Morgunblaðið - 27.10.1970, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.1970, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1970 3 80 stúlkur starfa við hörpudisksvinnslu — sem fluttur er til Hraðfrysti- stöðvarinnar í Reykjavík frá Stykkishólmi — Framleiðslan ncmur 3 milljónum króna á röskum mánuði MIKIÐ hefur verið um að vera í Hraðfrystistöðinni í Reykjavík undanfarið við vinnu á hörpu- diski. Hafa þar að jafnaði unnið 60—80 konur og nokkrir karl- menn við verkun á hörpudisk, en hann er veiddur í Breiða- firði. Til Reykjavíkur er hörpu- diskurinn fluttur á hílum og í Hraðfrystistöðina, þar sem skel- in er klofin. I»á er fiskurinn tek- inn úr skelinni og hreinsaður, en að þvi búnu pakkað í blokk. Allt er þetta unnið með höndunum, og verkunin krefst mikils starfs- liðs, sem kemur bezt fram í því, að um 80 stúlkur skuli þurfa til að verka afla, sem rúmast í 2 hrað- frystitækjum af 34, sem Ilrað- frystistöðin hefur yfir að ráða. Morgunblaðið ræddi í gær við Bintar Sigurðsson, útgerðarmann, um þessa hörpudiskvinnslu Hrað frystistöðvariinniar. Einar sagði, að byrjað hefði verið á því snemma í haust að fá hörpudisk, sem veiddist í Breiðafirði, hing- að til Reykjavíkur til vinnslu. „Við fáum hörpudiskinn af tveimur bátum, sem leglgja upp afla sinn í Sykkishólmi. Þeir hafa komið með 3-3% tonn í róðri, og veiðin verað stöðug, enda þurfa bátamir stutt að sækja. Hefur aðeins verið land- lega hjá þeim einin dag frá því yeiðarmar hófust. Aflinn hefur verið fluttur á tveimur bílum til Reykjavíkur alla daga neima um helgar, og em þeir 5—6 tima á leiðinni í góðri færð.“ Einar sagði ennfremur, að hörpudiskurinn hefði veitt góða atvinnu í Hraðfrystistöðinni, en þar starfa 60—80 konur alla daga, sem fiskurinn berst, við verkun á honum. Fiskurinn er frystur fyrir Bandaríkjamarfeað, en þar þykir hanin herramanns- matur, engu síður en humarinn. Einar sagði á hinn bóginn, að mifeill kostnaður væri við vinnsl una á hörpudisknum, því að hún krefðist mikils starfsliðs og vinnuafköst væru enn ekki nægi lega mikil þar eð fólkíð væri ekki vant því að fást við hörpu- disk. Hann kvaðst gera ráð fyrir því, að afköstin færu vaxandi eftir þvi, sem starfsfólkið æfð- isit, og kvað Hnaðfrystóstöðina gera ser vonir um áframhald- andi vinnu við hörpudiskinn. Hins vegar væri hætta á, að flutningar á hörpudisknum stöðvuðúist, þegar vegir lokuðust af völdum Snjóa eða frosta. „Við erum búnir að framleiða fyxir rúmar 3 milljónir á rösk- um mánuði, eða fyrir um 100 þúsund krónur á dag. Við erum að byrja að flytja hörpudiskinn út, og fer það í gegnum Sölu- miðstöð hraðírystihúsanna.*1 sagði Einar. Styðja Laxár- bændur Unnið við hörpudisk i Hraðfrystistöðinni i gær. Á FUNDI Skólafélagis Sam- vinnuskólans um „Náttúruvernd og stóriðju á íslandi," haldinn þann 22./10., var borin upp og samþykkt eftirfairandi tillaga. Skólafélag Samvinnuskólans lýsir hér með yfir eindregnum stuðninigi við ábúendur Mý- vatns og Laxársvæðisins, í bar- áttu þeirra gegn fyrirhuguðum virkjunarframkvæmdum við Laxá í Þingeyjarsýslu. Við krefjumst þess, að stöðvaðar verði allar framkvæmdir, þar til fyrir liggja óyggjandi náttúru- fræðilegar rannsóknir á skað- semi fyrirhugaðra virkjunar- framkvæmda. Arangurs- lausri leit hætt SKIPULAGÐRI leit að Vilktor B. Ha.nisen var ihætt sl. sunnudags- kvö’ld og var leitin áraniguTslaus. Var þá búið að leita daglega á svæðinu krinigum Biláfjölll í einia vilku og fjöldi leitarmaimia í leit- arnflök'kum allla dagana var alls 1195, en þess má geta að otft voru sömu mienn í leit dag etftir dag og suimir alla dagana. Tuttuigu leitairsveitir tóku þátt í leitinni. Mjög erfitt var um ieit á þessu svæði að sögn Sigurðar Waaige, sem stjórna'ðd leitinini, sénstak- lega á svæðinu suður af Blá- fjöl'lum, en þar eru mjög víða smláigöt á jairðskorpu mni og stór- ir hellar undir. Sumir mörg huindruð metra lanigir. Við afih.uigun í samlbandi