Morgunblaðið - 03.09.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.09.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNTBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1970 En hér kemur fleira til greina. Ég vildi gjarna, að þér læsuð þetta bréf. Konan mín skrifaði það systur sinni í Suður-Afríku, en setti það aldrei i póst. Það fannst á henni, en svo var mér skilað því, ásamt öðrum munum hennar. Vafalaust hefur lögregl- an ljósmyndað það. Hann tók upp veskið sitt, dró úr þvi bréf og rétti Mark. Skriftin var sterkleg og bréfið ritað á venju legan pappír. „Elsku J.: — Mig langar til að vita, hvort ég gæti komið svolítið fyrr en umtalað var? Væri það i lagi, að ég kæmi strax? Fyrir þig og barnið? Ég veit, að þetta gæti verið óþægilegt fyrir þig, og þú ættir að geta komizt eitthvað burt sjálf fyrst, en ef ég mætti koma, skyldi ég reyna að verða ekki til óþæginda. Sannleikurinn er sá að mér finnst ég verði að komast eitt- hvað burt sem allra fyrst. Þessi nýi læknir, Busch, sem er Freud- sinni, er jafnvel ennþá verri en Birnbaum eða jafnvel Wilkes, sem ég gekk til áður, og hann sagði mér að minnsta kosti ekki, 7. að allt væri vonlaust. 1 seinni tíð hef ég gengið til nýs læknis. En ég verð að komast burt frá honum Alec. Hann hefur versn- að svo í seinni tíð. Þegar gestir eru viðstaddir, er hann afskap- lega góður og lætur sér annt um mig, og allir eru að tala um, hvað Alec Desmond sé indæll maður og konan hans andstyggi- leg, því að auðvitað eitrar hann Góður fiskibátur 30—80 tonn óskast til leigu. Upplýsingar i síma 18398 og 81971. bladburðarVolk OSKAST í eftirtalin hverfi Lindargötu Skerjafjörður, sunnan flugvallar Laufásveg frá 2-57 — Sœviðarsund Háfún — Miðbœr — Aðalstrœti TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100 aðra gegn mér á sinn hógværa hátt. En svo heima fyrir er hann andstyggilegur við mig og er sí- fellt að tala um drykkjuskap og karlmenn, og er alveg brjálaður undir þessari isköldu framkomu sinni. Hamingjan skal vita, að ég hef aldrei leynt því fyrir þér, Jean að þótt ég sé svona veik, þá veit ég vel, að ég þarf að taka mig saman. Ég er í hreinustu vand- ræðum. En Alec! Fyrir svo sem mánuði, reif hann glas úr hendi mér og barði mig með því og fyrir viku lamdi hann mig af því að hann hélt, að ég hefði brosað til gluggahreinsara. Og guð skal vita, að þetta er satt, og einhvern tíma sleppir hann sér alveg. Enginn, sem ekki hef- ur búið með Alec hefur hug- mynd um upp á hverju hann get- ur tekið. — Þér finnst þetta nú sjálf- sagt óhemjulegt bréf, Jean. Ég hef lesið það yfir aftur og jafn- vel mér sjálfri finnst það vera það. Ég veit ekki, hvort ég sendi það. Ég ætla að reyna að vera skynsöm og geyma það þangað til á morgun. Ef ég sendi það, þá sérðu, hvað djúpt ég er sokk- in, og að ég hef ástæðu til að leita til þin. En svo langar mig til að sjá hann Tinky, hann er virkilega fallegur og ef hann fær ekki bolabítshökuna hans Tony, verður hann fallegur áfram. Kveðja til ykkar allra, Þegar Raeburn hafði lokið við bréfið, horfði hann á það og lézt vera enn að lesa það, en keppt- ist við að hugsa. Það var ryk- lag á borðinu frá niðurrifsvinn- unni úti fyrir. Svo leit hann upp og framan í Desmond, sem var sviplaus eins og hann sjálf- ur. Þeir hefðu getað verið að spila póker. — Konan mín, sagði Desmond dræmt, — var geðsjúklingur. Og í æði sinu snerist hún gegn mér. Hún varð sannfærð um, að ég hataði hana. Hún rangfærði allt, sem ég sagði eða gerði. Ég reyndi að fá hana til að draga úr drykkjuskapnum, og fór með hana til eins læknis á fætur öðr- um. Ég gætti þess vandlega að gera ekkert, sem henni væri um geð . . . Aftur hikaði hann. — En þér skiljið, að hún tók sér þetta afskaplega nærri. Hún fékk hræðileg iðrunarköst og var þá alveg frá sér. En svo snerist hún gegn mér . . . Nú gat Mark loksins greint ein hverja viðkvæmni í rödd manns ins. Hann var eins og eldfjall með jökli ofan á. — Eins og til dæmis það, sem stendur þarna i bréfinu. Vist tók ég glasið úr hendinni á henni. Hún var búin að drekka of mik- ið. Ég rann ofurlitið til um leið og ég gerði það. Hún hélt að ég ætlaði að berja sig. Þetta með gluggahreinsarann var ekki ann að en bjánaleg ímyndun. Des- mond hafði lækkað röddina. En hann áttaði sig fljótt og hélt svo áfram í óbreyttum tón frá því, sem hann hafði byrjað. — Nú lítur þetta svona út, eins og ég sé