Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1970 TIL SÖLU rvotaður póferaður skápur m. gteri, staindlampi, 3ja am\e, bamaikerna og barnagrind. — Tiil sýnis að Melhaga 10. KEFLAVlK Höfum kaupanda að góðri íbúð eða einibýHshúsi. 4—5 svefnherb. æskiteg. Góð útb. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, sími 2376. MÁLMAR Kaupi atlan brotaimálm, nerna járn, aWra hæsta verði. Stað- greitt. Opið alla virka daga kl. 9-12 og 1-5, nema leug- ard. kl. 9-12. Arinco, Skúlag. 55, símair 12806 og 33821. UNG HJÓN mjög vel menntuð, vilja taika kjörba rn, nýfætt. Uppl. í síma 2096, Keflavík. SENDILL Röskur og áreiðantegur piltur óskast til sendiiferða hátfan daginn. Þarf að hafa reiðhjól. PáH Þorgeirsson & Co. Ánmúla 27. MATREIÐSLA — SÝNIKENNSLA byrjar 12. okt. Smumt brauð, kjöt- og fiSkréttÍT m. m. Ný námsskrá. Innnitun og nén- ari uppl. í síma 34101. — Sya Thorlaiksson. TIL SÖLU 6 tonna trill'uibát'ur, smíðaður 1968. Uppl. í síma 92-7558. ÓSKA EFTIR að koma 5 mán. ba'rni í fóst- ur, milti ki 8 og 6 á daginn. Uppl. í sírrva 35958. MIÐSTÖÐVARKETILL Óska efti'r að kaupa notaðan miðstöðvarketil 3,5—4,5 fm. Uppl. í síma 33123 MILLJÓNERAR ónotaður ístandsbankaseðill (10 kr.) til sölu. Til'b. sendist Mbl. menkt: „4456". HAFNARFJÖRÐUR Ung hjón með e'rtt bam óska eftir að taka á teigu 2ja—3ja herb. íbúð, sem fyrst. Uppl. í síma 51706. HAFNARFJÖRÐUR Hárgreiðslustofa f fullum gangi til sölu. Uppl. í síma 52510 og 42311 í dag og eft- ir kl. 7 næstu daga. KENNI ÞÝZKU Tairnél, þýðtngar. Kenmi byrj- endum rússnesku, latínu, grísku. Úlfur Friðriksson, Karlagötu 4, fcjalteri, eftir kl. 19. PlANÓ ÓSKAST Er kaupandi að góðu píanói. Hljóðfæri, sem þarfnast við- geirðar kemur til greina. SírrM 23889 kf. 12—13 og 19^-20. UNGUR ÁREIÐANLEGUR maður óskar eftir v'mnu. Ým- íslegt kemur til gneina. Tilb. merkt: „Areiðantegur 4334” sendist Mbl. fyrir 14. þ. m. „í allan dag hefur vorið verið að ljóma Þetta var um vor fyrir all mörgpun árum, vestur í Bol ungavík. Það hafði vorað snemma, snjór var horf inn úr flestum f jöllum og þótt stiuid um geti brimað og svarrað við þessa strönd, var næstum þvi aigert logn þennan sunnudagsmorgun, þegar við lögðum leið okkar inn eftir víkinni, fjölium girtri, geng- um hvita sandfjöruna frá innstu húsunum á Grundun- um alla leið inn að Ósi, þar i 'iriur úr Syðradalsvatni, feilur til sjáv ar. Um morguninn höfðum við vaknað snemma, eða eins og Tómas kveður: „( allan dag hefur vorið verið að ljóma. Ég vaknaði snemma í morgun við fótatak dagsins. Við gluggann heyrðust himneskir söngvar óma. Hjarta mitt skalf við raddir fagnandi lagsins." * Við gönguim léttstíg inn sandinn, fallegan og gulhvít- an. Ekki eru sker á sand- inum til, en samt leynist líf í þessari sandfjöru. Fuglar fylgja hvítum ölduföldunum, þvi að undiraldan fellur að landi, þótt nú sé logn, og þetta eru langar öldur, sem falla háttbundið upp að ströndinni, hinni hvítu