Morgunblaðið - 24.10.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.1970, Blaðsíða 12
I 12 MORGUNRLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1970 Sjötugur i dag: Karl 0. Runólfsson, tónskáld í dag er Karl Ottó Runólfs- son sjðtugur. Hann er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, fæddur 24. október 1900 og í Reykjavík hefur hann átt heima mestan hluta ævi sinnar. Hann hefur verið áberandi kraftur i tónlistarlífimi, spilað á trompet og fiðlu i hljómsveitum, síðast í Sinfóníuhljómsveitinni, stjórnað lúðrasveitum, kennt í Tónlistar skólanum, en í vitund þjóðar- innar er hann fyrst og fremst tónskáld. Foreldrar hans eru Runólfur Guðmundsson frá Árdal í Anda kílshreppi í Borgarf irði og kona hans Guðlaug Margrét Guðmundsdóttir frá Saltvík á Kjalamesi. Runólfur stundaði algenga vinnu til sjós og lands, en siðast var hann vegavinnu- verkstjóri. Hugur Karls hneigðist snemma að tónlist og snemma fór hann að taka virkan þátt í tónlistarlífinu. Hann var ekki nema 13 ára gamall, þegarhann var orðinn einn af hljóðfæra- leikurunum í Lúðrasveitinni Svan hjá Hallgrimi Þorsteins- syni. Hjá Hallgrími lærði hann seinna tónfræði og hjá Þórarni Guðmundssyni fiðluleik. En þetta var nú allt til gamans gert, því ætlunin var að læra prentiðn — það var þó lífvæn- leg atvinna Hann lauk námi x prentiðn 18 ára gamall og var við þau störf næstu árin á eft- ir. En tónlistin lét hann ekki í friði og hann tók þá ákvörð- un, að leggja prentiðnina á hill una og ganga óskiptur tónlist- inni á hönd. Það kostaði hann nokkra baráttu að velja þessa leið. Röddin í brjósti hans benti honum á hana, en efasemdimar kvöldu hann. Prentiðnin hefur ávallt verið talin góð at- vinna, og á þeim árum var hún trygg- en öðru máli var að gegna um störf tónlistarmanna, ekki sizt á þessum árum, þegar hvorki var til útvarp, tónlistar skóli né hljómsveit með laun- uðu starfsliði. Var ekki hyggi- legra að hafa tónlistina í hjá- verkum? Hann reyndi að hamla á móti og þagga niður röddina í brjósti sínu. Hann eyðilagði handritin af þeim tónsmíðum, sem hann var búinn að semja, og þagði í nokkur ár. En þá kom að því að stíflan sprakk og hann samdi „Den farende Svend", þetta litla sönglag, sem er hrein perla. Siðan hefur hann ekki reynt að hætta að semja lög. Þegar þessi ákvörðun var tek in var Karl orðinn 24 ára gam all. Hann fór þá til Kaupmanna hafnar, lærði að leika á tromp et hjá Lauritz Sörensen og á fiðlu hjá Axel Jörgensen, en báðir þessir kennarar hans voru í konunglegu hljómsveit- inni. Ennfremur lærði hann að útsetja lög fyrir lúðrasveit hjá Dyring, sem var stjórnandi llf- varðarsveitar konungsins. 1 Kaupmannahöfn var hann í tvö ár, en nokkrum árum síðar hélt hann áfram námi í Tónlistar- skólanum í Reykjavík og lærði þá tónsmiði, fyrst hjá dr Franz Mixa og siðan hjá dr. Victor Urbancic, á árunum 1934—1939 svo og að útsetja lög fyrir hljómsveit. 1 skólanum lærði hann ennfremur fiðluleik hjá Hans Stephanek. Meðan Karl dvaldi í Kaup- mannahöfn lék hann í hljóm- sveitum, sem léku m.a. sinfóní- ur klassisku meistaranna. Þetta var góður skóli og í honum fékk hann náin kynni af þeim hljóðfærum, sem notuð eru í hljómsveitum. Þar fékk hann og fyrstu kynnin af nýtizku tón- list, sem þá þótti harla öfgafull, eins og t.d. tónsmíöum Stravin- skys. Ef til vill má rekja til þessara ára áhrifin í mörgum síðari tónsmíðum Karls, sem eru djarfar og með nýtízku- brag, þótt á annan hátt sé en hjá hinum miklu forkólfum þess arar stefnu. Eftir að Karl var kominn heim frá Höfn var hann í Reykjavík við ýmis störf, en þá fór hann til Akureyrar