Morgunblaðið - 03.09.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.1970, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1970 22*0*22* RAUDARARSTIG 31 25555 BILALEIGÁ HVERFISGÖTU 103 VW Sendiférðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna Bílaleigan UMFERÐ Sími 42104 SENDUM Hópferðir Til leigu i lengri og skemmri ferðir 10—20 farþega biiar. Kjartan Ingimar^son, sími 32716. FÆST UM LAND ALLT 7VYORNY er eins og þúsund dásamlegir draumar Sex ferskar, aðlaðandi ilmtegundir og mildir litir fagurra blóma láta drauma yðar verða að veruleika. Hve dásamlegt er að svifa á vængjum draumana yfir burkna lundum blómskrýddra dala, þar sem léttur andvari skógarilms lastur drauma yðar blandast veruleikanum. Morny . . . og draumar yðar rætast. Ó. JOHNSON &RAABERV 0 Fverjir eru spell- virkjar? Þannig spyr Þórir Baldsins- son og skrifar siðan: „I blöðum og nú siðast í sjón varpi hafa þeir atburðir, er gerðust við Mývatnsósa, verið nefndir spellvirki. f sjónvarpi í gærkveldi, 28. ágúst, talaði Eiður Guðnason fréttamaður um „spellvirkjamálið i Þingeyj arsýslu" og mátti skilja það svo, að hið „hlutlausa" sjón- varp veldi bændum þar nyrðra nafnið spellvirkjar, sem nánast þýðir aíbrotamenn eða glæpa- menn. Vafalaust þykjast ein- hverjir þess umkomnir að velja þessum bændum óþvegin orð, og því fremur, að búið er að setja lögin á þetta fólk að skip an saksóknara ríkisins. Þó gæti í máli sem þessu vaknað sú spuming hjá hvers- dagslegu fólki, hverjir hinir raunverulegu spellvirkjar séu. Eru það aðeins bændurnir við Mývatn, sem í 10 ár hafa bóta- laust orðið að þola, að spillt væri eyjum og ströndum vatns ins, og hluti af lífsbjörg þeirra skertur með stíflugerð, sem þröngvað var inn á eignarlönd þeirra, gegn mótmælum þeirra, án samninga við þá, án skaða- bóta og án sýnilegrar heimild- ar í lögum. Svo eru þeir nefnd ir spellvirkjar, þegar þeir hreinsa þessi óþrif úr eigin landi. £ liroki hins sterka gegn veikum meðbræðrum? Stíflumálið í Mývatnssveit verður ekki eingöngu skoðað sem einstakt og aðskilið fyrir- bæri. Það er afleiðing og ávöxt yr langrar keðju af atburðum. Það er ávöxtur starfsaðferða virkjunarmanna og forsvars- manna Akureyrar, sem að því er virðist einkennast af hroka og yfirtroðslu þess, er telur sig sterkan og allsmegandi gagn vart veikari meðbræðrum. — Loks var svo komið, að um- burðarlyndi hinna seinþreyttu bænda brast. Það var mannlegt. og skiljanlegt. Það er auðvelt að áfella. Það er sjálfsagt líka auðvelt að kveða upp bókstafsdóma eftir lagalegúm paragröffum og formsvenjum, én hver sem verð ur niðurstaða þessa máls, mun þó réttléetistilfinningin lifa i hjörtum fólksins. Álmennings- álitið mun einnig dæma hinn seka. Bændurnir í Mývatns- sveit þurfa ekki að kvíða þeim dómi. Reykjavík 29. ágúst 1970, Þörir BaIdvinsson“. • Lög og ólög Einhvem veginn hefur Vel- vakandi það á tilfinningunni, að ekki verði allir sammála þessu bréfi. Hversu góður sem málstaður bænda kann að vera, þá breytir hann ekki merkingu orðsins „spellvirki" í munni Velvakanda að minnsta kosti. Stíflusprengingin var skemmdarverk, hvemig svo sem stífluskömmin var þarna niður komin í upphafi. Og bágt á Velvakandi með að trúa því, að svona aðgerðir séu nauðsyn legar í íslenzku þjóðfélagi. Svo mikið er vist, að málstaður bænda hefur beðið alvarlegan hnekki meðal almennings hér í Reykjavík. Vér skulum halda lögin, meðbræður góðir, sterk- ir sem veikir. Ólög gera jafn- an hinn veika veikari en hinn DUNLOP óskar ÞORBIRNI KJÆRBO til hamingju með að vinna íslandsmeistara- mótið 1970 AUSTIIRBAKKI TSÍMi: 38944 sterka enn sterkari. Svo mikið ætti saga þjóðfélaganna þó að vera búin að kenna okkur árið 1970. 