Morgunblaðið - 24.10.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.10.1970, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÖIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBBR 1970 Sigurður Pétursson: Fiskiðnaður og fuglinn „guan” ÞAÐ hefur mikið verið rætt og ritað um það undanfarið, að ís- lendingar eigi að vera iðnaðar- þjóð. Þeir hafi allt of lengi byggt ti'lveru sína á landbúnaði og fisk veiðum eingöngu, það verði að renna fleiri stoðum undir fjár- hag og afkomu þjóðarinnar. Þetta er vissulega alveg rétt. En hvers konar iðnað á að reka á íslandi? Iðnaður krefst vissra skilyrða. Þau eru vinnuafl, orka og hráefni. Og síðast en ekki sízt, það verður að vera markaður fyrir framleiðsluna. Hvernig er nú þessum skilyrðum fullnægt hér á landi? Það má telja fullvíst, að á næstu árum og áratugum verði mannfjölgun hér meiri en svo, að þeir tveir aðalatvinnuvegir þjóðarinnar, sem fyrir eru, land- búnaður og sj ávarútvegur, geti tekið við aukningunni. Að þessu leyti er því efling iðnaðarins ekki aðeins möguleg heldur einn ig æskileg. Af orku, bæði vatnsafli og jarðhita, eiga Íslendingar svo mikið, að þeir eru stórveldi á því sviði. Þessar orkulindir eru nefnilega að því leyti sérstæðar, að endingu þeirra eru enigin tak- mörk ®ett. Aftur á móti hljóta bæði olíulindir og kolanáraur að ganga til þurrðar, og það meira að segja, að því virðist, í náinni framtíð. Af orku til iðn- aðar hafa íslendingar því nóg, og því orkufrekari sem iðnðurinn er, því betur hentar hann þeirn. Er þá komið að hráefnunum til iðnaðarins, og um leið að þeim takmörkum, sem íalenzk- um iðnaði eru sett. Island er skóglaust land. Þar getur ekki vaxið korn né neinn jarðargróð- ^ur til iðnaðar að teljandi gagni. Verðmæt jarðefni eru lítil eða engin. Þar með er ljóst að hér vantar öll þau helztu hráefni, sem notuð eru til iðnaðar í heim- inum. Ætlum við að leggja stund á einhvern slíkan iðnað, þá verð um við að flytja allt hráefnið inn, en vegna legu landsins, verða flutningaleiðir hráefnis- ins oftast lengri hér en hjá keppinautunum. Samkeppnisað- staða íslendinga með svona iðn- rekstur verður því tiltölulega erfið, nema til komi snilli í vinnubrögðum, en hún er næsta fágæt. Aðstaðan getur þó í viss- um tilfellum batnað til muna, sé um iðnað að ræða, sem krefst mikillar orku, eins og t.d. ál- bræðsla. Þegar hluti orkunnar £if framleiðslukostnaðinum eir kom- inn yfir visst mark getur rekst- urinn borið sig. En hver eru þá þau hráefni ís- lenzk, sem helzt yrðu hér undir- staða iðnaðar? Við skulum fyrst athuga landbúnaðinn. Mjólkur- iðnaður, kjötiðnaður, ullariðnað- ur og leðuriðnaður eru stórair iðn greinar í landbúnaðarlöndum. Hér er að vísu framleitt talsvert af mjólk, kjöti, ull og skinnum, en þessi framleiðsla er tiltölu- lega dýf, vegna erfiðleika við öflun fóðurs. Með hanmkvælum er hægt að afla hér nokkurs af heyi, en korn og annað kraftfóð- ur úr jurtaríkinu er állt inn- flutt. Samkeppnisaðstaðan í út- flutningi landbúnaðarvaria verð- ur hér þess vegna óhagstæð. Skást er útlitið með dilkakjötið, en tæpast getur það né önnur hráefni frá landbún'aðinum orðið hér undirstaða iðnaðar i náinni framtíð. Við komum þá að sjávarút- veginum. Hér hafa þegar verið nefndar tvær auðlindir íslend- inga, þ.e. jarðhifinn og vatns- aflið. En við eigum eina auðlind enn og ekki þá síztu, sem er fiskurinn, og hann getur hæg- lega orðið undirstaða stóriðn- aðar hér á landi. Þessi auðlind hefur líka þá sérstöðu, að end- ingu hennar