Morgunblaðið - 19.09.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.1970, Blaðsíða 16
I 16 MOHGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPT. 1970 \ — Grænland Framhald af bls. 1Z vélinni, sem er mikið hag- ræði, þegar siglt er í þéttum ís. — Eru margir íslendingar starfandi á danska verzlunar- flotanum? — Ég veit ekki hve marg- ir þeiæ eru núna, en ég hygg að það sé nokkuð iim það að íslendingar ráði sig á dönsk skip. Það liggur beinast við. íslenzkh* stýrknenn og vél- stjórar hafa sams konar menntun og danskir og þeir tala dönsku. Mér sýnist vinnu Skilyrðin vera svipuð, nema það er svolítið meira unnið af skrifstofuvinmu á dönskum skipum en þeim íslenzku, sem ég hef siglt á. Til dæmis innum við launagreiðslur og launauppgjör álgjörlega af hendi um borð í skipunum. Það var nú eiginlega tilvilj- un að ég fór í Grænlandssigl- ingar. Það atvikaðist þannig að ég var stýrdmaður á 12,000 lesta flutningaskipi, sem flutti stykkjavöru, m/s Nordvest. Sigldum við aðal- lega með kanadískan pappír um Karabískahafið, til austur strandar Bandaríkjanna, — til Englands og Frakklands. Svo var skipið selt og þá gafst mér kostur á stýri- mannsstöðu á Grænlandsfari. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Grænlandi, hafði komið þangað nokkrum sinn- um fyrir 15 árum, eða svo, með íslenzkum togurum. Ég sé ekki eftir því nú, þvi þetta hefur verið lærdóms- ríkt. Að vísu er mjög erfitt að sigla þaraa, þetta er eins og að sigla í tundurduflabelti. Þokan liggur vikum saman yfir isnum og það er aldrei hægt að sigla neinar stefnur, heldur verður sifellt að krækja fyrir ís. Landið er ægifagurt og fólkið elsku- legt. Ég hef reynt eftir föng- um að kynna mér sögu Græn lendinga, sem er öðrum þræði sorgarsaga. Skrælingj - ar, eða Eskimóaþjóðin, sem nú býr á Grænlandi og kall- ast Grænlendingar hafa búið í Grænlaodi í um 1000 ár. Fornþjóðiimar Sarkukar og Dorsetar bjuggu í landinu í um 3000 ár þar á undan. Grænlendingar eru taldir í hópi þeirra þjóða, sem hverfa frá steinöld til atómaldaT. Að visu höfðu Eskimóar kynnzt járni fyrir nokkur hundruð árum, en allt fram undir ár- ið 1950 var lifað mjög frum- stæðu lífi í Grænlandi og lif- að aðallega af selveiði og hvalveiði (smáhvalir). Nú er hins vegar verið að koma á fót nýtízku fiskiðnaði og framleiðslan er hraðfryst fiskflök og rækja. Danir hafa, gagnstætt því, sem þeir gerðu á íslandi og í Færeyjum, fjár fest mikið í Grænlandi undan farin 17 ár og hafa gjörbreytt grænlenzka samfélaginu. Það er aðeins á smástöðunum, sem enn er lifað að fornum hætti. — Hvað með olíu og málma? — Ja, það eru tvö skip núna með olíuleitarflokka í Grænlandi, varðskipið Al- bert og norskur skuttogari. — Um 80 vísindamenn, aðallega jarðfræðingar, leita að námum þarraa. Ekkert hef- ur samt fundizt enraþá, en boranir eru hafraar eftir olíu á tveim stöðum á suð- vesturlandiniu og eirnnig mun eiga að bora uppi í Diskó. Til þessa hefur kryolitið verið það eiraia, sem skilað hef ur arði. Það er svokallað „Eyrasundsfélag", sem rekur kryolit-námumar í Ivigtut. Eru um 50,000 lestir af efn- inu fluttar frá Grænlandi