Morgunblaðið - 15.11.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.11.1970, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1970 0 M_,ndin í Hafnarbíói „Háskólaborgari á Akureyrl" skrifár. „Akureyri, 4. nóv. Í970. Kœri Velvakandi! Það er þakkar/ert, að virt- ur borgari hefur kveðið sér hljóðs og vakið athygli á því, hvers konar „fræðsla í kyn- ferðismálurn“ er á ferðinni, þar sem er hin furðulega mynd, sem nú er verið að sýna i Reykja- vík. Ég veitti því athygli, að Morgunblaðið var þegjanda- legt, þegar það sagði frá mynd þessari í frétt, eftir að blaða mðnnum hafði verið gefinn kostur á að sjá hana. Dró ég af því þá ályktun, að blaða- manninum hefðu gjörsamlega fallizt hendur, en hann vildi bíða átekta. Það gladdi mig, hvernig rit- stjóri Mbl. tók á þéssu máli í forystugrein um daginn, eftir ■7T BÍLA LEIííA X MJAIAJIif ■35555 ■ ^ 1444^ vfflif/m I3ILALEIQA HVJERFISGÖTU 103 VW Scndiferðabifreið-VW 5 manna -VW svefnvagn VW 9 manna - Landrover 7 manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. FÆST UM LAND ALLT .MISS LÐslThERlC Snyrti- vörur fyrir ungu stúlkumar Ó. JOHNSON & KAABER i' að Kristján Albertsson hafði bent á, hvers kyns starsemi væri hér á férðinni. Mér hrýs húgur við því, ef þessi mynd á eftir að koma hingað til Ak- úreyrar, í bæ skólaæskúnnar. Mér er kunnugt um, að í Reykjavík eru það nær ein- göngu unglingar, piltar sér- staklega, sem horfa á mynd þessa. Ég sá þá hnípna og und ariega á svipinn fyrir utan kvikmyndahúsið í hléi fyrir nokkru. Þeir voru að jafna sig eftir sjokkin í fyrri helmingi myndarinnar og búa sig undir seinni hlutann. Getum við ekki vakið al- menningsálitið gegn þessum hroða? Vilt þú stuðla að því, Velvakandi góður? — Með þessu bréfi vil ég skora á presta Akureyringa, kennara, æskulýðsleiðtoga, bæjarstjórn, blöð og alla aðila, sem mega sín nokkurs í bæjarfélaginu og unna æskunni og framtíð okk- ar, að þeir geri allt sem þeir mega til þess að hindra, að þessi mynd verðí sýnd hér nyrðra. Ættu aðrir bæir og byggðarlög að fara eins að. Bíóstjórarnir yrðu meiri menn í augum okkar, ef þeir létu gróðasjónarmið vikja, þegar slíkir hlutir eru á ferðinni, en létu heilbrigða sómatilfinningu og skyldurækni ráða gerðum sínum. Jafnframt þakka ég Kristjáni Albertssyni, hvernig hann lít- ur jákvæðum og réttsýnum aug um á röskleg viðbrögð frænda okkar Norðmanna við þessari kvikmynd og öðru klámi. Það er mjög i tízku að núa Norð- mönnum þvi um nasir, að þeir séu ofstækisfullir i siðferði og trúmálum. Hið sanna er, að þeim hefur tekizt, fram yfir margar „menningarþjóðir", að varðveita siðferðilega kjöl- festu og heilbrigt, mannlegt viðhorf til lífsins og gjafa þess. Þessi innri kraftur er þeim meira virði en svo, að þeir vilji glata honum. Kirkjufólk- ið er þarna súrdeigið, enda hef ur lifandi trúarlíf verið við lýði i Noregi um langan aldur, og kemur það í ljós, auk þess sem að ofan greinir, í marg- háttaðri starfsemi leikmanna og presta, bæði í Noregi, meðal sjómanna i fjarlægum höfnum og meðal frumstæðra þjóða, þar sem kristniboðar flytja boð skap Krists, líkna og upp- fræða. Virðingarfyllst, háskólaborgari, Akureyri". 