strönd. „Costa blanca" myndi hún kölluð á ferðamannamáli. Þetta er hin bezta baðströnd, og viss er ég um það, vseri hún nær höfuðborginni, fyllt ist hún fólki hvern sólskins dag á sumrin. Rétt um miðja víkina, fara að koma í ljós alls kyns skeljar og kuðungar á sand- inum, ýmist lifandi eða þá dauð, sem sjórinn hefur bor- ið á land, og liggja þar nú i hrönnum innan um þara- brúkið, rétt ofan við sand- fjöruna. En ofan við þara- brúkið tekur við sandur og melur, sem reynt hefur verið að hefta fok á bæði með mel gresi og sandfaxi. Þar er líka alllöng flugbraut, sem komið hefur Bolvikingum að miklu gagni. * Aðfall er, og annað slagið hopum við, þegar öldurnar skella upp á sandinn, gera hann eilítið dekkri álitum, ei lítið gljúpari. En hvað er þarna á gangi framan við fætur okkar? Ó, jú, einn myndarlegur beitukóngur rákar sandinn, hann er aug- sýnilega á morgungöngu eins og við og líklega að draga sig undan aðfallinu. Og Jó- hannes úr Kötlum yrkir þannig um snigilinn, gæti ver ið beitukóngur, sem hrekkur inn í kuðung sinn, þegar hann mætir þessum tröllum á vaðstígvélum, skálmandi um f jöruna hans. „Sem snigill skríður mitt litla líf og iéttan kuðunginn ber. það fálmar í allar áttir með augun á hornum sér. Svo stór og voðaleg veröldin er, sem vakir þar allt í kring, að lifið mitt litla titrar, iinast og fer í hring. Og hvenær sem frækorn fýkur hjá, þess fálmarar dragast inn og dálítil hrúga af holdi hrekkur í kuðung sinn.“ ¥ Og eftir örskamma stund erum við komin að Ósnum, og þar gefur að líta æðar- fugl í hundraðatali. Steggirn ir eru litfagrir, og greinilegt er, að nú fer í hönd tími Ósvör Bolungarvík. Brýtur á Vararkolii. Traðarhyrna Baksýn. (Ljósm. Fr. S.). landnámskonunnar, Þuriðar Sundafyllis. Framan við rústirnar ligg- ur svo sjálf Ósvörin með Var arkolli, en það er stór steinn, heilt bjarg, sem gerir land- Beitukúngur á morgungöngu í sandinum. ástarleikja þessara nytsömu fugla norðursins. En leið okkar er stefnt að Ósvör, einhverjum merkustu forn minjum þarna um slóðir. 1 Ósvör má ennþá sjá rústir gamalla verbúða, furðu heil- legar, og þyrfti að varðveita þær, þar eru líka leifar af spili, sem bátar voru hífðir á land með, og ofan við rís snarbrött og klettótt Ós- hyman, en framan í henni hinn sérstæði klettadrangur, sem Þuriður nefnist í höfuð Æðarsteggurinn var kominn í brúðarskartið í Ösnum. töku óaðgengilega. Er til göm ul sögn um Ósvör og Varar- koll, og segir nú frá henni, þótt lítið hafi verið prentað um hana, en það sem hér er skráð, er að mestu fengið úr tímariti, „Heirr.a í Bolunga- vik“ sem hinn merki kenn- ari, Jens E. Nielsson, gaf út um skeið. ¥ „Bóndanum á Ósi féll það illa, að geta ekki haldið út bátum til veiða frá sínu landi, þegar fiskur gekk í Djúpið. Hafði hann því mik- inn hug á þvi að gera lend- ingu í Óshólum, en þar var stórgrýtt mjög og verkið erf- itt, og virtist vonlauist. Þá var það eitt sinn, að til