Morgunblaðið - 24.09.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.09.1970, Blaðsíða 12
i 12 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPT. 1970 Forsætisráðherra Búlg aríu 1 heimsókn í kvöld A fjórum áratugum hefur b allettdanslistin þróazt mjög í Bulsariu. Todor Zhivkov íu til þesis að vinna við skóg- arhögg og timburviinnslu þar. mm £®g;i Svartahafsströnd Búlgaríu laðar margan ferðamanninn að. Þar hefur verið byggður mikill fjöldi hótela og öll aðstaða til móttöku ferðamanna verið stórbætt undanfarin ár. 1 KVÖLD kemur í opinbera heimsókn til íslands Todor Zhivkov, forsætisráðherra Búlgariu, í boði rikisstjóm- arinnar. Kemur hann frá Noregi, þar sem hann hefur einnig verið í opinberri heim- sókn síðustu dagana. I för með forsætisráðherranum og konu hans, eru tveir ráðherr- ar, prófessor Popov, ráðherra vísinda og tækniframfara í Búlgaríu og Traikov, aðstoð- arutanríkisráðherra, en hinn síðarnefndi er sonur forseta Búlgaríu, Georgi Traikov. Þá eru með í förinni sendiherra Búlgariu á íslandi og kona hans, en sendiráðið er í Stokk hólmi, svo og nokkrir fleiri embættismenn búlgarskir. Zhivkov og föruneyti hans munu dvelja hér til sunnu- dags. Á morgun, föstudag, mun Zhivkov ræða við ís- lenzku ríkisstjórnina og emb- ættismenn. Hann mun og ganga á fund forseta íslands. Á laugardag er ráðgert að búlgörsku gestimir fari í ferð til Þingvalla og e.t.v. Búr- fells og Hveragerðis. Zhivkov og föruneyti hans halda héð- an á sunnudag. Hið opinbera nafn Búlgaríu er Alþýðulýðveldið Búlgaría. Höfuðborg landsins er Sofia. íbúar landsins eru taldir tæpl. 8,4 milljónir. 88%, þeirra eru Búlgarar, 6% eru af tyrkn- eskum uppruna, Makedóníu- menn teljast 3% og sigaunar 2%. Landið liggur í SA-Evrópu, nánar tiltekið á austurhluta Balkanskaga. Flestir íbúanna teljast til grísk-kaþólsku kirkjunnar, en um 8% lands- manna eru Múhameðstrúar. Búlgaría kom allmjög við sögu í báðum heimsstyrjöld- unum. í styrjöldinni 1914— 1918 fylgdi Búlgaría Þjóðverj um og Austurríki-Ungverja- landi að málum, og að þeirri styrjöld tapaðri misstu Búlg- arar töluverð landssvæði. í síðari heimsstyrjöldinni lýsti Búlgaría yfir stríði á hendur Bandaríkjamönnum og Bret- um, en hins vegar ekki Sov- étmönnum. 1944 lýstu Sovét- ríkin hins vegar yfir styrjöld á hendur Búlgörum og sovézk ar hersveitir tóku landið. Komust kommúnistar þá til valda með aðstoð Sovét- manna, og hafa verið við völd síðan. Meðjal kommúnistaríkja í Austur-Evrópu hefur Búlga- ría sérstöðu að því leyti að vinátta hefur verið við Rússa allt frá árunum 1870—80 er rússneskur her leysti Búlgar- íu undan hernámi Tyrkja. Til viðbótar þessu kemur að um hámenntuðum visinda- og tæknimönnum. Gagnrýnendur þessarar þró unar hafa velt því fyrir sér hvort framfarimar hafi ekki verið keyptar of háu verði. Búlgaría hefur verið Sovét- ríkjunum mjög leiðitöm, og andstaða við stjórnarvöld í landinu og hugsanagangs þeirra hefur verið sáralítil. Af þessum sökum hefur ekki orðið sú pólitíska gerjun í Búlgaríiu einis og t.d. í Ung- verjalandi og Tékkóislóvakíu. Margir draga í efa að iðn- væðing Búlgaríu muini ná langt. í verkaskiptingu þeiriri, sem komið hefur verið á í kommúnistarfkjunum, hefur það fallið í hlut Búlgaríu að verða miðstöð ferðamála, og ræktunar snemmsprottinna ávaxta og grænmetis. Iðnað- ur landsins framleiðir eink- um hluti í tölvur, bíla og önn ur flókin tæki, sem síðan eru sett saman í Sovétríkjunum. Sumir hafa nefnt þetta efna- hagslega nýlendustefinu, en búlgarska stjórnin heldur því fram að hér sé aðeins um að ræða skynsamlega verkaskipt ingu með sósíalistalöndunum. Búlgarskir verkamann hafa því haldið í nokkrum mæli til Sovétríkjanna til að vinna þar, og má einkum nefma að töluverður fjöldi manna hef- ur sjálfviljugur farið ti!l Síber í grein um ballett í Búlg- aríu, sem Mbl. barst einnig