Morgunblaðið - 06.10.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.10.1970, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1970 23 vorum við saman á nærrlhverj um degi og verður að segjast að Bjarni var hugmyndaríkur um hvernig hægt var að eyða dög unum, og undrar engan sem þekkti hann. Þó að við báðir snerum að miklu leyti baki við sporti þegar við helguðum okk ur flugmálum, verður ekki það sama sagt um veru okkar í sveit inni. Margur dagurinn leið við sil ungsveiðar, skytteri, útreiða túra, siglingar eða sund, og var Bjarni á þessum árum mikill áhugamaður um hvers kyns sport. Geð hans og kímnigáfa var þegar í æsku sterkt mótað af áhrifum frá foreldrum hans, þetta fann ég glöggt siðar er ég fluttist til Reykjavikur eftir lát föður míns. Þá voru foreldrar Bjarna stoð og stytta fjölskyldu minnar á erfiðum tímum. Það var enginn eins hógvær leið- beinandi og vinur eins og Jens Bjarnason, þegar ég ungur kom til Reykjavíkur. Því miður dó hann fyrir aldur fram, en hans samrýnda kona, Guðrún Helga dóttir gaf honum ekkert eftir i stjórnsemi og vizku, og hefur verið einingartákn þessarar góðu fjölskyldu síðan. Bjarni átti tvo bræður, Helga og Björn, sem ekki hafa farið varhluta af arfleifð frá foreldrunum báðir hógværir og vel gefnir menn. Flugið heillaði Bjarna snemma. Þegar á striðsárunum kunni hann deili á hverri flug- vél frá striðsaðilum, með slíkri nákvæmni, að ég kynntist eng um öðrum með slíka þekkingu. Óneitanlega vakti þessi þekk- ing Bjama áhuga okkar á flug málum og þegar ég var að ljúka stúdentsprófi vorið 1951, tók ég fegins hendi boði hans um starf í Flugumsjónardeildinni á Kefla víkurflugvelli, þar sem Bjarni hafði starfað í rúm 2 ár og var orðinn yfirmaður. Samstarfið við Bjarna og handleiðsla hans við okkur samstarfsmennina var til fyrirmyndar. Nákvæmni hans og samvizkusemi var við brugðið. Snyrtimennska var að- alsmerki deildarinnar og hefi ég heyrt á samstarfsmönnum min um frá þessum árum, að þeir eru sammála mér um, að með hógværð sinni og mikilli kímni- gáfu gerði Bjarni starf okkar bæði létt og skemmtilegt. Árið 1955 ákveður Bjarni að láta langþráðan draum rætast og tekur starf, sem flugmaður hjá Flugfélagi Islands. Tveim árum síðar fær hann því til leið ar komið, að ég er ráðinn hjá félaginu, sem flugumsjónarmað ur, og hefur hann ávallt siðan verið reiðubúinn að aðstoða mig í starfi mínu. Bjarni var að eðlisfari hlé- drægur, en sem flugstjóri var hann fyrirmannlegur og afger andi. Vinur vina sinna var hann einstæður, hjálpfús og nær gætinn, en fyrir aðra nokkuð seintekinn og stundum fjarlæg ur. Engan þekki ég, sem efaðist um gáfur hans og þekkingu á flugmálum, enda leituðum við oft til hans til þess að kenna á námskeiðum, og var það svo sjálfsagður hlutur að ég man ekki til að annar hafi komið til greina í ákveðnum fögum, á með an hans naut við. Nú að leiðarlokum þökkum við samstarfsfólk Bjarna honum fyrir gott starf og góða viðkynn ingu og í vissu þess að fyrir mynd hans verði börnunum, Dagbjörtu, Jens og Áskeli gott fordæmi, sendum við þeim og Halldóru, hans ungu eiginkonu, ásamt Guðrúnu, bræðrunum og öðrum nánum ættingjum okkar samúðarkveðj ur. Guðmundur Snorrason. LAUGARDAGINN 