Morgunblaðið - 19.09.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.09.1970, Blaðsíða 14
14 MORGUN'BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SBPT. 1970 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveirvsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttasljóii Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Simi 22-4-80. Áskriftargjald 165,00 kr. á mánuði innaniands. ( lausasölu 10,00 kr. eintakið. IÐNAÐARÁÆTLUN Tðnaðarráðuneytið vinnur nú að undirbúningi og gerð iðnaðaráætlunar fyrir næsta áratug en einkum þó fyrir næstu 4 ár eða tímabil- ið fram til 1974 en þá hefjast tollalækkanir á ný í samræmi við samninga okkar við EFTA-ríkin. Iðnaðaráætlun þessi á að skapa traustan grundvöll fyr- ir fastmótaðri iðnaðarstefnu, sem unnið yrði samkvæmt næstu 10 árin en einmitt það tímabil verður mjög örlaga- ríkt fyrir iðnaðinn og raunar atvinnulífið í heild. Á þessum áratug mun samningur okk- ar við EFTA-ríkin koma til framkvæmda. Vemdartollar verða afnumdir gagnvart vömm frá EFTA-löndunum og fyrirsjáanlegar eru marg- víslegar breytingar í iðnaðin- um. Það er því nauðsynlegt að gera sér nokkra grein fyr- irfram fyrir líklegri þróun og þeim markmiðum, sem stefna ber að. Með stofnun Iðnþróunar- sjóðsins hefur verið tryggt verulegt fjármagn, sem varið verður .til þess að aðlaga ís- lenzkan iðnað breyttum að- stæðum og gera honum kleift að hefja útflutningsstarfsemi. En áður en útflutningur hefst að ráði verður margt að breytast í íslenzkum iðn- aði. Flest eru fyrirtækin smá og jafnvel þótt vel takist til um útflutning reynslusend- iniga á framleiðsiluvörum þeirra er hætt við að fram- leiðslugetan sé ekki í sam- ræmi við þær pantanir, sem kunna að berast erlendis frá. íslenzk iðnfyrirtæki hafa þegar kynnzt þessu vanda- máli. Framleiðslugeta þeirra er takmörkuð við hinn litla innlenda markað og pantanir, sem koma erlendis frá eru ef til vill mun stærri en iðn- fyrirtækin ráða við. Með lánveitingum Iðnþró- unarsjóðs og gerð iðnaðar- áætlunar þarf að stefna að því að auka framleiðslugetu þeirra iðnfyrirtækja, sem líklegust eru til að fram- leiða útflutningshæfa vöru. En jafnframt er vafalaust nauðsynlegt að til komi breytt hugarfar stjórnenda margra iðnfyrirtækja. Út- flutningi fylgir umstang og vafstur, sem þeir eru lausir við er selja á innanlands- markaði. Fyrst í stað er líka sennilegt, að útflutningur gefi lítið í aðra hönd og að verðið sé ekki eins hagstætt og á himum innlenda mark- aði. En á móti kemur hitt, að von er í miklu stærri mark- aði, sem gefur tækifæri til að taka upp nýja tækni og fj ölda-f ramleiðslua ðferðir sem hafa að mestu verið ó- þekktar hérlendis. Uppbygging iðnaðarins og útflutningur á framleiðslu- vörum hans er þjóðhagslegt atriði, sem snertir grund- vallarafkomu þjóðarbúsins á næstu árum og áratugum. Þess vegna er eðlilegt að op- inberir aðilar eiga verulegan hlut að málum. Það hefur ríkisstjómin gert sér ljóst. Þess vegna m.a. vinnur iðn- aðarráðuneytið nú að gerð iðnaðaráætlunar, útflutnings- skrífstofa iðnrekenda hefur verið styrkt með veruiegum fjárframlögum úr ríkissjóði og lögð var áherzla á að ná samningum við hin Norður- löndin um stofnun Iðnþróun- arsjóðs. Uppbygging iðnað- arins sem útflutningsiðnaðar skiptir sköpum um framtíð þjóðarinnar og þess vegna er þetta eitt .