Morgunblaðið - 29.10.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.10.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGU'R 29. OKTÓKiRR 1970 Hann horfði á hana með sýni- legri velþóknun, en þó ekki vegna þessarar bindindissemi hennar, og hjartað tók að slá örar. Hann hugsaði með sér: Ró- legur nú, kall minn, mundu, að það er langt síðan þú hefur orð- ið skotinn . . . En hann hélt áfram að horfa á hana. Kathleen var ekki eins fal- leg og Hanna, og heldur ekki eins snyrtileg og strokin. En hún hafði eitthvað við sig, sem ekki var algengt í þessum heimi kvenna, þar sem allar eru steypt ar í sama mótið. Og það var raunveruleg fegurð — langt á milli augnanna, frítt andlitsfall og höfuðlag og kastaníubrúnt hárið. Hefurðu séð draug? VIKAIM hitti fólk á fömum vegi á dögunum og lagði fyrir það þessa sígildu spumingu. I hópi þess var Guðmund- ur Jónsson, óperusöngvari. sem kvaðst hafa séð marga drauga um ævina — en engan framliðinn. Hann var orðinn þreyttur á þrældóminum um borð, yfirgangssemi skipstjórans og langri og strangri úti- vist. Hann hætti því á ævin- týralega uppreisn til þess að geta lifað með sólbrún- um meyjum á friðsælli eyju í Suðurhöfum. — Flestir kannast við UPP- REISNINA A BOUNTY, en nú hefur sitthvað nýtt komið í Ijós um hana, sem ekki var áður vitað. Það segir frá því í nýjustu VIKU. — Af öðru efni hennar má nefna myndir úr leikritum Ibsens í Þjóðleik- húsinu, hinn vinsæla þátt Eldhús Vikunnar, sem Dröfn H. Farestveit, húsmæðra- kennari, annast og ótal- margt fleira. Þegar hún brosti til hans, sá hann, að hún var með skrítinn spékopp við annað munnvikið. Vangalinan var óvenju ungleg og hörundið átti fegrunarmeðul- um lítið að þakka. Hann sagði: — Þér eruð sjálf sagt ein af dýrkendum Eloise ? Kathleen hló. Hún hló eins og krakki, innilega og ósjálfrátt, og McClure kunni vel við það. Of margt kvenfólk hló og skríkti eins og bjánar . . . en augun voru dauð gagnvart öllu gamni. — Einmitt ekki, sagði hún hreinskilnislega, — því hefði ég aldrei efni á. Og veit ekki, hvort mig mundi neitt langa til þess, þótt ég hefði efni á því . . . Ég er alveg að gera út af við Hönnu, af því að ég get aldrei orðið hrifin af fatnaði. Kjóllinn hennar var einfald- ur og grár eins og augun í henni. Hanna hefði getað nefnt búðina, sem hann kom úr og eins málin á henni . . . Mitzi Lambert, sem nú var að tala við kvikmynda- leikstjóra, var í kjól frá Eloise . .. á að minnsta kosti 350 dali. Hann sagði: — Ef þér eruð ekkert hrifin af kjólnum, hvað eruð þér þá að gera hér? — Það er vegna hennar Hönnu, sagði hún. — Við höfum alltaf verið svö miklar vinstúlk- ur. Og ég er afskaplega hrifin af þvi, hvað henni tekst vel upp. — Ég hef ekki séð Hönnu I ein tvö ár, sagði hann kæruleys- islega. Ég hef verið á flækingi — farið kring um hnöttinn og þreifað fyrir mér i Hollywood. En nú er ég kominn heim aftur. Hún sagði: — Ég var svo hrif- in af fyrsta leikritinu yðar. — En þvi næsta? — Ekki eins. — Ég heldur ekki. Hann setti upp sorgarsvip. — Gagnrýnend umir og almenningur ýttu óþarf lega undir mig. Ég sneið annað leikritið eftir þvi fyrsta. Og það gekk ekki. Og síðan hef ég orðið tvisvar fyrir vonbrigðum, að ég nú ekki nefni Hollywood. En nú er ég á heimleið aftur. Hann var óþarflega sjálfsör- uggur, fannst henni — alltof ör- uggur. Hún hafði strax tekið eft ir þvi, að hann hafði fallegar en taugaóstyrkar hendur. Magra andlitið var í sífellu að breyta um svip og augnabrýnnar, sem voru dekkri en hárið, uppi yfir leiftrandi augunum léðu honum ofurlítinn djöflasvip. — Segið mér eitthvað um sjálfa yður, sagði hann og hall- aði sér að henni. Hún hugsaði með sjálfri sér: Það er satt, sem Hanna segir, að hann er laglegur og kann að koma fram . . . Það kom eins og af sjálfu sér, fannst henni. Hann leit á mann og maður fór að trúa því, að honum fyndist mað- ur vera eina konan í heiminum. — Það er lítið af mér að segja, sagði hún. Faðir minn er lög- fræðingur og góður lögfræðing- ur. Móðir mín . . . Hún hikaði og þagnaði. Hún gat ekki talað blátt áfram um foreldra sína og hún ætlaði sannarlega ekki að fara að