Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1970 Útsala — Útsala Mikil verðlækkun. Glugginn Luuguvegi 49 Verzlun til leigu við Miðbæinn. Tilboð merkt: ..Mánaðamót — 4020“ sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 27. 8. Sölumaður óskast til að selja vel þekktar vörur. Góð sölulaun. Sölusvæði: Reykjavík og nágrenni. Upplýsingar í síma 25385. Húsnœði óskast Húsnæði um 200—300 fm, mega vera 2—3 samliggjandi hæðir, óskast, 50—100 fm verður sem lager. Húsnæðið þarf helzt að vera á I. hæð við aðalgötu eða hliðargötu í Reykjavík. Þarf að vera laust sem fyrst. Tilboð, sem farið verður með sem trúnaðarmál, sendist afgr. Morgunblaðsins merkt: „HERTZ — 8359". TILBOÐ 0SKAST í eftirfarandi í því ástandi sem það er: 1. um 250 stk. stólar 2. um 50—60 stk. veitingaborð 3. 5 — smáborð 4. 4 — hringsófar 5. 1 — bardiskur 6. 1 — kælir (úr bardisk) 7. 1 — kæliskápur (teg. Nordic) 8. 1 — kæli (eða hita) spíral. Heimilt er að bjóða í hvern lið fyrir sig eða hluta hans, boð sem ekkí eru viðunandi verða ekki tekin til greina. Framangreint verður til sýnis fimmtudaginn 27. 8. og föstu- daginn 28. 8., klukkan 14.00 til 17.00 báða dagana í veitinga- sölum Þjóðleikhússins, inngangur frá vesturhlið. Tilboðum sé skilað í lokuðu umslagi í skrifstofu Innkaupa- stofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir mánudags- kvöld 31. 8. 1970, merkt: „Þjóðleikhús". INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS SORGARTÚNI 7 SlMI 10140 Auglýsing um umferð og bifreiðastöður í Hafnarfirði. Að fengnum tillögum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hafa verið settar eftirfarandi reglur um umferð og stöður bifreiða í Hafnarfjarðarbæ samkvæmt heimild ! 65. gr. umferðarlaga nr. 26/1958. 1. Umferð um Hverfisgötu hefur forgangsrétt fyrir umferð úr öllum götum, sem að henni liggja að Reykjavíkurvegi. 2. Umferð um Hringbraut hefur forgangsrétt fyrir umferð frá Öidugötu á mótum þessara gatna. Framangreind ákvæði taka gildi, er varanlegri gatnagerð lýkur á áðumefndum götum. 3. Umferð um Vesturbraut hefur forgangsrétt fyrir umferð frá Vesturgötu að vestan. 4. Bifreiðastöður eru bannaðar á Suðurgötu við skóla St. Jósephssystra. Þetta tilkynnist hér öllum, sern hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 19. ágúst 1970. Finar Ingimundarson. Sjötugur í dag: Sigurður Ölason forstjóri Vest- mannaeyjum Mig furðaði á því, þegar það hvarflaði í hug, að Sigurður Ólason, forstjóri á Þrúðvangi í Vestmannaeyjum, væri sjötugur í dag. Svona finnst okkur, sem komnir erum á efri ár, eins og ég, vera stutt í tímanum og hann hafa liðið skjótt hjá, og er það kannski skynvilla, eins og margt annað. Síðast þegar ég hitti Sig- urð í vor, var hann giaður í anda og spjölluðum við eins og oft áður um liðna tíð og lax- veiðar. Við höfum alllengi átt samieið á þessu plani jarðiífs- ins og farið vel á með okkur, og er mér hin mesta ánægja að geta nú sent honum hugheilar afmælisóskir á þessum tímamót- um. Það munu nú vera nær því fimmtíu ár síðan fundum okkar bar fyrst saman á knattspymu- veili í Vestmannaeyjum og háð- um við sem samherjar í Knatt- spymufél. Tý marga kappleiki og áttum saman margar ánægju- stundir við æfingar. 1 þeim leik var Sigurður prúðmenni og lip- urmenni, eins og jafnan í öilu dagfari, enda vinsæll af sam- ferðamönnum sínum. Sigurður er fæddur 25. ágúst 1900 og voru foreldrar hans Óli Jón Kristjánsson bóndi á Vík- ingavatni í Kelduhverfi og kona hans Hólmfriður Þórarinsdóttir, alkunn fyrir dugnað og gáfur. Um tvítugt fluttist Sigurður búferlum til Vestmannaeyja og hefur átt þar heimili síðan, lengst af í húseign sinni Þrúð- vangi við Skólaveg. Hann stund aði lengi verzlunarstörf og skrif stofustörf, var um skeið kaupfé- lagsstjóri við kaupfélagið Bjarma, en um langt skeið hef- ur hann verið forstjóri Fisk- sölusamlagsins og annazt afskip un á öllum saltfiski frá Vest- mannaeyjum. Hann veitti og for- stöðu fiskþurrkunarhúsinu í Eyj um og Netagerð Vestmannaeyja h.f. meðan það fyrirtæki starf- aði. Störf sín hefur Sigurður ætið stundað af frábærri ár- vekni og nákvæmni, og verið mikill starfsmaður og velvirk ur. Kona Sigurðar er Ragnheiður Jónsdóttir frá Brautarholti í Vestmannaeyjum og eiga þau tvær uppkomnar dætur. Þau hjón hafa verið samhent og far- sæl í lífi og starfi. Er jafnan mjög ánægjulegt, að vera gestur þeirra fyrir sakir alúðar þeirra og hiýju. Ég vii enda þessi fáu orð mín með því að rifja upp og gera að minum orðum visu Sigurjóns í Borg við fyrri tímamót i lifi Sig- urðar: Lendirðu í fári lífs á sæ/leiði þig æðri kraftur/svo þú vinnir sí og æ/sjö grönd dobbluð aftur. Verði þetta áhrínsorð- JGÓ. Atvinna Dugleg stúlka óskast til starfa við saumaskap. Uppl. í verksmiðjunni í dag kl. 10-11 og 4-5. SKINFAXI HF., Síðumúla 27. Skrifstofumaður Duglegur skrifstofumaður óskast nú þegár. Nokkur ensku- og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Nafn og heimilisfang ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 29. 8. nk. merkt: „Fui.ri þagmælsku heitið/1970 — 2796”. BMVÍ 1600 til sölu Bifreiðin er 5 manna fólksbifreið, árg. 1967, Ijós að lit, í mjög góðu ástandi. Ekin um 46 þús. km. Útb. 100 þús. kr. Verð 240 þús. kr. Upplýsingar í síma 51874 frá kl. 10—12 og klukkan 1—5. Kjötbúð til sölu Kjötverzlun til sölu á góðum stað í borginni útb. 1500 þúsund Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 1. sept. merkt ,,Kjötverzlun 2797" Stór - skóútsala Kvenskór — kartmannaskór — sandalar rúskinnskór — barnaskór — strigaskór Eiffhvað fyrir alla — Cóðir skór — Ódýrir skór Stórlœkkað verð til að rýma fyrir nýjum birgðum / ' Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 96 við hliðina á Stjörnubíói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.