Morgunblaðið - 03.09.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.09.1970, Blaðsíða 15
MOR'GUWBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1970 15 Herra forseti! DROTTNINGUNNI og mér er einkar kært að bjóða yður, herra forseti, og frú Halldóru Eldjárn, innilega velkomin til Danmerkur. Oss er ætíð kært að taka á móti fulltrúum norrænna frænd þjóða vorra og vér metum mik- ils, að þér, herra forseti, heim- sækið nú Danmörku svo skömmu eftir embættistöku yð- ar. Þetta er að vísu ekki yðar fyrsta ferð á danska grund; Frá veizlunni í Fredensborgarhöll i gærkvöldi. Séð frá v.: Margrét, ríkisarfi, Emil Jónsson, utanríkisráðherra, Ingiríður drottning, herra Kristján Eldjárn, forseti íslands, Friðrik IX. Danakonung ur, forsetafrú Halldóra Eldjám, Henrik, prins, og Caroline Mat- hilde, prinsessa. Gegnt Emil Jónssyni situr Sigurður Bjarnason, sendilierra, því næst er Hilmar Baunsgaard, forsætisráðherra, og gegnt honum situr Poui Hartling, utanríkisráðherra. Ber fram emlægar óskir um farsæla framtíð íslands - ræða Friðriks Danakonungs í konungsveizlunni í gærkvöldi vér vitum, að þér, sem svo margir landar yðar fyrr og sið- ar, voruð við nám í Kaup- mannahöfn og hafið síðan í vis- indastörfum yðar haldið tengsl við danskar rannsóknir og vís- indi. leyfi ég mér að nefna Alþingi Islendinga, sem með þúsund ára sögu að baki er elzta þjóð- þing í heimi. Bak við stofnun þess lá djúp virðing fyrir frelsi og gildi einstaklingsins, sem enn þann dag i dag er horn- steinn lýðræðisþjóðfélaganna i löndum vorum. Með sameiginlegar rætur í þessum verðmætum og ákveðni Islands í að viðhalda norrænni samstöðu hefur það orðið Is- landi og Danmörku ásamt Norðurlöndunum hinum eðll- legt að ganga til náinnar sam- vinnu, sem hefur stöðugt farið vaxandi. Island og Danmörk eiga einnig náið samstarf í fjölda al- þjóðlegra stofnana, sem bæði löndin eiga aðild að. Ég er viss um, að með sameiginlegan bak hjall geta lönd vor, hvort um sig og í árangursriku samstarfi, lagt mikið af mörkum til sköp- unar friðsamlegs heims á grundvelli þeirra réttarvenja, sem Island og Danmörk hafa hvarvetna í heiðri. 1 trúnni á áframhaldandi skilning og ríka samvinnu milli þjóða vorra ber ég fram ein- lægar óskir okkar konungs- hjónanna um farsæla framtíð Islands. Ég skála fyrir forseta Is- lands, frú Halldóru Eldjárn og hamingju og velferð íslenzku þjóðarinnar. Þau bönd, sem tengja oss saman, eru enn mörg og sterk - svarræða forseta Islands í konungsveizlunni í gærkvöldi Heimsókn yðar nú staðfestir sem og heimsókn fyrirrennara yðar í embætti, Ásgeirs Ás- geirssonar, 1954, náin og inni- leg tengsl milli þjóða vorra og þá samstöðukennd og gagn- kvæmu virðingu, sem þróazt hefur í viðskiptum þeirra. Þessar tilfinningar birtust ljóslega í þeirri djúpu sorg, sem Danmörku sló fyrir tveim- ur mánuðum, er hingað barst fréttin um sviplegt fráfall Bjarna Benediktssonar, forsæt- isráðherra, mitt í hans mikla og ötula starfi fyrir íslenzku þjóðina. Heimsókn yðar er drottning- unni og mér kærkomið tæki- færi til að rifja upp heimsókn vora til Islands. Vér minnumst með sérstakri gleði og þakk- læti þeirra hlýju móttaka, sem vér hvarvetna nutum í heimsókninni 1956 og þeirra djúpu áhrifa, sem land yðar hafði á oss. Við og þeir mörgu landar okkar, sem gist hafa Island, höfum í heimsóknum þessum öðlazt dýpri skilning á sam- eiginlegri fortjð vorri og þeirri fornmenningu, sem er sameig- inlegur arfur allra Skandinava. Land yðar hefur á aðdáunar- verðan hátt varðveitt þennan menningararf, frjósaman og lif andi, sem sjálfsagðan en þýð- ingarmikinn hluta í daglegu lífi þess háþróaða þjóðfélags, sem Island nútímans byggir. Sem þýðingarmikinn, síung- an hluta þessa menningararfs Yðar hátignir. Ég