Morgunblaðið - 24.09.1970, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.09.1970, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPT. 1970 15 áreiðanlega stórefla Sjálfstœðis- flokkinn vegna þess að þá verð- ur hann metinn af sínum eigin verkum og þeirri stefnu sem þeg- ar hefur hlotið traust verulegs hluta þjóðarinnar. Tveggjaflokka kerfið mun einnig auðvelda störf Alþingis og gera þau einfaldari í sniðum, en á því virðist full þörf þeg- ar litið er til reynslu undanfar- inna ára. Tveggjaflokka kerfi er það sem þjóðin barf. Jón H. Jónsson forstjóri, 41 árs, Keflavík. Maki: Soffía Karlsdóttir. Afstaða mín til þjóðmálanna markast af nauðsyn á alhliða efl ingu útgerðar ásamt vinnslu sjávarafurða, auknum iðnaði og hagnýtingu á EFTA aðstöðu, svo og norræna iðnþróunarsjóðnum, stóriðju, verzlun, ferða- og flug- málum og landbúnaði. Stuðlað sé að vinnufriði og atvinnuöryggi, og almenningi gert kleift að ger- ast þátttakendur í atvinnu- rekstri í formi almenningshluta- félaga. Lögð verði sérstök áherzla á að halda verðbólgunni í skefjum með samstilltu alhliða átaki, til að tryggja raunhæfar kjarabætur til launþega, og til þess að grundvöllur útgerðar sem undirstöðuatvinnuvegar raskist ekki. Afstaða min til Alþingis er sú, að alþingismenn skoði sig ekki sem predikara i predikunarstól, sem tali til áheyrenda, heldur öf- ugt, sem sé, að alþingismenn eigi að skoða sig sem áheyrend- ur, sem hlusti eftir óskum og ábendingum kjósenda. Þá tel ég höfuðnauðsyn að stærstu at- vinnuvegir þjóðarinnar eigi sér forsvarsmenn á þingi, svo að Al- þingi verði sem sönnust og rétt- ust spegilmynd af þjóðarsál- inni. Matthías Á. Mathiesen hæstaréttarlögmaður, 39 ára. Hafnarfirði. Maki: Sigrún Þ. Mathiesen. Grundvöllur lýðræðislegra stjórmarhátta í sjálfstæðu landi er, að fólkið sjálft fer með vald- ið og velur fulltrúa til þjóðþinga, sem það felur vald sitt ákveðið timabi'l. Til þess að tryggja sjálfstæði okkar íslendinga um ókomna tið, ber oklkur að efla sífellt störf Alþingis inn á við sem út á við og tryggja að störf þess séu virt í hvívetna um leið og við ger- um kröfur til þess að þau verði þjóðfélagsþegnum og þjóðinni í heild til aukinoar hagsældar. Þj óðmálabaráttan snýst ein- mi'tt um það, hvort svo sé eða ekki. Þar sýnist að sjáifaögðu sitt hverjum og allir telja sig berjast fyrir réttum málatað. Á velferðar- og tækniþjóðfé- lagi nútímans, gerast þjóðmálin stöðugt margbrotnari. Maðurinn og þar með stjómmálin, sem eru þýðingarmikill og óhjákvæmi- legur þáttur mannleg.s samfélags, nemia sífelit ný svið og láta stöð- ugt ný viðfangsefni til sín taka. í mínum huga er höfuðmark- mið stjórnmálabaráttunnar, að tryggja sjálfstæði þjóðarinnar, frelsi og velferð einstaklinganna. — Sá er líka kjarni Sjálfstæðis- stefnunnar. — Sjálfstæði og fullveldi íslands hefur aðeins staðið í nokkra ára- tugi. En.gu að síður hættir ýms- um til að taka það sem sjálf- sagðan hlut, þá hamingju, sem er því samfara að lifa í lýðfrj álsu landi, og líta á sjálfstæði þjóð- arinnar, sem óumbreytanlegt ástand, sem ekkert utanaðkom- andi vald komi nokkru sinni til að ógna né ásælast. Við