Morgunblaðið - 20.10.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.10.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1970 17 Heikal og stef na arftaka Nassers Mohammed Hassanein Heikal. Einhver valdamesti maður að tjaldabaki egypzkra stjórnmála um árabil er Hassanein Heikal, aðalritstjóri blaðsins „A1 Ahr- am,“ sem er hálfopinbert mál- gagn egypzku stjórnarinnar. Honum hefur nú verið vikið úr embætti upplýsingaráðherra, en áhrif hans eru enn mikil eigi að síður. Heikal er einn þeirra manna, sem hvað mest koma við sögu vaidabaráttu þeirrar, sem háð hefur verið að tjaldabaki síðan Nasser for- seti féll frá. Enginn veit hvern ig þeirri baráttu lyktar, en Heikal á sér marga óvildar- itienn, og ekki kom á óvart að honum var bolað frá, þar sem hann nýtur ekki lengur verndar Nassers. Á hverjum föstudegi ritar Heikal I blað sitt greinar, þar sem hann segir Egyptum og öðr um lesendum í Arabaheiminum hvaða afstöðu þeir eigi að taka til atburða heima og erlendis. Greinar Heikals eru lesnar af mikilli eftirtekt í öllum Araba- löndum. Undir stjóm Heikals hefur „A1 Ahram“ (Pýramíd arnir) orðið eitt útbreiddasta og nútímalegasta dagblað í Afríku og Miðausturlöndum. Hann tók við ritstjórastarfinu 1957, og var þá yngsti maður- inn, sem hafði gegnt því starfi. Síðan má segja, að hann hafi mótað skoðanir Araba á for- ystu Nassers. Heikal er fæddur árið 1923 og er af fátæku fólki kominn. Hann er ekki háskólamenntað- ur, en sótti námskeið i banda- ríska háskólann í Kaíró. Hann hefur samið átta bækur um ým- is efni, meðal annars Sýrland, Iran, Bandarikin og stöðu menntamanna. Hann fylgdist sem blaðamaður með Palestinú- striðinu 1948 og kynntist þá Nasser, sem þá var ungur liðs- foringi i virkinu E1 Falouga, sem ísraelsmenn héldu í um- HÓTEL Esja, sem opnaði á miðju sumri, verður opið í vetur og mun starfa með sama hætti og í sitmar, að því er segir í frétta- tilkynningu frá Esju. Fimm af niu hæðum hússins hafa þegar verið teknar í notkun og áætlað er að lokið v-erði við hinar f jórar hæðirnar í apríl 1971. sátri. Síðan hélzt mjög náin vin átta með Heikal og Nasser. Heikal var við sjúkrabeð Nassers er hann lézt. Sam- kvæmt sumum fréttum trúði Nasser honum fyrir því, að hann vildi að Zakaria Mohiedd in, sem talinn er hlynntari vest rænum ríkjum en nokkur ann- ar egypzkur stjórnmálamaður, tæki við forsetaembættinu. Hins vegar gátu Rússar með engu móti sætt sig við Mohi- eddin, og að sumra áliti voru það tilraunir Heikals til þess að koma Mohieddin til valda sem stofnuðu völdum hans sem upp lýsingamálaráðherra í hættu. Á hinn bóginn virðist staða hans sem ritstjóri „A1 Ahram“ trygg ari, því að hann nýtur mikils álits fyrir hæfileika, sem hann hefur sýnt sem aðaltalsmaður stjórnarinnar. Nýlega túlkaði Heikal skoð- anir sínar og nýju stjórnarinn- ar í viðtali við Lundúnablaðið „The Times“, og verður það rak ið hér á eftir nok'kuð stytt. Þar talar hann af furðu mikilli hreinskilni þrátt fyrir þá ó- vissu, sem ríkir í egypzkum stjórnmálum. Hann lýsir þeirri tortryggni, sem ríkir í garð vestrænna ríkja, og kemur vel í Ijós vandi þeirra ráðamanna, sem innst inni eru hlynntari vestrænum ríkjum en Rússum. Vegna ástands þess sem ríkir er aðstaða þeirra stjórnmála- manna, sem vilja góð samskipti við vestræn ríki, erfið. Heikal ræddi fyrst sambúð- ina við Breta og skoraði á þá að lýsa opinberlega yfir því, hvað þeir ættu við þegar þeir sömdu uppkastið að ályktun Öryggisráðsins frá 1967, þar sem skorað er á ísraelsmenn að flytja herlið sitt frá svæðum, sem þeir hertóku í sex daga stríðinu. Heikal benti á að orða lagið væri mjög óljóst, talað væri um „hertekin svæði“ en Mikill aðsókn befur veri'ð að hóteUnu í suimar og baifa flesitir gestanna veriið f.rá Bandaríkjun- um og Norðurlönduim. Uppi höfðu