á ári. Sagt er að um 2000 lestir greiði allan kostnað við rekst urinn, svo hagnaður hlýtur að vera góður. Þá hafa til skamms tíma verið brotin kol í Diiskó. Blýraámunraar í Meistaravik eru tómar. Uran- ium og króm hefur fundizt í Nassaq, en ekki hef ég heyrt um, að námur hafi fundizt nýlega eða vinmslu nýrra hrá efna hafi verið kornið á. Þetta virðist allt vera á tilraunastigi hjá þeim enn, nema útflutningur á marm- ara, sem er hafiran fyr- ir raokkru. Danir hafa trölla- trú á Grænlandi og eru visa- ir um, að þei/r eigi eftir að finna verðmæti þar. Hins vegar hefur fiskiðnaðuriran geragið illa. Það hefur verið mikið fiskleysd við Grænland og framleiðslan lítil. Svo ger- ir ísinn strik í reikninginn líka. Núna er verið að simíða 6 stóra skuttogara fyrir KGH og eiga þeiir að landa á stór- höfnunum til skiptis, þ.e. Holsteinsborg, Egedesminde, Sukkertoppen, Godthaab og Frederikshaab, svo fram- leiðslan ætti að aukast. Ann- ars eiga Grænlendingar einn skuttogara, NUK, en hanm aflar um 3000 lestir á ári. Er skipið mannað Færeyiragum, því Græralendingar fást ekki út á togara. Þeir vilja vera á minind fiskibátum, og eru þá á rækjutrolli, skaki og skytteríi svona sitt á hvað. Bátaflotiran er ákaflega gam- aldags. Mest 20—30 tonraa kútterar (blöðrubátar), en stærri fiskibátar eru örfáir. Rækjuveiðin hefur gengið bezt, en mikil rækju- mið eru upp í Diiskó og í stóru fjörðunum við Nassaq og Julianehaab. KGH fram- leiðir um 600 tonn af rækju á ári og fyrirtæki í einka- eign ekki minna. Og svo er laxveiði í sjó milkil. Ég veit ekki hve mikið er veitt af laxi, en sennilega um 2000 tonra á ári. — Hafa íslenzk fíiskiskip nokkuð verið við Grænland í sumar? — Ég tel mig ekki hafa orðið þeirra var á mínum ferð um. Ég held að Þjóðverjar og Færeyiragar séu harðdrægast- ir við Vestur-Græland núna. Það er alltaf nokkuð af stór- um þýzkum togurum þama. Þetta eru sterk skip og búin ísvanniartækjum, ennfremur hefi ég líka séð stóra enska verksmiðj utogara á þessum slóðum, en þessar veiðar hggja niðri um vetrarmánuð ina. — Hvað tekur nú við? — Þetta verður síðasta ferðin. Grænlandsförin em yfirleitt í ieigusigliragum á vetumia. Sigla á hiraum frjálsa fraktmarkaði. Lotte Nielsen verður sennilega sett í sigl- iragar milli Afríku og Mið- Ameríku, eða í Miðjarðar- haftssiglingar, en það er allt óákveðið enraþá, en Progress hefur siigliragar um allan heim. Fyrst verður skipið reyndar að fara í þurikví og fá lagfært eitt og aranað, sem hiefur skemmzt í ísnum. — Þú skrifar auðvitað eran sj óf erðaendurminniiigar ? — Ja, ég er nú að ljúka við samtíning úr ferðaminniirag- um. Þar er sagt frá Græn- landi og enirafremur talsvert frá Vestur-Indíum og Mið- Ameríku, og svo auðvitað Evrópulöndum, en ég hef eim- skorðað þetta við þrjú dönsk skip, sem ég hef siglt á sem stýrimaður raú um skeið, þ.e. m/s Botnay, m/s Nordvest og svo Grænlandsfarið Lotte Nielsen. En nú verð ég að flýta mér. Við stöndum upp af bekkra- um og Jónas stýrimaður hverfur í mannþröngina í salnum og út í sólskinið á V esterbrogade. — Sv. Þ. — Lofsamlegir Framhald af bls. 5 öldin virðist aðems