og var þar við kennslu og þjálfun lúðrasveitar og hijómsveitar bæj arins í fimm ár. Hann settist aftur að í Reykjavík árið 1934 og hefur síðan verið hér virk- ur kraftur í tónlistarlífinu. Hann fór þó öðru hvoru út á land til að þjálfa lúðrasveitir, meðai annars á Isafirði og víð- ar, en í Reykjavík hefur hann stjórnað Lúðrasveitinni Svan í 21 ár, lengur en nokkur ann- ar, og ennfremur stjórnaði hann lúðrasveit í Hafnarfirði i 3 ár. Ekki er þó öll hijómsveitar- stjóm hans þar með talin, því að hann stjórnaði hljómsveit Leikféiags Reykjavíkur um skeið. Jafnframt þessum störf- um var hann hljóðfæraleikari í hljómsveitum hér í Reykjavík, fyrst í Hljómsveit Reykjavíkur, þar sem hann lék á fiðlu og síðar á trompet, ennfremur lék hann í Otvarpshljómsveitinni og síðast í Sinfóníuhljómsveitinni, þar sem hann lék á trompet, til ársins 1955. Loks skal þess get ið, að Karl var kennari við Tónlistarskólann I Reykjavik á árunum 1939—1964 og kenndi þar hljómfræði og trompetleik. Frá 1955 hefur hann stjórnað Lúðrasveit barna- og unglinga- skóla Reykjavikur. Af þessari upptalningu má sjá, að tónlistarstörf Karls hafa ver- ið mörg og margvísleg, en á sviði lúðrasveitanna hefur hann verið einn helzti forystumaður- inn, m.a. stofnaði hann Lúðra- sveit Reykjavíkur og Samband íslenzkra lúðrasveita og var for maður þess fyrstu 10 árin. En merkastur er Karl O. Run ólfsson sem tónskáld. Fyrstu tónsmíðar hans eru sönglög, bæði einsöngslög og kórlög. Þau eru ljóðræn og samin í hefð- bundnum 19. aldar stíl, en með persónueinkennum höfundarins. Meðal þeirra eru „Den farende Svend", „Hirðinginn", „í fjar- lægð“ og karlakórlögin „Föru- mannaflokkar þeysa“ og „Nú sigla svörtu skipin“. Flest eru þessi iög við texta eftir Davíð Stefánsson. í íslenzkum söng lagaheffum birtust síðar eftir hann smálög fyrir kórsöng, sem sum hafa vakið verðskuld- aða athygli, eins og „Hrafninn situr á hamrinum" (Þorst. Gisla son), „Heimir gekk með hörpu sina“ (Jóhannes úr Kötlum) og „Maríuvers" (Matth. Jochums- son), sem er úr leikritinu „Jón Arason", frumlegt lag og sér- kennilegt. I þessum lögum er stillinn orðinn fastari en í hin- um fyrstu sönglögum hans, sem sum eru fremur losaraleg í byggingu. Af þessum sönglög- um má sjá, að Karl er frum- legt tónskáld með ljóðræna og dramatíska æð. Þegar frá leið varð stilbreyt- ing á tónsmíðum Karls og má rekja hana til þess, að hann fær rækileg kynni af ströngum kontrapunkti hjá kennara sin- um dr. Mixa, og um leið mynd ast hjá honum nýtt viðhorf til tónlistarinnar. Dr. Mixa benti honum á, að möi’g íslenzk þjóð lög væru samin á þeim öldum, er strangur kontrapunktur var allráðandi í tónlist, og þess vegna væru þau vel fallin til slíkrar raddsetningar í linum og hljómum. Karl fór þá að glíma við þjóðlögin okkar og raddsetti þau ma. fyrir hljóm- sveit eingöngu og eru þær radd setningar frumlegar og skemmti legar, en Karl er tónskáld, sem hugsar „orkestralt". Meðal þess ara þjóðlaga vil ég sérstaklega nefna 6 vikivaka. Með vaxandi tökum á efni og formi óx Karli áræði og réðst þá í stærri verkefni. Hann sem ur þá hljóðfæralög, sum stór í sniðum eins og sónötur og sin- fóníur. Jafnframt verður hann djarfari í hljómum, þvi hann vill vera nútimamaður í listinni og semja tónverk, sem bera það með sér að þau eru samin af manni, sem lifir á 20. öld- inni. Þetta nýja viðhorf tón- skáidsins kom fram í fiðlusón- ötu, sem flutt var á listamanna þinginu í Reykjavík 1945. Són- atan er skapmikil og samin af vandvirkni, tritons-spent stef gengur gegnum alla þættina. 