tala öðruvísi um þau, á þessum stað. Hún gat alveg hugs að sér, hvað Paul McClure mundi hugsa um samband henn- ar við foreldra hennar. Hann mundi gefa því eitthvert langt, visindalegt nafn, og segja henni, að hún væri ekki fullorðin . . . eða þá hann mundi alls ekki trúa henni. Hún hélt því áfram: — Ég fæddist í New York fyrir tuttugu og þremur árum. Fór í einkaskóla og svo í Smith-háskól ann. Útskrifaðist tuttugu og eins árs gömul. Svo fór ég á verzl- unarnámskeið og hef síðan unn- ið i skrifstofu föður míns. — Vinnið hjá föður yðar? sagði hann steinhissa. Hún spurði, ofurlítið fyrtin: — Því ekki það? og farið ekki að segja mér, að ég sé að taka brauðið frá einhverri fá- tækri stúlku. Pabbi vildi gera lögfræðing úr mér, en það vildi ég ekki. Þess vegna kaus ég heldur verzlunamámið . . . og megi drottinn blessa hann hr. Gregg, sem gefur stúlku með enga sérstaka hæfileika ómetan- legt tækifæri. Ég þurfti að fá æfingu, svo að pabbi tók mig í vélritun. En í seinni tíð hefur hann verið /eikur, og orðið að vera heima, svo að ég hef tekið við einkaritarastörfunum, þegar reglulegi ritarinn hefur haft mik ið að gera, og þá tekið að mér einkabréfin og simtöl og skrá- setninguna á bókasafninu hans. Hann er safnari x smáum stíl, skiljið þér. Hann sagði: — Yður er þó ekki alvara með að halda áfram að vinna ? Henni líkaði ekki, hvernig hann sagði þetta, „vinna“. — Hvers vegna ekki? spurði hún, eins og í vamarstöðu. Hann yppti öxlum. — Vitan- lega er það í tízku, sagði hann. — En það eru margar stúlkur, vitið þér, sem þurfa að vinna fyrir sér. Augu þeirra mættust — eld- snöggt: — Yður mundi sjálf- sagt líka vel, ef ég gerðist fata- sýningastúlka? — Þér hafið að minnsta kosti vaxtarlagið til þess, ef mér leyf- ist að segja það. — Eða fara á leiksvið, eða syngja í næturklúbbum eða teikna föt eða skrifa sjálfsævi- sögu, hélt hún áfram óðamála, án þess að hlusta á athugasemd hans. — Það finnst öllum sjálf- sagt! En skrifstofuvinna! Þá set ur að þeim hroll og þeir fara hjá sér. En sjáið þér til, hr. McClure, pabbi ól mig upp til að geta ver ið sjálfstæð. Hann sagði, að þó svo hann ætti milljón dali, mundi hann ekki vilja eiga dóttur, sem gæti ekki séð fyrir sér sjálí. Milljón dalir geta alltaf farið í súginn og hvar stendur maður þá? — Venjulega við barinn í Ritz, svaraði hann og hún hefði get- að lamið hann. Hún svaraði með ákafa: — Látið ekki svona. Ég hef ofurlitlar tekjur úr búi ömmu minnar, sem ég tók við þegar ég var átján ára. Fyrir það hef ég klætt mig og séð fyrir persónu- egum þörfum mínum, og þess vegna hef ég lært að þekkja notagildi peninga. Ég bý heima hjá mér, af því að ég vil gjama vera hjá fjölskyidu minni. En svo kemur að því, að ég verð al farið að sjá fyrir mér sjálf. Það vil ég líka gera og pabbi er á sama máli. Hann sagði hlæjandi: — Góða mín, að vinna í skrifstofu og svara í síma, er ekki sama sem að vera sjálfstæð. — Verið þér nú ekki svona andstyggilegur, sagði hún. — Það er ég ekki, heldur bara forvitinn. Ég biðst ekki neinnar afsökunar, þegar ég segi, að þér eruð mjög ung . . . og mjög fal- leg. Yður er illa við að vera TAKIÐ EFTIR Þar sem verzlunin hættir núna um mánaðarmótin, verða þær vörur sem eftir eru, seldar langt fyrir neðan hálfvirði. FORNVERZLUNIN Laugavegi 133, sími 20745. Hjúkrunarkonur ósknst Hjúkrunarkonur vantar nú þegar í Landspítalann. Upplýsingar gefur forstöðukonan á staðnum og í síma 24160. Reykjavík, 27 október 1970. Skrifstofa rikisspítalanna. ísafjörður Börn eða fullorðnir óskast ti lað bera Morg- unblaðið til kaupenda á ísafirði. Upplýsingar hjá Bókaverzlun Matthíasar Bjarnasonar. AÐVÖRUN til eigenda díselbifreiða r Reykjavík Að kröfu tollstjórans í Reykjavík verða nú þegar stöðvaðar þær bifreiðir, 5 tonn eða meira að eigin þyngd, sem ekki hefur verið greiddur þungaskattur af, er í eindaga féll 21. október s.l. eða fyrr, ekki hafa verið settir ökumælar í eða ekki hefur verið mætt með til þess að fá álestur um ökumælisstöðu. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 27. október 1970. Sigurjón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.