það, hr. Raeburn. Hann leit beint á Mark. Ég er alveg viss um, að lögreglan tek- ur mig ekki einu sinni fastan. En ég þarfnast hjálpar yðar. Mark leit á hinn á móti. -— Á hvern hátt? — Með því að komast að því, hver myrti konuna mina, en það hefur ekki verið brjálæðingur. — Haldið þér sjálfur, að það hafi ekki verið brjálaður mað- ur? — Ég veit ekki. En það þarf ekki að hafa verið. Ég held, að konan mín hafi verið við eitt- hvað riðin, sem hún var hrædd við, og hafði áhyggjur af. - Hvers konar mál ? Það veit ég ekki. Hún trúðí mér aldrei fyrir neinu. — Og af hverju haldið þér þetta ? — Hvers vegna heldur maður slíkt um konuna sína? Þar koma ýmis smáatriði til greina, næstum ósýnileg. Þér megið ekki halda að konan mín hafi ulltaf verið geðveik eða hafi hagað sér þannig að ekki væri mark á henni takandi. Hún var tauga- óstyrk og áhyggjufull. Hún var stundum náföl, og hún tautaði stundum eitthvað upp úr svefn- inum. — Var það nokkuð, sem þér gátuð skilið? — Nei, ég segi yður þetta ekki eins og það væri vitnaframburð- ur, heldur er ég bara að gefa yður bendingu. — Sögðuð þér lögreglunni nokkuð frá þessu ? — Já. Wemer spurði mig, hvernig konan mín hefði verið síðustu vikurnar og ég sagði honum þetta, að nokkru leyti. — Og? — Ég held, að honum hafi dott ið í hug, að ég væri með þessu að leiða frá mér grun. — Ég skil. Við skulum nú at- huga málið. Mark velti fyrir sér í snatri öllum þeim mörgu sög- um, sem hann hafði heyrt um áhyggjufullar eiginkonur. — Spilaði konan yðar fjár- hættuspil? — Ja . . . hún fór á veðhlaup og hún spilaði bridge. Stundum tapaði hún talsverðu. En þá sagði hún mér alltaf frá því. Og hún hafði ekki sagt mér frá neinu teljandi tapi í seinni tíð. — Hún hafði ekki ekið á neinn ? — Hún . . . Nú hikaði hann. — Hún var búin að missa öku- leyfið fyrir ári. — Hvernig komst hún þá ferða sinna? — Hún leigði bíl og bílstjóra. — Ég skil. Raeburn hugsaði sig um stundarkorn. — Gott og vel. Ég skal reyna, hvort ég get komizt að nokkru. Svo ræddu þeir um þóknunina. Tveimur mínútum eftir aðDes mond var farinn, hringdi sím- inn. — Hr. Raeburn ? — Það er hann. — Er hr. Desmond hjá yður? Þetta er einkaritarinn hans og hann gaf mér númerið yðar. — Hann er alveg nýfarinn. — Æ, guð minn góður! Hitt- ið þér hann aftur? — Þvi býst ég ekki við. — Ef þér skylduð hitta hann, viljið þér þá biðja hann að hringja til mín. — Ég býst ekki við, að hann geti sinnt neinum embættisstörf- um. — Þetta er einkamál. 1 sama bili tók loftborinn til aftur, og nú meir en nokkru sinni áður. — Hvað sögðuð þér, — Ég sagði að það væri einka mál og mjög áríðandi. IV. Þegar Sally Evans opnaði dyrnar, sá hann undrunarsvip á henni. — Halló! sagði hún. — Viljið þér ekki koma inn. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. 1 Þú skalt rcyna að vinna dálítið meira en nauðsyn krefur. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þú verður að vera dálitið aðgangsharðari, ef þú ætlar þér að kom- ast eitthvað með verk það, sem þú hefur liafið. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Freistigin að eyða kröftunum í skemmtanir er þér yfirsterkari. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þú átt endilega að scmja frið í dag. Það er nauðsynlegt. I.jónið, 23. júlí — 22. ágúst. Reyndu að vera starfsamur, cnda þótt margt sé til þess að tefja Þig. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Mjög lítið gerist, sem er í frásögur færandi. Reyndu að losa þig við gagnslausar eigur. Vogin, 23. september — 22. október. Geymdu öll stórræði. Dagurinn er því sem næst ágætur. Gera má breytingar og bætur á einkamálum er fram líða stundir. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Reyndu að hagnýta þér ýmis verkefni á öðrum sviðum en þú átt að venjast. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Þú færð tækifæri tU þess að tjá þig á óvenjulegan hátt. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Reyndu að vinna verk þitt samvizkusamlega en með sæmilegu geði og bættu eitt og annað, sem beðið hefur. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Vinir þínir aðstoða þig á öllum sviðum núna, og því er tími til að leggja á ráðin um framtíðina, og þan vcrk, sem vinna þarf á næst- unni. Fiskamir, 19. febrúar — 20 marz. Það er meira virði að gera endurbætur á málefnum þínum núna, en að byrja á nýjum verkefnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.