Morgunblaðið - 19.09.1970, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.09.1970, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAEDAGUR 19. SEIPT. 1970 IR innsiglaði sigur sinn MEISTARAMÓTI Reykjavíkur í frjálsum íþróttum lauk á Mela- vellinum sl. fimmtudagskvöld, en þá fór fram keppni í sleggju- kasti og 3000 m hlaupi, sem frestað hafði verið áður vegna myrkurs. Úrslit urðu sem hér segir: Sieggjukast: Reykjav.m. Er- lendur Valdimarsson, ÍR 55.50 m. 2. Jón Magnússon, iR 50,94, 3. Óskar Sigurpálsson, Á 46,56. 3000 m hlaup: Reykjav.m. Ág- úst Ásgeirsson, IR 9:30,4 mín., 2. Jón Hermannsson, Á 9:40,2, 3. Gunnar Kristjánsson, Á 9:58,6. Stigakeppni mótsins lauk með glæsilegum sigri iR-inga, sem hlutu alls 382,5 stig. 1 öðru sæti varð Ármann með 197,5 stig, en KR-ingar urðu að láta sér nægja þriðja sætið, en þeir hlutu 185 stig. Akurnesingar út á þriðj udag AKURNESINGAR eru senn á förum utan til leikja sinna í Borgakeppni Evrópu. Mótherj- ar þeirra verða hollenzka liðið Sparta, sem er mjög gott lið og skipað atvinnumönnum i hverri stöðu. Akurnesingar halda utan á þriðjudaginn og leika fyrri ieik sinn á miðvikudaginn 23. sept. og sá leikur verður leikinn á velii Feyenoord í Rotterdam. Akumesingar hafa samið um að leika síðari leikinn á ieik- vangi hollenzka liðsins A.D.O. i Haag og þar verður hann 29. september. Akurnesingar hafa fengið Bjama Felixson i KR sér til að- stoðar í utanförinni og verður hlutverk hans fyrst og fremst að annast um undirbúning síð- ari leiksins. Bjami var á hollenzkri grund í fyrra í sambandi við leiki KR við Feyenoord. Hefur hann sett sig í samband við ýmsa framá- menn er hann kynntist þá og verður án efa vel tekið á móti Akumesingum ytra. Judomenn hyggja á alþjóðamót og OL-leika Frægur judokappi fenginn til * Armanns í vetur JUDÓDEILD Ármanns byrjar æfingar af fullum krafti nú. Hefjast æfingar og innritun nýrra félaga upp úr 20. sept. í alla flokka deildarinnar. Judó á miklum og vaxandi vin sældum að fagna meðal íþrótta- unnenda á Islandi. Það sem hing að til hefir háð framgangi íþrótt arinnar hér á landi er skortur á staðbundnum kennara, þjálf- ara í judóinu. Nú hefir rætzt úr þeim málum hvað judódeild Ár- manns snertir. Deildin hefir ver- ið svo lánsöm að fá til starfa í vetur þjálfara á heimsmæli- kvarða. Er það N. 'Yamamoto, sensei, sem starfaði við deild- ina frá sl. áramótum. Hann er 5. dan innan judósins, mjög há gráða fyrir svo ungan mann. Hann er útskrifaður sem kenn- ari í judó frá höfuðstöðvum judósins í heiminum, Kodokan í Japan. Ekki eru nema úrvals- menn innan judósins útskrifað- ir þaðan sem kennarar eða þjálf arar og það eftir 6 ára strangt nám. Mun hann þjálfa alla flokka deildarinnar í vetur. Gagnger breyting hefur farið fram á húsnæði deildarinn- ar að Ármúla 32. 1 vetur verður judó kennt í kvennaflokki, drengjaflokki, byrj endaflokki fyrir karla og fram- haldsflokki fyrir karla. Innritun hefst í alla flokka um 20. sept- ember. Verður tekið á móti inn- ritun nýliða milli kl. 5—7 e.h. alla daga eftir þann tíma. Ann- ars má fá allar nánari uppiýs- ingar í síma deildarinnar, sem er 83295 eftir kl. 5 daglega. Judóiðkendur horfa björtum augum til framtíðarinnar, í vænd um eru miklir viðburðir fyrir ísl. judóiðkendur. Síðan Island varð aðili að Evrópusambandi judoka hyllir undir þátttöku Islands i Evrópumeistaramóti í judó, sem haldið verður í Svíþjóð næsta vor og e.t.v. líka undir þátttöku íslands í Olympíuleikunum í judó i Þýzkalandi 1972, Þátttaka íslenzkra judoka í þessum stór- mótum á erlendum vettvangi fer auðvitað eftir hæfni þeirri sem þeir kunna að ná í íþrótt- inni undir handleiðslu færs þjálf ara. Þrír leikir í 1. deildinni — svo er það Bikarkeppnin I KR búningi og með ísl. fána á úrslitaleik í Milano HÉR ERU tveir ungir Hol- Meðal