skulum vona að svo verði. Engu að síður megum við aldrei gleyma þeirri staðreynd, að sjálf stæðisbarátta okkar litlu þjóðar er ævarandi, og ekki er minni vandi að gæta fengins frelsis en öðlast það. Að mínu mati tryggjum við ekki sjálfstæði okkar með því að einangra okkur né halda okku.r utan alþjóðlegs samstarfs. Þvert á móti hlýtur þjóð ofckar, sem byggir tilveru sína á rétti en ekki valdi, að leggja áherzluna á þátttöku í samstarfi við aðrar þjóðir. Viðhorf okkar til ann- arra þjóðá hlýtur að mótast af virðingu okkar fyrir sjálfstæði þeirra, á sama hátt og við ætl- umst til að þær virði sjálfstæði okkar og fullveldi. Höfuðátök stjórnmálabarátt- unar snúast oftast um afstöðuna til einstaklinigsins, hvort frelsi einstaklinganna til orðs og at- hafna eigi að vera sem víðtæk- ast, eða hvort opinber fonsjá rík- is og bæjarfélaga eigi að móta allt líf og starf þegnanna. Það er mín skoðun að frelsið sé ein af frumþörfum sérhvers manns. Frjálsir einstaklingar eru líka sterkasta afl þjóðfélagsins. Ef afl þeirra fær að njóta sín frjálst og óháð til uppbyggingar at- vinnulífsinis, til sköpunar menn- ingarverðmæta, til vísinda og uppfinninga, ég vil segja á sem flesbum sviðum manniegra starfa, þá mun þjóðinmi vel farn- ast. En um leið og framtak ein- staklinganna er það afl, sem bezt tryggir afkomu þjóðarinn- ar, þá þarf að haldast í hendur hugsjón mannúðar og samhjálp- ar, svo þeir sem erfiðani eiga lífsbaráttu, hvort svo sem það er sökum veikinda, aldurs, eða af öðrum óviðráðanlegum ástæðum, fái styrk af afli heildarinnar. Oddur Andrésson bóndi, 57 ára, Neðra-Hálsi, Kjós. Maki: Elín .Tónsdóttir. Þetta er yfirgripsmikil spurnN ing, sem ekki verður svarað til hlitar í stuttu máli. Þvi mun ég aðeins taka einstök mál til nokk urrar íhugunar. Sjálfstæði og frelsi þjóðar og einstaklinga eru höfuðþjóðmál, sem byggjast á f jölmörgum atrið- um og ber og menningarmál svo og fjölmargar greinar atvinnu- mála. Alþýðumenning og menntun hefur löngum verið meiri á landi voru en skólaganga hefifr gefið tilefni til. Byggist það á því að áður fyrr voru heimilin fjöl- mennari, og mörg íslenzk svéita- heimili voru hin ágætustu menntasetur. Nú hefur viðhorfið breytzt í það horf, að skólarnir hafa tekið að sér að stórum hluta uppeldi og menntun æsk- unnar. Menntun og kunnátta á öllum sviðum eru undirstaða af komumöguleika einstaklingsins og þjóðarinnar í efnahagslegu tilliti. Menntunar-, efnahags- og atvinnumál eru samtvinnuð á ýmsa vegu. Þarf því mjög að herða róðurinn í menntamálum. „Mennt er máttur“ og „vísind- in efla alla dáð,“ segja gömul íslenzk máltæki, sem greina sí- gild sannindi. Það er því eitt af stóru þjóðmálunum að efla menntunaraðstöðu allra þeirra, sem vilja og geta numið þarfleg fræði. Það þarf kunnáttu til að sækja fiskinn á miðin og þekk- ingu til að nýta aflann til sem mestra verðmæta. Iðja og iðnað- ur byggjast á menntun og verk- legri kunnáttu í harðri sam- keppni við aldalanga iðnþróun erlendra samkeppnisaðila. Bóndinn, sem í þúsund ár gat notfært sér og byggt á reynslu feðranna getur það ekki lengur nema að mjög takmörkuðu leyti. Hann verður þess