verið hugmiynidir um alð nota hótelið í vetur sem heima- vist fyrir stúdenta, en ®am- kvæmf fréttatUlkyniningu virðist niú horfilð frá því. ekki „herteknu svæðin" eða „öll hertekin svæði." Slíkur orðalagsmismunur væri mjög mikilvægur, hefði valdið ágrein ingi meðal Araba, staðfest skoð anir margra á brezkri slævizku og veitt Israelsmönnum visst svigrúm. Að dómi Heikals verð ur ályktun Öryggisráðsins eitt helzta ágreiningsefnið, þegar deilumál Araba og Israels- manna verða tekin fyrir að beiðni Egypta á Allsherjarþing inu. Blaðamaður „The Times“, Pet er Kirk, er fyrsti blaðamaður inn, sem átt hefur viðtal við Heikal síðan Nasser lézt. Heikal ræddi nokkuð þá skoðun sina, að stefna Breta í Miðausturlöndum væri óljós og á reiki og komst svo að orði, að skoða yrði hana „í smjásjá eða sjónauka." Hann nefndi sem dæmi orðalag ályktunar Öryggisráðsins, er hann kvað runnið frá Bretum, og skoraði á þá að lýsa afdráttarlaust yfir, hvað þeir vildu, að hin um- deilda setning ályktunarinnar táknaði. Hann sagði, að Bretar hefðu eitt sinn átt mjög góð samskipti við Arabaríkin, en ekki tekizt að „skilja og að- hæfa sig byltingarhreyfingum, sem þjóðernisstefna Nassers hefði hrundið af stað.“ Heikal hélt því fram, að nú orðið hljómaði það sem Bretar segðu eins og bergmál af skoðunum Bandarík j amanna. Heikal sagði, að nú væri svo komið, að varla væri um nokk- urt samband milli Egypta og Breta að ræða. Egyptar vissu hvar Bandaríkjamenn og Frakk ar stæðu í málefnum Miðaust urlanda, en ekki Bretar. Hann sagði að fyrir Súez-striðið 1956 hefðu Bretar haft mikil af skipti af málefnum Miðaustur- landa, en síðan hefðu þeir dreg ið sig algerlega i hlé. Hann sagði, að ef til vill væri ástæð- an samvizkubit, en hann kvaðst telja, að Bretar hefðu enn þýð- ingarmiklu hlutverki að gegna i Miðausturlöndum, ef þeir væru reiðubúnir til þess að stuðla að friði. Um yfirstandandi vopnahlé við Súez-skurð sagði Heikal, að Egyptar væru reiðubúnir að fallast á, að vopnahlé yrði fram lengt „einu sinni, en ekki hvað eftir annað“, þvi að slíkt mundi jafngilda takmarkalausu vopna hléi, sem væri algerlega óvið- unandi. Hann sagði, að Israels- menn væru i hæsta máta ánægð ir með ástandið eins og það væri nú og einbeittu sér að því að treysta viglínur sínar I pólitískum tilgangi. „Á þetta getum við aldrei fallizt," sagði Heikal, „en áður en Egyptar fallast á að vopnahléð verði framlengt, verða þeir að vera vissir um árangurinn . . . Ef Egyptar fallast á framlengingu og árangurinn verður enginn, þá höfum við aðeins um eitt að velja, og það er að berjast." Heikal fór hörðum orðum um Bandaríkjamenn og sakaði þá um að nota Israel fyrir verk- færi til þess að hræða Araba- heiminn með. Þess vegna sagði hann að sambúð Egypta og Bandaríkjamanna héldi áfram að versna, þótt Egyptar hefðu reynt að forðast það. Aðspurð- ur hvort svo gæti farið, að styrjaldarástand skapaðist milli Egypta og Bandaríkjamanna, ef Israelsmenn fengju áfram flug- vélar og vopn frá Bandaríkj unum, sagði Heikal: „Við erum að nálgast stig, sem er miklu verra en styrjaldarástand. Það er ólíklegt, að Egyptar segi Bandaríkjamönnum strið á hend ur. Það væri brjálæði. En það hatur, sem hefur grafið um sig í Arabaheiminum verður Bandaríkjamönnum ennþá skað legra en formleg stríðsyfirlýs- ing.“ Heikal kvaðst hins vegar vona, að almenningsálitið í Bandaríkjunum kæmi því til leiðar, að sambúðin við Egypta batnaði. Um ástamdið í Jórdaníu sagði Heikal, að hann teldi að skæru liðar gerðu skyssu, ef þeir ætl- uðu sér að taka völdin í Amm- an og að Hussein skjátlaðist, ef hann héldi að hann gæti heft starfsemi þjóðfrelsishreyf- ingarinnar. Heikal kvaðst vona að báðir aðilar gerðu sér grein fyrir þvi, að þeir „væru sam- herjar í baráttu fyrir því að endurheimta það sem hefði glatazt.