Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 25. ÁGÚST 1970 19 Niarchos sló konu sína til að vekja af dvala svefnlyf ja Þriggja manna dómstóll mun fjalla um málið Aþenu, 24. ágúst. AP. DÓMARI í Piraeus í Grikk- landi fékk í dag tii meðferð- ar skýrslu um mál gríska skipakóngsins og auðjöfursins Stavros Niarchos, þar sem Constantine Fafoutis saksókn- ari ieggur tii að Niarchos verði sakaður um að hafa veitt eiginkonu sinni Eugeniu líkamlega áverka, er síðan hafi leitt til dauða liennar 4. maí s.l. Afhending skýrslunnar er undanfari þess, að þriggja manna dómstóll komi saman, til að ákveða hvort tillaga sak sóknarans verði tekin til greina, breytt eða hafnað. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær dómstóll þessi kemur saman. 1 skýrslu sinni segir saksóknarinn ekkert um hvort hann íelji að um slys eða hreinan ásetning hafi verið að ræða. Miklar umræður hafa ver- ið um mál þetta, frá því að frú Niarchos lézt á einkaeyju þeirra hjóna. 6 manna lækna- nefnd fjallaði um málið og komst að þeirri niðurstöðu að frú Niarchos hefði látizt vegna þess að hún hefði tek- ið inn of stóran skammt af svefnlyfjum. 1 niðurstöðum nefndarinnar var einnig á það bent að áverkar hefðu fund- izt á höfði, hálsi og brjósti hinnar látnu. Niarchos hefur viðurkennt að hafa valdið áverkunum, en að það hafi átt sér stað, er hann sló konu sína til að reyna að vekja hana af dval- Maðurinn í miðjunni er saksóknarinn Constantine Fafoutis. Niarclios ásamt Eugeniu síðastl. sumar. anum, eftir að svefnlyfin byrjuðu að verka á hana. Niarchos sagði i yfirlýsingu nú fyrir helgi, að Fafoutis sak sóknari hefði lagt sig í ein- elti frá þvi að fyrst var byrj- að að rannsaka málið, en að aðeins væri um einn sannleik að ræða í málinu og að öll- um vitnum bæri saman um að kona sin hefði látizt af völdum svefnlyfjanna. 1 dag gaf Anghelou Tsoukalas, dóms málaráðherra Grikklands út yfirlýsingu þar sem hann sagðist geta fullvissað alla um að grískt réttarfar hefði aldrei leyft hlutdrægni fyrir sinum dómstólum og að allir sakborningar ættu rétt á að hafna dómara eða saksóknara sean þeir teldu hlutdrægam. Þá var því einnig lýst yfir í Aþenu í dag, að þegar dóm- stóllinn tæki málið fyrir gæti lögfræðingur Niarchos fengið að vera viðstaddur. Einnig var sagt að dómstóllinn hefði heimild til að kalla Niarchos fyrir, til að láta hann svara spurningum og útskýra viss atriði. Niarchos er nú á ferðalagi í Sviss ásamt f jórum börnum sínum og hefur ekkert viljað láta hafa meira eftir sér um málið. Ákveði dómstóllinn að taka til greina tillögu saksóknar- ans, mun þegar verða gefin út handtökutilskipun, og sé Niarchos ekki í Grikklandi má fela alþjóðalögreglunni Interpol að handtaka hann og síðan sækja um að hann verði framseldur. Flestir vinir og kunningjar Niarchos, sem rætt hafa við fréttamenn eru fullvissir um að dómstóllinn muni algerlega hreinsa Niar- chos af öllum ásökunum. Eugenia Niarchos er dóttir keppinautar Niarchos, útgerð- armannsins Stavros Livanos og var hún þriðja eiginkona Niarchos, en veitti manni sin um skilnað árið 1965 til að hann gæti gengið að eiga Charlotte Ford. Þau skildu svo innan eins árs og fór þá Niarchos aftur til Eugeniu. Aþena, systir Eugeniu var eitt sinn gift öðrum keppi- naut Niarchos, Aristotle Onass is, sem nú er kvæntur Jacqu- line fyrrum forsetafrú Banda ríkjanna. Góð líðan gísla í Uruguay Montevideo, 24. ágúst. NTB. SKÆRULIÐAR úr Tupamaros- samtökunum í Uruguay tilkynntu í