Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 22
22 MORGUNRLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1970 Eiríkur Ste forstjóri — F. 10. marz 1897. — D. 15. 8. 1970. 1 dag fer fram útför Eiríks Stephensens forstjóra, Hörða- landi 18, hér í borg. Hann and- aðist sunnudaginn 16. þ.m. Hann hafði verið talsvert farinn að heilsu síðastliðin 2 ár. t Konan mín og móðir, Gyða Kjartansdóttir, andaðist að Sjúkrahúsi Akur- eyrar mániudaginin 24. ágúst. Júlíus Baldvinsson, Steinunn Júlíusdóttir. t Eiginkona mín, Anna Mýrdal Helgadóttir, Suðurgötu 94, Akranesi, andaðist 24. ágúst í Sjúkra- húsi Akraness. Jarðarförin auglýst sdðar. Björgvin Ólafsson og börn. t Maðurirun mimi og faðir okkar, Eiríkur Eiriksson, frá Eyri, Ingólfsfirði, lézt 23. ágúst. Ásthildur Jónatansdóttir og bömin. phensen Minning Eiríkur fœddist að Lágafelli í Mosfellssveit hinn 10. marz 1897. Faðir hans var síra Ólafur Magnússon Stephensen þá prest ur að Lágafelli og síðar í Bjam- arnesi i Homafirði og prófastur í Austur-Skaftafellsprófasts- dæmi. Móðir Eiríks var Stein- unn Eiríksdóttir bónda að Karls skála í Reyðarfirði Björnssonar. Eftirlifandi eiginkona Eiríks er Gyða dóttir Finns Thordarson kaupmanns á Isafirði og Stein- unnar Guðmundsdóttur Natha- naelssonar frá Gemlufalli við Dýrafjörð. Börn þeirra hjóna, sem öll em á lifi: Finn- ur, skrifstofustjóri, giftur Guð- mundu Guðmundsdóttur, Áslaug gift Jóni Haraldssyni arkitekt, Ólafur, læknir, giftur Guðrúnu Th. Sigurðardóttur, sálfræðingi og Steinunn Ragnheiður, ljós- móðir, ógift. Barnaböm þeirra hjóna eru tíu. Eiríkur heitinn lauk fullnað- arprófi frá Verzlunarskóla ís- lands árið 1914. Hann réðist þá þegar til capt. Carls Trolle, sem þá rak fyrstur manna vátrygg- ingarstarfsemi í Reykjavík sem aðalstarf og stofnaði síðar hið þekkta fyrirtæki Trolle & Rothe. Á fyrstu starfsámm sín- um hjá Trolle & Rothe dvaldist Eiríkur um tveggja ára skeið við störf hjá ýmsum vátrygging- arfélögum i Kaupmannahöfn á vegum Trolle & Rothe, til að full t Haukur Jónsson, Mávahlíð 18, anidaðist 16. ágúst. Jarðarför- in hefur f.arið fram. Við fær- um öllum ættimigjium og vin- um okkar innilagiustu þakkir fyrir aóistoið við hann í veik- indum hans og samúð við amdlát hans og jarðarför. Aðstandendur. t Eiginmaður mirsn, Bjarni Snæbjörnsson, læknir, Hafnarfirði, andaðist að hieimili sínu Kirkjuvegi 5, mánudaginin 24. ágúst. Helga Jónasdóttir. t Faðir okkar, Sigurjón Ingvarsson, Sogni, amdaðist í Landspítalanum 22. þ.m. Bömin. t Útför móður okkiar, Sigríðar Einarsson, fer fram frá Dómkirkjuinmi miðvikudaigiinm 26. ágúst kl. 10,30 fyrir hádeigl Þeir, sem vildu mimmiast hennar er bemt á Bamaspítalasj óð Hringsims. Einar B. Pálsson Franz E. Pálsson Ólafur Pálsson Þórunn S. Pálsdóttir. t Útför Jóhanns Stígs Þorsteinssonar, Strembugötu 4, Vestm.eyjum, fer fram frá Lamdakirkju í Vestmammaeyjum þriðjudag- inn 25. ágúst kl. 14.00. Kristín Guðmundsdóttir og böm. numa sig í starfsgrein sinni, en Eiríkur var í þjónustu þess fé- lags og siðar meðeigandi þess til dauðadags. Árið 1922 varð hann fulltrúi félagsins, síðar skrifstofustjóri og loks forstjóri eftir lát Carls Finsen, árið 1955. Hann hafði þvi verið í þjón ustu Trolle & Rothe h.f. i rúm 56 ár, er hann lézt, jafnan við góðan orðstír enda þrautreynd- ur í sinni grein. Ég átti þvi láni að fagna að hafa náin samskipti í starfi við Eirik frá og með vorinu 1921 til dauðadags hans og tel mig því hafa kynnzt honum að nokkru. Af kynnum mínum við hann er ég þess fullviss, að hann hefði ekki kært sig um, að fjölyrt yrði um ágæti hans, en mér finnst