í stað að heyja sér nýja þekkingu og reynslu á fjölmörgum sviðum. Það sem áður sýndist einfalt og auðskilið er orðið flókið og tor- ráðið. Til sönnunar þvi vil ég tilgreina, að landbúnaðarvör- ur hafa frá öndverðu verið und- irstaða fæðuöflunar þjóðarinnar og lífgjafi hennar. Nú koma fram kenningar um að neyzla þeirra, sérstaklega dýrafitunnar, sé mönnum óholl. Þeim kenning- um hampa sumir læknar mjög. Aðrir eru þar á öndverðum meiði og vitna til reynslunnar og þeirra sönnuðu vísinda, að smjör fitan sé ein auðuppteknasta nær ing, sem til er, fyrir fíngerðustu og viðkvæmustu frumueiningar líkamans. Spekingar landnáms- aldar, sem geymdu sögur og ljóð í munni sér, átu ekki „makarín" í stað smjörs. Eitt er það þjóðmál, sem telja verður til erfiðustu vandamála þjóðfélagsins i dag, en það er gerð kjarasamninga milli laun- þega og atvinnurekenda. Þar hlýtur Alþingi að leita úrráða til að finna tölfræðilegan grund- völl fyrir skiptingu þjóðartekn- anna á milli uppbyggingar at- vinnulífsins og neyzlu þegnanna. Öll þjóðmál verður Alþingi að móta meira og minna með lög- gjöf. Varðar því miklu að það sé skipað mönnum í náin'ni snert ingu við þjóðlífið á sem alira breiðustum grunni. Það er ekki hægt að setja fram, sem svar við spurningu blaðsins, mótaða afstöðu til hinna ýmsu þjóðmála nema rök- styðja hana nokkuð. Ég mun því ekki fara nánar út í það. Að end ingu vil ég hins vegar taka fram, að starfshættir Alþingis þurfa að mínum dómi að taka veruleg- um breytingum og það mun öll- um núverandi Alþingismönnum einnig vera ljóst, og munu þeir hyggja á breytingar til úrbóta. Vetrarstarf Leikfélags Akureyrar: Draugasónata Strind- bergs og Skemmtiferð Arrabals sýnd AÐALFUNDUR Leikfélags Ak- ureyrar — síðari hluti — vair haldinn síðastliðinn fimmtudag. Sigmunduir Öm Amgrímsson (hefur verið ráðinn frairrtkvæmda- stjóri félagsins áfraim og einmiig starfar Amar Jónsson leikari með félaginu, eins og sl. ár. Er félaginu miikMl fengur að þess- um stairfslkröftum, en fleiri þyrftu þó að bætast í hópinn. Á fundinum skýrði fram- kvæmdastjórinn frá vetrarstarf- imiu eins og það nú liggur fyrir. Fyrinhuga'ð er að starfsejnim verði með svipuðu sniði og sl. sta.rfsár. Fyrsta verkefiiið verða 'tveir einþáttunigar .Draugasón- aitan“ eftir Strindiberg í þýðingu Etears Braga og ,,Sfcemm.tiferð á Vígvöniinin“ eftir Arralbail, þýð- andi er Jökull Jakobsson. ;„Draugasiómatain“ er eitt af síð- ustu vertoum Strindbergs, sem : unörig hafa haft beim og óbein áhrif á sikrif ýmissa framúr- stefniuhöfunida, en Arrabal telst einmiitt til þeirra. „Skenmmtiferð á vígvölliinn“ er gaimanleikur m.eð alvarlegum undiirtóni og hverjum mammi auðskilinn. — Firumsýninig mun verða í byrjum dktóber. Leilkstjóri er Sigmundur Örn. Annað verkefnið er gaman- leilkur Aristófainesar um kven- Skörunginin Lysisfrötu og kon- umar í Grifcklandi, sem neita að yl’ja ból bænda sinma nema þeir (hætti öllum bardögum og stríðs- rekstri. Æfingar hófust í ágúst og þá æft í vilkutíima, en verður svo fraim haldið um næstu mán- aðamót. Lystströtu þýddi Kristj- án Árnason en Atli Heiimir Sveirisson valdi tónlistinia. Messí- ana