eru engin takmörk sett, þ.e.a.s. ef rétt er með hania farið. Með mjög mikilli sókn get ur dregið svo úr viðkomu fisks- ins að útgerðin hætti að bera sig. Er þarna kominn í reikninginn þáttur, sem erfiðara er að áætla um en úfkomuna á hálendi ís- lands, en það er maðurinn sjálf- ur. Það er undir Íslend'ngum komið og öðrum þjóðum, 3em sækja á fiskimiðin við ísland, bláðburoarfolk OSKAST í eftirtalin hverfi T jarnargata — Hávallagata — Stórholt Njálsgata — Sóleyjargata Hverfisgötu 63-725 — Laugaveg 114-171 Laufásveg 58-79 Freyjugötu II — Meðalholt Seltjn - Skólahraut Höfðahverfi — Vesfurgötu II Eskihlíð I — Skipholt I TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100 hvort þessi auð'lind okkar fær að þróast eðlilega, eða hvort svo nærri henni verður gengið, að afraksturinn verði enginn. Fiskur er næst kjöti’ þýðingar- mesta fæðutegundin, sem fram- leidd er á jörðinni. Byggist það á því að dýraeggj ahvíta er hverj um manni nauðsynleg til þess að halda heilsu. En magn þessarar eggjahvítu er af skornum skammti og verð hennar hátt. Fátækar þjóðir verða því oft að líða fyrir Skort á þessari lífs- nauðsynlegu fæðu. Fiskmeti er yfirleitt ódýrara en kjötmeti, enda þótt það standi kjötmetinu Sigurður Pétursson næringarfræðilega ekki að baki. Fiskmeti er því einkar hentugt til þess að uppfylla þarfir þeirra efnaminni og bjarga þeim frá eggj ahvítuskarti. Fiskimiðin við ísland eru ein þau beztu í heimi, enda eru ís- lendingar meðal 10—20 stærstu fiskveiðiþjóðanna. Sjálfir neyta íslendingar aðeins eins hundraðs hluta af fiskaflanum, svo að þeir eru vel aflögufærir og flytja út mikið magn af fiski og fiskaf- urðum. Það er því augljóst mál að eina innlenda hráefnið til iðn- aðar á íslandi, sem nokkru máli skiptir, er fiskurinn. Fiskiðnað- ur er þannig iðngrein, sem á mest an rétt á sér hér á landi og er landinu eðlilegust samkvæmt náttúrunnar lögmálum. En það er ekki sama hver fisk- iðnaðurinn er. Heilbrigður iðn- aður hlýtur alltaf að hafa í för með sér verðmætisaukningu miðað við hráefnið. Verður því strax að skilja frá sem óæski- legar þær greinar fiskiðnaðár, sem byggjast á verðmætisskerð- ingu hráefnisins, þ.e. bræðslu á síld og öðrum matfiski til mjöl- framleiðslu og framleiðslu á óætri skreið. Þegar það kom í ljós að hægt var að veiða meira af síld en unnt var að verka til matar, tóku Norðmenn upp á því að veiða síldina í N-Atlantshafi I bræðslu. Var framleitt úr síld- inni mjöl, sem fyrst var kallað „gúanó“, en það nafn er dregið af leifum ansj óvetunnar, þegar hún hefur farið í gegnum þarma fuglsins „guan“. Var dritur þessi notaður til áburðar, þar til tekið var að framleiða köfnunairefnis- áburð úr loftinu. Þassa meðferð á síldinni lærðu íslendingar fljótt, en þeir eru eins og Norðmenn af víikingum komnir og veiðimenn mifclir í eðli sínu. Með takmarfealausum veiðum á síldinni til bræð's'lu hafa nú þessar frændþjóðir gengið svo nærri bezta sílda-r- stofninum í Atlantshafi, að hann er horfinn af sínum gömlu slóðum við norður- og austur- strönd íslands. Það mun fyrir löngu vera hætt að nota síldarmjöl til áburðar, heldur er það haft til fóðurs ali- dýrum, s.s. nautum, svínum og kjúklingum. Meira að segja eru Perú- og Chilebúar farnir að veiða ansjóvetuna í þessum til- gangi, og í svo stórum stíl að síldarmjöisframleiðendur við N- Atlantshaf eru í bráðri hættu, svo að ekki sé talað um fuglinn „guan“, sem vii’ðist nú gagns- laus og gleymdur. Frá næringarfræðilegu sjónar- miði er það enginn