Morgunblaðið - 03.09.1970, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.09.1970, Blaðsíða 5
MORGUNB’LAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEtPTEMBER 1970 5 — Forseta- heimsóknin Framhald af bls. 1 taka á móti forsetahjónunum, svo og Margrét ríkisarfi, klœdd brún- röndóttum kjól með barðastóran, drapplitan hatt á höfði, en prins Henrik var í dökkum fötum með rauða nelliku í jakkaboðungnum. Knud prins og prinsessurnar Benedikta og Caroline Mathilde voru í fylgd með konungshjón- unum og þeim, sem fyrst heils- uðu hinum íslenzku gestum sín- um. Var þetta konungborna fólk allt hið glaðlegasta í viðmóti. Forseti vor var glaður í bragði, er hann heilsaði gestgjöfum sín- um-og var hann klæddur í rönd- óttar buxur og dökkan jakka. Forsetafrúin var klædd í ljósa dragt. Gengu þeir nú saman fyr- ir heiðursvörðinn, konungurinn og herra Kristján Eldjárn, en lúðrasveitin lék danska fánamars inn, „Nu kommer Jens medfan- en“. Þaðan gengu þeir inn í mót- tökugjaldið, þar sem biðu þeirra ráðherrar, embættismenn ríkis og borgar, svo og fulltrúar frá her, flota og fiugher. Kynnti konung- urinn hvern og einn fyrir gest- um sínum. Móttakan í fiughöfninni tók ekki langan tíma, en síðan var ekið rakleitt að sumarhöll kon- ungs i Fredensborg, en þangað er um klukkustundar akstur og var ökuleiðin mjög falleg fyrir utan borgarmörkin. Veður fór batnandi eftir þvi sem á daginn leið. Aðeins konungshjónin og forsetahjónin, og fáeinir aðrir, óku til Fredensborgarhallar, þar sem bústaður forsetahjónanna verður á meðan þau verða gestir dönsku konungshjónanna. Fred- ensborgarhöll var fullgerð árið 1722 og er sumarhöll konungs- hjónanna. Þau munu flytja aftur inn í Amalienborg síðar í þess- um mánuði. Fredensborgarhöll er ákaflega falleg og staðarlegt heim að sjá eftir eins kílómetra heimreið, sem liggur að hallar- garðinum. TÖÐUILMUR í LOFTI Forseti Islands, herra Kristján Eldjárn, ók í bíl konungsins, en frú Halldóra í bíl drottningar- innar. Er bílarnir áttu ófarna um kílómeters leið að konungshöll- inni komu til móts við þau 46 húsarar úr lífverði konungs á fallegum gæðingum brúnum, grá um og steingráum og fylgdu þeir bílunum í hlað. Var þetta mjög eftirminnileg sjón, þvi að nú var komin glampandi sól, sem gerði þessa ferð heim að konungshöil- inni ennþá litrikari. Er þeir renndu í hlað og stigu út úr bíl- unum, tókum við eftir því, fáeinir Islendingar, sem þarna vorum, að töðuilmur var í lofti, því að bændur hér „i det skönne blide Nord-Sjælland“ eru bún- ir að hirða tún sín og kornakra. Frá Kastrup-flugvelli í gaerniorgun. Forseti Isiands og Danakonungur ræðast við á göngu frá flugvéiinni. Á eftir þeim koma forsetafrúin og drottningin. Blaðaljósmyndurum var nú gefin bending um það, að þeir mættu fylgja konungshjónunum og forsetahjónunum til stofu á vinstri hönd í veglegu anddyri þessarar konungshallar og þar Frú Halldóra Eldjárn og Ingiríður Danadrottning ræðast við framan við Gullfaxa. Konan í röndótta kjólnum að baki forseta- frúnni er Margrét ríkisarfi, þá er Knútiir prins í einkennis- búningi og milli hans og drottningarinnar sést Henrik prins.. Konan í hvítu kápunni með hvíta hattinn er kona Knúts prins, Carolina Matliilda prinsessa. voru teknar ljósmyndir af þjóð- höfðingjunum, en þessu næst var þeim íylgt til stofu á heim- ili dönsku Konungshjónanna. BLÓMSVEIGAR I ÍSL. FÁNALITUM Síðdegis i dag lagði forsetinn svo leið sína til Hróarskeldudóm- kirkju, en þangað er um 45 mín- útna akstur frá Fredensborgar- höll. Þegar komið var að kirkj- unni var þar fyrir mannfjöldi, sem veifaði til þjóðhöfðingjanna og veifuðu þeir glaðlega á móti. Hans Kvist, biskup kirkjunnar, tók á móti þjóðhöfðingjunum, en í Dómkirkjunni í Hróarskeldu eru grafir dönsku konunganna. 1 grafhýsi því, sem kistur þeirra Kristjáns X og Aleksandrinu drottningar eru, lagði forseti ís- lands, herra Kristján Eldjárn, blómsveiga. Blómsveigarnir, sem forsetinn lagði að kistum síð- ustu konungshjóna íslands, voru í íslenzku fánalitunum. Við hvorn, sveiginn var og borði í fánalitunum og á hann letrað: „Islands president — forseti Is- lands“. Athöfnin í kirkjunni var virðuleg. VÍKINGASKIP SKOÐUÐ Frá kirkjunni var síðan ekið til hinnar nýju deildar danska þjóðminjasafnsins — í vikinga- skipasafnið. Er það stofnun, sem er i byggingu að heita má, þar eð hún er svo ný af nálinni. 1 vikingaskipasafninu verða 5 skip, sem fundust í Hróarskeldu firði árið 1962 og var þeim sökkt þar á firðinum um árið 1400 til að loka innsiglingunni inn á fjörðinn. Er hér um að ræða mjög merkilegt víkinga- skipasafn og meðal þeirra er knörr einn, sem verið er að vinna við og tókst að bjarga heilum í land 70% af viðum hans. Er nú verið að vinna við knörrinn, sem fyrr segir — setja hann saman undir stjórn safn- varðarins, O. Crumlin Pedersen. Það vakti athygli danskra blaðamanna, sem voru riærstadd ir, hve lifandi áhugi forsetans var á þessu safni og var staðið þarna við í fulla klukkustund. Síðan varð forsetinn að hraða för sinni til baka að Fredens- borgarhöll, en þar beið hans það að taka á móti öllum sendiherr- um erlendra ríkja, sem aðsetur hafa í Kaupmannahöfn. Að þeirri athöfn lokinni fór svo fram hin opinbera móttaka kon- ungshjónanna, þ.e.a.s. að í Fred- ensborgarhöll var efnt til kvöld- verðarboðs í Kuppelsalen og fluttu þjóðhöfðingjarnir þar Framhald á bls. 17 Herra Kristján Elcljárn legg^ir blómsveiga í íslenzku fánalitunum að kistum Kristjáns X og Al* fónarnir biía eftir nýrri SG-hljómplötn, sem kom út i morgun eksamlrínu drottningar. Að baki forsetann m er Friðrik konungur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.