26. septem- ber si. fréttist að það hefðii orðið flugslyis á eyjumni „Myggenæs" í Færeyjum. í flugvélinni voru 30 farþegar og fjögurra manna íslenzk áhöfn. í fyrstu voru fregnir óljósar af slysinu, en fljótlega barst sú gleðilega frétt að mannfojörg hefði orðið. Þrír farþeganna höfðu komizt til byggða af eigin rammleik. Töldu þeir að allir hefðu komizt lífs af úr flugvél- inni. Við þessi tíðindi var sem þungu fargi væri af okkur létt, þó að flestir hefðu gert sér grein fyrir því að þar með væri ekki öll sagan sögð. Vegna mjög erfiðra aðstæðna á slysstaðnum, gekk seinlega að fá frekari fréttir af líðan fólks- ins. Um síðir bárust svo þær hryggilegu fregnir að átta manns hefðu látið lifið, sjö Fær- eyimgar og einn íslendingur, flug- stjórinn á flugvélinni, Bjarni Jensson. Hinar litlu bræðraþjóðir er byggja eyjarnar nyrzt í Atlants- hafi, lutu höfði í djúpri sorg. Þetta var þungt áfail fyrix hina fámiannu færeySku þjóð og ís- lenzka þjóðin missti einn af sín- um traustustu flugstjórum. Fynstu kynni mín af Bjarna Jemssyni urðu um það leyti er hann var að búa sig undir það að hefja störf sem flugmaður. Var hann þá að læra blindflug. Hann starfaði um þær mundir sem yfirmaður flugumsjónar- deildar Flugmálastjói’narinnar á Keflavíkurflugvelli. Leiðir okkar Bjarna lágu enn saman, er hann réðst til flug- starfa hjá Flugfélagi íslands h.f. árið 1955. Starfaði hann fyrst sem aðstoðarflugmaður en síðar sem flugstjóri frá árinu 1957. Við Bjarni flugum talsvert saman, einkum fyrstu árin, Var samstarf okkar í stjórnklefanum ætíð þægilegt og eins og bezt verður á kosið. Frá okkar fyrstu kynnum er mér minnisstætt hve nákvæmni í öllum hans störfum var hon- um í blóð borin. Hann mátti hvergi vamrn sitt vita. Allt yarð að vera rétt gert, helzt eins og stóð í bókunum. Þetta ásamt öðrum mannkostum Bj ama gerði hann einn af okkar beztu flugstjórum. í Félagi íslenzkra atvinnuflug- manna var Bjarni virkur félags- maður. Þar sem annars staðar komu menn fljótt auga á hæfi- leika hans og var hann því lengst af valinn til hinna ýmsu trún- aðarstarfa. Hann var m.a. fulltrúi F. í. A. á mörgum þingum alþjóðasam- bands flugmanna erlendis. í ör- yggisnefnd F. í. A. hefur hann átt sseti frá stofnun þeirrar nefndar. Bjarni var valinn í þá nefnd að völ yfirlögðu ráði. Hann var ednn þeirxa manna, sem bezt var treyst til þess að vinna að auknu öryggi flugsiins hér á landi. Þeim sem kynntust Bjarna Jenssynd, hefur sumum e.t.v. þótt hann vera dulur og jafnvel ómannblendinn í upphafi, en við nánari kynni kom í ljós að hann var einkar viðfeldinn og skemmitilegur maður; hafði til að bera sérstæðan og sterkan persónuleika. Hann var vel af guði gerður, mikill tungumálamaður, víðles- inn og fróður og óspar á að miðla öðrum af þekkingu sinni. Frá- sagnarilist hans var viðbrugðið og í vinahópi var hann hrókur alls faguaðar. Við fráfall hans er vissulega skarð fyrir skildi og verður hans sárt saknað af okkur starfsfélö'g- um og öðrum vinum. Yfir minningu Bjarna Jens- sonar verður ætíð bjart og nú er leiðir skiljast að sánni, kveð ég hann þakklátum huga fyrir það, að hafa notið samfylgdar hans þetta spölkom á lífsbrautinni. Við skulum nú sameinast