dag að fangarnir tveir, sem þeir hafa haft í gíslingu í rúmar þrjár vikur, væru enn við góða heilsu og að enn hefðu ekki verið kveðn ir upp dómar yfir þeim. Ekkert hefur heyrzt um líðan þeirra síð- an 11. ágúst þegar þeim var leyft að skrifa konum sínum. Öðrum fanganum, Aloysio Diais Gqmide, starfsmanni brasi- líska sendiráðisinis, var rænt 31. júlí, en hinum, Olaude Fly, banda rískum ráðunaut, 7. ágúst. Tupa- maros-hreyfin'gin hefur krafizt þess að ýmsir pólitiskir fangar verði látnir lausir gegn því að gíslunum verði sikilað, en Uru- guaystjórn hefur vísað öllum þessum kröfum á bug. Skærulið- ar hafa þegar líflátið Bandaríkja- mann nokkum, þar sean ekki hef- ur verið gengið að kröfum þeirra, en búizt er við að leyniviðræður hefjist bráðlega við Tupamaros- hreyfinguna. — Á verð- — launapalli Framhald af bls. 31 53.24 og Erlendur Valdimarsson 53.14. Þarna náðu Svíarnir í fyrsta sinn í sömu keppni 5 m eða meir í stangarstökki, Isaksson og Blomquist með 5.10 m og Langquist með 5.00. Áhorfendur voru 5500 og mik ið um að vera á þessum glæsi- lega stað. Næst var haldið til Karlstad en þar var í gærkvöldi mikið vígslu mót eftir algera endurbyggingu gamla vallarins. Voru þar m.a. settar hitalagnir undir grasvöll knattspyrnumanna. Þarna sigraði Fáger í 100 m hlaupinu á 10.7 sek og Berg- quist landi hans fékk sama tíma en Bjarni varð þriðji á 11.0. Þeir þjófstörtuðu allir sitt á hvað og eftir það var Bjarni mjög stífur í viðbragði. Bruch vann sleggjukastið 62.62, Haglund varð 2. með 56.86, __ Lislerud Noregi þriðji 55.00, Ákeson Sviþjóð 54.66 og Er lendur fimti með 54.08. Erlendur átti ógilt kast um 5514 meter. Eftir keppnina hélt Richy Bruch áfram að kasta og fór þri vegis yfir 65 m markið, en ekki var nákvæmlega að þvi gætt hvar hann sté í hringinn — en fólkið hafði mikið gaman af. Guðmundur og Jón kepptu ekki í gærkvöldi. Nú verður hald ið til Noregs og keppt i Voss 28. ágúst og í Florö 29. og 30. ágúst. Síðan er mót í Bergen og eftir það haldið heim. Fjórmenning- arnir ásamt Guðmundi báðu Mbl. fyrir kveðjur heim. — 16 beztu Framhald at bls. 31 Stendur yfiir og er raunar ekki ákveðið hvenær henni lýkur. Nú er staðan í atkvæðagreiðslunni þessi: Pele, Bnasilíu. Mentero, Uruguay. Lambert, Belgíu. Beckenbauer, V-Þýzkalandi. Civera, Ítalíu. Bysihovets, Sovétríikin. Valdivia, Mexikó. Moore, Englandi. Cubillar, Perú. Svenisson, Sviþjóð. Martinez, E1 Salvador. Kuna, Tékkóslóvakíu. D'emhrovsky, Rúmeníu. Spiegler, ísrael. Kasson, Marokkó. Banev, Búlgaríu. Það eru nokkrar sjónvarps- stöðvar sem fyrir atkvæðagreiðsl unni standa en iðnfyrirtæki mun hafa lofað að greiða kostnað af gerð styttanna. Huigmynd sem þessi er einstæð í veröldinni en Mexikanar eru mlklir knattspyrnuáhugaimenn. - KR-Í.A. Framhald af hls. 30 rnenn væru öllu á'kveðnari og beittu sér meira. Si'gurmark þeirra skoraði Eyleifur á 10. mín. Eftir hornspyrnu barst boltinn til hans þar sem hann var við víta- punkt og skallaði Eyleifur mjög glæsilega yfir vamarmúr KR og í netinu hafnaði boltinn. Á 15. mín. átti Jón Alfreðsson mjög gott skot á mark KR, em Magnús varði snilldarlega. Á 17. mím. lék Baldvin Baldvinsson upp að endalínu og alveg inn að marki ÍA, en í stað þess að leggj a boltann fyrir fætur Harðar Markan, sem var í mjög góðu færi, reyndi Baldvin skot, en varnarmaður ÍA var fyrir. Þar hefði örlítil hugsun getað fært KR mark. Rétt fyrir leikaLok átti Eyleifur fallegt skot að marki KR en Magnús varði glæsilega. Skagamenn