þakka þau hlýju ávarpsorð, sem yðar hátign hefur beint til konu minnar og mín og inni- leg orð yðar og góðar óskir ís- lenzku þjóðinni til handa. Síð- an við stigum á danska grund í morgun, höfum við alls stað- ar fundið streyma á móti okk- ur þá hlýju og vinsemd, sem einnig hefur skýrt komið fram í orðum yðar hátignar. Ég þakka boð yðar hátignar að koma í opinbera heimsókn til Danmerkur á þessu sumri. Þetta er fyrsta opinbera heim- sókn mín til útlanda síðan ég tók við embætti mínu fyrir tveimur árum, og ég fagna því að sú heimsókn er til Danmerk ur. Ég veit að það gleður is- lenzku þjóðina, á sama hátt og það vakti einlæga gleði á Is- landi að Danmörk var fyrsta landið, sem íslenzkur forseti heimsótti eftir að lýðveldið var stofnað. Það var staðfesting þess, að það væri vilji beggja þjóðanna að varðveita vináttu- böndin og efla þau og allt gott sem vaxið hefur þjóðanna í milli á hinum langa sambands- tíma. Mér er gleðiefni að hugsa til þess, að heimsókn min nú megi á sama hátt vera sýni- legt tákn um vináttu og skiln- ing milli þjóða vorra. Ég minnist þess með gleði að danska konungsfjölskyldan hefur oft sótt Island heim. Þessar heimsóknir hafa skipt miklu máli fyrir Island. Ég nefni fyrstu konungsheimsókn- ina, þegar hans hátign Kristján konungur IX kom til Islands fyrstur konunga þess á minn- ingarhátið þúsund ára byggð- ar á íslandi 1874. Þessi þjóð- hátíð ásamt konungsheimsókn- inni varð áfangi á braut ís- lenzku þjóðarinnar til endur- reisnar og sjálfsvirðingar. Og ég nefni síðustu heimsóknina, þegar yðar hátign fyrstur út- lendra þjóðhöfðingja sóttuð Is- land heim sem sjálfstætt lýð- veldi. Einnig það var söguleg- ur viðburður, sem í minnum verður hafður. Ég leyfi mér við þetta tæki- færi að rifja upp, að mér veitt- ist þá sá heiður og ánægja að sýna yður hátignum þann hlut af íslenzkum menningararfi, sem þá var hlutverk mitt að gæta. Fyrir hönd þjóðar minn- ar fékk ég þá að sýna dönsku konungshjónunum það sem í senn var séríslenzkt og af nor- rænum toga spunnið. Ég nefni þetta af þvi að fyr- ir mér táknar það annað og meira. íslenzka þjóðin er sér- stök þjóðleg eining en þó um leið grein á hinum norræna meiði. Það hefur verið grund- völlurinn, sem þjóðin hefur staðið á, á leið sinni til fulls sjálfstæðis. Það hefur ætíð skipt miklu máli og gerir það enn, að umheimurinn skilji þetta. Og þá er það gleðiefni að geta fullyrt, að vér höfum átt þeim skilningi að mæta hjá dönsku konungsfjölskyldunni og dönsku þjóðinni. Staðfest- ing þessa eru orð yðar hátign- ar um menningararf vorn og það þjóðfélag, sem vér búum við nú. Saga íslands hefur mjög lengi verið tengd sögu Danmerkur. Minjar þess eru margar, og meðal annars hafa evrópskir menningarstraumar og nýjar hugmyndir oftast bor izt til Islands frá Danmörku. Þau bönd, sem tengja oss sam- an, eru enn mörg og sterk. Þjóðir vorar eru nú tengdar sjálfsögðum vináttuböndum. Vér komum saman sem jafn- ingjar og í merki vináttu og samvinnu. Það sem í Dan- mörku gerist hefur sérstakan hljómgrunn á Islandl og marg- sinnis verðum vér vitni að því, að það sem oss varðar mætir áhuga og skilningi i Danmörku. Þekking yðar hátignar á landi voru og sá áhugi, sem þér haf- ið sýnt íslenzkum málefnum hefur verið gott fordæmi. Ég vil láta í ljós djúpa virð- ingu mína fyrir dönsku þjóð- inni, háþróuðu þjóðfélagi henn ar og gamalgróinni menningu hennar, sem um leið er svo opin fyrir nýjungum og ber í sér hæfileikann til yngingar og vaxtar, hvort sem er á sviði þjóðfélagsmála, visinda eða lista. Ég óska Danmörku og dönsku þjóðinni bjartrar fram- tíðar í friði og farsæld. Ég skála fyrir yðar hátign- um, dönsku konungsfjölskyld- unni og allri dönsku þjóðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.