Morgunblaðið - 03.09.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.09.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1970 á slóðum u m s æskunnar J o n stefán halldórsson og sveinbjörn s. ragnarsson Pop-músíkin úr s j álfheldu? i pop-heiminum hafa nú um nokkurt skeið farið fram miklar umræður meðal lærðra og leikra, hversu komið sé fyrir þró- aðri pop-músik eða „progressiv music", eins og hún er nefnd meðal enskumælandi þjóða, þar sem hún á upptök sín. Flestir hall- ast að því, að hún sé að staðna eða þegar stöðnuð, og hljóm- sveitirnar séu farnar að endur- taka sig æði rnikið. En meðan þessu fer fram hefur skotið upp nýrri hljómsveit í Eng- landi, sem margir vænta að geti orðið til þess að koma hinni þró- uðu pop-músik úr þeirri sjálfheldu, sem hún virðist nú í. Hljómsveit þessi er „The Soft Machine" og nýlega er komin á markaðinn úti ný hæggeng plata með henni — „Third". Hefur hún viðast hvar fengið afbragðs dóma, enda kveð- ur þar við talsvert nýjan tón. Einn þekktasti jazz-pop gagn- rýnandi Dana, Erik Wiedemann, fjallaði fyrir skömmu um þessa nýju plötu „The Soft Machine" í Information. Hann bendir á í upp- hafi umsagnar tinnar, að fyrir fá- einum árum hafi verið nánast „einskis manns land" milli jazzins og beat-músíkur, þ. e. að engin tengsl hafi verið þar á milli. En síðustu árin hafi orðið mikil breyt- ing þar á og tilhneigingin sé nú orðin sú, að báðar þessar greinar hinnar rytmisku músikur sæki stöðugt meira hvor tíl annarrar. Jazzleikarar leiti eftir endurnýjaðri rytmiskri einföldun í gegnum „beat"-ið og jafnframt auknum krafti en „beat"-leikararnir sækist hins vegar eftir útv kkun á tján- ingarháttum sínum í gegnum áhrif frá hinum nýja jazzi. Hann bendir á nýjustu plötu Miles Davis „Bit- ches Brew" sem dæmi um hið fyrmefnda en á „Third" sem dæmi um hið síðarnefnda. Telur hann þá plötu eina hina athyglisverð- ustu frá pop-hljómsveit. sem hann hafi heyrt um langt skeið. Hann segir, að Soft Machine leiti víða fanga og nefnir Frank Zappa, John Coltrane og Terry Riley, sem dæmi um áhrifavalda. Á plötunni sé að finna margbrotnari og frum- legri músík en yfirleitt sé að venj- ast af „beat"-hljómsveit, sem sýni aðeins hvil.kir möguleikar séu enn ónotaðir innan þessarar músíkteg- undar. „Að „The Rolling Stones" undantekinni er engin brezk hljóm- sveit uppi um þessar mundir, sem ég vildi kynnast frekar", segir Wiedemann í lok greinarinnar. Búast má við, að með „Third" fái Soft Machine loks viðurkenn- ingu í pop-heiminum. Síðustu 3 árin hefur hljómsveitin verið dæmi- gerð brezk neðanjarðarhljómsveit; átt fámennan en traustan hóp að- dáenda. ekki hvað sízt í Frakk- landi, þar sem hún hefur oft leik- ið. en tiltölulega óþekkt i hinum almenna hlustendaheimi þessarar músíktegundar. Tvær fyrstu plötur hljómsveitarinnar voru gefnar út af Probe —>■ lítt þekktu banda- rísku fyrirtæki (CPLP 4500 og 4505) en „Third" er gefin út af CBS (66246). Rætur sínar á hljómsveitin að rekja til Simon Langton Boys School í Canterbury, þar sem Mike Ratledge. orgelleikarinn, Hugh Hopper, bassagítarleikari, og Rob- ert Wyatt, trymbill, stunduðu allir nám. Siðar lá leiðin til Oxford, þar sem þeir héldu áfram að leika með ýmsum hljómsveitum, m. a. jazz- hljómsveit er nefndist Daevid All- en Four. A þessum tíma var það jazzinn, sem átti alian hug þeirra. og hann