1 sónötunni er eitthvað nýtt og vilji til að fara ekki troðnar slóðir. Af því sem að framan segir er ljóst, að Karl vill ekki hjakka í sama farinu og gömlu tónskáldin okkar um aldamótin síðustu. Þeir, sem enn þekkja ekki nema fyrstu sönglögin, og þeir eru margir, geta þó af þeim séð, að þau eru samin af manni, sem hefur hlotið gáfuna í vöggugjöf. Og þeir, sem þekkja einnig hin síðari verk höfundarins, hljóðfæraverkin, sjá að þau eru samin af fram- sæknum manni, sem vill birta í list sinni hræringar samtíðar- innar. Karl O. Runólfsson hef- ur hlotið veglegt sæti á tón- skáldabekk þjóðarinnar, og það sæti skipar hann með sóma. Karl O. Runólfsson er af- kastamikið tónskáld á okkar mælikvarða. Hér á eftir verða taldar nokkrar tónsmíðar eftir hann, sem ekki hefur verið minnzt á hér að framan. Skai þá nefna sönglögin „Söngur bláu nunnanna", „Allar vildu meyjarnar eiga hann“, „Vor- ljóð“ (duett), „Dýpsta sæla og sorgin þunga". Um þjóðlaga- raddsetningar hans fyrir hljóm- sveit hefur áður verið talað, en hann raddsetti einnig þjóðlög fyrir einsöng með undirleik pi- anós, önnur fyrir blandaðan kór með undirleik hljómsveitar og enn önnur eingöngu fyrir hljóm sveit, eins og áður er sagt. Þá skal minnzt á kammermúsík- verkin. Hann hefur samið fiðlu sónötu, cellósónötu (nýlega sam in), trompetsónötu, strokkvart ett, Andante fyrir celló, þrjá balletta, tvær hljómsveitarsvít- ur, („Á krossgötum" og „Endur minningar smaladrengs"). Loks skal nefna sinfóníu (,,Esja“) og forleiki að leikritunum „Fjalla- Eyvindi" og „Jóni Arasyni". Ennfremur hefur hann samið sex kantötur. Þvi fer fjarri, að þessi upp- talning á tónsmíðum hans sé tæmandi, en hér skal staðar numið. Eins og að líkum lætur um mann, sem svo mikil skipti hef- ur haft af lúðrasveitum, þá hef ur hann samið hressileg göngu- lög, alls sex að tölu, þar á meðal „Reykjavíkurmars", sem hann hefur tileinkað og gefið fæðingarborg sinni. Hér að framan hefur verið rætt um tónskáldið og verkin. Af því má sjá, að Karl O. Run- ólfsson hefur frá fyrstu verið vaxandi tónskáld. Hann ein skorðaði sig í byrjun við söng lagastílinn og fyrstu einsöngs- lögunum og kariakórslögunum á hann að þakka, að hann varð snemma vinsæll hjá þjóðinni. Síðar urðu hljóðfæralög stöðugt stækkandi hluti af tónsmíðum hans, eins og við mátti búast af öðrum eins hljóðfæramanni. Það má því segja, að fyrra tímabil- ið einkennist mest af ljóðræn- um sönglögum, en það siðara öllu meir af alls konar hljóð- færa músík. Karl O. Runólfs- son hefur með verkum sínum vakið verðskuldaða athygli ut- anlands- og innan, en tónsmið- ar eftir hann hafa verið flutt- ar í öllum álfum heims Að lokum óska ég vini mín- um Karli Ottó Runólfssyni til hamingju með sjötugsafmælið og vænti þess, að þótt aldur- inn sé orðinn hár, þá eigi hann eftir að gleðja þjóðina með nýj um og fögrum tónsmíðum Baldur Andrésson. íslenzk tónlistarsaga er stutt, rétt. hafin, svo sem alvitað er. Aumir hljótum við að vera í aug um stóru tónlistarþjóðanna! En við verðum að bera okkur manna lega, sagan er stutt, satt er það, en við njótum þess líka, að „gömlu meistararnir" í okkar músiksögu eru flestir enn í fullu fjöri á meðal okkar. Sumir þeirra eru líka svo sprækir, að það hljómar aulalega að kalla þá gamla. Þannig er Karl O. Runólfs- son'. Hann er i raun ekki eldri en svo, að hann er „einn af strákunum" meðal tónlistar- manna, og allir árgangar geta auðveldlega umgengizt hann sem leikfélaga. Hann hefur ekki verið að hlífa sér í sjötíu ár. Hann hefur staðið í „víglínunni" sem tromp- etleikari, stjórnandi, kennari og tónskáld, og áreiðanlega þolað mörg skeytin úr ýmsum áttum. Þau hafa bara ekki hitt hann sofandi eða aðgerðarlausan. Hann er alltaf að, og stærsta ís- lenzkt hljómsveitarverk sein- ustu ára kom frá hans hendi fyr ir tveimur ái’um, sinfónían ,,Esja“. Ekki eru það þessi svo kölluðu ellimörk! Tónlistarsagan okkar er vissu lega stutt, en tónlistarmenn eins og Karl O. Runóifsson hafa gert hana viðburðarika. Við þökkum honum fyrir það allt ásamt með hamingjuóskum dagsins. Þorkell Sigurbjörnsson. 