0 Að velja og hafna „Bíógestur" skrifar: „Reykjavík, 6. nóvember 1970. Heiðraði Velvakandi! Ég dreif mig í gærkvöldi í Hafnarbíó til að sjá myndina frægu, sem þar er sýnd og hlotið hefur allýtarlega auglýs ingu, jafnvel frá ólíklegustu aðilum. Sumir hafa skrifað rætnar greinar í blöð um mál- ið og fáir nennt að svara slíku, enda ekki ástæða til. Kvikmyndir eru auðvitað ekki ógeðslegar sem slíkar. Það geta þær engan veginn orðið, fyrr en fólk sér þær. Og þær verða þá mjög misjafnar i augum fólks. Yfirleitt verða þær þó jafnógeðslegar og sál- arlíf áhorfandans. Lifi fólk heilbrigðu, hleypidómalausu kynferðislífi, þá er ekki auð- velt að hneyksla það með „klárni". Aðra er mjög auðvelt að hneyksla með slíku. Þetta fólk hneykslast yfirleitt á öllu, sem viðkemur kynferðislifi, og þá jafnt, þótt um fræðslu um þau mál sé að ræða. Fyrir því fólki er allt kynlíf „klám“ og þess vegna er kynferðisfræðsla „klám“. Yfirleitt er kynlíf þessa fólks i molum, fræðsla lítil sem engin, og því vaða hleypidómar uppi. Hneykslun þessa fólks er oftast sprottin af bælingu eðlilegustu hvata. Þessu fólki líður því illa og á sízt af öllu að leggja leið sína í Hafnarbíó um þessar mund- Kraftmesta ryksugan hér á landi! Handhæg og auðveld í meðförum. Tekur það sem henni er ætlað. VERÐIÐ?? Lægra en þér haldið. PHIUPSI KANN TÖKIN ATÆKNINNI ir. Við hin viljum aftur á móti fá að ráða þvi sjálf, hvað við sjáum, og sjáum ekki. Við vilj- um fá að velja og hafna. Við göngum út úr kvikmyndahús- inu, ef okkur ofbýður. Það geta allir. Við erum frjálsir menn, sem búum á Islandi, eða hváð? Þéir, sem fara í Hafnar bíó eingöngu til þess að hneýkslást (því að það gera þeir méð því þeir kaupa miða og sitja undir „ógeðinu") og auglýsa eigin skapgerðarbresti og hvatabæiingar opinberlega, eiga bágt. Fyrst sjá þeir mynd ina og lýsa svo yfir skoðun sinni á henni og heimta síðan, að okkur hinum sé bannað að sjá það sama. Þetta vesalings fólk hefði betur farið til sál- fræðings. Hugtakið „klám“ hefur enn ekki verið skilgreint, og þess vegna er ógerlegt að banna „klám“, eða að minnsta kosti ómögulegt að framkvæma lög- in. Auðveldast fyrir fólk er að loka augúnum, þegar það sér eitthvað, sem því mislíkar. Bíógestur“. 0 Áskorun á mæður „Móðir“ skrifar: „Reykjavík 6.11. 1970. Kæri Velvakandi! Ég vona, að þú sért nógu vel vakandi til þess að sjá, að þessar línur, sem ég ætla að biðja þig fyrir, eiga erindi i dálkinn þinn. Því er þögn ? Engin kona hefir ennþá opn að munninn til að mótmæla klám- og kynlífs-myndinni, sem verið er að sýna í Hafnar bíói um þessar mundir. Hvað kemur til? Þið eruð ef til vill samþykk ar því, að dætrum ykkar sé kennd sjálfsfróunar-aðferðin, svo að dæmi sé tekið úr kennslumyndinni ? Það er nefnilega ekki hægt að neita þvi, að myndin er kennslumynd i klámi og við- bjóðslegum sora. Mæður, farið og sjáið, hvað verið er að kenna börnum ykkar! Látið ykkur ekki nægja, að læknar, sakadómarar og aðrir framá- menn hafi svona hálft í hvoru lagt blessun sína yfir „Tákn- mál ástarinnar" i Hafnarbíói. Mæður, ég skírskota til ykk- ar, því að hverjum er annára um sálarheill barna sinna en mæðrunum? Tökum höndum saman og mót mælum áframhaldandi sýning- um á „Táknmáli ástarinnar" í Hafnarbíói. Móðir“. 