lagði grundvöllinn að því, er síðar varð „The Soft Machine". Að loknu námi i Oxford kom THESOFT MACHINE ER HÚN ÞAÐ SEM KOMA SKAL ? óreglulegt timabil varðandi músik- iðkun þeirra félaga, en Mike Rat- ledge vann þá t. d. að rannsókn á vegum London School of Ec- onomics á orsökum unglingaaf- brota. Loks tók að hilla undir nýju hljómsveitina, er Ratledge gekk í hljómsveit Daevid Allen, sem nefndist „The Head". Upp úr henni varð svo Soft Machine til með Ratledge, Wyatt og Allen á bassagítar, Kevin Ayers á rytma- gítar og Larry Nolan á sólógítar. Nolan hætti litlu síðar, og skiptu þá Ayers og Allen um hljóðfæri. Þvi næst hélt hljómsveitin til St. Tropez, sumardvalarstaðar í Frakk- landi, og vissu þeir ekkert um frægðina, sem beið þeirra þar. Þeir ætluðu sé einungis að njóta lifsins, bragða á frönsku vínunum og leika ofurlitið músik. En þetta fór á annan veg. Þeim var boðið að leika í uppfærslu á leikriti Pic- asso „Désir Attrapé par la Queue", sem stóð til að flytja í St. Tropez. Þessi uppfærsla vakti skyndilega þjóðarathygli begar borgarstjórinn v saði öllum leikflokknum úr borg- inni, þar eð hann óttaðist að verk- ið væri „pornógrafía", og gæti skaðað ferðamannastrauminn. Flokkurinn flutti sig litið eitt út fyrir borgina, og þar voru sýning- ar á hverju kvöldi með þátttöku hljómsveitarinnar. Auglýsingin sem leikflokkurinn fékk fyrir tilstilli borgarstjórans, dró stóran hóp menntamanna að sýningu þessari, og þegar þeir komu aftur til París- ar var vart um annað talað en músík hljómsveitarinnar. Þetta nægði til að hljómsveitin varð fræg um allt Frakkland og nánast tízkufyrirbrigði í menntaheiminum þar. A eftir fylgdi svo sjónvarps- þáttur og hljómleikar. Enn voru þeir þá nánast óþekktir í heima- landi sinu Þegar þeir félagarnir komu aft- ur til Englands um haustið urðu þeir að skilja Allen eftir, þar eð hann er Astralíumaður og fékk ekki atvinnuleyfi í Englandi. Sveitinni fækkaði þar með í þrjá. Þessu næst var þeim boðin ferð til Bandaríkjanna með Jimi Hend- rix, en það var svo dapurleg reynsla, að hljómsveitin leystist upp á eftir. Ekki stóð það þó lengi. því að þeir endurreistu hljómsveitina litlu siðar, en nú hafði Ayer helzt úr lestinni og Hopper tók við. Gamla skólatríóið — Ratledge. Hopper og Wyatt voru þar með aftur komnir saman. Þeir létu strax fara frá sér hljómplötu, sem fór á markaðinn í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu — en ekki í Bretlandi, sem varð enn til að seinka viðurkenningu þeirra heima fyrir, I lok síðasta árs fengu þeir glæsilega viðurkenningu í Frakk- landi, er r kisstjórnin þar veitti þeim sérstök verðlaun fyrir hljóm- plötuna. A þeim tíma léku þeir um allt meginlandiö, og fengu þeir sérstaklega góðar viðtökur í Frakklandi og Hollandi. Hróður þeirra var loks tekinn að berast til Englands. Hljómsveitin er þó enn langt frá þv. að vera alþekkt á heima- vígstöðvunum, og hljómplötufyrir- tækin voru afar sein til að opna þeim dyr sínar. Þeir sendu frá sér aðra hæggenga plötu, sem þeir tóku upp á eigin kostnað, en hún leiddi svo til þess að samningur fékkst við CBS. Þriðja platan var gefin út með þeim hraða sem um stórhljómsveit væri að ræöa. Þrátt fyrir þetta allt líta þeir fé- lagarnir ekki á sig sem pop-hljóm- sveit. „Við I tum út eins og pop- Framhald á bls. lfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.