Morgunblaðið - 06.10.1970, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.1970, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 226. tbl. 57. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1970 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fjórtán leiðtogar Arabaríkja I sátu fund eftir útför Nassers, þar sem þeir lýstu áframhald- andi stuðningi við Egypta- land og ræddu um eftirmann forsetans látna. Yasser Ara- I fat var einn fundarmanna, og , hann fjórði frá hægri. Arftaki Nassers brátt tilnefndur KAÍRÓ 5. oiktóber, NTB, AP. Gert er ráð fyrir að eftirmað- ur Nassers forseta Egyptalands verði tilnefndur einhvem næstu daga, og að almennar kosningar fari fram strax í næstu viku. Samkvæmt stjómarskránni verð- ur forsetaefnið að hljóta stuðn- ing að minnsta kosti tveggja þriðju hluta hinna 360 sem eiga sæti í þjóðþinginu, en svo fara fram almennar kosningar sem skera úr um endaniegt vai hans. Þjóðþingið mun vera sammála um að fylgja sem nánast stjóm- arstefnu Nassers, og sagt er að Kosygin hafi verið fullvissaður um að hinir nýju leiðtogar Egyptalands muni halda áfram stefnu Nassœrs hvað varðar vopnahléið við fsrael. Aftur barizt í Jórdaníu - skammt fyrir norðan Irbid Beirut og Irbid, 5. okt. NTB TALSMENN skæruliða í Jórdan íu segja að slegið hafi í bardaga milli stjórnarhermanna og skæru liða skammt fyrir norðan Irbid. Þeir halda því fram að stjórnar herinn hafi hafið árásir, en skæruliðar snúizt til vamar, og að barizt hafi verið af mikilli hörku frameftir deginum. Fyrir norðan Irbid er sveitaþorp, Har Bylting var gerð 1 Boli- víu - Fór út um þúf ur Ekki kom til bardaga La Paz, 5. október NTB—AP TIEKAUN, seni gerð var um helgina til þess að steypa stjórn Bólivíu af stóli, hetfur verið bæld niður. Forsetinn, Alfredo Ov- ando Candia, var á ferðalagi í austurhéruðum landsins þegar byltingartilraimin var geirð, en þegar hann sneri aftur til höf- uðborgarinnar, var honum fagn- að af miklum mannfjölda, og hann lýst-i yfir því að hann færi enn með völdin. Byltingartiiraunin fór út um þúfur þegar hersveitir hliðihollar stjórninni umkringdu uppreisn- armenn undir forystu Rogelio Miranda hershöfðingja, yfir- manns landhersins, i Miraflores- herbúðunum skammt frá höfuð- borginni, La Paz. Eftir komu for setans til La Paz lýstu Fern- ando Sattori, yfirmaður flughers ins og aðrir yfirmenn í hern- um yfir stuðningi við hann. Ov- Rússar sleppa 4 menntamönnum MOSKVU 5. dktóber, NTB. Á undanförnum tveimur mánuð- nm hafa verið látnir lausir fjórir sovézkir menntamenn sem setið Mannrán íMontreal! Moinitreal 5. okt. —■- NTB-AP VERZLUNARFULLTRÚAN- UM í brezku ræðismannsskrif I stofunni í Montreal, James | Richard Cross, var í dag rænt, frá heimili sínu. Að sögn lög- reglunnar stóðu fjórir menn 1 að ráninu og gripið hefur ver- ! ið til víðtækra ráðstafana til að hafa uppi á þeim á öllum I vegum sem liggja til Montre- al. Samkvæmt óstaðfestum fréttum neyddu ræningjarnir Cross með skotvopnum til að stíga inn í bifreið er hann fór frá heimili sínu til vinnu sinn