Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1970 21 Leningrad 1941—42. llarn kalið í kuldununi þennan vetnr. Laun norrænna hjúkr- unarkvenna samræmd — Leníngrad Framhald af bls. 14 lögðu íbúðarhús. Á sunnudögum og öðrum frídögum skutu Þjóð- verjar á markaðstorg borgarinn ar og stórverzlanir, þar sem margt manna var saman komið. Það sem verra var, hungrið strá 'felldi fólkið. Fæðuskorturinn, taugaspennan og kuldinn ollu maga- og nýrnasjúkdómum. STAÐFESTA OG SAMH.IÁLP Mér finnst ég verða að minn- ast í fáeinum orðum á þann hug arstyrk og göfgi Leníngradbúa, sem kom hvað bezt í ljós á hin- um hryllilegu timum umsáturs- ins. Það var þjáningarfullt að sjá fólk, nær dauða en lífi með augun djúpt sokkin. Það var eins og sjálfur dauðinn horfði á mann þessum augum. . . Það mátti sjá fullorðna menn detta á göngu sinni, en það fór eng- inn framhjá, án þess að rétta hjálparhönd, hversu máttfarin sem hún var. Hægt, en af festu reyndu Leníngradbúar að hjálpa samborgurum sínum, og fyrir gat komið að sá sem datt og hinn, sem reyndi að hjálpa bæru þar beinin hlið við hlið. Kvenfólkið reyndist sterkara en karlmennirnir, en hungrið gerði sitt, og oft mátti sjá kon- urnar sofnaðar svefninum langa í köldum ibúðunum, eða við úti- dyr húss síns með tóma inn- kaupatösku sér við hlið. En þótt neyðin væri mikil gáf ust Leníngradbúar ekki upp. Þeir lifðu til að starfa fyrir her- inn, framleiða vopn og hergögn, gera íkveikjusprengjur óvirkar, lækna særða hermenn, hjúkra sjúku fólki og börnum. Að þessu unnu bæði konur og ungar stúlk ur, aldraðir menn og unglingar. Leníngradbúar lifðu því þrátt fyrir allt margbreytilegu lífi með áhuga fyrir andlegum þörfum og umhyggju fyrir dýr- gripum menningar og listar. Mig langar til að taka hér nokkur dæmi um það. Oft mátti sjá bæði óbreytta borgara og hermenn kaupa bækur, bæklinga eða dag blöð i söluturnum á götum borg- arinnar. Sinfóníuhljómsveit Len íngrad og Óperettuleikhúsið héldu starfsemi sinni áfram, jafnvel á erfiðustu tímum umsát ursins. Það kann að þykja ótrú legt, en einmitt þá sá ég ásamt öðrum Leníngradbúum hina léttu og lifsglöðu óperettu „Káta ekkjan" og fleiri og hlust aði á hina hátíðlegu 7. sinfóníu Shostakovitsj, sem var samin í umsetinni Leníngrad. Þetta og margt annað hjálpaði Leningrad búum að varðveita hugarfestu sína, elska lífið og berjast fyrir því af meiri þrautseigju. Það er líka staðreynd að það tókst að vernda menningarverð- mæti Leníngrad fyrir eyðilegg- ingu herja Hitlers. Sýningar- gripir Ermitasj safnsins voru fluttir í burtu í tæka tíð. Stytt- an af Pétri mikla og fleiri stytt- ur og egypzku sfinxirnar (þær voru fluttar til Pétursborgar ár ið 1832, en í stríðinu voru þær gcymdar í borginni í kössum fylltum sandi) voru faldar á ör- uggum stað. Leníngradbúar vissu, við hvers konar óvini var að fást. Nasistar eyðilögðu t.d. stórkostleg menningarverðmæti í sumarhöll Péturs rhikla. Stóra höllin, sem Katrín II, dóttir Pét- urs mikla, átti á sínum tíma var lögð i rúst. Eina hallarbygging- una notuðu Þjóðverjar fyrir hesthús. Gosbrunnarnir frægu í Péturhoff skemmdust illa. Þjóð- verjar stálu styttunni af Sam- son, sem var stolt hallarinnar og sendu hana til Þýzkalands. Hún gat nefnilega komið að not um, — öll gerð úr gulli. Ennþá er unnið að viðgerðum á Stóru höllinni í Péturhoff. LENÍNGBADBÚAB STÓÐUST ÞOLEAUNIBNAB Frá byrjun bardaganna um Leníngrad var allt gert til að hjálpa borginni og ibúum henn- ár. Til dæmis var meh-ihluti barna, unglinga og gamalmenna fluttur i burtu, áður en borgin var umkringd. Að vísu voru margir sannir Leníngradbúar, sem ekki vildu flýja borgina. Þeir gátu ekki hugsað sér að óvinunum tækist að vinna borgina. Eftir ís á Ladogavatni lá sú leið, sem tengdi Leníngrad við umheim- inn, þ.e. við aðra hluta Sovét- ríkjanna. Þessi leið var með réttu kölluð „Vegur lífsins". Með bílum og öðrum flutninga- tækjum voru matvæli, föt og skófatnaður flutt til Leníngrad eftir þessari leið, undir kúlna- hríð óvinanna. Þennan veg fóru hermenn og liðsforingjar á víg- stöðvarnar, eftir að sár þeirra höfðu gróið á sjúkrahúsum i Leníngrad. Sömuleiðis fóru þeir borgarbúar, sem ekki vildu eða gátu farið úr borginni árið 1941, en .urðu nú að fara af heilsu- farsástæðum. Vegna aukinna matvælaflutn- inga til borgarinnar eftir „Vegi lífsins" var brauðskammtur verkamanna, verkfræðinga og tæknimanna aukinn í 350 gr á dag frá 1. jan. 1942 og dag- skammtur þjónustufólks og