hafa nú forystu í Islandsmótinu ásamt Keflvíkimg- um, og er líklegt að b'ikarinn hafni aninað hvort á Akranesi eða í Keflavík að þessu sinni þó ekki sé hægt að segja um það með neinni vissu — ennþá. Skaga menn áttu góðan leik að þessu sinni, ein þó verður að teljast að þeir hafi sloppið vel frá þessum leik, því að tækifæri KR í leikn- um vora ekki síðri en þeirra. Ein ar átti góðan lei'k í markinu og varði oft veil. Vörnin 'stóð sig vel og þar voru þeir Þröstur og Jón Gunnlaugsson beztu menn. Har- aldur Sturlaugsson var góður á miðjunni, og sömu sögu er að segja um Jón Alfreðsson. í fram- línunni bára þeir af Eyleifur og Matthías, en Guðjón Guðmunds- son hefur oftast verið betri en í þessum leik. KR átti góðan kafla í þessum leik, en þó var eims og broddinn vantaði. Séristaklega var þetta áberaindi hjá framlínumönnun- um, sem misnotuðu oft mjög góð tækifæri. Magnús varði oft á tíð- um snilldarlega og sýndi enn og sannaði ágæti sitt sem markvörð- ur. í vöminni var Ellert hinn „sterki“ en Þórður Jónisson hinn ágæti leikmaður, sem sjaldan á lélega leiki, brást að þestsu sinni, og er langt síðan hann hefur átt jafn slakan leik. Jón Sigurðsson átti góðan leik og vann vel en virðist ekki fá nógu mikið út úr leik sínum, einhverna hluta vegna. Sigþór Sigurjónisson er sterkur framlínumaður, á því leikur enginn vafi, en hainn fær ekki nógu mikið að vinna úr. Sömu sögu er að segja um Hörð Markan, hann er ekki notaður nógu mikið, því oftast skapar hann mikla hættu við mark and- stæð'inganna þegar hann fær bolt ann. Baldur Þórðanson dæmdi þenn an leik og gerði það skínandi vel. — gk. — Arafat Framhald af hls. 1 ELDFLAUGASTÖÐVAR í Tel Aviv var því haldið fram í dag, að Egyptar héldu áfram með stuðningi Rússa að fullgera eldflaugavamiakerfi á vopnalhlés- svæðinu við Súez-skurð. Af þessu tilefni hefur ísraelsstjóm sent vopnahlésnefnd Sameinuðu þjóiðanna nýja kæru, ihina fiimmtu síðan vopnahlé geklk í gildi. Talsmaður ísraelska utanríkis- ráðuneytisins fékkst ökki til þess að staðfesta þá frétt ísraelgka blaðsins Maariv að Bandaríkja- menn hefðu fært sönnur á kær- ur ísrelsmanna vegna meintra vopnahlésbrota Egypta. BRÆÐRAVÍG í daig áttu palestínskir skæru- liðar og Ofbanonskir Nasserssinn- ar í steotbardögum í bænum Sidon, 32 km suður af Beirút. Bardagamir stóðu í nokkrar klulkkustundir, einn maður beið bana og sex særðust, að sögn yfirvalda. Skæralið arnir era féLagar í samtökum er kallast Saiqa, sem Sýrlendingar styðja. Þeir rændu leiðtoga Nassersinna, Maarouf Saad, þingmanni, og 11 fylgiis- mönnum hains og hafa þá í gísl- ingu skaimmt frá borginind. Henri Lalhoud, laindstjóri Suður-Líban- ons, fékk seinna talið skærulið- ana á að láta Saad og fylgis- menn hans lausa. VIÐRÆÐUR SENN í New York er talið að hinar óbeinu friðarviðræður þar með milligöngu Gunnars Jarring hefj- ist á fimimtudag. Abba Efoan ut- ainríkisráðherra hefuir verið skip- aður fulltrúi ísraela. Talsmaður ísraelska utanrfkisráðuneytisins sagði í dag að af hálfu ísraels væri ekkert því til fyirirstöðu að viðræðurnar gætu hafizt. Ákvörðunin um að sfcipa Eban fulltrúa var tekin að loknum stjórnarfundi, sem stóð sex tírna. Aðalfulltrúi fsraels hjá SÞ, Yosef Tekoalh, mun sækja fyrsta fund- inn, en Jórdanir og Egyptar hafa skipað séndiherra sína í New Yorte fulltrúa í viðræðunum. ísraelar telja að með skipun Eb- ans sé meiri von um árangur í viðræðunum. IESIÐ ÖHGlEGn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.