frá 'sendiráði l’andsins í Stokk hólmi, segir að fynsti búlg- ■arsiki balletthópurinn hafi verið stofnaður fyrir fjönutíu árum. Þrátt fyrir að liistgrein þessi sé ekki eldri en þetta, hafi hún náð mjög langt, eink um á árunum eftir heims- styrjöldina síðari. Þá hafi Alþjóða ballettkeppnin í Varna skipað Búlgarh með helztu ballettþjóðum Evrópu á síðari árum. Rússar eru slavneskir, líkt og Búlgarar og tungumál þjóð- anna lík. Fyrir heimsstyrjöldina síð- ari var í Búlgaríu fremur frumstætt bændaþjóðfélag, og var landið lítt þekkt fyrir annað en sumar landbúnaðar- afurfíir síinar. Landbúnaður er enn höfuðatvinnugrein í Búlgaríu, en hins vegar hefur verið hafizt handa um að koma upp iðnaði. Ólæsi hefur minnkað að miklum mun og Búlgaríia á nú á að skipa mörg sfjcítmmálialeguim efnum, og hafii hann gengið i Æskulýðs- samtök kommúniista 1928 og í Kommúnistaflokk Búlgaríu 1932. Á árunum 1932-1941 hafi hann verið háttsettur í flokknum, og einn helzti forystumaður flokksdeildar- innar í Sofia. Sem slíkur hafi hann tekið mjög virkan þátt í barátt'Unni gegn nazistum og samstarfsmönnum þeirra í Búlgaríu. Eftir að Alþýðustjórn hafi verið komið á, hafi Zhivkov verið falin fjölmörg trúinaðar störf fyrir flokkinn. 1948- 1949 hafi hann verið formað- ur Flokksnefndarinnar í Sof- ia. 1945 var hann kjöriinn í Miðstjórn Kommúnistaflokks Búlgaríu. Hann átti sæti í forsætisnefnd flokksins frá 1951, og forsætisráðherra varð bann 1962. Hann er einn ig aðailritari Miðstjórnar Kommúniistaflokks Búlgaríu. Þá hafa Mbl. einnig borizt greinar um ferðamannamál í Búlgaríu, en straumur ferða- manna þangað er sagður fara mjög vaxandi, einkum til hinnar 384 km löngu Svarta- hafsstrandar land'sins. Þar hafi verið byggð hundruð hótela, veitingastaða, nætur- klúbba o.s.frv. TODOR ZHIVKOV í yfirliti um æviferil hins búlgarska forsætisráðherra, sem Morgunblaðinu hefur borizt frá sendiráði Búlgaríu í Stokkhólmi, segi-r að Todor Zhivkov hafi fæðzt 1911 í þorpinu Pravets skammt utan Sofia. Hafi foreldrar hans verið fátækt bændafólk. Zhivkov hafi þegar á gagn- fræðaskólaárum sínum fengið áhuga á félagsmálum og H úsgagnasmiðir og lagtækir menn óskast í vinnu strax. Trésmiðjan Víðir. íbúð til leigu í Austurbnún 2. Aðens fyrir eldri hjón barnlaus eða einhleypan karl eða konu. Al-ger reglusetni áskilin. Sími 1-17-46 miffi kl. 12—1 og 6—8. NÝKOMIÐ úrval af KVENSKÓM og einnig STRETCHSTÍGVÉL. SKÓSKEMM AN Bankasfrœfi Sími 22135 Sparifjáreigendur Ávaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Upplýsingar kl. 11—12 f. h. og 8—9 e. h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3A. Símar 22714 og 15385. BRIDGE HÉR á eftir fer spil frá leiknum milli Formósu og Ítalíu í heims- meistaj'akeppninni i Stokkhólmi. Norður S. K-6-3 H. Á-9-8-6 5 T. 4 L. Á-9-6-4 Vestur Austur S. 10-9-7 H. K-D-G-7-3 T. G-9-5 L. 10-2 S. 8-4-2 H. 4-2 T. Á-K-7-3 L. G-7-5-3 Suður S. Á-D-G-5 H. 10 T. D-10-8-6-2 L. K-D-8 Þar sem itölsku spilararnir Barbarisi og Morini sátu N.—S. gengu sagnir þannig: Norður — Suður 2 hjörtu — 2 grönd 3 spaðar — 3 grönd Þrátt fyrir 2 hjarta sögn norð- urs lét vestur i byrjun út hjarta kóng. Sagnhafa tókst aðeins að fá 8 slagi þ.e. 4 á spaða, einn á hjarta og 3 á lauf og tapaö. þvi spilinu. Við hitt borðið sátu Huang og Tai frá Formósu N.—S. og þar gengu sagnir þannig Norður — Suður 1 hjarta — 1 spaða 2lauf — 3 grönd Hér fældi hjartasögn norðurs vestur frá að láta út hjarta í byrj un. I þess stað valdi vestur versta útspilið þ.e. laufa 10. Sagnhafi drap heima með kóngi, lét út spaða 5, drap í borði með kóngi og lét út laufa 4. Austur drap með laufa 5 og sagnhafi drap heima með laufa 8 og fékk þar með níunda slaginn og vann spil- ið. Spil þetta er dæmi um hve miklu máli skiptir að vanda út- spil í byrjun spils.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.