Morgunblaðið - 24.10.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.10.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1970 „HORFA FAST OG vann hjá yður. Og þér sögðuð henni einhverja sögu. Á þvi sviði eruð þér aíbragð. Og hvað sem því líður, þá var hún ást- fangin af yður og hafði alltaf verið, og var algjörlega á yðar valdi. Og þakklát yður. Þér veittuð henni atvinnu, þegar hún hafði þess mikla þörf, af þvi að maðurinn hennar hafði hlaupið frá henni. Og hún þjónaði yður dyggilega í tólf ár. En þá skaut manninum henn ar upp aftur. Hann var ræfill, drykkjumaður og hafði verið i fangelsi. Hann gerði lífið óþol- andi fyrir henni. En um þær mundir voruð þér orðinn nokk- uð kviðinn í sambandi við frú Bourne. Hún vissi of mikið um LENGI..JK, þess að hún hélt sig vera að hjálpa yður fyrir eitthvert hættulegt horn. Þvi að það sama hafði hún oft gert þegar hún 47. I I VID LÆKJARTÖRG . iX yður. Þess vegna voruð þér mjög örlátur við hana. Þérlögð uð henni til dávæna fjárfúlgu, svo að hún gat komið sér fyrir í Littlehampton. Til þess að losna fyrir fullt og allt við manninn sinn, sleit hún öllum samböndum og tók upp gamla nafnið sitt og seinna skírnar- nafnið. Kemnski hafið þér alla tíð staðið i þeirri trú, að svona greind kona, sem var auk þess ástfangin af yður, gæti enn kom ið yður að gagni, — og það stóð lika heima! — En hún var samt ekki reiðu búin til að taka þátt í morði. Þegar ég hringdi til hennar, þá nægði það til þess að þeyta öllu í háaloft. Hún hringdi samstund is til yðar. . . . Raebum snar- þagnaði, þegar brothljóð heyrð ist, er báturinn hafði siglt inn í mikinn brotsjó. — Það var kýraugað á káet- unni, sagði hann. Nú komu þrumur og eldingar í sífellu, bát urinn snerist og sjóirnir héngu óhugnanlega yfir þeim. Það leið langt augnablik þangað til bát- urinn rétti sig aftur. — Ekki miklu lengra, sagði Rick. . . — Já, hún hringdi til mín. Hún var ofsahrædd. Hún hafði lesið um morðið á Edith Desmond, en hún þekkti aldrei giftingarnafnið á Edith. Þér skiljið að Alice Bourne fór frá mér, skömmu eftir að ég kynnt ist Edith fyrst. Og þegar Edith fór til Littlehampton, til þess að spyrjast fyrir um Tumer Ro- berts og Verhaeren, þá kallaði Alice hana „ungfrú Carmdcha- el“, og Edith lét það gott heita. Jæja, ég róaði hana að minnsta kosti og lofaði að koma til henn ar. Ég hafði verið veikur en ók samt þangað beinustu leið. Ég vissi, að ég yrði að drepa hana líka. . . Ég sagði henni, að ég yrði að komast burt úr Eng- landi — að ég hefði fengið mér felustað í Frakklandi og útveg- að mér skútu til að komast burt í. Ég sagði henni, að hún skyldi koma með mér. Ég fékk hana til að kaupa matarforða til ferðar innar, af því að ég hélt, að það mundi eyða öllum grun hjá henni. Þá sagði ég henni, að vél in væri í ólagi og ég þyrfti að fá slöngu. Ég þorði ekki að biðja hana um það, án þess að það væri vel undirbúið. Hún var afskaplega aum, en þrátt fyrir alla geðshræringuna, kynni hana að hafa grunað, að ég ætlaði að drepa hana. Ég gaf henni fenóbarbiton og konjak öðru hvoru, allan eftirmiðdag- inn. Neyddi því ofan i hana. Hún var vön að gera hvað sem ég sagði henni, orðalaust, en nú var hún farin að þumbast við. Hún heimtaði að fara heim aft- ur. Ég hélt að hún væri alveg að falla saman. En hún kom nú samt út aftur og keypti slönguna. Ég útskýrði fyrir henni, að ég gæti ekki keypt hana sjálfur, ef einhver skyldi muna eftir mér, eftir að ég væri stunginn af. Svo sagðist ég þurfa að tala við hana og svo ók ég eina eða tvær mílur út fyrir borgina. Ég ók bilnum af því að Alice hafði fengið of mik ið af deyfilyfjum og áfengi. — Þetta var fremur auðvelt. Hún var ekki með fulla meðvit und þegar ég fór út og kom slöngunni fyrir. Ég sagði henni, að það hefði sprungið hjá mér og hún skyldi sitja grafkyrr meðan ég skipti um hjól. Hún vissi ekkert, hvað ég hafðist að, þegar ég kom slöngunni fyrir og lokaði öllum rifum, utanfrá! Það tók ekki nema fimm mín- útur. Síðan gekk ég þangað sem ég hafði skilið minn bil eftir. —- Fannst yður það tilvinn- andi? sagði Raeburn. Mennirn ir voru nú báðir orðnir gegn- drepa og þeir urðu að brýna raustina, til þess að láta heyra til sín. —- Tilvinnandi ? — Að fara að drepa Al- ice Bourne? Þér hefðuð getað látið hana þegja, hefðuð þér NAUÐSYNLEG BOK Urúturinn, 21. marz — 19. apríl. í dag gengur allt svo ósköp hægt og rólega. Nautið. 