Morgunblaðið - 20.10.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.10.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1970 snöggvast, að hann væri þar um borð. En í stað þess: — Ég þarf að hitía mann með ferð 340, sagði hann. — Hvar á ég að bíða? Stúlikan leit á spjald og sagði honum til. Sal- urinn var hálffullur, en hann sá fljótlega að Harry Rick var þar ekki. En svo varð honum litið á svarta töflu, þar sem efst voru máliuð orðin: „Skilaboð til“, en undir var krotað með krit: „Hr Raebum" og þar undir: „Hr. Rick." Hann spurðist fyrir um þetta og honum var visað inn í skrifstofu. — Ég heiti Raebura, sagði hann — og ég sé að þér hafið skilaboð til min. Stúl'kan seild- ist undir skrifborðið og dró fram samanbrotna örk. Raeburn 43. — Það skal ég gera. Vitið þér, að lögreglan hefur komizt að rétta nafninu hennar, frú Alice Bourne? — Ég veit það. — Undir eins og ég frétti það, fór ég í húsið — Furuna — og kom mér vel við Susie Denni- son. — Hver er það ? — Vinnukonan. Þegar ég sagði henni, að húsmóðir hennar hefði heitið Alice Bourne, sýndi hún mér nokkuð, sem henni hafði aldrei dottið í hug, að hefði nokkra þýðingu. Ég skal koma með það. — Hvað er það? — Ég verð rekinn fyrir að skreppa til London í leyfisleysi. — Það getur orðið meðmæli við hann Cassidy i Fleet Street. — Þegar ég hef þau meðmæli á hendinni, skal ég sýna þér það, sem Susie Dennison gaf mér. Og ég skal koma með mynd ina. Britannia rann eftir brautinni og tók sig á loft í silkimjúkri þögn. Mark horfði á stóra skrokkinn hallast um leið og hann steig hærra. Hann fór að veita því fyrir sér, hvert vél- in væri að fara — því að hve- nær sem hann sá flugvél taka sig á loft, óskaði hann sem braut hana sundur. Hún var vélrituð. „Fór yfir Paris. Kom 12.45. Reyndi að hringja, en þér voruð ekki við. Vinsamlegast komið strax í Fúruna, Steyminggötu, Littlehampton. Sendi Rick sömu boð, en bíðið ekki eftir honum. Michael Evans." — Hvernig bárust þessi skila boð? spurði Raebum. — Símleiðis, fyrir hádegisverð. — Hefur hr. Rick vitjað um sín skilaboð? — Nei, þau liggja hér enn. — Þakka yður fyrir. Raeburn kreisti blaðið saman í hendinni og gekk út á bílastæðið. Það fór að rigna þegar hann átti enn eftir tíu mílur til Litle- hampton. Það hafði verið yfir- vofandi lengi — svört skýin, þungbúið loftið, eldingaglampar úti yfir Sundinu — allt benti þetta til óveðurs. En rigningin byrjaði ekki eins geyst og dag- inn sem réttarhaldið yfir ung- frú Underwood var háð, held- ur byrjaði það hægt og bítandi en sótti sig siðan á, og rigndi svo jafnt og þétt. Þegar Raebum kom til Little- hampton og niður að ströndinni, var bærinn rétt eins og yfir- gefinn, eins og venjan er á bað- stöðum í svona veðri, og það var tekið að dimma. Þegar hann Já, þetta er leikritið... ... sem var flutt á vegum Crímu, undir stjórn Eyvindar Erlendssonar í Tjarnarbœ fyrir fjórum árum... Upplagið er takmarkað. Fœst í bókabúðum eða beint frá útgáfunni. Bókaútgáfan Þing, pósthólf 5182 beygði inn í Steyminggötuna, heyrði hann þrumur. 