við hvarlf Viktors B. Hansenis hetfur komið í íljós, að daiginn, sem Vikt or (hvarf — lauigardaginin 17 þ. m. etftir hádegi — var rauður Broneo á svæðinu fyrir vestan Blátfjöll. Þessi bíll fór fram hjó Rauðulh nj úkuim að þvi er virtist á ieið niður á Suðurlandsveg um eða rétt fyrir klukkan 17:30. —• Ran.n sókn arlögreglan biður öku- mann þessa bíls að gefa sig fæam. TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS NÝKOMNIR KULDAJAKKAR OG FRAKKAR Á BÆÐI HERRA- OG DÖMUPEYSUR— SÍÐAR, STUTTAR — — MIDI — MAXI SÍÐ- BUXUR ÚR HNAUSÞYKKU ULLAR TERELENE. HÚFUR OG TREFLAR. ULLAR-MAXIKJÓLAR ofl. TÝSGÖTU 1, SÍMI 12330, Póstsendum. STAKSTEIIVIAR Tízkufyrirbæri Það er í tízku um þessar niuiid ir hjá nokkrum stjórnmálasam- tökum og einstaka stjórnmála- mönnum að skrifa bréf, birta ályktanir og gera samþykktir um ágæti og nauðsyn vinstra- samstarfs í íslenzkum stjórnmál- um. Eins og önnur tízkufyrir- bæri getur þessi orðaleikur ver- ið allspaugilegur á köflum. Þannig samþykkti stjórn Sam- bands ungra framsóknarmanna fyrir skömnui að fela formanni sínum að bera upp eftirfarandi tillögu í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins: „Fram- kvæmdastjórn Framsóknar- flokksins samþykkir að óska nú þegar eftir viðræðum við Alþýðu flokkinn, Alþýðubandalagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna um framtíð íslenzkrar vinstri hreyfingar og möguleika á vinstra samstarfi vun stjórn landsins. Viðræðurnar verði formlegar og verði niðurstöður þeirra birtar opinberlega.“ Nokkrum dögum eftir að ungpr framsóknarmenn gera þessa ályktun samþykkir þing Alþýðu flokksins aðra ályktun um sama efni, en þar er hins vegar ekki gert ráð fjTÍr Framsóknarflokknum. For- maður Alþýðuflokksins, dr. Gylfi Þ. Gíslason, iýsti því síðar yfir í sjónvarpi, að Framsóknair- flokkmim væri sleppt í þeirra samþykkt vegna þess, að hann væri ekki jafnaðarmannaflokk- ur og alþýðuflokksmenn litu hreint ekki á framsóknarmenn sem vinstrimenn. Einingin Framsóknarmenn virðast ekki vera allskostar ánægðir með þennan dóm dr. Gylfa. Sl. sunnudag fann ritstjóri Tímans stjórnmálaflokkunum, öðrum en Framsóknarflokknum, flest til foráttu, og sérstakiega fór rit- stjórinn hörðum orðum um hina svonefndu vinstriflokka, sem í annan tíma eru á hinn bóginn taldir liinir ákjósanlegustu sam- starfsflokkar. Ritstjóri Tímans sendi fyrsttt hnútuna í Alþýðuflokkir n: „Þar og á flokksþinginu, tókst Gylfa að sigrast á óánægjunni að sinni, með þeirri kovflulegu yflr- lýsingu, að fiokkurinn skyldi stefna í þrjár áttir í senn, þ.e. að vera í stjórn meö Sjálfsta'ðis- flokknum, að vera í samræðiun við Alþýðubandalagið og Hanni balista, og að vera óháður öllum í næstu kosningum! Þannig tókst Gylfa að friða til bráðabirgða hin óánægðu öfl í flokknum, með því að hafa eitthvað hánda öll- um! En sá friður getur naumast staðið lengi. Svo augljóst er það, að hér er um fyllstu lodd- arabrögð a^ræða, sem eru gerð til þess aií" breiða yfir hina al- geru tækifærisstefnu þeirra manna, sem nú ráða Alþýðu- flokknum.“ Síðar segir ritstjór- inn: „Þannig eru Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna strax í upphafi tvískiptur flokkur, eins og nafnið bendir til, og það er meira að segja óákveðið, hvort flokknum er ætlað að verða að- eins til bráðabirgða eða til fram- búðar.“ Og um Alþýðubandalag- ið segir ritstjóri Tímans: „Alþýðubandaiagið er byggt á því, að kommúnistar og jafnaðarmenn vinni saman í ein- um flokki. Tvivegis áður hafa slíkar tilraunir verðir gerðar hér á landi og þær misheppnast báð- ar . . . Nú stendur þriðja til- raunin yfir. Alþýðubandalagið hefur breytt sér úr kosninga- bandalagi í flokk, þar sem eiga að vera bæði kommúnistar og jafnaðarmenn. Það væri and- stætt fyrri reynslu, bæði liér og erlendis, ef þessi tilraun endaði á nokkurn annan veg en liinar fyrri.“ Bræðralagið sýnist vera I með ágætum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.