1 TILEFNI af 20 ára samstarfi okkar Karls O. Runólfssonar, finn ég mig knúðan að þakka honum sérstaka velvild og vin- áttu öll okkar samstarfsár. Ég var ungur að árum þegar ég komst í kynni við starfsemi lúðrasveita, en þau hafa haldizt æ síðan. Fyrstu kynni min af Karli voru þegar ég fór sem skólapilt- ur í anddyri Hótel íslands og sá og heyrði hann leika þar bæði á trompet og fiðlu ásamt fleirum. Svo var það árið 1937 að ég fór með Lúðrasveit Reykjavik- ur til Akureyrar og víðar um Norðurland og var Karl þátttak- andi í þeirri för, en ekki grun- aði mig þá að við Karl ættum eftir að starfa saman innan Lúðrasveitarinnar Svans um 20 ára skeið og æ síðan hafa meiri og minni afskipti af lúðra sveitarmálefnum. 1937 réð bróð ir minn Ágúst Ólafsson Karl sem stjórnanda Lúðrasveitarinn ar Svans, og tókust þá strax náin kynni milli okkar Karls. Vitanlega varð Karli það strax ijóst að ég hafði enga tónlistar menntun og hvatti hann mig til þess að hefja nám við Tónlist- arskóla Reykjavíkur, en til þess hafði ég engan tíma vegna at- vinnu minnar og starfs míns í þágu lúðrasveitarinnar sjálfrar, en þess i stað benti Karl mér á að afla mér bóka til sjálfs- menntunar, og það gerði ég og hef haldið þeim sið æ síðan. Karl er alinn upp við lúðra- blástur ef svo mætti að orði kveða, og fyrsti faglærði íslend ingurinn á því sviði. Þrátt fyrir lítil efni og hann hafði fyrir aldraðri móður að sjá, brauzt hann til mennta og sigldi til Kaupmannahafnar og lagði þar stund á trompet- og fiðluleik, auk hljómfræðináms og hljóð- færaskipunar. Eftir að hann kom heim frá Kaupmannahöfn, flutti Karl til Akureyrar og stjórnaði lúðra- og hljómsveit þar við góðan orðstír og hafði mikil áhrif á tónlistarlíf Akur- eyrar á þeim árum. Eins og alkunnugt er hefir hann einnig getið sér gott orð sem tónskáld og eru mörg lög hans þegar landfleyg orðin fyr- ir löngu síðan, m.a. laga má nefna „Den farende Svend" og af kórlögum „Förumannaflokk- ar þeysa", Nú sigia svörtu skip in, og ótal mörg fleiri lög. Á tónlistarmóti norrænna tón skálda sem haldið var í Kaup- mannahöfn, skömmu fyrir síð- ustu heimsstyrjöld, var Karli veitt sérstök viðurkenning fyr ir raddfærslu íslenzkra þjóð- laga, og liggur mikið eftir hann á þvi sviði. Af flestum ef ekki öllum íslenzkum tónskáldum læt ur Karli einna bezt að semja verk fyrir stórar hljómsveitir. 1 því sambandi má nefna hans stóra og veigamikla tónverk „Á Krossgötum" og sinfóníuna „Es.ja" Öllum tónlistargagnrýnendum kemur saman um að Karl búi yfir miklum sköpunarmætti og frumleik, og fari sinar eigin leiðir í verkum sinum. Eflaust munu mér færari menn skrifa um tónlistarstörf Karls, enda er ég algerlega ómenntaður í tón- list, ég vil aðeins með þessum linum mínum færa Karli O. Runólfssyni innilegt þakklæti fyrir allt það sem hann hefir gert fyrir mig og islenzkar lúðrasveitir, óska ég honum svo góðs og gæfuríks ævikvelds og vona að hann eigi eftir að semja mörg og góð tónverk. Hreiðar Alafsson. allar byggingavörur á einum stað Vatnsleiðslupípur svartar og galvanhúðaðar FITTINGS - HAGSTÆÐ VERÐ A BYGGINGAVÖRUVERZLUN ^^7 KÓPAV0GS síivii41010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.