ar. Enn hefur ekki verið krafizt lausnarfjár, og ekki er vitað hvers vegna Cross var rænt. hafa í fangelsi í Moskvu án þess að þeir hafi verið leiddir fyrir rétt, að sögpi vina fjórmenning- anna. Tveár þeir síðustu sem látinár haifa verið laiuisár, stúdiemitam- iir Ira Kaplun, og Viijasjeslav Baikhmiin, voru hamdtelkinir í desembetr í fyrra, grumaðir uim að hafa stumdað aimd.sovézkain áróð- ur, greináliaga með dreifijnigu flug- miðia. Hámár memmitamiennimir tveir eru Amaitoly Levitin- Krasnov, prestur sem setiö hefur inmi í tæpt ár vegma aindsovézkir- ar starfsemd, og V'ladimár Telmi- kov, þýðamdi sem handtekimn vaæ eftir stimpimigair við lögreglu- mann fyrir utam borgardómishús- ið í Moskvu í júlí, em rammsókm- um í málum þeimra er haldið áfram. Andrei Sakarov, sem stóð á bak við smíði sovézlku vetnis- sprenigjunmar og hefur látið ság milkið Skipta málefini fangelsaðra vííáindaimamna, hefur sáðam Kapl- un og Bakhmin var sleppt slkrif- að bréf til Æðsta ráðsims mieð beiðni um aið fleiri föragum verði sleppt úr baldi. Bréfimu er dreift uim Moslkvu á laium um þessiar mundir. ando forseti hélt síðan fund með stjórninni um ástandið. Hvergi kom til bardaga, hvorki í höfuðborginni né úti á lands- byggðinni, þótt uppreisnarmenn héldu þvi fram, að þeir nytu stuðnings annarra herdeilda. I tilkynninigu, sem undirrituð var af um 100 liðsforingjum, sagði að ákveðið hefði verið að steypa forsetanum, þar sem hann væri lýðskrumari og skorti ákveðni, að bráðabirgðastjórn mundi fara með völidin og að setulið i öðr- um bæjum styddu uppreisnina. En skömmu eftir að tilkynning- in var birt, var lesin yfirlýsing í annarri útvarpsstöð frá varn- armálaráðherranum, David Lafu ente hershöfðingja, þar sem sagði að heraflinn héldi tryggð við forsetann og skorað var á fólk að fara út á göturnar og lýsa yfir stuðningi við stefnu Ovandos. Vinstri sinnaðir leiðtogar verkamanna og stúdenta for- dæmdu uppreisnarmennina og kölluðu þá fasista, og þótt for- setinn hafi sveigt til hægri í stefnu sinni er sagt, að allar til- raunir til að steypa honum muni mæta harðri mótstöðu vinstri manna, sem óttist hægri sinn- aðri stjórn ennþá meir en nú- verandi stjórn. Ovando fylgir hófsamri vinstri stefnu og pjóð- ernisstefnu, og nokkrar tilraun- ir hafa verið gerðar til þess að steypa honum af stóli síðan hann hrifsaði völdin fyrir einu ári. Á undanförmim mánuðum hefur forsetinn sætt harðri gagnrýni jafnt leiðtoga vinstri sinna sem hægri sinnaðra foringja í hernum, nokkrar stjómarkrepp- ur hafa orðið síðan í mai og sex manns biðu bana í alvar- legum stúdentaóeirðum í ýms- um helztu bæjurn í síðasta mán- uði. Síðan tveir vinstri sinnaðir ráð herrar, Marcelo Santa Crus orku málaráðherra, og Alberto Guti- errez upplýsingamálaráðherar, sögðu sig úr stjórninni í síðasta mánuði, hefur Ovando sveigt meira til hægri en áður vegna áhrifa hægri sinnaðra foringja í hernum. Vinstri sinnar hafa krafizt þess, að Ovando geri all- Framhald á hls. 17 imah, sem lengi hefur verið á valdi skæruliða, og þar voru að sögn