1 sumum húsunum höfðu þegar vei^ð kveikt ljós — og það var ljós í einum glugganum uppi í húsinu, þar sem imgfrú Underwood hafði verið, en limgerðið huldi neðri gluggana. Hann skildi bíl- inn eftir við hliðið, gekk inn og skellti á eftir sér grindinni. Rétt í sama bili sá hann Rick skammt frá sér. Hann var 1 svartri regnkápu og sást því ilta. Hann stóð þarna, ofurlítið álútur, og skeytti ekki um regn ið, sem dundi á beru höfðinu á honum og rann niður á andlitið. Hann hallaðist fram á staf og við fætur hans var ferðataska. — Er Evans hér? Rick kinkaði kolli. — Inni, sagði hann. — Gætuð þér tekið þessa tösku? Ég er dá- iítiö þreyttur. Raeburn leit framan í hann. Andlitið var grátt og vesældar- legt. Hann tók upp töskuna. — Andartak! Raeburn sneri sér og leit á Rick. — Þér þekkið mig sjálfsagt nógu vel til þess að vita, að þegar ég segist ætla að gera eitt hvað, þá geri ég það, jafnvel þótt það láti ótrúlega í eyrum? Röddin var róleg. — Já, það geri ég sjálfsagt, sagði Raeburn. — Þá skuluð þér ekki hreyfa yður, eða ég s-kýt yður niður. Það var mjög rólegt þama i Steyminggötunni. Rigningin hafði rekið alla inn, og Raeburn fann, að hárið á honum var orð- ið gegnblautt og dropahljóðið á limgerðinu var mjög hávært. — Ég er með skammbyssu und ir kápunni minni, sagði Rick. — Sleppið ekki töskunni en komið hér fyrir homið. Þeir stóðu ut- an við limgerðið í hvarfi frá hús inu, en huldir frá veginum séð, af bíl Raeburns. -— Hversu langt haldið þér, að þér komizt ef þér farið að skjóta mig héma ? sagði Raebum. — Nógu langt, sagði Rick. — Lítið þér framan í mig. Vel og vandlega. Raebum leit á hann og þrátt fyrir slæma birtu gat hann séð að Rick leit mjög illa út. Og það var eitthvað í augna- ráði hans, dauft en greinilegt þó, sem hann hafði áður séð í augna ráði helsærðra manna. Riekí horfði fast á hann. — Þér sjáið, sagði Rick. — Ég mundi komast nógu langt, vegna þess, að ég á ekki svo langt eft- ir, hvort sem er. Hann hallaði stafnum sínum upp að limgerð- inu og renndi vinstri hendi hratt niður eftir síðu og baki Rae- burns, stakk henni síðan undir jakkann á honum og dró fram skammbyssuna hans og stakk hennií regnkápuvasann. — Farið inn í bílinn, sagði hann. — Ég sezt í aftursætið. Reynið ekki að ráðast á mig eða kasta neinu í mig. Hreyfið yður ekki einu sinni snöggt. Farið drephægt að öllu, eða ég skýt. Setjið fyrst töskuna inn. Rick gekk tvö skref aftur á bak um leið og hann sagði þetta, og stóð kyrr með hægri hönd í vasan- um. Hann gerði ekki þá alvana- legu skyssu að standa ofnærri manninum, sem hann var að halda í kreppu, þannig að hinn gæti stokkið á hann. Og Rae- bum efaðist heldur ekki um, að hann væri með skammbyssu og heldur ekki mundi hann hika við að nota hana. Það heyrði nú undir atvinnu hans að vita hve- tiær verið væri að blekkja og Rick var áreiðanlega full al- vara. Hann opnaði bildymar og setti töskuna inn, síðan settist hann í ökusætið og beið átekta. Rick fór sér að engu óðslega en steig upp í aftursætið. Raeburn fann nú á sér, að byssuhlaupið var fast upp að hnakkanum á honum. Regnið buldi á bíliþak- inu. — Hvert á að fara? spurði Raeburn. — Niður að ánni. Og svo milu fjórðung upp með henni. Akið hægt. — Þér hafið þá raunverulega bát? — Já, sannarlega hef ég bát. Ég legg það ekki í vana minn að Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Óvænt atvik skapa 6vænt vlðbrögð. Reyndu að hafa þolinmæði með slíku. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Breytingar á vinnutilhögun reynast ekki nægilega baldgóðar. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Áform, sem ekki hafa verið fullreynd, virðast fýsileg. Ekkert ligg- ur á og þú skalt afla þér betri upplýsinga. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Einkamálin verða fyrir smávegis töfum. Þú nýtur þín bezt við störf, sem þú getur framkvæmt einn þíns iiðs. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Peningamálin eiga ekki við i samskiptum þínum við fólk. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Það heyrir til sparnaði að halda nákvæmlega reikning. Vogin, 23. september — 22. október. Þar sem ekki er hægt að finna nákvæmar staðreyndir til að styðjast við, skaltu endUega bíða átekta með verk þitt. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þú verður að leiða ýmsar óskemmtiiegar hugmyndir hjá þér núna. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú sérð hlutina greinilcgar núna, en félagar þínir. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þarfir ástvina þinna eru tím afrekar, og vill þetta koma niður á atvinnu þinni. Hlustaðu á afkomu-ráðleggingar vina. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febi'úar. Velferð þin krefst aðgerða strax, ef starfið á að njóta sin. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Skemmtilegar hugmyndir geta farið á flæking, og orðið þér óhagstæðar. plata. Báðir töluðu mennirnir rólega, eins og ekkert væri um að vera. Raeburn ræsti bílinn og ók niður á bakkann. Það voru fálr á ferli, nokkrir von- sviknir sumargestir á leið í kvik myndahúsið, einn gluggahreins- ari, nokkrar húsmæður í búðar- rápi, einn lögreglumaður á varð- göngu sinni. Hann var ekki nema svo sem tuttugu skref frá þeim. En það var sama þótt það hefðu verið tuttugu milur. Raebum vissi, að ef hann hreyfði sig snöggt, var hann dauðans mat- ur. Rick var full alvara. Þegar hann kom að höfninni sneri hann upp með ánni. Áin var aðallega eins og höfn fyrir skemmtibáta, flesta smáa. Fram með ánni voru bátasmðastöðvar og bryggjur. — Um það bil fimmtiu skref- um framundan sjáið þér grátt hlið að litlu porti. Snúið þar inn og stöðvið bílinn. Eftir andar- tak sá Raeburn hliðið og beygði inn um það. Þegar hann drap á vélinni, sá hann byggingu, sem var líkust bilskúr og báta- hús var við hliðina á honum. — Farið ekki út fyrr en ég segi tii. Rick steig út, hægt og varlega, og dró á eftir sér staf- inn sinn. Raeburn rétti úr sér og beið síðan þangað til hann heyrði glamur, rétt eins og eitt- hvað dytti á jörðina. — Ég lét lyklana að skúrnum detta. Takið þá upp og opnið skúrinn. Svo bíð ég þar inni, meðan þér setjið bilinn inn. Raebum brölti út og forðað- ist að gera nokkra snögga hreyf ingu. Hátt timburþil huldi skúr- inn, frá veginum séð. Efri glugg- arnir á sumum húsunum vissu út að þessum húsagarði en þeir voru í þrjátíu skrefa fjarlægð, og svo sást lítið i þessari húðar rigningu og hálfrökkri. Hann teit niður fyrir sig á lyklana, sem lágu þar, en regndroþarnlr hoppuðu allt í kring um þá. Enn Allar tegundir f útvarpsteeki, vasaljós og leik- föng alftaf fyrirliggjandi. Aðeins f heildsölu til verztana. Fljót afgreiðsla. HNITBERG HF. öldugötu 15. Rvík. — Síml 2 28 12. J ...-. ■ . Einu sinni og svo r og aftur... SMJÖRLiKISGERÐ AKUREYRAR HF. UMBOÐSMENN: JOHN LINDSAY. Sfmi 26400. KARL OG BIRGIR. Stmi 40620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.