0 Nekt karla og kvenna o. fl. „Einn af átján“ skrifar: „Reykjavík, 10. nóv. 1970. Kæri Velvakandi! Alveg er ég hissa á honum Freymóði, honum, sem málar svona fallegar sólskinsmyndir og semur þessi fallegu sól- skinslög, sem hefur verið yndi að hlýða á undanfarin ár. Þökk sé honum fyrir það. Því má ekki fræða um sól- skinið í ástinni? Hvernig kon- an getur forðazt þungun? Að enginn höndlar sólskinið í ást inni með lauslæti? Hvernig elskhuginn getur hjálpað ást- meynni til að öðlast sólskinið í ástinni? Einnig eru í myndinni „Táknmál ástarinnar", borin til baka alls kyns hindurvitni, sem geta haft truflandi áhrif á kynlíf fólks. Ekkert óeðli -sýnt, en reynt að beina óeðli í eðli- legan farveg. Að yi.su nokkuð gróft á köflum. Karlmenn eru t.d. bjánalegir naktir, en hver hefur séð og fundizt nakin kona ljót? Jafnvel andlits- ófríðar konur geta verið yndis fagrar gyðjur fáklæddar. Eitt barn á ég I háskóla og tvö í menntaskóla. Þau hafa heyrt menningarvita tala um kynfræðslu í skólum í útvarp- ið, en lítið hafa þau orðið vör við þessa fræðslu á sinni löngu skólagöngu. En það er víst gaman að tala í útvarpið, og um eitthvað verður að tala. Eitt bamið mitt sagði, eftir að hafa séð þessa mynd, að suma kaflana í myndinni ætti að sýna efri bekkjum barna- skóla, en hætta þessu stagli svo um kynfræðslu í skólum. Sjálfur sá ég í sjónvarpinu óhugnanlega mynd, sem sýndi orrustu milli Háskota og Eng- lendinga. Þarna voru börn dregin nauðug i orrustuna og slátrunin svo ógeðsleg sem mest mátti verða. Fölk elt upp um f jöll af skrautklæddum her mönnum og aflífað. Ég verð að segja það, eins og er, að ég var nokkra daga að jafna mig eftir þetta. í myndinni „Táknmáli ástar- innar“ er enginn deyddur, — hún sýnir aðeins fallegt fólk, sem lætur vel hvað að öðru. Ef hún hefði verið sýnd í sjón- varpinu, hefði kannski einhver hneykslazt, en engum orðið illt af. Það eru margar dráps- myndir sýndar, sem vekja glæpahneigð og óeðli. T.d. mannrán og morð í pólitískum tilgangi, eða fangelsun fólks fyrir frjálsa hugsun eða gagn- rýni, í myrkraveldum, þar sem allt er bannað, frjálst orð, kvikmyndir og hugsun. Á sumrin eru flestir íslenzk ir piltar á hafinu að afla gjald eyris, eða i vinnu í óbyggðum, sem sagt fjarverandi. Hvar eru þá „Vindmylluriddararnir", sem segja „ísland skal varið“, þegar gróðurmold islenzks þjóðernis á fermingaraldri og uppúr er hundelt af erlendum sjóliðum úr vestri og austri, vopnuðum kvennaveiðakurteisi og áfengi. Nýkomnir úr pútna húsum hafnarborganna, ætl andi að fá það ókeypis að mestu, sem kaupa þarf erlend- is. Enda hefur víst mörg telp- an verið svipt sínu sólskini of urölvi í fúlli hermannakáetu. Hvar eru þá „Rauðu riddararn ir, sem segja, „Island skal ekki varið", fara í langar göngur og tala fagurlega um verndun þjóðernis og líka um kúgun, þrátt fyrir að við ís- lendingar verðum að teljast mjög frjálsir og ókúgaðir. Það eru sem sagt aðallega smátelp ur, sem hafa verið kúgaðar og sviptar sinni hamingju, á með- an riddararnir hafa látið gamm inn geysa. Lærifeður þessara riddara beggja banna sumir mælt mál og ritað, kvikmyndir, stutt pils og sítt hár. 1 öllu vilja þeir ráða yfir einstaklingnum. En þá er bara stutt í það, að valdhafarnir skipi sjálfir ridd arana, og þá eiga allir bágt, og ef til vill valdhafarnir bágast. Skoðað í þessu ljósi er þetta heilaga stríð gegn tiltölulega meinlausri kvikmynd, ef til vill gagnlegri, næsta furðulegt. Með vinsemd. Einn af át,ján“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.