í þeirri bæn að almáttugur Guð veiti styrk og þrek þeim, sem mest hafa misst og sárast sakna, eiiginkonu, börnum, móður og bræðrum Bjarna heitins Jens- soinar, Guð blessi minningu hans. Henning Á. Bjarnason. Það eru stór skörð höggvin í raðir okkar flugliðanna þessa dagana. Fyrir skömmu síðan fórst Bergur Eysteinn Pétursson flugvélstjóri, og nú er Bjarni Jensson flugstjóri fallinn í val- inn. Það virðist óskiljanlegt, þegar menn i blóma lífsins hverfa svo skyndilega af sjónarsviðinu og lað er erfitt að sætta sig við, að þeir séu í einni svipan horfn- ir fjölskyldum sínum og vinum og, að starfskrafta þeirra njóti ekki lengur við, jafnvel þó að Deir hafi þegar skilað góðu lífs- starfi. Það er torskilið eins og óræður stjörnugeimurinn. Ég kynntist Bjarna Jenssyni fyrst árið 1954, er hann, sem yfir maður flugumsjónardeildar Flug málastjórnarinnar á Keflavíkur- flugvelli, hlutaðist til um, að ég var ráðinn þar til starfa um eins árs skeið. Skömmu síðar réðst Bjarni sem flugmaður til Flug- félags íslands og þar lágu leiðir okkar aftur saman. Vegna vin- áttutengsla fjölskyldna okkar og starfs Bjarna fyrir Félag ís- lenzkra atvinnuflugmanna kynnt umst við nánar. Bjarni var hóg- vær maður, góðum gáfum gædd ur, skemmtilega fróður um ýmsa hluti, bókhneigður, söguhneigð ur og sérlega vel að sér um allt, er að flugi og flugmálum laut, enda var hann fenginn til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir stéttarfélag sitt, þar sem þekking hans kom að góðu gagni. Bjarni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík ár ið 1945, hann hóf flugnám árið 1946, tók einkaflugmannspróf ár ið 1947 og lauk atvinnuflug mannsprófi árið 1954. Árið 1949 var Bjarni sendur á vegum Flug málastjórnarinnar til Bandaríkj anna, til að nema flugumsjón. Hann var fyrsti íslenzki flugum sjónarmaðurinn og því brautryðj andi á því sviði hér á landi. Árið 1951 var Bjarni siðan skip aður yfirmaður flugumsjónar á Keflavíkurflugvelli. Árið 1955 réðst hann sem flugmaður til Flugfélags Islands og varð flug stjóri þar árið 1957. Bjarni gegndi fjölmörgum trún aðarstörfum fyrir Félag Is lenzlkra atvinnuflugmanna. Hann var í stjórn félagsins frá 1956 til 1964, auk þess starfaði hann i samninganefnd, starfsráði og var annar tveggja fulltrúa félagsins hjá Alþjóðasambandi atvinnu flugmanna, IFALPA og sat með al annars þing samtakanna í Bo gota árið 1958. Bjarni starfaði I öryggisnefnd F.I.A., hann var mjög áhugasam ur um allt, er að flugöryggi laut og nákvæmur og gætinn með allt, er varðaði flug svo að til fyrirmyndar var. Ég hygg að öll um, sem til þekkja sé eins innan brjósts og kunnugum manni, sem varð að orði, er minnzt var á störf Bjarna fyrir öryggisnefnd ina, að vandfundinn yrði maður í hans stað, svo ágæta þekkingu hafði hann á þeim málum. Fyrir hönd Félags íslenzkra atvinnuflugmanna þakka ég Bjarna samfylgdina, hans ágætu störf í þágu félagsins og sendi Halldóru konu hans, börnum þeirra, móður og öðrum vanda mönnum innilegustu samúðar kveðjur. Skúli Br. Steinþórsson. Fregnin af hinu hörmulega flugslysi i Færeyjum hefur reynzt mörgum þungbær. Mun það þó ekki sízt eiga við um ást- vini og vini Bjarna Jenssonar fluigstjóra, sem