hörðustu bardagarnir. Ekkert hefur verið um þessar fréttir sagt af hálfu stjómarinn- air í Jórdaníu, en það er vitað mál að mikii spenna hefur verið í norðuhluta landsins, og oft koan ið þar til smáátaka síðan vopna- hléinu var komið á. Gera má ráð fyrir að arabiskir leiðtogar geri allt sem í þeinra valdi stenditr til að hindra að þanna verði al- varleg átök, því þau gætu breiðzt út um landið á svipstundu. Kennedy ekki í kjöri 72 Bostom, 5. októlber. — AP. EDWARD Kennedy öidunga- deildarmaður lýsti yfir því í gær að hann mundi ekkl keppa að því að verða kosinn forseti 1972, þar sem óvisson sem fylgdi forsetaembættinu yrði fjölskyldu hans of þung byrðL Hann kvaðst hafa reynt að taka eins skýrt fram og hann hefði getað eftir atburð- ina í fyrra að hann gæfi ekki kost á sér og mundi gegna sex ára kjörtímabili í öld- !ungadeildinni ef hann næði kosningu. Stórfelldir stríðsleikir - NATO og Varsjárbandalagsins BERLIN 5. öktóber, NTB. Varsjárbandalagið heldur ein- hverja næstu daga mestu sam- eiginlegu heræfingamar, sem nokkru sinni hefur verið efnt tU, að sögn aðalmálgagns austur-þýzka kommúnistaflokks- ins, „Neues Deutchiands“. Sam- kvæmt óstaðfestum heimildum taka þátt í æfingunum 100.000 hermenn frá Sovétríkjnnum, Pól- landi, Búlgariu, Tékkóslóvakiu og Ungverjalandi auk liðsdeildar frá Rúmeniu og austur-þýzka heraflans. í „Neues Deutchilaind“ er ekki saigt hvenær æfimgarnair íara Framhald á bls. 2 Kambódía lýðveldi næsta föstudag Samþykkt samhljóða í öldunga- deild og á þjóðþingmu PhtniOim Pemh, 5. ototóber. NTB. ÖLDUNGADEILD og þjóðþing Kambódíu samþykktu einróma í dag að lýsa landið lýðveldi næstkomandi föstudag. Gert er ráð fyrir að Cheng Heng, þjóð- höfðingi, muni tilkynna þetta opinberlega, áður en hann fer til New York, til að vera við- staddur 25 ára afmæli Samein- uðu þjóðanna. Atkvæðagreiðslan í dag fór fram á lokuðum fundi öldungadeildarinnar og þjóð- þingsins, eftir viðræður um ýmis atriði, m.a. hvaða stjómarfars- breytingar lýðveldisstofnun hefði I för með sér. Þótt búizt hafi verið við þesis- ari þróum mála, allt frá því að Sihamoiuk funsta var steypt af stóli 18. miarz sl., var alis óvíst •um hveneer það yrði gert, sér- staklega þar siem ekki virtiist al- gert samtooimuiaig urn það mieðal ráðaimianina. Vitað er að Lon Nol, hiershöílðdmigi, fónsiætiisráðherra Kaimíbódíu, laigði mikla áhierzlu á að yfarlýsimig um lýðveldisstofn un yrðS gefim út stema fyrst, em Zirik Matak, aðstoðarforisiætiaráð herra og Koum Wicfc, Uitanríkis- ráðfherra, vildiu hins vegar fara rólega í sakirmar. Nefnid llogfræðiniga og með- lima þjóðþiinigsiirus hatfa umddr forystu himis virta memmtaimainins Douiac Rasy, uinmiið a@ gerð nýrr- ar stjómarskrár, en ekki heifur verið tekim endanteg átovör'ðlum um tillögur þeirra emmþá. Gert er ráð fyrir að lýðlveld- iisistioániumin fari nioktauð friðsaim- leiga fram, em þó má búaist við að niofctaur lömd, t.d. Rússilainid o(g Frakklamd, hiki við að viður- taemma lýðveldið Kamibódlíiu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.