Tómiasdóttir gerir leik- tjöld og búninga. Leilkstjóri er Brynja Benedifctsdóttiir, sem einnig stjómar þriðja verfeefn- inu, em það er bamalleikritið „Lína lanigisdkfeur” sem ætlumin er að komist á svið fyrir jól. Brynja setti bæði þessi leifcrit á svið í fyrravetur; Lysiströtu fyrir Herrainiótt og hlaiut sú sýn- ing mjög góða dóma, en „Línu langsdkk" í Kópavogi þar sem það var sýnt við geysivinsældir í allan'fyrravetur. LEIKSKÓLI Enm hefur ekki að fullu verið genigið frá verkefnum eftiir ára- mótin en gert er ráð fyrir tveim til þrem verkefnum til viðbótar og liklegt má telja að fruimflutt verði eitt íslenzkt leikrit. Leik- listarskóli verðuir starfræktur eiinis og sl. vetur og verður fram- haldsdeild fyrir þá sem sóttu Skólann þá og óska að halda áfram. Fer iinnritun fram bráð- lega og verður nánair auglýst. Á sl. ári tók félagið upp þá ný- breytni að gefa leiklhúsgestum fcost á áskriftarsfcírteinum, sem giltu fyrir allar sýningar vetrar- ins og voru seld með 25% af- slætti. Notfaerðú margir sér þessi hlunmindi. Slík áskriftarskírteini verða seld með sama hætti í vet- ur. Upplýst var á fundinum að ný ljósatafla yrði sett upp í Leik- húsinu í haust. Mikið var rætt um fyririhugað- ar breytingar á Leifchúsinu og þarrn seinaganig og simnuleysi er virtiist ríkja atf (háltfu bæjar- stjórnar um þessi mál. Var eftir- farandi tillaga samþykkt og slkorað á leikhúsnefnd að fylgja henni fast eftir. „Aðalfumdur Leikfélags Akur- eyrar hainmar þann seinagang er ríkir um fyrinhugaðar endurbæt- ur á Leiikihúsi bæjarms. Telur fundurinn að á næsta ári verði að gera hér stórátak og minnir sénstaklega á breytingar á norð- urhluta hússins, sem óverjandi er að lengur dragist að frarn- kvæima. Ennfremur er atenennu viðhaldi hússins tmjög ábótavant, t. d. er málning hússims að utan aðlkailllandi og áklæði á sætum í áhorfendasal þarf endurbóta við og fleira mætti nefna. Skorar fundurinin á leikhúsniefnd að fylgja þessuim máluim fast eftir.“ (Fréttat ilkymmmg frá stjóm L.A.). LEIÐRETTING í SVARI Haraldar Ásgeirsson ar í frambjóðendakynningu Morgunblaðsins í gær raskað- ist algjörlega meining eins kaflans. Er hann því birtur hér eins og hann átti að vera: „Réttur borgarans til þátt- töku í stjórnmálum er meira en réttur. Æskilegt væri, aS einstaklingurinn liti á hann sem skyldu, og beri tiaust traust annarra má vænta meira af honum en þess eins að hann greiði atkvæði." Gjöf til dvalar- heimilis í Höfn HÖFN, 22. sept. — Hjónim Gísli Sigjóneson múrari og Guðrúin Guðmiundsdióttir frú, Álftamýri 54, Reykjavík, hafa gefið tál m'inninigar um fbreldíra og tenigda foreldra sána, hjóniin Ingibjörgu Gísladóttur oig Sigjón Pétunssom frá Pomustekkum í Nesjialhreppi, A.-Skaft., 100.000,00, eittíhundrað þúsumd krómiur, til stofnunar og starfrækislu dvaJarhieimiliis fyrir aldrað fólk á Höfn í Homafirði. íbúar í Neejahafnarhreppum sCoulu eiiga forgainig að búa í her- bergi, siem féð mundi renma til. Hreppsnafnid Hafnarhrepps skal ávaxta féð á tryigglan háitt þang- að til það verður motað. Gunnar. ÞRR ER EITTHVRF FVRIR RLLR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.