þarna lét lífið og var þarunig endi bundinn á lífs- starf hans með sorglegum hætti. Er sárt til þess að vita að slík ör lög skuli vera búin jafnvel hin- um færustu og beztu mönnurn. Ég, sem þessar fáu línur rita átti því láni að fagna að kynnast Bjarna Jenssyni er hann var ung ur að árum og tengjast síðan vin áttuböndum við hann og fjöl- skyldu hans. Kynni okkar hóf- ust er hann dvaldi í nokkur sum ur á heimili föður míns að Breiða bólistað á Siðu. En einmitt á Breiðabólstað var Jens faðir Bjarna fæddur og uppaiinn. Var mikil vinátta með feðrum okkar frá þvi á skólaárum í Reykjavík. Jens var sonur Bjarna Jens- sonar læknis er var bróðurson- ur Jóns Sigurðssonar forseta. Oft rifjuðum við Bjarni upp skemmtilega atburði og unaðs- stundir frá samverunni á Breiða- bólstað og síðast er við áttum ógleymanlega stund saman á heimili móður hans, Guðrúnar Helgadóttur — Helga Skúlason- ar, Gíslasonar prófasts á Breiða bólstað í Fljótshlíð. Kynni okkar Bjarna héldu síð- an áfram er ég dvaldi í marga vetur á heimili foreldra hans og bræðra á Hólum við Kleppsveg. Heimilið að Hólum var mikið menningar- og rausnarheimili. Voru þau hjónin Guðrún og Jens samhent um al'lt, sem mátti efla og þrýða heimilið og heim- ilislífið. Höfðingslund húsbænd- anna lýsti sér ekki sízt í því að þau lögðu jafnan hart að sér að styrkja og styðja þá, sem erfitt áttu í lífsbaráttunni. Þau greiddu götu ótalinna náms- manna og margir þeiirra dvöldu um lengri eða skémmri tíma á heimili þeirra og nutu þar um- hyggju og ástúðar í rikum mæli og að því er bezt varð séð til jafns við synina þrjá. Bjarni Jensson átti þvi láni að fagna að alast upp á slíku menn ingarheimili, þar sem ástúð og eindrægni ríkti og ekki þarf að draga í efa að áhrifin frá því hafa skilið eftir óafmáanleg á- hrif á lífsviðhorf hans og skap- höfn og reynzt honum heilla- drjúgt veganesti. Bjarni var góðum gáfum gædd ur, eins og hann átti kyn til. Námsmaður var hann ágætur og fróðleiksfús í bezta lagi. Hann hafði yndi af músík og lestri góðra bóka og hafði snemma þroskaðan og mótaðan lista- smekk. Skoðanir hans mótuðust af þekkingu og víðsýni enda var hann fróður um menn og mál- efni þvi að hann hafði traust minni og var víðlesinn. Bjami var hvers manns hug- Ijúfi, glaður og reifur í vina- hópi, vinmargur og vinfastur. Hann var gæddur sterkri skap- höfn og viljafestu. Framkoma hans einkenndist af djarfmann- legu og drengilegu fasi, hógværð og jafnaðargeði. Bjarni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavik ár ið 1945. Hóf hann því næst nám við lagadeild Háskóla Islands. Þegar hér var komið sögu hafði flugið tekið hug hans allan, Hvarf hann þvi frá námi við Há- skólann og helgaði alla krafta sína eftir það störfum í þágu flugsins. Er al'kunna að hann þótti ávallt leysa störf sín af hendi af stakri samvizkusemi og enginn dró í efa þekkingu hans eða hæfni. Bjami Jensson kvæntist árið 1958 eftirlifandi konu sinni Hall- dóru Áskelsdóttur, Sigurjónsson ar, Friðjónssonar skálds. Móðir Halldóru er Dagbjört Gísladótt- ir frá Hofi í Svarfaðardal. Böm þeirra eru þrjú, Dagbjört Sigríð ur f. 22. 5. 1958, Jens f. 11. 10. 1960 og Áskell f. 27. 10. 