniám'sand- stæðinga“, vill Austri Þjóð- viljans eklki við það kannast, að mótþróinn gegn hervöm- um íslands sé nú dauður úr öllum æðuim og að en'gu orð- inin. Bnda var tæpast við því að búast, að sinni. Hanm heldur því fram í nýrri grein, að þessa andstöðu sé „efcki aðeins að finrna í hópi íslenzkra sósíalista", held ur líka hjá „unigu fólki“ í öðr- um flokkum. Sennilega þá mjög ungu. Og því hiklausari, sem fólk er yngra, og flausturlega myndaðar skoðanir háðari til- finningum einum. Austri segir að þróunin í bemaðartaekni hafi „sem bet- ur fer auðveldað fslendinigium baráttuna gegn erlendum bækistöðvum11. Herstöðin hér sé „afar ómerlkileg frá her- tæknilegu sjónarmiði", og hafi „engin leyndarrnál að geyma sam vert sé að njósna um, eiras og langdvöl hinna aust- rænu gistivina á Miðnieslheiði saninar á eftirminniiegan hátt“. Ég verð að játa, að ég á bágt með að átta mig á þeirri sönn- un. Ég veit ©kki hvor okkar Austra er meiri sénfræðinigur um nútíma hernaðartækni — en hef sterfcan grun um, að hvorugur sé dómbær um hemaðarlegt máttemi banda- ríslkra stöðva á íslandi. Hitt veit ég, að á friðartímum eru herstöðvar jafnan efkíki hafðar iramimgerðari né búnar öflu'gri hergögnum en svo, að viðbún- aður nægi til að standast fyrstu huigsan’legu óvæntu árás — þangað til berist liðs- aulki og aðrir nauðsynlegir aið- drættir, svo að fyllstu vörn- um verði við komið. En nú á tímum er all’t fljótt í förum, menn og vopn. Hið „unga fólk“ sem reynt er að æsa upp gegn hervörn- um Bandaríkjanna á íslandi, Skyldi því gjalda varhuga við að láta télja sér trú um, að þær séu kák eitt. Hibt skiptir þó mestu máli í þessu efni, að meðan við njótum þeirra hervama, gæti ekkert stórveldi ráðist á fs- land — án þess það væri jalfin- framt árekstur við Bandarík- in. Af því leiðir, að á friðar- tímum er öryggi lands vors borgið. En að öðrum kosti væri það leikur einm harðvítuigu stór- veldi að stofna til vandlkvæða, sem hægt væri að hafa að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.