vera sköpuð af grjóti, vatni og hvelfiragu ’him- insiras. í nærveru þessarair raátt- úru virðaet mainni menndrnir svo smáir en aftur á móti stórir við hlið húsarma. Og hér sjást mynd- ir þar sem forgrumrauriran á siran sérstæða litalheiim, sem er í al- gjörðri mótsetningu við bak- gruraninn. Þetta er gert með hreinum en ofsafengraum litum, sem raá því eiragöragu að verða blíðir og frjálsir vegna þess að listamaðuriran hefur yfirvegað, og haft vald á hljómborði lit- araraa. Það er raunverulega merlkilegt á þessum tíma óhlutkenndrar liat ar að sjá natúraiista — aið ytra fortmi — meðlhöradla hin óhlut- kenndu viðfangsefni málvenksins rökrétt og með Ijóslifaindi skilin- ingi, án þess að falla fyrir sjón- hverfiragu og eiinihliðá eftirHk- ingu fyrirmyradairinnar. Allt hjá Guranlaugi er vaindlega yfirvegað og stendur á föstum grunni. — hvorki á broslegara né sorgleg- Haran lýsir lífinu og kröfuim þess hvorki á broslegan né sorgleg- an hátt, en af alvöru og næmum skilningi. Viðfamgsefni hams eru stundum tekin frá hirðingaljóð- uim, með bæn fjrir búsmala í haga, eða sýrauim fóKksims. Stúlk- am sem stendur á miðju búðar- gólfinu iranan um allam varnirag- inn og ungi maðurinn iranan við búðarborðið, sjámaðurimn á úfrau hafi, eða fólkið undir hiimrai haustsins, allt eru þetta maran- eslkjur bundnar lögmáld Mfsins. Á sama hátt sem dýr hams og fólk lifa sínu lífi í mynd'Um hams, lifa og hvílast litir haras og form. Það er aldrei Gunnlaugur Sdhev- ing, sem listamaður eða einstakl- ingur, sem skiptir máLi, því síð- ur verkstæðiskænsika eða af- burðaleikni, heldur myndin sjálf, efrai hennar, eðli og uppistaða, sem eru hér hinir þjónaradi and- ar. Schevirag hefur alltaf haft það fyrir augum að mynd er eitt- hvað það, sem skapar mynd af einihverju. Og með heirospeki- legri festu heldiuir haran áfram að taila við litina og stærðimar, eiras og þetta hegðar sér inrabyrð- is í sírauim eigin heiimi myradamna og í raáttúrunni sjálfri. Hainn hef- ur alltaf heiM imyndflatairins í huga, er haran viranur og þess vegna er myradin af „Búðirani“ og blóm amynd imar eim heild, þrátt fyrir óteljandi smáatriðL Sigurjón Ólafsson sýnir sex sikúlptúra, og emda þótt verkiin séu svo fá er Það áberamdd að Sigurjón Ólafsson hefuir mjög sterkt og lifandi samband við efn ið sjálft, og djarft og nákvæmt sattraband við reisn og stærð slkúlptúrsins. Hafnarf jörður íbúð vantar Okkur vantar allar stærðir íbúða og einnig einbýlishús. Vinsamlegast hafið samband við okkur nú þegar. f/i E! FASTEIGNASALA - SKIR OG VERBBREF Strandgötu 1, Hafnarfirði. Simi 52680. Heimasími 52844. Sölustjóri Jón Rafnar Jónsson. AUÐVITAÐ BRIDGESTONE UNDIR ALLA BÉLA Opinber stofnun úti á landi óskar eftir að ráða til sín viðskiptafræðing eða mann með reynslu í skrifstofustörfum. Aðalstarfið er bókhald og umsjón með innheimtu. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á þessu starfi eru vinsamlegast beðnir að leggja inn nafn sitt hjá Morgunblaðinu ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf, merkt: „Opinber stofnun — 4888".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.