Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.08.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBL.AÐI©, í>RIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1970 JohnBell i J í NÆ Tim l /v" ‘ ■' 1 M HITA ;1UK NUM 48 Sam Wood fann, að allir horfðu nú á hann. Hann vissi vel að svona hafði hann ekki hugs- að málið, en það var engin á- stæða til að fara að láta þess get ið. Að minnsta kosti hafði hann hagað sér eins og nú var verið að hrósa honum fyrir. Hann and aði því rólega og hélt sér vand- lega saman. — En þá kom það fyrir, sem beindi mér ákveðið á rétta braut. Gillespie lögreglustjóri tók hr. Wood fastan, fyrir einhvem grun, sem mér er ekki kunnur, en hann hafði fengið. Nú var aðaltilgangur minn ekki lengur sá, að elta uppi hr. Kaufmann, heldur að sanna sakleysi hr. Woods og fá hann látinn lausan. En þar varð ungfrú Purdy mér að liði — þegar hún hélt, að hr. Wood væri í vanda staddur, kærði hún hann fyrir að hafa verið henni of nærgöngull, þar eð henni fannst hann enga að- stöðu hafa til að bera það af sér. — Dáfalleg stúlka það, sagði hr. Jennings. Virgil hélt áfram: — Hr. Wood gaf mér bendingu, sem vakti at- hygli mína á húsi Purdys og ég fór að gefa stúlkunni nánari gæt ur. Svo var fyrir að þakka snar ræði hr. Gillespie, þá gat ég hler að samtal, sem hann átti við þau feðgin, og þar sagði hún beinum orðum, að hr. Wood hefði verið vanur að koma við hjá henni á Ieiðinni í vinnuna. Vitanlega var það ekki svo, en þá rann upp ljós fyrir mér: þarna var um að ræða mann, sem fór í vinnu á þessum tíma og væri miklu lík- legri til að vera pilturinn henn- ar. Og þá mundi ég um leið eftir því, hvernig Ralph reyndi á sinn bjánalega hátt, að blanda sak- lausum manni inn í morðmálið. Nú fór þetta allt saman að koma heim og saman. Ég náði í sex menn, sem höfðu séð hr. Wood á eftirlitsferð hans um nótt ina, og fjórir þeirra, sem vildu virða mig svars, gáfu honum sam anlagt nægilega fjarverusönnun. Ég fann þessa menn með því að fara í húsin, þar sem ég hafði séð ljós í glugga, er ég var i eftir litsferðinni með hr. Wood. Menn, sem fara á fætur síðla nætur, gera það nokkuð reglulega og nokkrir þeirra höfðu tekið eftir lögreglu bílnum á ferðinni. Loksins áttaði ég mig á tveim- ur mikilvægum atriðum: Maður- inn, sem hafði skilið eftir lík Man tolis á veginum, hlaut að vera vel kunnugur umferðinni á þessum tíma nætur, — og það átti við Ralph. Og svo sá ég þýðíngu þess, að þarna var afskaplega heitt um nóttina. — Eigið þér við, að veðrið hafi haft einhver áhrif á morðið? spurði Frank Schubert. — Já, áreiðanlega og það á tvennan hátt. Hvort tveggja stuðlaði að því að gefa Ralph góða fjarverusönnun, sem hann hafði sjálfur alls ekki reiknað út. Undir eins og ég mundi eftir þessum mikla næturhita, hvarf um leið mikilvæg bending, Ralph í hag, og um leið vissi ég, að nú var ég búinn að finna rétta mann inn. Ég vissi tilganginn, ég hafði fundið tækifærið, og sem ein- staklingur féll hann alveg inn í hlutverk morðingjans, eins og hann hagaði sér. — Hvað gerði hann eiginlega? spurði Endicott. — Hann lagði snemma af stað í vinnuna, til þess að hitta De- lores. Hún gerði honum það ljóst, að annaðhvort yrði hann að „sjá um hana", eða taka afleiðingun- um. Allt, sem honum fannst hann þurfa til þess að sleppa úr vand ræðunum, var peningar, en hann átti ekkert sparifé, og var á vesældarlegri knæpu. Hann sat þarna fastur, eða hélt sig að minnsta kosti gera það. — En stúlkan var bara alls ekki ófrísk, greip Duena fram í. — Það stendur heima, sagði Tibbs. — Hvernig komuzt þér að því. Duena leit á hann. — Daginn sem ég hitti hana, hafði henni létt svo mjög, að það var alveg áberandi. Hún vildi ekki heimta neitt af neinum — aðeins vera látin afskiptalaus. Og hún sagði, að það þyrfti ekki að rannsaka sig. — Haldið þér áfram, sagði Gill espie við Tibbs. — Þessa nótt var Ralph að aka til vinnunnar og brjóta heil ann um einhver úrræði. Hann þóttist verða að ræna einhvern, en spurningin var bara, hver það ætti að vera. Fáum mínútum áður en hr. Endicott skildi við Maest ro Mantoli við gistihúsið, sem er iélegt og með enga lofthreinsun var Mantoli í uppnámi og fullur áhuga í sambandi við hátíðina og Notið frístundirnar Vélritunar- og hraðritun arskóli Vélritun — blindskrift, uppsetning og frá- gangur verzlunarbréfa, samninga o. fl. Notkun og meðferð rafmagnsvéla. Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og innritun í sima 21768. Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27, — sími 21768. allét INNRITUN DAGLEGA KL. 1—7, SÍMI 14081. SÉRSTAKIR BARNA- FLOKKAR, 6 ÁRA OG ELDRI, UNGLINGAFLOKKAR, FL. FYRIR 16 ÁRA OG ELDRI, OG FRAMHALDSFLOKKAR. JAZZBALLETTBÚNINGAR FÁANLEGIR Á STAÐNUM. , SIGVALDI ÞORGILSSON .............. ■■■■■■»■■■ »» ■ ---mmtmmmm mma maj Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Ef þú gætir að eyðsluseminni, er allt annað í lagi í dag. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Reyndu að ljúka öllum verkum, sem hægt er að koma frá í dag. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Þú átt afar annríkt fyrri partinn. Þú þarft ekki að gefa gaum að fráganginum. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Einkamálin eru þér ofarlega í huga, og þú gleymir stað og stund við að sinna þeim. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. öll áform þín standast, og það skiptir þig miklu. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þú sinnir félagslífinu mikið um þessar mundir. Vogin, 23. september — 22. október. Nú skaltu endilega færa þig upp á skaftið og innheimta það, sem þú átt skilið. Sporðdrekinn, 23. októb-er — 21. nóvember. Þú ert haldinn vinnusemi og það kemur sér vel. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Leggðu vinum þínum lið, jafnt í starfi sem leik. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Reyndu að semja við þá, sem eru þér ósammála, og mundu, að það er til í dæminu, að þú sért ekki óskeikull. Farðu á ball. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Reyndu að njóta dagsins, þótt lítið gerist. Komdu hugmyndum þínum á framfæri. Fiskamir, 19. febrúar — 20 marz. Þú lætur algerlega hugmyndaflugið fara með þig. Reyndu að hvíla þig oft og stutt, svo að þú ofreynir þig ekki. hefur sennilega haldið, að hann mundi ekki geta sofnað, og því ákveðið að fá sér gönguferð. Munið þér, að ég spurði um, hvort hann hefði verið fljótur til að taka snöggar ákvarðanir? Um leið spurði ég, hvort hann hefði verið fljótur að komast í kunn- ingsskap við fólk, og hvort hann mundi leiða hjá sér nokkurn mann fyrir þá sök eina, að hann væri af lægri stigum? — Og ég sagði, að hann hafði verið fljótur að taka ákvarðanir og fljótur að komast í kunnings skap við fólk, sagði Duena. — Það gerðuð þér. Og þá sá ég, hvernig þetta hefði allt geng ið til. Ralph, sem kom akandi eftir veginum, sá og þekkti meist arann, sem var einkennilegur út lits, að minnsta kosti hér i bæn- um. Þarna sá Ralph tækifærið. Hann bauð Mantoli að aka með sér og hinn þá það. -— Þegar ég heyrði, að morð- vopnið hefði fundizt hjá tón- íeikasvæðinu, fannst mér það enn benda á hr. Kaufmann. En þar skjátlaðist mér alveg. Ralph sagðist ekki hafa séð tónleika- svæðið og Mantoli bauðst til að sýna honum það. Hann langaði líka sjálfan til að sjá það, þar eð einmitt þetta kvöld hafði verið gengið endanlega frá tónleika- haldinu. Svo óku þeir þangað — Man- toli af ástæðunum, sem ég var að nefna, en Ralph til þess að ræna af honum nægilegu fé til þess að losna úr vandræðum sín um. Þeir stigu út rétt við svæð- ið og horfðu á það, sem þar hafði verið gert. Áhorfendurnir — eða öllu heldur áheyrendurnir — verða að sitja á trjábolum, fyrsta sumarið að minnsta kosti. Síðustu sætaráðirnar höfðu ein- mitt verið settar upp og alls kon ar spýtnarusl var þarna um allt. Ralph tók upp eina spýtuna og hugsaði sig um, hvernig hann skyldi beita henni. Svo datt hon um í hug, að hann skyldi slá meistarann í rot og bera það svo Allar tegundfr f útvarpstækl, vasaljós og teik- föng alltaf fyrirliggjandt. Aðeins I helldsölu til venlana. Fljót afgreiðsla. HNITBERG HF. öfdugötu 15. Rvik, — Sbni 2 28 12. Einu sinni ARRA og svo aítur og aftur... SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRAR HF. UMBOÐSMENN: JOHN LINDSAY. Sfmi 26400. KARL OG BIRGIR.SÍmi 40620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.