þýðingarmesta verkefni á sviði atvinnumála okkar um þessar mundir. Ulbricht kippir í spottann að er til marks um þá dæmigerðu hræsni, sem einkennir málflutning komm únista, að blað þeirra heldur því fram í gær, að Morgun- blaðið vi’lji láta erlenda menn ákvarða utanríkis- stefnu íslands. Þetta er auð- vitað fjarri öllum sanni eins og lesendur Morgunblaðsins vita. Hitt kemur engum á óvart, þótt slíkar ásakanir komi úr herbúðum kommúnista. Sök bítur sekan. Kommúnistar hafa í áratugi látið afstöðu sína til íslenzkra utanríkis- mála ráðast af annarlegum érlendum sjónarmiðum og á því hefur engin breyting orð- ið. Hið svonefnda Alþýðu- bandalag heldur uppi sér- staklega nánum tengslum við kommúnistaflokk Austur- Þýzka-lands, og þau tengsl valda því m.a. að ekki hefur sézt á síðum kommúnista- blaðsins hér styggðaryrði í garð þeirra manna, sem ráð- izt hafa gegn umbótastefn- unni í Tékkóslóvakíu. Reyndu þó kommúnistar hér að blekkja almenning á Íslandi fyrst í stað um hina raun- verulegu afstöðu þeirra til innrásarinnar í Tékkósló- vakíu. En nú kippir Ulbricht í spottann og Magnús dansar með. UTAN ÖR HEIMI Moskvusáttmálinn veldur klofningi — í vestur-þýzku stjórnar- andstööunni Eftir Boris Kidel - ' 50:3 Griðasáttmálinn milli Sovét rikjanna og Vestur-Þýzka- lands, sem svo mikla athygli hefur vakið, hefur fætt af sér mikla óeiningu og glundroða í röðum kristilegra demó- krata (CDU), stjórnarand- stöðuflokksins i Vestur-Þýzka landi. Djúpstæður ágreining- ur skilur leiðtoga CDU að í afstöðu þeirra til griðasátt- málans, sem undirritaður var í síðasta mánuði af Willy Brandt kanslara og Alexei Kosygin forsætisráðherra. Kurt George Kiesinger, for maður CDU og fyrrverandi kanslari hefur eindregið lagt tii, að þingið neiti að stað- festa sáttmálann. Rainer Barz el, formaður þingflokks CDU hefur aftur á móti tekið upp sveigjanlegri afstöðu. Hann vill, að flokkurinn geymi að kveða upp dóm yfir sáttmál- anum, unz áhrif hans á ástandið í Berlin, á samskipt- in við Austur-Þýzkaland og önnur kommúnistaríki koma fram. Kristilegir demókratar, er fyrir aðeins þremur mánuðum hlökkuðu yfir yfirvofandi falli ríkisstjórnarinnar, sem er samsteypustjórn undir for- ustu jafnaðarmanna, hafa orðið fyrir alvarlegum hnekki vegna árangurs Brandts í Moskvu. Kanslar- anum hefur tekizt að treysta völd sín að nýju eftir slæmt tímabil snemma á þessu sumri, er tiltölulega lélegur árangur í fylkiskosningum knúði stjórnina í varnaraðstöðu. Moskvusáttmálinn hefur með viðbótarákvæðum sínum, sem fólu í sér tilslakanir af hálfu Sovétstjórnarinnar á elleftu stundu, eflt álit Brandts og svipt hulunni af veikleikum stjórnarandstæð inga. Allar skoðanakannanir í V-Þýzkalandi gefa til kynna yfirgnæfandi stuðning almennings við stefnu ríkis- stjórnarinnar í þá átt að koma á sáttum við kommún- istaríki Austur-Evrópu. Barz el og þeir hagsýnni úr röð- um forystumanna CDU hafa gert sér grein fyrir, að kerfis bundin andstaða við „Ostpoli tik“ Brandts er í mótsögn við vilja fólks i landinu nú. Þeir telja, að Moskvusáttmál ninn geti vissulega markað tímamót í samskiptum Þjóð- verja og Rússa. Þeir geta ekki útilokað þann mögu leika, að Rússar taki nú upp sáttfúsari afstöðu í samninga viðræðunum um Berlín og að þíða komist jafnvel einnig í samskipti beggja hluta Þýzka lands. Algjörlega neikvæð afstaða gagnvart samningum við So- vétríkin er líkleg til þess að hafa í för með sér, að CDU ein angrist í óvinsælli og varnar lausri aðstöðu. Af þessari ástæðu eru Barzel og félagar hans þeirrar skoðunar, að óbundin afstaða sé hagstæð ust fyrir CDU. Kiesinger aft- ur á móti, sem enn er bitur yfir því að hafa misst völd- in, hefur tekið ákvörðun um algjöra andstöðu við samning inn. Hann nýtur þar stuðn- ings annarra forystumanna CDU, sem af innanflokks- ástæðum vilja kasta rýrð á Barzel og grafa undan kröf- um hans um forystu í flokkn- um. Einn af