Morgunblaðið - 19.09.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.09.1970, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. SEPT. 1970 Stofnþel og Diskótek Sími 83590. SKIPHOLL STEREO TRIO Matur framreiddur frá kl. 7. Boröpantanir í síma 52502. SKIPHÓLL, Strandgötu 1, Hafnarfirði. Veitingahaxsið AÐ LÆKJARTEIG 2 Hljómsveit JAKOBS JÓNSSONAR og ÁSAR frá Keflavík. Matur framreiddur frá kl. 8 e.h. Borðpantanir í síma 35355. STAPI ÆVINTÝRI leikur og syngur í kvöld. STAPI. 3tn. sendibíll óskost keyptur strnx uppl. í símu 30877 Kennara vantar að Miðskólanum í Bolungarvík. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 4-15-95. Nauðungaruppboð á húseigninni nr. 8 við Fagurgerði á Selfossi þinglýstri eign Jóhönnu Þórhallsdóttur áður auglýst í Lögbirtingablaði 15., 17. og 22. apríl 1970, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudag- inn 23. september 1970 kl. 4,30 e.h. Sýslumaður Árnessýslu. Ný sending af HOLLENZKUM KÁPUM í milli sídd. Ennfremur LANGAR SLÆÐUR og KLÚTAR í fjölbreyttu úrvali. Bernhard Laxdal KJÖRGARÐI, Laugavegi 59, sími 14422. — Öskufall Framhald af hls. 19 skák að menn mega búast við meiri eða minni kvillum í þeim búpeningi, sem á vetur er sett- ur. Engum hefði dottið í hug að tala um almennan felli hér á öskufallssvæðinu. Þó er ljóst, að fyrr á öldum hefðu afleiðing- arnar orðið á þá lund, gott ef mannfólkið hefði hjarað fyrir það mesta. En hvað sem því líð- ur getur engum dulizt, að ösku- fallið verður bændum mikill hnekkir, svo mikill, að víst er að ýmsir geta ekki undir risið þvi áfalli. Hekla gamla hefir jafnan skilið eftir ótvíræð merki sin, þegar innri eldur henn- ar hefir brotizt út. Gildir þá einu, hvort um er að ræða sveit- ir landsins sunnan eða norðan heiða. Eldar hennar verða ekki stöðvaðir og sjaldnast gera þeir boð á undan sér. Undarlegt er ef þeir, sem afhroð gjalda vegna þessara óskapa eiga einir undir þvi að risa, enda er það ekki skilningur opinberra aðila eða meginhluta þjóðarinnar. Hins vegar verður köpuryrðum og að kasti ekki unað og má þó kannski segja að „ómerk eru ómaga orð.“ Sanngjarnt virðist að þessum byrðum verði jafnað niður á þjóðfélagsheildina. Á þann hátt verða þær vissulega auðveldar. Harðærisnefnd hefir unnið að athugun þessara mála, en því er enn ekki lokið. Óþarft er að vantreysta nefndinni. Verkefnið er þó ekki vandalaust, það má okkur öllum vera ljóst. Enn hef ir enginn fjárstraumur opnazt hingað norður. Bændur verða enn að axla í skinn, m.a. gjalda alla vexti þeirra skulda, sem myndazt hafa - vegna fóð- ureyðslu og annars kostnaðar af völdum öskufallsins. Þetta er út af fyrir sig talsvert erfitt og væri æskilegt að þessu atriði væri veitt athygli. Það er tvennt ólíkt að reka upp neyðaróp eða fylgja eftir réttmætum óskum. Ég tel, að við Húnvetningar höfum í engu bor ið fram ósanngjörn tilmæli um þátttöku ríkisvalds að standa undir kostnaði vegna hamfara Heklu gömlu. Okkur virðist, að Hekla sé eign alþjóðar — stolt hennar og ógnvaldur, sem hún i sameiningu ber ábyrgð á. Þeirri staðreynd verðum við að lúta og láta okkur lynda, hvort hún sýnir okkur blítt eða strítt. Ásbjarnarstöðum 31. ágúst 1970. Guðjón Jósefsson. HAUSTFAGNABUR nð iélagsheimiliou HVQLI laugardaginn 19. þ. m. kl. 21 Ávaip: ELLERT B. SCHRAM íormaður S.U.S. Mætum að HEVOLI FJÖLNIE F.U.S. Skemmtiatriði: Sönglagatríóið ÞRJÚ Á PALLl ★ Dans: TRÚBROT HAUSTFAGNAÐUR - HVOLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.