1965. Halldóra reyndist Bjarna hin bezta eiginkona og tryggur lífs- förunautur. Mannkostir hennar voru okkur vinum Bjarna alltaf augljósir, en kannski hafa þeir aldrei komið betur í ljós en á hinum erfiðu stundum undanfar- andi daga. Hugarstyrkur hennar og trúin á lífið og framtíð ungu barnanna hefur hrært hjörtu okkar. Vinir Bjarna Jenssonar og hin ir mörgu sem báru hlýjan hug til hans hljóta að harma að skuggi skyldi falla á gæfuferil hans í þessu lífi. Minningin um hinn góða dreng og tryggan vin mun þó lifa á- fram í hugum okkar og verða ástvinum hans huggun í þung- bærri raun. Sno ri Páli Snorrason. Þau sorgartíðindi bárust hing- að til lands laugardaginn 26. september að flugvél hefði far izt í Færeyjum. Þótt fyrstu fréttir hermdu að allir um borð hefðu haldið lifi, lét hinn bitri sanmleikur ekki lengi á sér standa. Af þeim 34 sem í flug vélinni voru fórust átta í slys inu. Þar á meðal flugstjórinn, Bjarni Jensson, sem kvaddur er í dag. 1 flugliðasveitina íslenzku hafa á stuttum tíma verið höggv in tvö skörð. Tveir mætir menn á bezta aldri hafa fallið, þó hvor með sínum hætti. Annar ekur á fögrum haustdegi ásamt börn um sínum og vini í skemmtiferð, en sú ferð verður hans síðasta. Hinn fellur við skyldustörf í öðru landi. Margir munu þeirr ar skoðunar, að sá sem síðar féll hafi eðli starfs síns vegna verið í meiri hættu en hinn. Sannleikurinn er hins vegar sá, að allt lifið er hættuför. Hvar hættur leynast og fjörtjón verð ur er okkur að miklu hulið. Við vitum það eitt að lífinu, sem við tókum að láni við fæðingu, mun um við verða að skila eftirlanga eða skamma ævi. Bjarni Jensson flugstjóri var í orðsins fyllsta skilningi eftir minnilegur maður. Þar kemur margt til. Meðfæddir eðliskost ir, fáguð framkoma. Hann átti til að vera dulur og fáskiptinn gagnvart ókunnugum, en því meiri vinur vina sinna. Bjarni var mjög vel menntað ur, ekki einungis í þeim skiln ingi að hafa hlotið góða skóla göngu, heldur á þann veg, sem lestur góðra bóka og íhygli um hverg konar mannleg vandamál skapar. Og þó að hann væri al- vörumaður. skyldurækinn og gagnrýninn var hann einnig eimn þeirra, sem veita samferðamönn um af innri gleði og hlýju. Und ir alvarlegu yfirbragði leyndist mikill húmoristi, sem vinir hans þekktu þó bezt. Eftir fjórtán ára kynni við Bjarna Jensson þykist ég vita að fátt væri hon- um fjær skapi en löng lofgrein um hann genginn. Því skal hér staðar numið þótt af mörgu sé að taka, Bjarni var vinsæll meðal samstarfsfólks og er því mjög saknað úr hópnum. Þar er okk ur horfinn mikilhæfur og góður félagi og vinur. Mestur er þó missir þeirra og söknuður, sem næst stóðu. Eiginkonu, barna og aldraðar móður, svo og annarra aðstand enda. Ég votta þeim öllum dýpstu samúð I miklum raunum. Sveinn Sæmundsson. Verzlunarstarf Óskum eftir að ráða ungan, reglusaman mann til afgreiðslustarfa. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 1219, Reykjavík, fyrir 10. þ.m. ANDERSEN & LAUTH HF. Keflavík Ung stúlka óskast í vinnu hálfan daginn til afgreiðslustarfa á Keflavíkurflugvelli. Væntanlegir umsækjendur komi tii viðtals fimmtudaginn 8. október milli kl. 1 og 3. STYLECENTER, Keflavíkurflugvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.