0 Stríðs- ög glæpa- myndir í sjónvarpi og kvikmyndahúsum Guðni Guðnason skrifar: „Velvakandi góður! Ég leyfi mér að trjóna hér fram og svara þeim manni, sem ritaði grein i dálka yðar 27. ág. s.l. um „Óheppileg áhrif stríðs- og glæpamynda i sjónvarpi og kvikmyndahúsum." Fannst mér grein þessi vanhugsuð og byggð á aldeilis misskilningi. Jóhann þessi Þórólfsson ræðir um, hversu skaðleg áhrif sýn- ingar, bæði í sjónvarpi og kvik myndahúsum, gætu haft á æsku þessa lands, og hann skorar jafnvel á rétt yfirvöld að flytja frumvarp á næsta Alþingi um að setja lög, þar sem sjónvarpi og kvikmyndahúsum er óheim- ilað að sýna stríðsmyndir, eins og hann sjálfur komst að orði. 0 Bönn og hömlur tilgangslitlar Ætlar það aldrei að skiljast hér á landi, að bönn og höml- ur eru ráðstafanir, sem aldrei reynast til frambúðár. Vissulega geta sýningar glæpamynda haft skaðleg áhrif á æsku þessa lands; ég dreg það ekki í efa; en slikar bannaðgerðir, eins og Jóhann minnist á, er að koma aftan að hlutunum. Dæmin eru mýmörg, þar sem bönn og höml ur í ýmsum myndum hafa leitt til ófremdarástands. Þarf ekki lengra að leita en til áfengis- vandamálanna hér á landi. Bannað er að selja unglingum innan tvítugs áfengi og sterk- ari drykki, en samt er ástand- ið svo, að varla er þverfót- andi fyrir dauðadrukknum ung mennum á helgardansleikjum skemmtistaðanna hér í bæ. Er það vegna þess að bönnunum hefur ekki verið framfylgt og eftirlitið ekki nógu strangt? Nei, það er ekki ástæðan. Ég leyfi mér að skella skuldinni á foreldra þessara krakka, æsk- unnar, sem á að erfa landið. Það er þeim að kenna að ungl- ingar á aldrinum 16—20 ára kunna ekki að fara með vín. Það er þeim að kenna, að áfengi er eins hryllilega misnot að og dæmin sanna. Ungling- amir hafa aldrei haft tækifæri til að alast upp, þar sem vín er haft um hönd á heilbrigðan hátt. 0 Börnin séu í bólinu, en unglingar velji og hafni sjálfir Það sama er að segja um glæpamyndir í sjónvarpi og bíó. í fyrsta lagi eiga foreldrar að sjá um það, að óþroskuð börn séu komin í bólið á þeim tíma, er glæpa- og stríðsmyndir eru sýndar, en annars vegar ættu þau, sem komin eru til unglings áranna, að fá að velja og hafna sjálf, og ef uppeldið hefur ver ið til fyrirmyndar árin áður, verður ekki lengi að bíða, unz þau sjálf sjá, hvers konarrusl myndir þessar glæpamyndir raunverulega eru. Því að ég verð sjálfur að játa, að meiri partur sjónvarpsefnisins er for heimskandi drasl, sem vart er bjóðandi öðru en því úrkynj- unarþjóðfélagi, þar sem mynd irnar eru flestar framleiddar. Með þökk fyrir birtinguna. Guðni Guðnason". Q Palme & Co, Það er nú fullsterkt til orða tekið að segja, að sænska þjóð- félagið sé úrkynjað, þótt ekki séu allir lukkulegir með gamla kratakompaníið i Svíþjóð. 0 Húsmóðir í Suðvestur- /Jfríku Velvakanda hefur borizt bréí frá telpu á Akranesi, sem skrif- ast á við telpu í Suðvestur- Afríku. Hefur sú i Afríku beð- ið þá á Akranesi að koma móð- ur sinni í bréfasamband við konu á fslandi, en það hefur ekki gengið vel, því að hún hef ur enga fundið, sem treystist til þess að skrifa ensku, og varð því þrautaráðið að leita til Velvakanda. Konuna langar til þess að skrifast á við íslenzka konu á aldrinum 40—60 ára. Áhugamál hennar eru ljósmyndun, frí- merkjasöfnun, ferðalög, lestur bóka og matreiðsla. Einnig hef ur hún áhuga á venjum og fólki í öðrum löndum. Utaná- skriftin er: Mrs. M. Wenhold, P.O. Box 197, Otjiwarongo, South West Africa. @ Góðar hækur og vondar — Velvakanda finnst það merkilegt, að konan segist hafa áhuga á „lestri bóka“, en segir ekki, eins og allir aðrir, „á lestri góðra bóka“. — Gaman væri að komast í tæri við ein- hvern, sem hefði áhuga á lestri vondra bóka. Þeir hljóta að vera til, þótt leynt fari. Q Áskorun á Háskólabíó: Fyndin mynd „Starísfélagar'‘ biðja Velvak anda um að koma því áleiðis til forráðamanna Háskólabíós, að þeir sýni frönsku mánudags- myndina „Tant qu'on a la santé“ (Heilsan er fyrir öllu) að minnsta kosti einn mánudag enn. Þeir hafi heyrt mikið af henni látið, en óttist, að hún verði ekki sýnd næsta mánu- dag. — Velvakandi getur borið um það, að þetta er ein alfyndn asta og hlægilegasta mynd, sem hann hefur séð í mörg herrans ár. Skil ég ekkert í þvi, að þessi mynd skuli einungis sýnd á mánudögum, því að hún ætti að þola að vera sýnd á venju- legan hátt alla daga. Trúir Vel vakandi ekki öðru en að hún fengi ágæta aðsókn. 0 Leiðrétting f kvæðiskomi „Pela" hér í blaðinu í gær stóð „unglings- stelpu“, en átti auðvitað að vera „unglingstelpu", því að „Peli“ er kurteis maður. I ðnaðarhúsnœði Til leigu er 280 ferm. iðnaðarhúsnæði é hæð. Leigist í einu eða tvennu lagi. Hagstæð leiga. Upplýsingar í simum 34619 og 12370.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.