20. apríl — 20. maí. Reyndu að hrista af þér slenið og taka til hendinni. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Reyndu að vera í góðum félagsskap, og hlusta á holl ráð. Krabbinn, 21. júní — 22. júli. Það kann að vera hægara að koma sér hjá óþægindum, en að horfast í augu við þau. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þér gengur dálítið seint að ljúka verkum þínum i dag. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þú færð að vinna meira en aðra daga, en lágt er samt kaupið. Vogin, 23. september — 22. október. Allir vilja komast hjá ásökunum, og eru heldur flóttalegir. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þú ert miklu viðbragðsfljótari en fólk 1 kringum þig er. En þú færð betri samvinnu. ef þú útskýrir málstað þinn. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú verður að sýna töluverða sölumannshæfileika í dag. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Það borgar sig að vinna eitthvert verk á ný, því að það er ófullnægjandi eins og það er. Það er gott að hafa varasjóði. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Áform þín rekast á fyrirætlanir félaga þinna. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Náungi þinn er silalegur, en það skaltu umbera með þögn og þolinmæði. Þetta lagast allt saman. UNGBARNA- BÓKIN TILVALIN TÆKIFÆRISGJÖF bara sagt henni, hve sjúkur þér voruð. — Ég vissi það bara ekki þá. En hlustið þér á, Raebum — Rick rétti úr sér úti í horninu sínu — þessi stutti tími, sem ég á eftir er mér eins dýrmætur og ef hann væri þrjátíu ár. — Ég mundi ekki leggja einn klukku tíma af honum i hættu — ekki eina mínútu! Stóri maðurinn þurrkaði vætuna framan úr sér með vinstra handlegg. — Þó að ég ætti ekki eftir nema eina sek úndu ólifaða, mundi ég berjast fyrir henni og halda í vonina. Röddin var orðin að öskri. Þó ég ætti ekki nema eina sekúndu eftir, þá mundi ég skjóta hvern þann, sem ætlaði að stela henni frá mér! Nú vitið þér, hvernig öllu er háttað, Raeburn. Það er eins komið fyrir yður. Það er ekkert skip þarna úti. Ég sagði yður, að það væri, af þvi að við þurfum nú einu sinni alltaf að vera að blekkja sjálfa okkur. Þér hefðuð getað stokkið á mig og látið skjóta yður, en það gerðuð þér ekki, af því að þér hélduð, að kannski væri þetta satt. Kannski hefur skip verið þarna. Þannig hugsaði ég alveg fram að þvi, að læknirinn sagði mér. . . en það er bara ekkert skip. — Ég vissi, að það var ekk- ert skip þarna. — Hvers vegna lögðuð þér þá ekki i hættuna? Úr því að þér eruð svona sniðugur. Hvers vegna komuð þér yfirleitt? — Ég hef gert hinar og þess ar vitleysur, alveg eins og þér. Þegar ég hitti yður i Assechús- inu, voruð þér næstum búinn að plata mig með þessari lygasögu um Maaskirche. Nafnlausa bréf ið, sem þér senduð mér um sjálf an yður, kom mér á villuspor. — Ég vissi ekki, hvernig ég átti að beina yður að Maas- kirche. En ég reiknaði með, að þvi meira sem þér þefuðuð uppi sjálfur, því trúgjarnari yrðuð þér. Því beinni sem upplýsing- arnar væru, sem ég gæfi yður, þvi síður munduð þér trúa þeim. Þér eruð býsna tortrygginn. — Og það notuðuð þér yður. Ég hafði aldrei reiknað út, hvernig þér hefðuð getað undir búið morðið, og þegar Maas- kirche brást mér virtist tilgang- urinn gufa upp. En einhvers- stiaðiar dýpst í huigainiuim leynd- ist eitthvert hugboð um, að þér væruð einhverju að leyna. Ég þurfti uimhuigisiuiniartiíimia. Ég saglði yður sögu uim Clayton of- ursta til þess að þér skylduð halda, að þér hefðuð blekkt mig algjörlega, en þér höfðuð ekki gert það nema að níutíu og níu af hundraði. Ég hafði Evans raunverulega grunaðan þá, enda þótt ég héldi, að þér vær- uð með honum í þessu. — Hvers vegna slepptuð þér Evans? — Ef Evans væri í einhverju vafasömu eða glæpsamlegu, gekk ég út frá að það hlyti að stafa af einhverjum kvennamála flækjum. Allir virtust hafa heyrt, hvaða orð hann hafði á J t. • • •*.;VV; • . /V; TiÉv HEI ASKUR BVöUR YÐUR GIJÓÐARST. GRÍSAKÓTEIJ-rm IR GRIIJAÐA KJÚKUNGA ROAST BEEF GIjÓÐARSTEIKT LAMB HAMBORGARA EWÚPSTEIKTAN FISK * udurlandxlrraut 14 sími 38660

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.