eftir atvikum, að ég geti eigi látið hjá líða að láta að nokkru álit mitt í Ijós á kostum hans í samvinnu og einstakri vel vild hans í minn garð. En á því sviði er úr svo mörgu að velja, að erfitt er að ákveða, hvers skuli sérstaklega getið. Mín reynsla af Eiríki er fyrst og fremst sú, að hann hafi verið vel gefinn, vel menntaður og fjöl- hæfur maður í starfi sínu, traust ur, skapfastur, en þó samvinnu- þýður, glaðvær og gamansamur, velviijaður og skilningsgóður. Eiríkur naut mjög hamingju- ríks einkalífs, þar sem var vel gefin, umhyggjusöm og ástúðleg eiginkona og vel gefin, reglu- söm og mjög mannvænleg böm og bamaböm, sem allt vildu fyr ir hann gera eins og hann fyrir þau. Þessi grundvöllur hefur að sjálfsögðu verið honum ómetan- leg stoð og stytta í lífinu og hvatning í starfi. t Útför móður okkiair, Jónínu Valgerðar Sigurðardóttur, Miðkoti, Þykkvabae, fer fram frá Hábæjarkirkju n.k. miðvikiudaig og hefct mieð húskveðju frá beimili hiimniar látniu kl. 2. Blóm og kramsar afiþakikað efn þeim siem vildu minmst hinnar látou er bent á minningarsjóð Hábæjar- kirkju. Bílfedð frá Umferðarmið- stöðiinini kl. 11.30. Böm og fósturdætur. Mikill harmur er kveðinn að eiginkonu og börnum Eiríks, en ef til vill er bilið milli lifenda og þeirra, sem við köllum dauða ekki eins breitt og syrgjendum finnst og gott er að minnast ást- úðlegra samvista að undanförnu og festa vonina um endurfundi í huga sér á saknaðarstundum. Ég vil að lokum þakka þér, kæri vinur, ágæt og ógleymanleg kynni og óska þér og ástvinum þínum alls góðs. Sveinbjöm Jónsson. í dag er til moldar borinn Eirikur Stephensen, forstjóri. Kynni mín af Eiriki hófust fyrst hin síðari ár ævi hans, er ég átti því láni , að fagna að verða tengdasonur hans. Var Eiríkur þá tekinn að reskjast og sjúkur hin síðustu ár. Voru það mér holl kynni og ánægju- leg, þvi ekkert er manni þroska vænlegra en að blanda geði við gott fólk. Eiríkur var meðalhár vexti, þrekvaxinn en beinvaxinn. Höfuð stórt og silfurhært með reglulega andlitsdrætti og svip- mikla hins fríða manns. Höfð- inglegur í framgöngu en þó prúð ari öðrum mönnum, sem ég hef kynnzt. Mildur í geði og vel- viljaður, gáfaður maður og góð- ur maður. Á fallegu heimili sínu og ágætrar eiginkonu, Gyðu, sem reyndist honum raunsannur lífs förunautur, ríkti Eiríkur með þeirri ró, myndugleika og æðru- leysi, sem einungis er höfðingja. Mér leið vel í návist hans, sem öðrum, ekki sizt barnabömunum, sem nú kveðja mildan og hjarta- hlýjan afa. Ekki mun rakinn hér ævifer- ill Eiríks, en hann starfaði alla tíð að tryggingamálum og síðast sem forstjóri Trolle & Rothe, hér í borg. Rómaður var Eirík- ur fyrir hæfni í starfi, samvizku semi og grandvarleika, sem ýms- ir álíta, að fari dvínandi með þjóðinni; en einkenndi hugsun- arhátt þeirrar kynslóðar, nokk- uð, sem nú er að kveðja. Af óviðráðanlegum orsökum dveljumst við hjónin erlendis um þessar mundir og getum því eigi fylgt föður og tengdaföður síðasta spölinn. Því eru þessi fá tæklegu orð rituð, að mætti ég tjá ástvinum Eiríks hluttekn ingu mina í sorg og votta virð- ingu mína og þakklæti fyrir við kynningu við látinn drengskap- armann. Blessuð sé minning Eiríks Stephensen. Jón Haraldsson. 