ávinningur að breyta fiskeggj ahvítu í kjöt- eggjahvítu. Og þegar um svo góðan matfisk er að ræða eins og síld, þá er ávinningurinn einn ig vaíaisamur frá sjónarmiði sæl- kerans. En meðan einhverjar efnaðar þjóðir hafa ráð á því að leiika sér þannig að dýraeggja- hvítunni, þá er þetta víst í lagi. Þó mun sð tíð vera slk'aimimt uind- an að svona „sport“ verður ekki leyft. Mannkynið þarf á allri sinni dýraeggjahvítu að hálda og f iskeggj ahvítan verður alls staðar með þakklæti meðtekin og óþarft talið að b-reyta henni í kjöt. Fiskmjöl verður aðeins framleitt úr úrgangi frá fisk- verfeuninni, og síld verður senni- lega aldrei veidd til bræðslu á íslandi framiair. Það er að verða bylting í fisfc- iðniaðinum. S'töðugt yaxandi eftirspurn eft'ir fiskmeti veldur því, að von bráðar tekur mat- vælaiðnaðurinn við öllum þeim fiski, se»m veiðist. Og hvernig verður nú aðstaða Islendinga, þegar þar að kemur? Ekki mun þá skorta gott hráefná, en hvern- ig verður með kunnáttuna og vinnubrö'gðin? Islendingar hafa um aldir ver- ið í fremstu röð sem fiskverk- endur. Skreið vair ein helzta út- flutningsvaran héðan í mörg hundruð ár. Sú 'sfereið var mjög vönduð og eftirisótt vara og öðru vísi verfcuð er nú gerist. Hrá- efnið mun og hafa verið betra. í þá daga var farið vel með allan mat, bæði fisk og annað og þess vandlega gætt að ekkert færi til spillis. Til rotvarna á fiskinum þekktist aðeins eitt ráð, þurrk- unin, og virðist hún hafa tekizt hér allvel. Söltunin kom síðar til sög- unnar. Þá fóru íslendingar að framleiða saltfisk, og þar kom- ust þeir fljótt í fremstu röð. Salt fiskur frá íslandi þótti betri en nokfcur annar og stóð svo um langa hríð. Var þessi vara á tíma bili svo stór þáttur í lífi íslend- inga, að flattur þorskur þótti sérlega táknrænn fyrir ísland og jafnvel hæfilegt Skjaldarmerki. Næst kom saltsíldin. íslands- síld varð heimsfræg vara. Fór þar sam-an ágætis sí’ld, stór og feit, og sú sérstaða fslendinga að geta saltað sina síld í landi, með- an aðrir þurftu að vera að bauka við þetta úti á sjó. Á árunum 1930—1940 hófst á íslandi sú grein fiskiðnað'ar, sem náð hefur hér mestum blóma og skilar mestum verðmætum í þjóðarbúið, en það er freðfisk- framleiðslan. í þessari grein stendur engin þjóð íslendingum framar, og selja þeir þessa fram- leiðslu sína jöfnum höndum á stærstu mörkuðum heimsins ’í Biandaríkjum N-Ameríku og í Sovétríkjunum. Hér hafa hjálp- azt að traust sölusamtök og strangt eftirlit og mat á gæðum vörunnar. Það hefur þannig sýnt sig að íslendingar hafa alltaf komizt inn á heimismarkaðinn með fiskafurðir sínar, og fram- leiðsla þeirra hefur meira að segja oft líkað betur en annarra. Á það sérstaklega við um salt- fiskinn, saltsíldina og freðfisk- inn. Gg hvað kemur næst? Auð- vitað niður’lagðar og niðunsoðnar fiskafurðir. En þarna haf'a ís- lendingar dregizt illilega aftur úr, svo að allstórt átak þarf til þess að jafna metin við keppi- nautana. Þessi merka iðngrein, niður- lagniinig og mðursuða, er emnlþá á byrjunarstigi á íslandi. Ekki vantar þó, að til séu hér verk- smiður fyrir þessa framleiðs'lu. Þær eru þegar orðnar margar, en engin þeirra er fuHnýtt. Það sem vantar mest eru samtök þess arra verksmiðja, samvinna um öflun umbúða, samvinna um sölu afurðanna og markaðsleit og verkaiskipting við framleiðsluna. Það verður með einhverjum ráð um að þvinga þessa aðila til þess að vinna saman, eins og hrað- frystihúsin og fleiri fiakfram- leiðendur hafa þegar lengi gert með góðum