fólks sem ekki var í föstu starfi varð nú 200 gr. Mikið gladd- ist fólkið. Ókunnir föðmuðust og óskuðu hver öðrum til hamingju. Nokkru seinna kom nýtt gleði- efni: Verkamenn fengu 500 grömm af brauði á dag, þjón- ustufólk 400 grömm og gamal- menni og börn 300 gr. í umsetinni borginni var veru- leg hætta á farsóttum, en það tókst að koma algerlega i veg fyrir þær. Vorið 1942 sótthreins uðu unglingar borgarinnar með aðstoð hermanna á batavegi alla þá staði, sem gátu verið upptök að farsóttum (götur, húsagarða, stigapalla, geymsluloft og kjall- ara o.fl.). ENGINN OG EKKEBT MÁ GLEYMAST Þegar gengið er um Piskarov grafreitinn, valda minningarnar um fallna vini og félaga ólýs- anlegum sárindum. Dagbókin hennar Tönju, — átta ára Lenín gradstúlkunnar kemur manni i hug: „Savítsjev fjölskyldan er dáin. Allir dóu. Tanja er ein eft- ir.“ Taugarnar bresta og tárin brjótast fram. Enn einu sinni verður maður hrærður yfir þeim sorglegu örlögum, sem nasistar Hitlers skópu milljónum manna. Það má sjá, hvernig gestir Sov- étríkjanna drúpa höfði i virð- ingar- og viðurkenningarskyni við fallna Leníngradbúa, og leyna ekki tilfinningum sinum og tárast jafnvel. Hér kemst fólk ekki hjá því að hugsa um þá ábyrgð, sem það ber gagn- vart friði og gagnkvæmum skiln ingi. (Zakharov er yfirmaður rússn esku fréttaþjónustunnar Novoti í Reykjavík). í FINNSKA blaðinu Huvudstads- bladet er frétt um norrænt samkomulag um sameiginlegan markað fyrir hjúkrunarkonur á Norðurlöndum, en samningurinn gekk í gildi í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi 15. ágúst. Segir í fréttinni, sem höfð er eftir Toini Nousainen, tals- manni finnsku hjúkrunarkvenn- anna, að fsland hefði ekki enn samþykkt samninginn, en hafi látið á sér skilja að það vilji vera með. En hjúkrunarkvenna- skortur sé á íslandi og gæti það verið orsökin. í saimningi þessum felst að hj úkruniarkonur, sem vinna í öðru landi á Norðurlöndum en sínu eigin, fái fuil laun og sama rétt til eftirlauna. En áður var nokkur rnunur þarna á, t. d. höfðu Svíar krafizt þriggja mán- aða námskeiðs af öðruim hjúkr- unarkonium en sænskum áður en þær fengu þar full réttindi. Hengd og stungin Los Angeles, 22. ágúst. — AP. LÍKSKOÐARINN i Los Angeles bar vitni í gær við réttarhöldin í morðmáli leikkonunnar Sharon Tate og fjögurra vina hennar. Sagði hann að leikkonan hefði bæði verið hengd og stungin. Hann sagði að áverkar eftir reipi hefðu fundist á hálsi og vinstri kinn leikkonunnar auk 16 hnífsstungna. Hann sagði einnig að fimm stungur hefðu nægt til að valda dauða. I lok vitnisburðarins sagði likskoðar- inn, Thomas T. Noguchi að barn ið sem Tate bar undir belti, hefði verið sveinbarn og að það hefði 1 lifað i 15-20 mínútur eftir lát Tate. Toini Nousiainen segir í við- talinu að gegnum rannsóknir á vinnuimarikaðnum, sem nú verði nauðsynlegar,-verði hægt að færa til vinnukraftinn, ef skortur verðiur á hjúkrunarkonum í ein- hverjum staðnum og fylla upp í götin annars staðar frá. Elkki sé að vænta mikiils tilflutnings af þessum sökum. En í framtíð- inni verði sjúkraihúsin neydd til samikeppni um hjúkrunarkonur. Því auðvitað sæki þær þangað sem þær fái bezt kjör. — Dreifibréf Framhald af bls. 17 tel ég það li'tílu máli skipta fyrir mig. Það situr sízt á Sjálflstæðis- manini, að vanmeta gildi sam- keppninnar. En hún er því að- eins jákvæð, að fylgt sé reglum drengskapar og heiðarleika. Menn skiptast í stjómmálaflo'kka fyrist og fremst eftir skoðunum á því, hver'su beri að skipa efna- hags- og atvinnumálum þjóðar- innar. Vist em slík stefnumál og hugmyndafræði sú, sem þeim liggur að baki mikilvæg og sæti sízt á mér, stöðu minnar vegna, að reyna að draga úr gildi þeirra, þó að útsendarar dreifiþréfsins sýnist þar á öðru máli. En mikilvægara öllu slíku eru þó þær hugmyndir, sem menn hafa um leikreglur þær, sem fylgja beri í samskiptum manna, að þær séu á hverjum thna i sam ræmi við hugsjónir réttlætis og drengskapar. Og ég játa hrein- ski'lnislega, að svo fastur er ég ekki í minni trúarjátningu, á einkaframtak o.s.frv., að ég kjósi ekki heldur, ef því er að skipta, að vinna með góðum drengjum, þótt aðrar skoðanir hafi en ég á leiðum til úrlausnar efnahags- vandamálum, en þeim, sem eru beggja handa járn, þótt þeir játi sömu trú og ég. Ólafur Björnsson. Hermaður kaupið sér miða tll að Iilýða á Sjöundu sinfóníu Sjostakovits, sem samm var er Leningrad var umsetin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.