“ Hann kvað engan vafa leika á því, að Israelsmenn mundu hagnast á hvers konar ágreiningi eða deilum skæru- liða og konungs. Aðspurður kvaðst Heikal telja, að Hussein „gæti haldið völdunum, svo framarlega sem hann gerði sér ljósa grein fyrir raunverulegu eðli allrar baráttu Araba." Um stofnun sérstaks Palest- ínuríkis sagði Heikal, að fsra- elsmenn gætu ekki komið slíku ríki á fót, það yrði kvislinga- ríki undir ísraelsku hernámi. Það væri Palestínumanna sjálfra að ákveða, hvað þeir vildu þegar fsraelsmenn hörf- uðu burtu með her sinn. Aðspurður hvort satt væri að Nasser hefði haft vanþóknun á Bretum, sagði Heikal, að eng inn fótur væri fyrir því. „Ég held ekki, að hann hafi hatað brezku þjóðina eða Bretland, en eins og hver annar þjóðern issinni hataði hann brezka yfir drottnun.“ Heikal kvað Nasser hafa dáðst mikið að Bretum og sagði að hann hefði fylgzt af miklum áhuga með þingkosn- ingunum í Bretlandi í sumar. Hann sagði, að Nasser hefði verið kominn á fremsta hlunn með að fara í heimsókn til Bret lands þegar Súezdeilan stóð sem hæst 1956 til þess að út- skýra sjónarmið Egypta, en hætt við það vegna þess að Eden forsætisráðherra hefði haldið á svörtu blaði í sjón- varpinu og sagt að ferill Nass- ers væri eins svartur og blað- ið, sem hann héldi á. Heikal fór mörgum lofsamleg um orðum um hinn látna for- seta, og varð einkum tíðrætt um siðferðilegt hugrekki hans. Hann sagði, að hann hefði einn byltingarmanna haldið verndar hendi yfir Farúk konungi og komið í veg fyrir að hann hefði verið leiddur fyrir rétt og lif- látinn. Önnur dæmi, sem hann nefndi um siðferðilegt hugrekki Nassers, var framkoma hans þegar Bretar og Frakkar settu honum úrslitakosti í Súez-deil- unni og framkoma hans þegar Sýrlendingar voru í ríkjasam- bandi með Egyptum. Hann taldi meðal merkustu afreka hans að hafa skipulagt byltinguna 1952 án þess að nokkuð síaðist út um áætlanirnar. „Það var mikl um erfiðleikum bundið, því að ekkert leyndarmál er öruggt í Arabaheiminum," sagði Heikal. Aðspurður hve langan tíma það tæki að opna Súez-skurð á ný, nefndi Heikal fjóra til sex mánuði og taldi, að kostnaður- inn mundi nema 25 til 30 millj- ónum punda. Peter Kirk fréttamaður innti Heikal eftir því, hvort rétt væri að völdum Nassers yrði skipt milli þriggja manna, forsetans, forsætisráðherrans og for manns Arabíska sósialistasam- bandsins þannig að svokölluð þrístjórn kæmist á laggirnar. Heikal kallaði þetta einföldun. Hann sagði, að ef menn væru með slíkar bollaleggingar skjátlaðist þeim. Heikal ræddi að lokum arf Nassers og kall- aði hann „tjáningu allra Araba hreyfinga og vilja egypsku þjóð arinnar. Þetta er það sem hann lét eftir sig. Hann skildi ekki bara eftir stól forsætisráðherra. Ég veit ekki hvaða raunhæfar ráðstafanir verða gerðar, en þú veizt að arfur Nassers eru ekki þrjú embætti heldur ábyrgð og afrek.“ Hann benti á, að Nass- er hefði ekki orðið forsætisráð herra og flokksformaður fyrr en 1967. „Nasser tók við þess- um embættum einungis til þess að vígvæða þjóðina . . . Sumir velta fyrir sér þeirri hugmynd að þrístjórn taki Við völdunum, en mér finnst það ekki liklegt." Heikal vitnaði í þau orð Sad- ats núverandi forseta, að vin- átta Egypta og Rússa væri „einstök“, en kvað ekkert vera því til fyrirstöðu að „vinátta við Rússa og óháð stefna í utan ríkismálum færu saman, „hvað sem sumir fréttaskýrendur segðu." „1 engu vandamáli, sem upp kemur í heiminum, erum við fyrirfrám bundnir af þvi að hallast að ákveðinni valda- blokk. Óháð ríkisstefna felst ekki í því að halda jöfnu milli- bili milli hinna tveggja valda- blokka heldur að halda tryggð við hugsjónir friðar, sjálfstæð- is og framfara," sagði Heikal að lokum. Lokið við húsnæði Hótel Esju í apríl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.