1 dag er kvaddur hinztu kveðju Eiríkur Stephensen, for- stjóri Trolle & Rothe h.f. Kynni okkar Eiríks hófust ár- ið 1953 er ég réðst starfsmaður nýstofnaðs tryggingafélags, og upp frá því má segja að um náið samstarf hafi verið að ræða, að undanteknum 4—5 árum, en þó var ætíð um góð samskipti okk- ar í milli að ræða, bæði per- sónulegs eðlis og starfsins vegna, því engum var í kot vís- að er ráðlegginga þurftu að leita hjá Eiriki. Eirikur helgaði starfskrafta sína Trolle & Rothe h.f. um rúmt hálfrar aldar bil, og má það telj ast sjaldgæft að starfa samfellt hjá sama fyrirtæki alla sína starfsævi, enda gefur það góð hugmynd um það mikla traust er honum var sýnt alla tíð. Hafði fyrirtækið m.a. aðalumboð t t Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu. t Móðir miiin, temigdamóðir og INGIBJARGAR INGIMUNDARDÓTTUR, Ég þakka iinimlega auðsýnda amma, Kambsvegi 4, Reykjavík, samúð við fráfalL Ólafía Gísladóttir, fer fram frá Dómkirkjunni, miðvíkudaginn 26 ágúst kl. 13.30. 7 Elísabetu Erlu Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á Helgadóttur. amdaðist mánudaginn 24. Krabbameinsfélag Islands. þ. m. Gísli Kristjánsson. Helgi Halldórssom, Guðrún Kvaran, Ingimundur Gislason. TTnnur Elíasdóttir. Böðvar Kvaran Gunnsteinn Gislason, og böm. Edda Farestveit. Guðrún Brynja Gunnsteinsdóttir. hér á landi fyrir Lloyd’s of London, sem vart gerist þörf að orðlengja i hverju störf á þess vegum voru fólgin, er voru oft viðamikil og erfið. Naut þar sín vel nákvæmni og góð yfirsýn Eiríks inn í hinn margslungna heim tryggingamála, og þá sér í lagi varðandi ýmiss konar upp gjör sjó- og skipatjóna. - Um 30 ára bil hafði hann sér til ómet- anlegrar aðstoðar Helga heitinn Jónsson er lézt á öndverðu ári, og minnist ég kynna minna við þessa tvo heiðursmenn með inni- legu þakklæti, er munu seint líða úr minni. Það sem einkum einkenndi Eirik var hin rólega en stað- fasta framkoma hans, hvað sem á dundi, og mættu margir af okkar kynslóð þar af læra, þó sér í lagi stundvisi og sam- vizkusemi. — Þó heilsu Ei- ríks hafi verið ábótavant hin sið ari ár, þá dró það ekki úr at- orku hans fyrr en um mitt sL ár að hann dró sig að mestu í hlé frá önnum dagsins, og segir mér hugur að hann hafi verið sér meðvitandi hvert stefndi, á vit hins ókunna. — Eiríkur Step hensen var kvæntur hinni mæt- ustu kohu, Gyðu fædd Thordar- son, er nýverið syrgði systur sína, og er því skammt stórra högga í milli. Var hún alla tíð stoð og stytta bæði í meðlæti og mótlæti. Þau hjón áttu miklu bamaláni að fagna, eignuðust tvær dætur og tvo syni, er öll hafa komizt vel til manns, en nú sjá á bak ástsælum föður. Að leiðarlokum þakka ég Eiríki samfylgdina, og flyt konu hans, börnum, barnaböm- um og öðrum ástvinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan sæmdar- mann mun lifa. Magnús Tulinnis. ÞÁ eigum við einuan heiðiurs- Tnjammánium færra, varð mér fyrst hiu'gsað, er ég frétti lát Eirífcs Stephensen. Þeir eru nsefnilega, eklki ýkjamargir raunveirulegir heiðuTSimenin, aem við kynnuimöt hvert og eitt á lífsleiðinmi. Þó emu þeir til, sem betur fer. Og það er ávalllt sök-niuður, þegar -þeir hverfa alf sjónarsviðinu, þótt -þeir verði auðvitað að lúta saimia lögmáli og við öll hin. Skarð 'þeirra verður samt allt atf vamd- fyllt. Þeir eru sjaldnast hávaða- m-enn og láta oft efeki mikið á sér bera, en er það ekki einonitt aðall heiðursmamnisinis. Andiát Eiríks Stephensen kam eklki flatt upp á mig því ég hafði verið heimaganigur á heiimili hans, og koruu hans, Gyðu, uim áralþil, og þasis vegna fylgzt m'eð hvemnig heilsuifari hans fór hnign andi. Þó að maður sakni vinar í stað, er rétt að gera sér grein fyrir því, að það væxi sprottið af hreinmi eiginigirni að óska sér að góðvinur manns lifði sjálfan sig, ef svo mætti að orði kom- ast. Bezt er að kveðja, þegar þrekið og heilsan er á förum á hvaða aldursskeiði sem er. Eiríkur Stephensem var af- S. Helgason hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.