bónda kom ungur og mynd- arlegur maður, 18 vetra gam all og baðst vistar hjá hon um. Átti þetta að hafa verið álfa- eða huldumaður í gervi mennsks manns. Bónda leizt maðurinn dugnaðarlegur og réð hann, en þó gat hann aldrei fellt sig við hann. Bóndi átti dóttur eina gjaf- vaxta, og felldu þau, vinnu- maðurinn og hún, hugi sam- an, en bóndi lét sér fátt um finnast. Þegar vinnumaður bað nú um hönd dóttur hans, tók bóndi honum dauflega og hugsaði upp ráð til að s.vnja honum ráðahagsins, en vildi síður missa hann sem vinnu- mann, þvi að hann var hverj um manni duglegri. Varð það að lokum úr, að bóndi féllst á að gefa honum dóttur sína, ef hann gasti rutt góða vör í Óshólum. Vinnumaður hófst síðan handa. Færði hann til í fjör unni hvert bjargið á fætur öðru, unz komin var slétt og góð renna i stórgrýtinu, hið ákjósanlegasta uppsátur. Bóndi undraðist hamremi hans og vinnubrögð, en ótt- aðist hann og vildi ekki gifta honum dótturina. Kvaðst hann vilja gjalda honum vel verkið, en dótturina fengi hann ekki. Við þetta brá vinnumanni, reiddist og hót- aði hefndum. Fór hann sið- an til og færði bjarg eitt, heljarstórt, i vararmynnið. Var það óþægilegur farar- tálmi, en þó kvað hann svo á, að enginn skyldi af steini þessum fjörtjón hljóta utan bóndi aleinn. Hvarf svo vinnumaður og sást aldrei sið an, en bóndi fórst siðar í lendingu á Vararkolli. Vör- in var notuð lengi, og aðrir ekki beðið líftjón í Ósvör.“ Þannig er þjóðsagan um vinnumanninn á Ósi og Var- arkoll. Við dokuðum um stund við rústirnar i Ósvör og varð hugsað til örlaga hinna ungu elskenda á Ósi fyrir örófi alda. Héldum síð an heim sand, endumærð eft ir hressandi morgungöngu. Klukkur Hólskirkju hringdu svo til helgra tíða, þegar við höfðum lokið hádegismatnum. Fr. S. Uti á víðavangi Skriptarvísur Skriptin mín er stafastór, stýlað il'la letur, hún er eins og kattarklór, eg kann það ekki betur. Blekið lekur bókfell á, bítur litið penni, heldur veldur höndin bág, henni jeg um kenni. Pennann reyna má eg minn, mann það einginn banna kann, þenna eina fínan finn, fann ég eingan betri en hann. Þessi penni þóknast mér, því hann er úr hrafni, hann hefir skorið geira grér Gunnlaugur' að nafni. 1 Síra Gunnlaugur Sigurðsson á Brjánsilæik (d. 1767). Sögn Hannesar Þorsteinssonar. Skjaldan get eg skrifað hreint, skal það bleki kenna, — aldrei hef jeg áður reynt æðarblika periria. Þínum penna þú svo halt, þrír að gómar stilli, stafina hreina skrifa skalt og skilja vel á milli. Skrifaðu bæði skýrt og nett, skoðaðu stafina mína, þín skal höndin þrykkja rétt, þar með óskökk lína. Skrifaðu bæði skýrt og rétt, svo skötnum þyki á snilli, orðin standa eiga þétt, en þó bil á milli. YÍSUK0RN Tækniöld Á menntun og framþróun hafa menn hug og helzt eru á boðstólum tæknileg fræði, en hver kennir frumleik og hugmyndaflug, og hvar læra skáldin að yrkja sín kvæði? Br. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.