árangri, íslendingar hafa alveg einstaka aðstöðu á sviði niðurlagningar og niðursuðu á fiski og fiskafurð um. Ástæðan er sú, að héðan kemur mikið af bezta hráefninu til slíkrar framleiðslu. íslands- síld er heimsfræg og hana eig- um við að geta framleitt einir þjóða, þegar síldarstofninn hef- ur náð sér eitthvað aftur, og þeg ar að því kemur að nafnið ís- landssíld er aðeins notað um þá síld, sem verkuð er á íslandi eða á íslenzkum skipum, en þaó er ofefear kraf'a. Beztu þorakiirognin bæði til kaviarfxiamleiðslu og til niðursuðu koma frá Íslandi. Beztu grásleppuhrognin, en þau eru líka notuð í kavíar, koma frá íslandi. Bezti upsinn, sem notaður er í sjólax, feemur frá íslandi. Þannig er fjöldi af er- lendum niðurlagninigar- og niður suðuverfesmiðjum algerlega háð- ur því hráefni, sem þær geta fengið héðan. Aðstaða íslendinga á sviði nið- ursuðu og niðurlagninigar á fisk- afurðum er því mjög sterk. Það vantar aðeins, að þeir komist á lagið með að nota hana. íslend- ingar eiga hér margt ólært. Þeir þurfa t.d. að hætta því að láta hlutina slarka. Sem dæmi um slarkið má nefna það að grá- sleppuhrogn í tunnum, sem eru mjög verðmæt vara, eiga að inni halda 10—12% af salti, en salt- endur hér skila þeim stuiidum frá sér rrneð 7 til 15% af salti. Svona ónákvæmni hefur það í för með sér, að hrognin verða óhæf til feaviarframieiðlslu og því ónýt. Hvort hér er um að ræða hreint kæruleysi saltenda eða vankunnáttu í próaentu- reikingi skal efeki dæmt um. Út- lit er þó fyrir að vankunnátta í reiklningi sé nokkuð útbreidd hér á landi. Annað dæmi um það, að hlut- imir séu látnir slarka hér meira en góðu hófi gegnir, er það, að íslenzk flutningaskip haf’a ekki kælilestar til þesis að flytja í við- kvæmar vörur, eins og t.d. niður lagðar fiskafurðir. Hér er allt flutt á milli landa annað hvort volgt eða freðið. Hitastigin frá 0° og upp í 5°C eru ekki til hér í skipslestum, nema þá af til- viljun um hávetur, en þetta eru einmitt þau hitastiig, sem við þurfum fyrir mikið af okkar fisk afurðum. Nú í sumar hafa mörg hundruð fcassar af gaffalbitum og sjólaxi beðið hér útflutnings vikum saman, vegna þess að efeki va-r td skip með kælilest, sem annazt gat svona flutninga. Það þýðir lítið að vera að bjóða íslenzfear afurðir á erlendum mörkuðum, ef við getum ekki einu sinni komið vörunni til fcaupendanna, hversu mikið sem þá vantar hana. Hitt er heldur ekki betra að láta það bara slarka og flytja út kælivöru í ókældum skipslestum um sumar tímann. Af því hefur oft. hlotizt tjón. Og auðvelt er að setja sig í spor kaupandans, sem kemur með kælivagn niður á hafnar- bakkann til þess að taka á móti gaffalbitunum og sér þá dregna upp úr volgri lestinni. Kaup- andinn verður sennilega ekki ánægður og reynir að fá vöruna annars staðar frá í næsta Skipti. Við verðum að hafa það hugfast, íslendingar, að þeir sem kaupa af ofcfcur fisfeafurðirnar hljóta að ráða mestu um það, hvernig vörurnar eiga að vera og hvern- ig með þær eigi að fara. Það er enginn vafi á því, að niðurlagning og niðursuða á fis'ki og fisfeafurðum á eftir að verða stóriðnaður á íslandi Það vantar aðeins herzlumuninn til þess að koma þessari fraimleiðslu sómasamlega af stað. Svona eitt hundrað milljónir í peningum, eða rétt eins og ein síldarverk- smiðja. Þeim milljónum væri mikiu betur varið en því fé, sem fleygt var í síldarbræðslurnar, er nú standa hér gagnslausar og gleymdar, eins og fuglinn ,,guan“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.