þeirra voru þessir lendingar með Evrópubikar- ungu Hollendingar og ungi inn í knattspyrnu. Heimalið pilturinn klæddist KR-búningi þeirra, hollenzka liðið Feyen- á leiknum og veifaði íslenzk- oord vann þennan bikar í vor um fána. Höfðu Feyenooord- og nú hefur félagið bætt enn menn þann hátt á að sýna bún einni f jöður í sinn hatt, unn- inga og fána þeirra landa sem ið meistarallð S-Ameríku og þar með óopinberan heims- meistaratitil félagsliða. En þegar Feyenoord lék úr- slitaorrustuna um bikarinn í Milano, fóru þúsundir Hollend inga með Iiði sínu þangað og studdu það með ráðum og dáð. þeir höfðu leikið við á leið sinni til bikarsigursins. Unglingarnir eru systkina- börn og föður- og móðurbróð- ir þeirra er Ringelberg blóma kaiipmaður í Reykja\1k og hann sá um útvegun KR-bún- ings og fánanna. NÚ UM helgina lýkur Islands- móti 1. deildar að einum leik iindanskildum sem verður um næstu helgi. Auk þess er nú tek ið til við Bikarkeppni KSl af fiillum krafti auk annarra leikja í öðrum flokkum en meistara- flokki. 1 dag verða tveir leikir i 1. deild. Á Melavelli mætast Fram og KR og hefst leikurinn kl. 2 e.h. Vestmannaeyingar fá nýbak- aða Islandsmeistara Akraness í heimsókn í dag og ljúka þau lið ieikjum sinum í mótinu þar — ef veður leyfir. Þriðji leikur 1. deildar um helgina er á sunnudag á Mela- velii og mætast þá Valur og Settur út Gordon West markvörður Everton leikur ekki með liði sínu í dag. Var hann settur út úr liðinu vegna slælegrar frammistöðu í leiknum við Kefl- vikinga á miðvikudag. West var eitt sinn viðriðinn enska lands- liðið og hefur ekki verið „settur út“ í 3 ár. Víkingur. Hefur leikjaröðun breytzt frá því sem tilgreint er í leikjabók vegna þátttöku ísl. liðanna í Evrópukeppni bikar- meistara og Borgarkeppni Evr- ópu. Þegar þessum þremur leikjum er lokið er aðeins eftir leikur milli Keflavíkur og Vals og verður hann um næstu helgi. Leikirnir geta engu breytt um Læknar á hlaupum „TRIM“ á vaxandi fylgi að fagna um alla Evrópn og Bandarikjamenn hafa einnig byrjað þó í smærri stíl sé. Þessi skemmtilega mynd birt- ist í dönsku hlaði fyrir fáum dögum og sýnir hjartalækna frá finim löndum á hlaiipum við Eremitageshöllina utan við Kaiipmannahöfn. Eæknarnir höfðu fjallað um starfsgrein sína en brugðu sér svo i létta galla og hér eru þeir að leggja upp í hlaup sem þeir margir hverjir stunda daglega til hressing- ar og heilsiibótar. Þeir hlupu eftir fögrum stigum að Eyr- arsundi. úrslit í mótinu nema um sæti milli iiða í miðri töflunni. Staðan er nú þessi: Akranes 13 8 4 1 24:12 20 Keflavik 13 7 2 4 17:12 16 Fram 13 7 0 6 26:19 14 KR 13 5 4 4 18:14 14 Akureyri 14 4 5 5 32:30 13 Vestm.eyjar 13 5 1 7 17:25 11 Valur 12 3 4 5 19:22 10 Víkingur 13 3 0 10 17:35 6 Hermann Gunnarsson er lang- markhæsti maður mótsins með 14 mörk eða tæpan helming marka Akureyringa, sem jafn- framt hefur skorað langflest mörk liðanna í mótinu. BIKARKEPPNIN Nú fer einnig að koma fjör I Bikarkeppni KSl. í dag kl. 16.30 leika á Melavelli Þróttur og Ár- Framhald á bls. 27 Flugfélagskeppni golfi á Akureyri FYRIR skömmu var haldið opið mót, var þar um að ræða 36 holu höggleik, leikið var bæði með og án forgjafar, um bikara gefna af Flugfélagi íslands. Er þetta annað árið, sem keppni um þá bikara er haldin nyrðra. Skráðir keppendur til leiks voru alls 23. Úrslit urðu sem hér segir: Án forgjafar 1. Sævar Gunnarsson 41 41 39 36 157 2. Viðar Þorsteinsson 38 42 38 41 159 3. Þórarinn B. Jónsson 40 42 38 40 160 Með forgjöf: 1. Viðar Þorsteinsson 38 42 38 41 - 26 133 2. -3. Árni Jónsson 40 41 41 40 -f- 24 138 2.—3. Jóhann Guðmundsson 46 50 44 42 44 138 Keppninni um annað sætið er ekki lokið, en eins og sjá má urðu Árni Jónsson og Jóhann Guðmundsson á sama högga- fjöida, nettó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.