meginörðugleikum CDU er sá, að enn er ekkert ákveðið um eftirmann Kies- ingers. Allir eru sammála um, að yngri maður verði að koma í stað kanslarans fyrr- verandi fyrir næstu almennu þingkosningar 1973, en ekki hefur komið fram neinn, sem án þess að valda deilum gæti tekið við af honum. Sem leið- ■:---ý Kurt George Kiesinger. togi stjórnarandstöðunnar á þingi hefur Barzel verið mjög mikið í sviðsljósinu sl. 11 mánuði. En samt sem áður er staða hans sem hugsanlegs flokksformanns og kanslara- efnis mjög umdeild innan CDU. Gerhard Schröder, fyrr- verandi utanríkis- og varnar málaráðherra, sem undan- farna mánuði hefur reynt að taka að sér hlutverk „roskna stjórnmálamannsins" i CDU, hefur ekki heldur tekizt að vekja hrifningu. Hinir tveir aðalkeppinaut- arnir eru Helmut Kohl, for- sætisráðherra fylkisstjórnar- innar í Rheinland-Pfalz og Heinrich Köppler, sem í júní leiddi CDU fram til sigurs í Nordrhein-Westphalén. Veik leiki þeirra er, að þeir eru héraðsleiðtogar, sem fram til þessa hefur mistekizt að vinna sér sess á alþjóðavett- vangi. Það er hvatvísleg for- dæming Kiesingers á Moskvu sáttmálanum, sem hert hefur andstöðuna gegn honum, eink um á meðal yngri stjórnmála manna í CDU. Þeirri kröfu vex stöðugt ásmegin, að Kiesinger eigi að fara frá og einhver annar að koma I hans stað sem formað- ur flokksins, áður en kjör- tímabil hans rennur út í nóv- ember 1971. í bók, sem gefin var út fyrir skömmu, heldur hópur yngri þingmanna CDU því fram, að það væru mis- tök að vera undantekingar- laust í andstöðu við gerð- ir ríkisstjórnarinnar. Til- hneigingin til þess að ýkja Helmut Kohl. Næsti leiðtogi CDU? ágreining segja þeir, að muni aðeins hjálpa jafnaðarmönn- um til þess að koma fram fyr ir kjósendur sem sá flokkur, er sé ábyrgari. Sú stefna, sem CDU ætti að fylgja, væri „gagnrýnin en jákvæð“ stjórnarandstaða. Eins og er, þá sýni Kiesinger ekki minnstu tilhneigingu til já- kvæðrar stjórnarandstöðu. Það eykur á örðugleika CDU, að miklar deilur eru innan flokksins um þá endur skoðun á stefnuskrá hans, sem nú stendur fyrir dyrum. Nýja stefnuskráin var samin af nefnd, sem Helmut Kohl var formaður fyrir og hún ber með sér greinilega tilhneig- ingu til vinstri. Hægri sinn- aðri menn innan CDU hafa andmælt nýju stefnuskránni á þeim forsendum, að með henni fari flokkurinn inn á braut, sem leiði til sósíal- ísks efnahagsskipulags. Það er haft eftir áreiðan- legum heimildum, að kanslar inn fyrrverandi kunni að vera fús til þess að segja af sér formennsku í CDU 6 eða 7 mánuðum, áður en for- mannskjörtímabili hans lýk ur. Opinberlega hefur hann þó ekki til þessa sýnt neinn vott þess, að hann sé fús til þess að láta af leiðtogastöðu sinni og fela hana í hendur yngri manni. Eins og er rikir óvissa innan CDU um stefnu flokksins í framtíðinni. Framkvæmdaráð flokksins hefur að nokkru látið í ijós vanþóknun á Barzel með því að gagnrýna Moskvusáttmál- ann sem ógnun við varnar- bandalag vestrænna þjóða. En samtímis lýsti fram- kvæmdaráðið því yfir, að það væri reiðubúið til þess að byrja jákvæðar viðræður um sáttmálann við ríkisstjórnina. . „Allar leiðir standa okkur J opnar“ sagði Kohl fyrir skömmu, er hann var spurð- ur um afstöðu framkvæmda- ráðsins. Það virðist vafasamt hvort CDU geti endurheimt áhrif sín í Vestur-Þýzkalandi, á meðan núverandi glundroði ríkir í flokknum um stefnu- skrá og leiðtoga. Það er ekki fyrst og fremst hættan frá at orkusamri stjórnarandstöðu, sem ógnar ríkisstjórn Willy Brandts, heldur miklu frem- ur hik stjórnarinnar í með- ferð innanlandsmála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.